Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 142/2025 - "Tillaga um flokkun Kjalölduveitu og virkjunarkosta í Héraðsvötnum í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar". Umsagnarfrestur er til og með 31.10. 2025.
Aðalmenn í byggðarráði Skagafjarðar fagna ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli, þess efnis að Kjalölduveita og virkjunarkostir í Héraðsvötnum, þ.e. Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D, Villinganesvirkjun og Blanda, Vestari-Jökulsá verði flokkaður í biðflokk.
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar óskar bókað:
"Áður hefur verið bent á að málið hafi ekki verið rannsakað eins og lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um. Meirihluti byggðarráðs hefur einnig ítrekað bent á að ef Skatastaðavirkjun yrði færð í nýtingarflokk myndu fyrrgreind áhrif verða ítarlega skoðuð í umhverfismati.
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar minnir einnig á stefnu stjórnvalda um að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Skatastaðavirkjun er besti virkjunarkostur á Íslandi til að stuðla að raunhæfni þess markmiðs. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða. Það yrði því mikið gáleysi að færa jafn hagkvæman virkjunarkost utan eldvirkra svæða sem Skatastaðavirkjun er í verndarflokk.
Fulltrúar meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar skora á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að tryggja að allir virkjunarkostir Héraðsvatna verði skoðaðir ítarlega með hugsanlega nýtingu þeirra í huga. Fyrir því eru margvíslög rök svo sem kemur fram hér að framan en þeirra veigamest eru raforkuöryggi þjóðarinnar sem stendur nú frammi fyrir verulegri ógn vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti á Reykjanesskaganum. Jafnframt er áréttað mikilvægi þess að ekki séu teknar óafturkræfar ákvarðanir um röðun virkjunarkosta í vernd nema að vel athuguðu máli og með fullum skilningi á mögulegum áhrifum slíkra ákvarðana á orkuskipti og orkuöryggi. Öll rök hníga til þess að virkjanir í Héraðsvötnum verði að lágmarki áfram í biðflokki, meti Alþingi það sem svo að Skatastaðavirkjun verði ekki án frekari rannsókna færð í nýtingarflokk."
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"VG og óháð í Skagafirði lýsa yfir eindreginni andstöðu við þá ákvörðun umhverfis- og orkumálaráðherra að færa Jökulárnar í Skagafirði í biðflokk í stað þess að fylgja skýru og faglegu mati faghópa í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem hafa lagt til að árnar verði settar í verndarflokk.
Ítrekað hafa sérfræðingar bent á hve mikils virði náttúra og lífríki Jökuláa og Héraðsvatna er, bæði fyrir fugla, fiskeldi, líffræðilega fjölbreytni og sem undirstaða sjálfbærrar ferðaþjónustu á svæðinu. Skýrslur og endurmat sýna að svæðið hefur hátt náttúruverndargildi, bæði á landsvísu og alþjóðlega vísu.
Það er áhyggjuefni þegar stjórnmálamenn víkja frá niðurstöðu faghópa sem rammaáætlun byggir á, með því er grafið undan þeirri faglegu sátt og réttmæti sem kerfið á að tryggja. Ísland framleiðir nú þegar meira af raforku á hvern íbúa en flest önnur lönd heims. Það hlýtur að kalla á umræðu um hvort þörf sé á því að fórna verðmætum vistkerfum og landslagi fyrir vangreindar hugmyndir um orkuframleiðslu þvert á faglegt mat Rammaáætlunar.
Áætlanir eru um að stækka Blönduvirkjun, sem þegar er til staðar í landshlutanum, um 31 MW. Slík nýting innviða er í takt við umhverfisvernd, ábyrga orkunýtingu og hagsmuni byggðarlaga. Væri nær að hraða þeirri uppbyggingu og nýta viðbótarorkuna á Norðurlandi vestra.
VG og óháð í Skagafirði hvetja umhverfisráðherra og Alþingi til að virða þá sátt og faglegu vinnu sem rammaáætlun stendur fyrir og hafna þeim pólitíska þrýstingi sem stefnir einu verðmætasta náttúrusvæði Skagafjarðar í hættu."
