Sveitarstjórn Skagafjarðar
1.Byggðarráð Skagafjarðar - 166
Málsnúmer 2510015FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun. Til hliðsjónar er þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2025-2028 með áorðnum breytingum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa eftir athugasemdum og ábendingum um breytingar á gildandi þjónustustefnu og vísar stefnunni jafnframt til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Lagður fram tölvupóstur, dags. 8. október 2025, frá teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þar sem vakin er athygli á að búið er að opna fyrir næstu útgáfu húsnæðisáætlana í áætlanakerfi, og að sveitarstjórnir þurfa að vera búnar að staðfesta endurskoðun á húsnæðisáætlun sinni fyrir 20. janúar ár hvert.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að láta hefja vinnu við endurskoðaða áætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Lagt fram erindi, dags. 6.10.2025, frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025. Í erindinu er vakin athygli á að þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Af þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár. Er jafnframt hvatt til þess að sveitarfélög landsins leggi sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem eru í gangi að þessu tilefni í þeirra sveitafélögum sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar styður fyrrgreinda réttindabaráttu og samþykkir að konum og kvárum sem hjá sveitarfélaginu starfa verði heimilt að leggja niður störf á launum 24. október 2025 frá kl. 14-16 sem er sá tími sem útifundur mun standa yfir á Arnarhóli í Reykjavík. Fundurinn verður sýndur í beinu streymi. Byggðarráð Skagafjarðar beinir því til stjórnenda stofnana Skagafjarðar að huga að skipulagi starfseminnar 24. október nk. í samráði við starfsfólk. Haft verði að leiðarljósi að nauðsynlegri almannaþjónustu sé sinnt eins og mögulegt er og að öryggi og heilsu fólks sé ekki stefnt í hættu. Forstöðumönnum er falið að gera ráðstafanir varðandi afleysingar eða lokanir ef ekki tekst að manna starfsstöðvar og tilkynna þjónustuþegum um breytingar á þjónustu í tíma. Ekki verður dregið af launum kvenna og kvára sem taka þátt í kvennaverkfallinu að viðhöfðu samráði við sinn stjórnanda en þess er óskað að þau sem kjósa að leggja niður störf tilkynni forstöðumönnum sinna stofnana þar um í síðasta lagi mánudaginn 20.10.2025. Góðfúslega er bent á að dagurinn er ekki almennur frídagur sem samið hefur verið um. Jafnframt er áréttað að ekki er um eiginlegt verkfall að ræða þar sem um verkföll gilda sérstök lög og reglur og að ábyrgð á starfsemi er á forræði hlutaðeigandi stjórnanda. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni framkvæmda, dags. 13. október 2025, þar sem vakin er athygli á því að lítil eftirspurn hefur verið eftir stærri leiguíbúðum í eigu sveitarfélagsins og enginn á biðlista eftir slíku leiguhúsnæði. Er óskað eftir heimild til að selja einhverjar af þessum stærri eignum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita heimild fyrir sölu á þeim 5 stærri eignum sem eru lausar og í eigu sveitarfélagsins, auk heimildar til að kaupa allt að 5 minni eignir á móti, og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Sala íbúða í eigu Eignasjóðs Skagafjarðar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dags. 29.9.2025, þar sem óskað er eftir fulltrúum í samráðsvettvang Sóknaráætlunar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Jóhönnu Ey Harðardóttur og Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur í samráðsvettvang Sóknaráætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Erindi vísað frá 41. fundi fræðslunefndar, 25.9.2025, þannig bókað:
"Fjallað um gjaldskrá leikskóla í Skagafirði fyrir árið 2026. Ljóst er að tekjur vegna leikskólagjalda hafa reynst mun lægri á árinu 2025 en áætlanir gerðu ráð fyrir, á meðan útgjöld hafa ekki lækkað á sambærilegan hátt. Breytt fyrirkomulag á gjaldskrá var tveggja ára verkefni sem ákveðið var að fara í á grundvelli vinnu Spretthóps í júlí 2024 en 1. október er eitt ár liðið frá því að breytingarnar tóku gildi. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum hennar að leggja fram greiningu þar sem farið er yfir hvernig til tókst á fyrsta fundi nefndarinnar í janúar 2026. Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Sektargjald fyrir að sækja barn of seint eða mæta of snemma helst óbreytt. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs"
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar breytingar á gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá leikskóla 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Erindi vísað frá 33. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, 18.9.2025, þannig bókað:
"Lögð fram drög að endurnýjaðri gjaldskrá fyrir fráveitu og tæmingu rotþróa 2026.
Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Erindi vísað frá 33. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, 18.9.2025, þannig bókað:
"Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2026.
Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun nema á langtímaleigu geymslugáma á hafnarsvæðinu. Þar er gjaldskráin hækkuð til samræmis við gjaldskrá gámageymslusvæðis. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Erindi vísað frá 33. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, 18.9.2025, þannig bókað:
"Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2026. Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Erindi vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar, 13.10.2025, þannig bókað:
"Lögð fram drög að gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða gjaldskrána með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá skipulagsfulltrúa þjónustu- og framkvæmdagjöld 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. - 1.11 2510153 Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um veiðar og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 153. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. október nk.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir umsögn Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar, frá janúar 2023 þegar breytingar sem leiddu til núverandi laga voru í samráðsferli í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir í niðurlagi afstöðu félagsins: "Vitað er að meirihluti þeirra sjómanna sem stundað hafa grásleppuveiðar á Skagafirði um alllangt skeið er nú hlynntur kvótasetningu enda liggi ljóst fyrir á hvaða forsendum það verði gert og hvernig hún verði útfærð." Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 191/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum (framleiðendafélög)". Umsagnarfrestur er til og með 17.10.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar harmar að búið sé að leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingar á búvörulögum sem augljóslega munu veikja samkeppnisstöðu bænda og koma í veg fyrir að þeir geti hagrætt í meðal annars rekstri afurðastöðva fyrir kjöt- og mjólkurafurðir.
Það segir sig sjálft að sífellt aukin tækni- og vélvæðing í rekstri afurðastöðva í bæði mjólkur- og kjötiðnaði kallar á stærri einingar sem geta afkastað meira magni með minni mannaflsþörf og þannig lækkað kostnað við vinnsluna í viðkomandi afurðastöð, bændum og neytendum til góða.
