Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

11. fundur 13. apríl 2023 kl. 15:00 - 18:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Eyrún Sævarsdóttir formaður
  • Sigurður Hauksson varaform.
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Ragnar Helgason sérfræðingur á fjölskyldusviði
Fundargerð ritaði: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Íslenska æskulýðsrannsóknin 2022

Málsnúmer 2303138Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnti niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar fyrir árið 2022, sem var í fyrsta skipti sem rannsóknin var lögð fyrir. Íslenska æskulýðsrannsóknin (ÍÆ) er rannsókn sem Háskóli Íslands framkvæmir fyrir Mennta- og barnamálaráðuneytið á grundvelli 12 gr. æskulýðslaga nr. 70/2007. Markmið verkefnisins er að safna gögnum um velferð og viðhorf barna og ungs fólks og gera niðurstöður aðgengilegar til að styðja við stefnumótun. Nemendur Varmahlíðarskóla tóku þátt í rannsókninni á síðasta ári en fyrir liggur að allir grunnskólar í Skagafirði taki þátt í Íslensku æskulýðsrannsókninni. Nefndin felur frístundastjóra að kynna niðurstöðunar á næsta fundi ungmennaráðs Skagafjarðar.

2.Fundur m. skátahöfðingja

Málsnúmer 2303252Vakta málsnúmer

Frístundastjóri sagði frá fundi með Hörpu Ósk Valgeirsdóttur skátahöfðingja Íslands þar sem hún kynnti núverandi starfsemi skátanna, t.a.m. námskeið, fyrirlestra og aðild þeirra að æskulýðsvettvangnum. Einnig var til umræðu sú framtíðarsýn sem skátahreyfingin hefur fyrir hreyfinguna um allt land og aðkomu sveitarfélaganna að því.

3.103. Ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar

Málsnúmer 2303250Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnti skýrsluskil aðildarfélaga UMSS um nýtingu styrkja frá Skagafirði til barna- og unglingastarfs á árinu 2022. Skýrsluskil eru forsenda þess að aðildarfélögum séu úthlutaðir áframhaldandi styrkir fyrir árið 2023. Styrkirnir eru ákvarðaðir við gerð fjárhagsáætlunnar ár hvert. Stjórn UMSS úthlutar styrkjunum samkvæmt úthlutunarreglum sem hún setur sér. Samstarfssamningur milli Skagafjarðar og UMSS er útrunninn og þörf á að endurskoða samninginn. Félagsmála- og tómstundanefnd óskar eftir að fulltrúi UMSS komi á næsta fund nefndarinnar til viðræðna um áframhaldandi samstarfssamning.

4.Innleiðing samþættingar

Málsnúmer 2208205Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri kynnti fund sem haldinn var með fulltrúa Barna og fjölskyldustofu og starfsmanna fjölskyldusviðs þann 7.mars sl. Fundurinn var haldinn á Sauðárkróki og þar tóku þátt starfsmenn sem vinna með börnum og ungu fólki innan félagsþjónustu, frístundasviðs og fræðslusviðs . Þá var fulltrúum FNV, HSN, UMSS og Lögreglunnar einnig boðið til fundarins. Á fundinum var innleiðing farsældar barna og ferli rædd. Vert er að ítreka að innleiðing og mótun nýrra verkferla tekur tíma , enda er gert ráð fyrir allt að fimm árum til innleiðingarinnar. Jöfnunarjóður sveitarfélaga veitir fjármunum til verkefnisins sem eyrnarmerktir eru til að mæta auknum kostnaði sveitarfélaga vegna vekefnisins, þ.m.t. fjölgun stöðugilda.

5.Samstarfssamningur um Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki

Málsnúmer 2303226Vakta málsnúmer

Frístundastjóri kynnti þríhliða samstarfssamning, sem undirritaður var 21. mars s.l., milli Skagafjarðar, UMSS og UMFÍ um framkvæmd Unglingalandsmótsins á Sauðárkróki 2023. Hafin er vinna við þá þætti sem Skagafirði er falið að uppfylla samkvæmt samningnum.

