Fara í efni

Opinber grunnþjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna

Málsnúmer 2511139

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 172. fundur - 25.11.2025

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu, dags. 19. nóvember 2025, þar sem vakin er athygli á að ráðuneytið, í samstarfi við Byggðastofnun, hefur gefið út skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna. Leiðbeiningarnar voru unnar á grundvelli aðgerðar A.15 á byggðaáætlun, Opinber grunnþjónusta og jöfnun aðgengis. Verkefnið tengist jafnframt aðgerð 12 í stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, Lágmarksþjónusta sveitarfélaga. Ráðuneytið fól Byggðastofnun að vinna drög að skilgreiningu að leiðbeiningunum og voru þær unnar í samráði við ráðuneyti, sveitarfélög o.fl. og að auki lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Skilgreiningin er m.a. ætluð ríki og sveitarfélögum til leiðbeiningar við stefnumótun, framkvæmd stefna og við mat á áhrifum lagafrumvarpa og annarra stjórnvaldsfyrirmæla eða stefnumarkandi ákvarðana hins opinbera.