Það var mikill og jákvæður áfangi fyrir íslenskan landbúnað þegar breytingar voru gerðar á 71. grein búvörulaga fyrir tæplega 25 árum síðan sem heimiluðu afurðastöðvum í mjólkuriðnaði að gera skipulagsbreytingar og hagræða með sameiningu afurðastöðva og/eða aukinni samvinnu þeirra. Það vita allir sem til þekkja að þær hagræðingar sem gerðar hafa verið síðan þá hafa skilað bæði bændum og neytendum verulegum fjárhagsbata og gert mjólkurframleiðslu á Íslandi að þeirri öflugu atvinnugrein sem hún er í dag. Um þessar breytingar hefur verið mikil sátt meðal bænda og því ótrúlegt að slökkva eigi á frekari möguleikum til hagræðingar og samvinnu, en það má öllum vera ljóst að hagræðing í rekstri er eilífðarverkefni vegna tækniframfara og breytinga sem fólk sér sjaldnast fyrir.
Rekstur afurðastöðva í kjötiðnaði hefur aftur á móti verið mjög erfiður til margra ára vegna óhagkvæmra rekstrareininga sem ekki hefur verið hægt að laga með sameiningu eða samvinnu vegna lagalegra takmarkana sem voru í búvörulögum. Því fagnaði sveitarstjórn Skagafjarðar þeirri breytingu sem gerð var með lögum nr. 30/2024, en þar var opnað fyrir heimild sláturhúsa og kjötafurðastöðva til samstarfs og/eða sameiningar, með það að markmiði að afurðastöðvar gætu hagrætt í rekstrinum og þannig stuðlað að hærra afurðaverði til bænda og lægra vöruverði til neytenda.
Með þeim breytingum sem nú eru lagðar til er hins vegar verið að loka á frekari hagræðingu meðal sláturhúsa og kjötafurðastöðva fyrir sauðfé, nautgripi og hross ásamt því að verið er að koma í veg fyrir frekari framþróun í afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Þessi gríðarlega takmörkun og byrði sem með þessu yrði sett á íslenskan landbúnað er með ólíkindum. Ótrúlegt er jafnframt að tillagan skuli koma frá atvinnuvegaráðherra sem er í ríkisstjórn sem gaf út það ætlunarverk sitt „að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu“.
Með þessu frumvarpi er augljóslega verið að vinna í þveröfuga átt, gegn hagsmunum bænda og íslenskrar matvælaframleiðslu og um leið gegn hagsmunum neytenda.
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á atvinnuvegaráðherra að draga umræddar breytingar á búvörulögum tafarlaust til baka. Jafnframt bendir byggðarráð á að eðlilegt sé að vinna við jafn mikilvæg lög og búvörulögin eru íslenskum landbúnaði í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði.
Byggðarráð Skagafjarðar minnir á mikilvægi þess að standa vörð um innlenda búvöruframleiðslu og að henni sé gert kleift að hagræða í rekstri afurðastöðva. Samkeppnin við innfluttar afurðir er mikil og í öllum okkar nágrannalöndum eru afurðastöðvar bæði mjög stórar og fáar sem er eðlileg þróun í því tækni- og vélvæðingarumhverfi sem við búum við í dag.
Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 166 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Byggðastofnun, dags. 6.10.2025, þar sem vakin er athygli á Byggðaráðstefnunni 2025 sem haldin verður þriðjudaginn 4. nóvember 2025 í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Yfirskrift ráðstefnunnar og viðfangsefni er Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri? Byggðaráðstefnur eru haldnar annað hvert ár á vegum Byggðastofnunar. Tilgangur þeirra er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Áherslur byggðaráðstefnu hafa verið á tiltekinn málaflokk hverju sinni, síðast var yfirskriftin "Búsetufrelsi?" Upplýsingar um byggðaráðstefnur má sjá á vef Byggðastofnunar. Að ráðstefnunni 2025 standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, í samvinnu við Þingeyjarsveit. Skráningarfrestur er til og með 27. október. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
2.Byggðarráð Skagafjarðar - 167
Málsnúmer 2510021FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 167 Undir þessum dagskrárlið mætti Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, til fundarins.
Farið yfir áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna annars vegar og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B-hluta fyrirtækja á árinu 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að halda umræðum um málið áfram á næsta fundi byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 167 Undir þessum lið mætti Arnór Halldórsson lögmaður til fundarins í gegnum fjarfundarbúnað.
Árið 2020 undirritaði Skagafjörður samning um þróun Freyjugötureitsins svokallaða við tvö félög, Hrafnshól ehf., kt. 540217-1300 og Nýjatún ehf., kt. 470219-1220. Markmið samningsins var að þróa og byggja á Freyjugötureitnum íbúðarhúsnæði sem gerði ráð fyrir að reiturinn yrði fullbyggður innan 10 ára. Upplýst hefur verið að bæði félögin, þ.e. Hrafnshóll ehf. og Nýjatún ehf., hafa verið úrskurðuð gjaldþrota.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að leita liðsinnis lögmanns til þess að rifta þróunarsamningi um Freyjugötureit á grundvelli ákvæðis samnings um riftun vegna gjaldþrots félaganna. Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 167 Lögð fram fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur, fulltrúa VG og óháðra, svohljóðandi:
"Á fundi byggðarráðs þann 27. maí 2025 lagði fulltrúi VG og óháðra fram tillögu um endurvakningu kjörstaðar í Ketilási í Fljótum við næstu þing- og sveitarstjórnarkosningar.
Samkvæmt afgreiðslu málsins á sínum tíma var samþykkt breytingartillaga þess efnis að sveitarstjóra yrði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði síðustu tíu ár og að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað á meðan sú vinna væri í gangi.
Í ljósi þess að nokkur tími er liðinn frá þeirri ákvörðun er óskað upplýsinga um eftirfarandi:
1. Hvar stendur sú vinna sem sveitarstjóra var falið að vinna, þ.e. að safna upplýsingum um þróun kjörsóknar í Skagafirði síðustu tíu ár?
2. Er áætlað að taka málið aftur fyrir með hliðsjón af þeim gögnum sem aflað hefur verið?"
Svör byggðarráðs eru svohljóðandi:
Á 148. fundi byggðarráðs 27. maí 2025 fól byggðarráð sveitarstjóra að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna væri í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað.
