Fara í efni

Gamlárshlaup 2025 - erindi til byggðarráðs

Málsnúmer 2511154

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 172. fundur - 25.11.2025

Lagt fram erindi, dags. 13. nóvember 2025, frá Bryndísi Lilju Hallsdóttur f.h. hlaupahópsins 550 Rammvilltar. Hópurinn er að skipuleggja gamlárshlaup sem ræst verður frá íþróttahúsinu á Sauðárkróki kl. 12:30 á gamlársdag. Þátttakendur eiga að vera komnir aftur að íþróttahúsi kl. 13:30. Óskað er eftir leyfi til að loka fyrir bílaumferð á Skagfirðingabraut frá innkeyrslu á bílastæði íþróttahúss og suður að Kirkjutorgi frá kl. 12:15 til 13:00 þann 31. desember nk. Þegar hefur verið haft samband við lögreglu sem hefur samþykkt lokunina fyrir sitt leyti.

Byggðarráð samþykkir samhljóða leyfi fyrir umbeðinni lokun fyrir sitt leyti.