Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 229. mál, Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og markmiði þess um að gera ferli rammaáætlunar skilvirkara og með skilgreindum tímafrestum vegna ýmissa þátta við meðferð mála í áætluninni, án þess að dregið sé úr faglegum kröfum. Nauðsynlegt er að ráðast í aukna orkuöflun þar sem það á við til að styðja við orkuöryggi, orkuskipti og verðmætasköpun um land allt. Brýnt er í ljósi óvissu sem uppi er vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti og vegna orkuöryggis þjóðarinnar að litið sé til hagkvæmra virkjanakosta utan eldvirkra svæða.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og markmiði þess um að gera ferli rammaáætlunar skilvirkara og með skilgreindum tímafrestum vegna ýmissa þátta við meðferð mála í áætluninni, án þess að dregið sé úr faglegum kröfum. Nauðsynlegt er að ráðast í aukna orkuöflun þar sem það á við til að styðja við orkuöryggi, orkuskipti og verðmætasköpun um land allt. Brýnt er í ljósi óvissu sem uppi er vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti og vegna orkuöryggis þjóðarinnar að litið sé til hagkvæmra virkjanakosta utan eldvirkra svæða.