Nú hafa kjörbækur með síðustu upplýsingum um kjörsókn skilað sér aftur til Skagafjarðar og liggur því fyrir kjörsókn eftir kjördeildum í Skagafirði frá 2016. Er hún sem sjá má í fylgiskjali.
Í samræmi við samþykkt byggðarráðs frá 148. fundi þess er nú unnt að taka að nýju fyrir tillögu um að endurvekja kjörstað í Ketilási í Fljótum við næstu þing- og sveitarstjórnarkosningar en áður hafði sveitarstjórn, í mars 2023, samþykkt fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, með kjördeildum á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Af fyrirliggjandi tölum um kjörsókn í bæði Alþingiskosningunum, forsetakosningum og sveitarstjórnarkosningum frá 2016-2024 má sjá að kjörsókn hefur aldrei verið hærri í Skagafirði en í bæði forsetakosningunum og Alþingiskosningunum sem fram fóru árið 2024. Sé eingöngu horft á kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum árin 2018 og 2022, þá var hún lægst bæði árin á kjörstöðunum í Ketilási og á Hólum. Almennt sagt um kjörsókn á þessu tímabili frá 2016 til 2024, þá er hún oftast lægri í öllum kosningum á minni kjörstöðunum en þeim stærri. Kjörstaðirnir á Hofsósi og Sauðárkróki koma að jafnaði best út öll árin og Varmahlíð þar á eftir. Kjörsókn í Héðinsminni er þó undantekning frá þessu þar sem hún er hæst í heildina að meðaltali yfir öll árin.
Af fyrirliggjandi tölum um kjörsókn í Skagafirði frá árinu 2016 til og með árinu 2024, er ekkert sem bendir til að lokun kjörstaðanna í Héðinsminni, Hólum, Ketilási og Skagaseli hafi haft neikvæð áhrif á kjörsókn íbúa."
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Fulltrúi VG og óháðra harmar þá ákvörðun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að hafna tillögu um að endurvekja kjörstað í Ketilási í Fljótum.
Með því að hafna tillögunni er horft fram hjá þeim raunverulegu aðstæðum sem íbúar jaðarsveita eins og Fljóta búa við í ljósi veðurskilyrða og samgönguerfiðleika t.d. í síðustu þingkosningum í nóvember 2024 en þá voru veður válynd í Fljótum. Þó að það hafi ekki skilað sér í slæmri kjörsókn síðastliðinn nóvember samkvæmt þessum tölum þá voru utankjörfundaratkvæði í síðustu þingkosningum óvanalega mörg, mögulega var það fyrirhyggja fólks vegna veðurspár á þeim árstíma. Þessi afgreiðsla vekur spurningar um jafnræði og aðgengi að lýðræðislegum réttindum allra íbúa sveitarfélagsins, óháð búsetu.
Það hlýtur að vera ábyrg stjórnsýsla að endurskoða ákvarðanir þegar reynslan sýnir að þær hafi í för með sér skerðingu á þjónustu eða aðgengi. Höfnun á þessari tillögu er því miður merki um skort á vilja til að hlusta á íbúana og aðlaga stjórnsýsluna að aðstæðum á hverjum stað. Kostnaður við endurvakningu kjörstaðar í Ketilási er óverulegur en ávinningurinn væri aukið lýðræðislegt aðgengi og aukið traust á stjórnsýslu. VG og óháð telja því að hér hafi verið tækifæri til endurskoðunar og úrbóta sem því miður var ekki nýtt."
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vilja árétta að rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna tillögu um að enduropna kjörstaðinn í Ketilási sem lögð var fram þann 27. maí sl. af fulltrúa VG og óháðra. Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra, ítrekar bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
"Fulltrúi VG og óháðra harmar þá ákvörðun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að hafna tillögu um að endurvekja kjörstað í Ketilási í Fljótum.
Með því að hafna tillögunni er horft fram hjá þeim raunverulegu aðstæðum sem íbúar jaðarsveita eins og Fljóta búa við í ljósi veðurskilyrða og samgönguerfiðleika t.d. í síðustu þingkosningum í nóvember 2024 en þá voru veður válynd í Fljótum. Þó að það hafi ekki skilað sér í slæmri kjörsókn síðastliðinn nóvember samkvæmt þessum tölum þá voru utankjörfundaratkvæði í síðustu þingkosningum óvanalega mörg, mögulega var það fyrirhyggja fólks vegna veðurspár á þeim árstíma. Þessi afgreiðsla vekur spurningar um jafnræði og aðgengi að lýðræðislegum réttindum allra íbúa sveitarfélagsins, óháð búsetu.
Það hlýtur að vera ábyrg stjórnsýsla að endurskoða ákvarðanir þegar reynslan sýnir að þær hafi í för með sér skerðingu á þjónustu eða aðgengi. Höfnun á þessari tillögu er því miður merki um skort á vilja til að hlusta á íbúana og aðlaga stjórnsýsluna að aðstæðum á hverjum stað. Kostnaður við endurvakningu kjörstaðar í Ketilási er óverulegur en ávinningurinn væri aukið lýðræðislegt aðgengi og aukið traust á stjórnsýslu. VG og óháð telja því að hér hafi verið tækifæri til endurskoðunar og úrbóta sem því miður var ekki nýtt."
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ítreka bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
"Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vilja árétta að rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað."
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 167 Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2026.
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2026 til 1. nóvember 2026. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2026. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2026, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
Samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá er álagningarhlutfalli fasteignaskatts og lóðarleigu haldið óbreyttu frá árinu 2025, (að undanskildu því að álagning A-flokks lækkar úr 0,47% í 0,435%. Landleiga beitarlands verði 13.000 kr./ha á ári og landleiga ræktunarlands verði 19.000 kr./ha á ári.
Mörg sveitarfélög hafa átt erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá urðu þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið var reiknað. Byggðarráð fagnar því að með nýjum lögum um Jöfnunarsjóð hafi tengingu fasteignaskatta við úthlutun framlaga frá Jöfnunarsjóði verið aflétt. Auk þess er vert að vekja máls á þeirri ánægjulegu staðreynd að í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2026 er jafnframt svigrúm til áframhaldandi lækkunar fasteignaskatta á íbúa Skagafjarðar. Í ljósi mikillar hækkunar á fasteignamati íbúða sem er 13,5% í Skagafirði milli áranna 2025 og 2026, er það mikið fagnaðarefni að með þessari lækkun álagningarstuðuls eru þau áhrif hækkunar lækkuð úr 13,5% í tæp 5% sem er áætluð hækkun vegins meðaltals launavísitölu og vísitölu neysluverðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá fasteignaskatts og lóðar- og landleigu árið 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 167 Enn hafa nokkrir lóðarhafar ekki undirritað fyrirliggjandi drög að nýjum lóðarleigusamningum um ræktunarlóðir á Nöfum og hafa þeir verið samningslausir frá síðustu áramótum. Forsvarsmenn þeirra sem eiga óundirritaða samninga hafa komið á fund byggðarráðs og rætt um innihald og efnistök lóðaleigusamninganna. Í kjölfarið hafa verið bréfaskriftir við lögmann þeirra.
