Lagt fram erindi, dags. 13. nóvember 2025, frá Bryndísi Lilju Hallsdóttur f.h. hlaupahópsins 550 Rammvilltar. Hópurinn er að skipuleggja gamlárshlaup sem ræst verður frá íþróttahúsinu á Sauðárkróki kl. 12:30 á gamlársdag. Þátttakendur eiga að vera komnir aftur að íþróttahúsi kl. 13:30. Óskað er eftir leyfi til að loka fyrir bílaumferð á Skagfirðingabraut frá innkeyrslu á bílastæði íþróttahúss og suður að Kirkjutorgi frá kl. 12:15 til 13:00 þann 31. desember nk. Þegar hefur verið haft samband við lögreglu sem hefur samþykkt lokunina fyrir sitt leyti.
Byggðarráð samþykkir samhljóða leyfi fyrir umbeðinni lokun fyrir sitt leyti.
Byggðarráð samþykkir samhljóða leyfi fyrir umbeðinni lokun fyrir sitt leyti.