Fyrir fundinum lá bréf frá Sinfoníuhljómsveit Íslands þar sem vakin er athygli á því að hljómsveitin heldur upp á 75 ára afmæli sitt á árinu 2025. Ýmsir viðburðir verða haldnir í tengslum við afmælið og er einn af þeim sjónvarpstónleikarnir Klassíkin okkar sem verða í beinni útsendingu þann 29. ágúst. Með bréfinu er sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúar og rekstraraðilar sundlauga og baðstaða hvött til að hafa opið fram á kvöld í sundlaugum og bjóða upp á beina útsendingu frá tónleikunum, annaðhvort á skjá eða í gegnum útvarp.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsfólki nefndarinnar að finna lausnir til þess að hægt sé að verða við beiðninni.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsfólki nefndarinnar að finna lausnir til þess að hægt sé að verða við beiðninni.