Engin viðbrögð hafa komið síðan sveitarstjóri sendi lögmanni þeirra hinn 06.10.2025 umbeðna lóðarleigusamninga og önnur gögn ásamt bréfi sem í var rökstuðningur fyrir neitun á fresti til að senda ráðinu erindi vegna málsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að rita þessum aðilum bréf þar sem skorað er á þá að undirrita umrædda samninga svo ekki þurfi að koma til þess að leita liðsinnis lögmanns til að sveitarfélagið endurheimti umráð yfir lóðum sínum. Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 167 Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar. Breytingartillagan snýr að því að heimilt verði samkvæmt samþykktinni að bregða frá litanotkun á sjálfu byggðamerkinu á samfélagsmiðlum og kynningarefni til að sýna stuðning við almennar vitundarvakningarherferðir, til dæmis að nota bleikt merki í bleikum október.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 167 Máli vísað frá 7. fundi ráðgefandi hóps um aðgengismál, þann 7. október sl.
Lögð fram tillaga að skipan í ráðgefandi hóp um aðgengismál. Lagt er upp með að skipaðir verði í hópinn aðalmaður og varamaður fyrir hönd eftirtalinna félaga:
Félags eldri borgara, Sjálfsbjargar, Blindrafélagsins, Þroskahjálpar,
Sigríður Gunnarsdóttir sem aðalmaður og Guðmundur H. Kristjánsson sem varamaður.
Einnig verði skipaður aðalmaður og varamaður fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar og aðalmaður og varamaður fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar.
Að auki verði skipaður aðalmaður og varamaður fyrir hönd foreldra fatlaðra barna ásamt því að í hópinn verði skipaðir embættismenn fyrir hönd Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að skipan í hópinn. Byggðarráð samþykkir að auglýsa eftir fulltrúum foreldra fatlaðra barna í hópinn. Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. - 2.8 2510189 Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)Byggðarráð Skagafjarðar - 167 Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 29. október nk. Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 167 Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 206/2025, „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (stytting bótatímabils o.fl.)“.
Umsagnarfrestur er til og með 29.10.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum ríkisstjórnar Íslands um að grípa fyrr fólk sem misst hefur atvinnu og lent á atvinnuleysisskrá af einhverjum orsökum, og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem útsettur er fyrir langtímaatvinnuleysi.
Það er í hróplegu ósamræmi við þessa stefnu nýrrar ríkisstjórnar að Vinnumálastofnun hafi gefið út þann 1. september sl. að þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Sauðárkróki hafi verið lokað auk þess sem forstöðumaður Norðurlands vestra, Norðurlands eystra og Austurlands hjá Vinnumálastofnun hefur staðfest við sveitarfélagið að skrifstofan verði flutt frá þessu stærsta vinnusóknarsvæði landshlutans og verður þá engin þjónusta við atvinnuleitendur á öllu Norðurlandi vestra. Í öðrum landshlutum eru þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar þar sem fjölmennasti þéttbýliskjarninn er, þ.e. á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Reykjanesbæ og í Reykjavík. Fyrrgreind ákvörðun er ekki í samræmi við áform um að aukinn kraftur verði lagður í að aðstoða þá sem hafa verið lengi án atvinnu við að komast út á vinnumarkaðinn.
Þá lýsir byggðarráð yfir miklum áhyggjum af að hámarkslengd tímabils þar sem atvinnuleysistryggingar eru greiddar verði stytt um 12 mánuði þannig að heimilt verði að greiða atvinnuleysistryggingar í samtals 18 mánuði í stað 30 mánaða, líkt og nú er samkvæmt gildandi lögum. Áætlað er að þessi skerðing muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári fyrir ríkissjóð þegar hún verður að fullu innleidd.
Líklegt er að hluti þess fólks sem missir réttindi sín við þessa fyrirhuguðu breytingu muni þurfa að leita með auknum þunga í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og þar með færist útgjöld frá ríkissjóði til sveitarfélaganna. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun fengu um 9% þeirra sem fullnýttu rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árunum 2023 og 2024 fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi í janúar 2025. Það liggur ljóst fyrir að með því að stytta bótatímabilið um 12 mánuði má gera ráð fyrir því að þetta hlutfall muni stóraukast með tilheyrandi áhrifum á fjárhag sveitarfélaga og því vekur það furðu að í frumvarpinu skuli því vera haldið fram að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Byggðarráð telur það óviðunandi að slíku sé haldið fram án þess að viðunandi mat á áhrifum á fjárhag sveitarfélaga hafi farið fram.
Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
Forseti gerir að tillögu sinni að bókun fundar verði gerð að bókun sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt með níu atkvæðum. Bókunin verður þá svohljóðandi:
"Sveitarstjórn Skagafjarðar fagnar markmiðum ríkisstjórnar Íslands um að grípa fyrr fólk sem misst hefur atvinnu og lent á atvinnuleysisskrá af einhverjum orsökum, og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem útsettur er fyrir langtímaatvinnuleysi.
Það er í hróplegu ósamræmi við þessa stefnu nýrrar ríkisstjórnar að Vinnumálastofnun hafi gefið út þann 1. september sl. að þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Sauðárkróki hafi verið lokað auk þess sem forstöðumaður Norðurlands vestra, Norðurlands eystra og Austurlands hjá Vinnumálastofnun hefur staðfest við sveitarfélagið að skrifstofan verði flutt frá þessu stærsta vinnusóknarsvæði landshlutans og verður þá engin þjónusta við atvinnuleitendur á öllu Norðurlandi vestra. Í öðrum landshlutum eru þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar þar sem fjölmennasti þéttbýliskjarninn er, þ.e. á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Reykjanesbæ og í Reykjavík. Fyrrgreind ákvörðun er ekki í samræmi við áform um að aukinn kraftur verði lagður í að aðstoða þá sem hafa verið lengi án atvinnu við að komast út á vinnumarkaðinn.