6.Umsagnarbeiðni; Þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk árin 2024-2028

Málsnúmer 2304012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar Þingsályktunartillaga um aðgerðaráætlun um þjónustu við eldra fólk árin 2024-2028.

7.Ungmennaráð Skagafjarðar - fundagerðir

Málsnúmer 2301204Vakta málsnúmer

Fundargerð Umgmennaráðs frá 30.mars s.l. lögð fram til kynningar. Fundargerðina má nálgast á heimasíðu Skagafjarðar undir aðrar nefndir.

8.Félagsþjónusta - sumarafleysingar 2023

Málsnúmer 2304019Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra um sumarorlof starfsmanna og stöðu afleysinga innan starfsstöðva félagsþjónustu sumarið 2023. Um er að ræða lögbundna þjónustu við fatlað fólk og eldi borgara. Erfiðlega hefur gengið að manna sumarafleysingar sérstaklega á Sauðárkróki, staðan er afleit fjórða árið í röð. Ef fer sem horfir gæti þurft að fresta orlofi starfsmanna og skerða þjónustu í Skagafirði sem hefði í för með sér neikvæð áhrif á líðan notenda, aðstandenda og starfsmanna. Nefndin leggur áherslu á að nú þegar verði farið í vinnu við lausnarmiðaða aðgerðaráætlun með það að markmiði að koma á stöðugleika í mannahaldi og sumarafleysingu. Áætlun þarf að liggja fyrir á næstu vikum svo hægt sé að bregðast við fyrir komandi sumar. Vísað til byggðaráðs.

9.Tillaga - Matarþjónusta - eldri borgarar

Málsnúmer 2211102Vakta málsnúmer

Mál áður á dagskrá í október sl. þar sem nefndin samþykkti að beita sér fyrir samráði við eldri borgara í Skagafirði um mögulegt fyrirkomulag matarþjónustu svo unnt sé að koma í framkvæmd þeirri lögbundnu grunnþjónustu að allir eldri borgarar í Skagafirði hafi kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að hefja reynsluverkefni með það að markmiði að eldri borgurum utan Sauðárkróks standi til boða að kaupa heimsendan mat. Nefndin felur félagsmálastjóra að leggja fram drög að auglýsingu þar sem auglýst verði eftir áhugasömum eldri borgurum utan Sauðárkróks til þátttöku í verkefninu sem áætlað er að standi í eitt ár. Þátttakendur munu taka þátt í að móta útfærslur þjónustunnar sem henta best og hægt er að koma í framkvæmd.

10.Reglur um húsnæðismál með endurskoðun á matsblaði

Málsnúmer 2303204Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra v. reglna um húsnæðismál í Skagafirði. Nefndin fjallaði um reglunar á fundi 10. nóvember sl. Reglunar voru samþykktar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna í Skagafirði og efnislegar breytingar voru gerðar á lið 11 um gerð leigusamninga á forsendum laga sem tóku gildi 1. janúar sl. Búið er að uppfæra lið 11 í reglum. Félagsmála- og tómstundanefnd felur félagsmálastjóra að fara yfir umsóknareyðublað og matsblað með stigagjöf og leiðbeiningum sem lagt er til grundvallar forgangsröðunar úthlutunar íbúða skv. lið 6 í reglum um húsnæðismál og leggja fyrir nefndina ásamt upplýsingum um fjölda þeirra sem eru á biðlista eftir félagslegum íbúðum.

11.Reglur Barnaverndarþjónustu Mið - Norðurlands um veitingu fjárstyrks til g.r lögmannskostnað

Málsnúmer 2302256Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að reglum Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands um veitingu fjárstyrks til greiðslu lögmannskostnaðar sbr. 47. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Reglurnar voru kynntar á fundi framkvæmdaráðs um barnavernd á Mið-Norðurlandi 16.mars sl. og fara til afgreiðslu hjá hverri sveitarstjórn aðildarfélaga barnaverndarþjónusu Mið-Norðurlands. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til byggðaráðs.

12.Trúnaðarbók félagsmála- og tómstundanefndar 2023

Málsnúmer 2301145Vakta málsnúmer

Lögð fram tvö mál og færð í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 18:30.