Aðalmenn í byggðarráði Skagafjarðar fagna ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli, þess efnis að Kjalölduveita og virkjunarkostir í Héraðsvötnum, þ.e. Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D, Villinganesvirkjun og Blanda, Vestari-Jökulsá verði flokkaður í biðflokk.
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar óskar bókað:
"Áður hefur verið bent á að málið hafi ekki verið rannsakað eins og lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um. Meirihluti byggðarráðs hefur einnig ítrekað bent á að ef Skatastaðavirkjun yrði færð í nýtingarflokk myndu fyrrgreind áhrif verða ítarlega skoðuð í umhverfismati.
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar minnir einnig á stefnu stjórnvalda um að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Skatastaðavirkjun er besti virkjunarkostur á Íslandi til að stuðla að raunhæfni þess markmiðs. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða. Það yrði því mikið gáleysi að færa jafn hagkvæman virkjunarkost utan eldvirkra svæða sem Skatastaðavirkjun er í verndarflokk.
Fulltrúar meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar skora á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að tryggja að allir virkjunarkostir Héraðsvatna verði skoðaðir ítarlega með hugsanlega nýtingu þeirra í huga. Fyrir því eru margvíslög rök svo sem kemur fram hér að framan en þeirra veigamest eru raforkuöryggi þjóðarinnar sem stendur nú frammi fyrir verulegri ógn vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti á Reykjanesskaganum. Jafnframt er áréttað mikilvægi þess að ekki séu teknar óafturkræfar ákvarðanir um röðun virkjunarkosta í vernd nema að vel athuguðu máli og með fullum skilningi á mögulegum áhrifum slíkra ákvarðana á orkuskipti og orkuöryggi. Öll rök hníga til þess að virkjanir í Héraðsvötnum verði að lágmarki áfram í biðflokki, meti Alþingi það sem svo að Skatastaðavirkjun verði ekki án frekari rannsókna færð í nýtingarflokk."
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"VG og óháð í Skagafirði lýsa yfir eindreginni andstöðu við þá ákvörðun umhverfis- og orkumálaráðherra að færa Jökulárnar í Skagafirði í biðflokk í stað þess að fylgja skýru og faglegu mati faghópa í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem hafa lagt til að árnar verði settar í verndarflokk.
Ítrekað hafa sérfræðingar bent á hve mikils virði náttúra og lífríki Jökuláa og Héraðsvatna er, bæði fyrir fugla, fiskeldi, líffræðilega fjölbreytni og sem undirstaða sjálfbærrar ferðaþjónustu á svæðinu. Skýrslur og endurmat sýna að svæðið hefur hátt náttúruverndargildi, bæði á landsvísu og alþjóðlega vísu.
Það er áhyggjuefni þegar stjórnmálamenn víkja frá niðurstöðu faghópa sem rammaáætlun byggir á, með því er grafið undan þeirri faglegu sátt og réttmæti sem kerfið á að tryggja. Ísland framleiðir nú þegar meira af raforku á hvern íbúa en flest önnur lönd heims. Það hlýtur að kalla á umræðu um hvort þörf sé á því að fórna verðmætum vistkerfum og landslagi fyrir vangreindar hugmyndir um orkuframleiðslu þvert á faglegt mat Rammaáætlunar.
Áætlanir eru um að stækka Blönduvirkjun, sem þegar er til staðar í landshlutanum, um 31 MW. Slík nýting innviða er í takt við umhverfisvernd, ábyrga orkunýtingu og hagsmuni byggðarlaga. Væri nær að hraða þeirri uppbyggingu og nýta viðbótarorkuna á Norðurlandi vestra.
VG og óháð í Skagafirði hvetja umhverfisráðherra og Alþingi til að virða þá sátt og faglegu vinnu sem rammaáætlun stendur fyrir og hafna þeim pólitíska þrýstingi sem stefnir einu verðmætasta náttúrusvæði Skagafjarðar í hættu."