Þá lýsir sveitarstjórn yfir miklum áhyggjum af að hámarkslengd tímabils þar sem atvinnuleysistryggingar eru greiddar verði stytt um 12 mánuði þannig að heimilt verði að greiða atvinnuleysistryggingar í samtals 18 mánuði í stað 30 mánaða, líkt og nú er samkvæmt gildandi lögum. Áætlað er að þessi skerðing muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári fyrir ríkissjóð þegar hún verður að fullu innleidd.
Líklegt er að hluti þess fólks sem missir réttindi sín við þessa fyrirhuguðu breytingu muni þurfa að leita með auknum þunga í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og þar með færist útgjöld frá ríkissjóði til sveitarfélaganna. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun fengu um 9% þeirra sem fullnýttu rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árunum 2023 og 2024 fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi í janúar 2025. Það liggur ljóst fyrir að með því að stytta bótatímabilið um 12 mánuði má gera ráð fyrir því að þetta hlutfall muni stóraukast með tilheyrandi áhrifum á fjárhag sveitarfélaga og því vekur það furðu að í frumvarpinu skuli því vera haldið fram að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Byggðarráð telur það óviðunandi að slíku sé haldið fram án þess að viðunandi mat á áhrifum á fjárhag sveitarfélaga hafi farið fram." -
Byggðarráð Skagafjarðar - 167 Lögð fram til kynningar fyrir byggðarráð gjaldskrá Norðurár bs. fyrir árið 2026. Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 167 Lögð fram til kynningar fyrir byggðarráð 37. fundargerð Byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 15. október 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 167 Lögð fram til kynningar fyrir byggðarráð 7. fundargerð Ráðgefandi hóps um aðgengismál frá 7. október 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 167. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
3.Byggðarráð Skagafjarðar - 168
Málsnúmer 2510031FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 168 Undir þessum dagskrárlið var öllum fulltrúum í sveitarstjórn boðið að sitja fundinn. Til fundarins mættu Hjörvar Halldórsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, auk þess sem Hrund Pétursdóttir og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir sátu fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, lagði fram áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna annars vegar og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B-hluta fyrirtækja á árinu 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að halda umræðum um málið áfram á næsta fundi byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 168 Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 4,3% frá reglum ársins 2025 og að hámarksafsláttur verði hækkaður úr 90.000 kr. í 100.000 kr. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 168 Lögð fram beiðni um að loka gatnamótum fyrir bílaumferð laugardaginn 29. nóvember nk. frá kl. 14:00 - 17:00 vegna jólatrésskemmtunnar. Fyrir liggur að lögreglan gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða götulokun.
Um er að ræða eftirfarandi gatnamót:
- Skólastígur/Skagfirðingabraut
- Hlíðarstígur/Skagfirðingabraut
- Aðalgata/Sævarstígur
- Aðalgata/Bjarkastígur
Byggðarráð samþykkir samhljóða umbeðna götulokun fyrir sitt leyti. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 168 Máli vísað frá 38. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 16. október sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 5 - menningarmál lögð fram og tekin til seinni umræðu. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með áorðnum breytingum og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 samhljóða með áorðnum breytingum atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026-2029. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 168 Máli vísað frá 38. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 16. október sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til seinni umræðu. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 samhljóða og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026-2029. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 168 Máli vísað frá 36. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 24. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 08-Hreinlætismál, 10-Umferða- og samgöngumál, 11-Umhverfismál, 13-Landbúnaðarmál, 61-Hafnarsjóður, 63-Vatnsveita, 65-Sjóveita, 67-Hitaveita, 69-Fráveita vegna ársins 2026.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagðar fjárhagsáætlanir fyrir árið 2026 vegna ofangreindra málaflokka og vísar til byggðarráðs til afgreiðslu.
Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvinsson og skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna Árni Egilsson sátu fundinn undir þessum lið."
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 08, 10, 11, 13 (landbúnaðarmál), 61, 63, 65, 67 og 69 samhljóða og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026-2029.
Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 168 Máli vísað frá 36. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 24. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar 2026
Á síðustu vikum hefur mikil vinna verið lögð í að greina stöðu sorpmála og hvernig hagræða megi í málaflokknum. Á árinu 2025 hefur rekstur málaflokksins gengið vel og er rekstrarniðurstaðan á áætlun, þ.e.a.s að málaflokkurinn er hvorki rekinn með tapi né hagnaði. Í þessu samhengi hefur góður árangur íbúa í flokkun á sorpi og minnkandi magn sem fer frá heimilunum til urðunnar haft jákvæð áhrif á reksturinn.
Á árinu 2026 er gert ráð fyrir að samningsbundnar hækkanir til Íslenska Gámafélagsins (ÍG), hækki um 5% ásamt því að fyrir liggur að urðunargjaldið hjá Norðurá bs. hækkar um 4,3% fyrir urðun á sorpi frá heimilum.
Núverandi sorpsöfnunarkerfi var komið á 1. apríl 2023 með samningi við ÍG og hefur það gengið vel þegar á heildina er litið. Engu að síður þarf að þróa kerfið með aukinni reynslu. Eftir samtöl við ÍG um mögulegar breytingar fyrir árið 2026 er lagt til að söfnun í dreifbýli (120 lítra tunnur), verði með þeim hætti að sorp til urðunar og lífræna tunnan verði tæmdar á 4. vikna fresti, en pappa- og plasttunnan áfram á 6. vikna fresti. Með þessari hagræðingu næst fram tæplega 4% lækkun á sorpgjöldum ásamt því að umrædd samningsbundin hækkun kemur ekki inn. Raunlækkun sorpgjalda heimilanna er því 9% milli áranna 2025 og 2026.
Söfnun dýrahræja og kostnaður við hann er einnig á áætlun á árinu 2025 en gerðar voru miklar breytingar á kerfinu í upphafi árs 2025, en þá var ákveðið að fækka ferðum um 6 ásamt því að skerpt var á því hverju ætti að safna á kostnað búfjáreigenda og hvað þeir eða aðrir ættu að greiða fyrir aukalega. Það er fyrst og fremst sláturúrgangur og annar úrgangur sem ekki kemur frá gjaldskyldum dýrategundum.
Áætlað er að samningsbundnar hækkanir til ÍG vegna þessarar þjónustu hækki um 5% á árinu 2026 ásamt því að Norðurá bs. hækkar urðun á dýrahræjum um 5,6% milli áranna 2025 og 2026.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða breytingu á fjölda ferða í dreifbýli fyrir árið 2026 ásamt fyrirliggjandi gjaldskrá sem í heildina þýðir 4,0% lækkun sorphirðugjalda til heimila, en hækkun gripagjalds um 4,6% fyrir árið 2026."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 168 Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 205/2025, "Drög að reglugerð um riðuveiki í fé".
Umsagnarfrestur er til og með 29.10.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum reglugerðar um að lögð verði megin áhersla á að útrýma riðuveiki á Íslandi með verndun fjárstofns sem ber verndandi aðgerðir gegn riðusmitefni, ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu smitefnisins. Jafnframt að öllum sauðfjárbændum verði gert skylt að rækta gegn riðuveiki og þeim boðnir styrkir til ræktunar og arfgerðargreininga í samræmi við fjárheimildir Alþingis. Er augljóst að mun betur er farið með fjármagn í slíkar aðgerðir í stað kostnaðarsamra aðgerða við niðurskurð og hreinsanir, þótt vitaskuld verði að öllum líkindum sambland af þessum aðgerðum á allra næstu árum.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að markmiðum um innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða, sem sett eru fram í landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu og vísað til í þessari reglugerð, verði fylgt eftir af krafti og nægu fjármagni. Jafnframt leggur byggðarráðið á það áherslu að kostnaður bænda vegna niðurskurðar verði að fullu bættur komi upp riðusmit á bæ. Má þar t.d. nefna kostnað vegna takmörkunartíma frá niðurskurði, en mjög kostnaðarsamt getur verið að girða og viðhalda girðingum fjárheldum í 2 eða jafnvel 7 ár. Eins er mikilvægt að kostnaður vegna þrifa, sem krafist er vegna niðurskurðar að hluta eða öllu leiti, sé bændum að fullu bættur. Bókun fundar Afgreiðsla 168. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
4.Byggðarráð Skagafjarðar - 169
Málsnúmer 2510036FVakta málsnúmer
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Hjörvar Halldórsson sat fundinn undir þessum lið.
Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, lagði fram áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna annars vegar og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B-hluta fyrirtækja á árinu 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna og framkvæmdaáætlun með áorðnum breytingum, sem hvoru tveggja verður hluti fjárhagsáætlunar 2026. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Sveitarfélaginu barst erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 27. október 2025. Síðasta vor sameinuðust sveitarfélög á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra um áskorun sem send var stjórnvöldum. Þar var sett fram afdráttarlaus krafa sveitarfélaga á Norðurlandi að Akureyrarflugvöllur verði áfram byggður upp og markaðssettur sem ein af gáttum Íslands. Lítil viðbrögð hafa komið fram frá stjórnvöldum varðandi þetta mál. Flugklasinn hefur markvisst reynt að fylgja eftir þessari áskorun með ýmsum ráðum án árangurs. Þetta þýðir að fjármögnun Flugklasans er enn ekki tryggð til lengri tíma. Markaðsstofan óskar þess vegna eftir stuðningi sveitarfélaga við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026 á meðan gengið er frá því hvernig framtíðarfjármögnun verður háttað.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði. Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við fyrri ákvörðun og hafnar því erindi Markaðsstofu Norðurlands um fjármagn í Flugklasann Air 66N. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Á 165. fundi byggðarráðs þann 9. október sl. samþykkti byggðarráð samhljóða samstarfssamning um svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi vestra í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Sveitarstjórn Skagafjarðar staðfesti þann samning á 42. fundi sínum. Aðilar að samstarfssamningnum hafa skipað starfsmenn úr sínum röðum og nú er kallað eftir tilnefningum kjörinna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa Sólborgu Sigurrósu Borgarsdóttur fyrir hönd flokka í meirihluta í sveitarstjórn Skagafjarðar og Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur fyrir hönd flokka í minnihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Baldur Hrafn Björnsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, lagði fram fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 00, 07, 21, 22, 27, 28, 31 og 71 til seinni umræðu fyrir fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlanir fyrir málaflokka 00, 07, 21, 22, 27, 28, 31 og 71 og vísar þeim til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Laugatún 9, F221-3302, er meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 28. október sl. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun og sölu á annarri fasteign.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboðinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Máli vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Kauptilboð í Laugatún 9, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 90 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og B-hluta stofnana og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Lántaka 2025, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02 ) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokki og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðanir sveitarstjórnar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar til byggðaráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 02 og vísar henni til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir æskulýðs- og íþróttamál (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar til byggðaráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06 og vísar henni til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað frá leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar dags. 23. október 2025 um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Þegar þetta er ritað eru biðlistar við Ársali og Birkilund þar sem ekki hefur tekist að fá fólk til starfa.
Kveðið er á um niðurgreiðslur til dagforeldra og foreldragreiðslur í reglum Skagafjarðar um niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Þar kemur fram í 6. gr. að upphæð niðurgreiðslu sé ákvörðuð í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar árlega. Upphæð foreldragreiðslna er núna 66.220 kr. á mánuði fyrir foreldra en 83.487 kr. á mánuði fyrir einstæða foreldra eða foreldra þar sem báðir eru í námi.
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggur til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur verði 110.000 kr. á mánuði.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista geta ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu þar sem ekki er komið nægilega til móts við þá foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börnin sín og verða því fyrir tekju- og/eða atvinnumissi af þeim sökum. Einnig telja fulltrúar mikilvægt að tekið sé tillit til einstæðra foreldra og námsmanna í gjaldskrá í heimahúsum og um foreldragreiðslur.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óskar bókað: Ljóst er að Skagafjörður, ásamt mörgum öðrum sveitarfélögum, glímir við manneklu í leikskólum héraðsins, sem er miður. Með því að hækka foreldragreiðslur úr 65.528 kr. á mánuði upp í 110.000 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári til þeirra foreldra sem ekki eru komin með vistun við 12 mánaða aldur barns, er verið að koma til móts við þá erfiðu stöðu sem nú er uppi. Hvetjum við foreldra þeirra barna sem orðin eru 12 mánaða og hafa ekki fengið pláss á leikskóla fyrir barnið að sækja um foreldragreiðslur. Samhliða er róið að því öllum árum að laða fleira starfsfólk til liðs við þann góða hóp starfsmanna sem starfa á leikskólum Skagafjarðar.
Tillaga meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögð fram og samþykkt með tveimur atkvæðum. Vísað til byggðaráðs."
Fulltrúi Byggðalista leggur fram svohljóðandi tillögu fyrir byggðarráð:
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að niðurgreiðsla til dagforeldra og foreldragreiðslur muni miðast við launakostnað á heilsdagsígildi eins barns.
Miðað hefur verið við síðustu ár að öll börn í Skagafirði fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Staðan er því miður sú að ekki hefur tekist að manna allar stöður leikskólanna svo hægt sé að nýta þau pláss sem leikskólarnir hafa upp á að bjóða. Í fjárhagsáætlun hvers árs er gert ráð fyrir að leikskólar Skagafjarðar séu fullmannaðir og þar af leiðandi búið að gera ráð fyrir þeim kostnaði sem hlytist af því að hækka foreldragreiðslur sem nemur launakostnaði hvers heilsdagsígildis."
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Fulltrúar meirihlutaflokkanna Einar E. Einarsson og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir hafna tillögunni enda ekki ljóst að hún sé á nokkurn hátt til hagsbóta umfram þá tillögu sem þegar hefur verið samþykkt í félagsmála- og tómstundanefnd. Ljóst er að Skagafjörður, ásamt mörgum öðrum sveitarfélögum, glímir við manneklu í leikskólum héraðsins, sem er miður. Með því að hækka foreldragreiðslur úr 65.528 kr. á mánuði upp í 110.000 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári til þeirra foreldra sem ekki eru komin með vistun við 12 mánaða aldur barns, er verið að koma til móts við þá erfiðu stöðu sem nú er uppi. Hvetjum við foreldra þeirra barna sem orðin eru 12 mánaða og hafa ekki fengið pláss á leikskóla fyrir barnið að sækja um foreldragreiðslur. Samhliða er róið að því öllum árum að laða fleira starfsfólk til liðs við þann góða hóp starfsmanna sem starfar á leikskólum Skagafjarðar."
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögu sem vísað var frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fulltrúi Byggðalista greiðir atkvæði á móti tillögunni. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Niðurgreiðslur til dagforeldra og foreldragreiðslur 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5%.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hvatapeningar hækki úr 40.000 kr. í 50.000 kr. per barn þar sem hvatapeningar hafa ekki hækkað síðan árið 2022, eða sem um nemur hækkun á neysluvísitölu frá janúar 2022. Jafnframt er þess óskað að sveitarfélagið Skagafjörður taki samtal við íþrótta- og tómstundafélögin um að hækka ekki æfingagjöld í kjölfarið.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óska bókað: Skagafjörður er heilsueflandi samfélag. Megináhersla er lögð á að börn og fullorðnir geti stundað íþróttir við sem bestar aðstæður og sérstaklega er hvatt til slíkrar iðkunar enda er það viðurkenndur þáttur í almennum forvörnum. Skagafjörður styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna með lögheimili í sveitarfélaginu Skagafirði, 5-18 ára á árinu, með greiðslu svokallaðra hvatapeninga. Ánægjulegt er að sjá að hvatapeningar hækki um 12,5% á milli ára, úr 40.000 krónum í 45.000 krónur á árinu 2026. Hvatapeninga er hægt að nýta til að greiða niður æfingagjöld og þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Tillögu minnihlutans er því hafnað.
Fulltrúar Vg og Óháðra ásamt Byggðalista óska bókað.
Ákjósanlegast er að styðjast við hækkun vísitölu neysluverðs hverju sinni og viljum við árétta að frá því í janúar 2022 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 27,1%. Sérstaklega þar sem hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð barna í samfélaginu. Einnig er vert að minnast á að hluti barna í Skagafirði býr ekki svo vel að hafa íþróttahús í sínu nærumhverfi.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að sveitarfélagið Skagafjörður taki upp tekjutengdar viðbótargreiðslur hvatapeninga upp á 20.000 kr. til foreldra/forsjáraðila sem eru undir skilgreindum heildar viðmiðunartekjum heimilisins miðað við launavísitölu hvers árs.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar tillögunni eins og hún liggur fyrir fundinum en felur starfsfólki nefndarinnar að kostnaðarmeta tillögu minnihlutans og leggja fyrir nefndina á næsta fundi í nóvember.
Tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5% samþykkt með tveimur atkvæðum."
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögu um hækkun hvatapeninga úr 40.000 kr. í 45.000 kr. Fulltrúi Byggðalista greiðir atkvæði gegn tillögunni. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hvatapeningar 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá 38. fundi nefndarinnar þann 29. september sl. Lögð er fram tillaga að breytingu á gjaldskrá þar sem bætt verður við gjaldið, sameiginlegum miðum í sundlaugar Skagafjarðar og Byggðasafn Skagfirðinga árið 2026.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða umbeðna breytingu á gjaldskrá og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Lagt fram erindi frá formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls dags. 19. sept. sl. þar sem óskað er eftir endurmati á fjárframlagi til deildarinnar við framkvæmd körfuknattleikja. Nefndin samþykkir samhljóða umbeðið erindi sem snýr að greiðslu fyrir vinnuframlag í íþróttahúsi fyrir og eftir leiki. Vísað til byggðaráðs. Nefndin tekur ekki afstöðu til erindis sem snýr að fasteignum og vísar því til byggðaráðs."
Í því erindi frá formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls dagsettu 19. september sl., sem lagt var fyrir félagsmála- og tómstundanefnd hefur afstaða verið tekin til þeirra mála er sneru að nefndinni. Eftir situr ósk formanns um að sveitarfélagið komi að því að uppfæra aðstöðu í búningsklefum íþróttahússins og rými fyrir sjúkraþjálfara við undirbúning leikja t.d. með uppsetningu klæðaskápa og geymsluhólfa. Auk þess óskar formaður eftir því að sveitarfélagið merki íþróttahúsið með orðunum "Velkomin í Síkið".
Byggðarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu félagsmála- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Um lið sem félagsmála- og tómstundanefnd tekur ekki afstöðu til, felur byggðarráð sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2026 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9. gr. reglna, þ.e. 77,1 % af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð greiðsluviðmið fyrir grunnupphæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2026 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Máli vísað frá 42. fundi fræðslunefndar þann 30. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár frístundar sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Dvalargjald í frístund hækkar úr 316 krónum í 325 krónur. Síðdegishressing hækkar úr 273 krónum í 280 krónur. Á þeim dögum sem heilsdagsopnun er í boði er auk dvalargjalds greitt fyrir fæði, þ.e. morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Morgunverður hækkar úr 376 krónum í 386 krónur og hádegisverður hækkar úr 780 krónum í 801 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi helst óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.
Lagt til að bæta við í gjaldskrá texta um gjald fyrir heildagsopnun vegna barna búsettra utan Sauðárkróks til hún sé skýrari. Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum og vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá frístundar 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Máli vísað frá 85. fundi skipulagsnefndar þann 30. október sl., þannig bókað:
"Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun 2026 með áorðnum breytingum og vísar henni til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 09 og vísar henni til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Máli vísað frá 42. fundi fræðslunefndar þann 30. október sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir fræðsluþjónustu (04) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við stjórnsýslu- og fjármálasvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokki og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar.
Fræðslunefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 04 og vísar henni til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 217/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald".
Umsagnarfrestur er til og með 08.11. 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. - 4.18 2510285 Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85 2008 (háskólasamstæða)Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 219/2025, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008 (háskólasamstæða)". Umsagnarfrestur er til og með 07.11. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að kynnt séu til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, þar sem veitt er heimild til stofnunar háskólasamstæðu.
Til mikils er að vinna í því tilfelli sem helst er unnið að í þessum efnum nú um stundir. Háskólasamstæða Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum felur í sér tækifæri til aukinnar fjölbreytni í námsframboði og rannsóknastarfsemi á landsbyggðinni, eflingar fjarnáms, aukinnar nýsköpunar, fjölgunar nemenda og þverfaglegs samstarfs á milli háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs.
Byggðarráð fagnar því að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Háskóli Íslands á Hólum verði efldur sem sérhæfður háskóli á landsbyggðinni. Jafnframt að gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands flytjist í Skagafjörð.
Háskólinn á Hólum sinnir í dag námi fyrir mikilvægar undirstöðu- og vaxtagreinar í íslensku atvinnulífi, þ.e. lagareldi, ferðaþjónustu og hestamennsku. Allt greinar sem eru gríðarlega mikilvægar fyrir verðmætasköpun á Íslandi. Byggðarráð Skagafjarðar telur því mikilvægt að samhliða stofnun háskólasamstæðu, skuldbindi stjórnvöld sig til að koma að nauðsynlegri uppbyggingu og rekstri fasteigna Háskólans á Hólum í Skagafirði til að framangreindar greinar megi vaxa og dafna í samræmi við mikilvægi sitt. Í þessu sambandi er rétt að benda á að í greinargerð með frumvarpinu er skýrt tekið fram að húsnæðismál og uppbygging í Skagafirði séu verkefni sem standa ein og sér, óháð þeim breytingum sem eiga sér stað við uppbyggingu háskólasamstæðu. Þá er tekið fram að fasteignafélag Háskóla Íslands mun ekki yfirtaka eða koma að eignum sem nú eru til staðar hjá Háskólanum á Hólum. Mikilvægt er því að tryggt sé að byggð verði upp nauðsynleg aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir í lagareldi og sjávar- og ferskvatnslíffræði á Sauðárkróki og aðstaða fyrir starfsemi hestafræðideildar á Hólum í Hjaltadal, auk aðstöðu fyrir kennslu í ferðaþjónustu.
Byggðarráð Skagafjarðar áréttar mikilvægi þess að vel verði staðið að öllum undirbúningi fyrir stofnun háskólasamstæðu þannig að hún verði eftirsóknarverður kostur fyrir fleiri háskóla og rannsóknastofnanir. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 169 Lagt fram til kynningar bréf dagsett 27. október 2025 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands. Tilkynnt er um að ágóðahlutagreiðsla til sveitarfélagsins nemi 1.678.000 kr. á árinu 2025. Bókun fundar Afgreiðsla 169. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
5.Byggðarráð Skagafjarðar - 170
Málsnúmer 2511010FVakta málsnúmer
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 170 Undir þessum lið sátu Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, og Margeir Friðriksson, fjármálastjóri.
Á fundinum var lögð fram áætlun um viðhald fasteigna, stærri fjárfestingar og nýframkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og fyrirtækja þess. Listinn eins og hann er lagður fyrir, er niðurstaða umræðna síðustu þriggja funda byggðarráðs en því til viðbótar var öllum kjörnum fulltrúum boðin seta við yfirferð á 168. fundi byggðarráðs. Áætlunin er hluti fjárhagsáætlunar Skagafjarðar fyrir árið 2026.
Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun 2026-2029, til síðari umræðu.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlunina með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fulltrúi Byggðalistans situr hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fjárhagsáætlun 2026-2029, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 170 Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama.
Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2026-2029 var samþykkt í fyrri umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar 15. október sl. og í kjölfarið auglýst eftir athugasemdum frá íbúum. Ábendingar bárust frá fjórum einstaklingum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða þjónustustefnu Skagafjarðar fyrir árin 2026-2029 og vísar til annarrar umræðu í sveitarstjórn. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Þjónustustefna Skagafjarðar 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 170 Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Íbúðareign að Skógargötu 2, F213-2173, er meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 6. nóvember sl. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun.
Á fasteignina hefur verið þinglýst afsal sem leggur kvaðir á íbúðina og er hún háð ákvæðum laga um almennar kaupleiguíbúðir eins og þau eru á hverjum tíma, sbr. núgildandi lög um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/1993. Eins liggur fyrir einföld eignaskiptayfirlýsing sem þarf að uppfæra áður en sala eignarinnar getur gengið í gegn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að gera gagntilboð í eignina í samræmi við umræður á fundinum. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að losa allar kvaðir af íbúðinni og ganga frá nýrri eignaskiptayfirlýsingu.
Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 170 Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur, VG og óháðum:
"Með tölvupósti þann 24. maí 2024 óskaði undirrituð eftir upplýsingum um hvaða verktakar hafa fengið verk án útboðs á vegum sveitarfélagsins síðastliðin 5 ár og hve mikið var greitt fyrir hvert verk. Upplýsingarnar áttu við þau verk sem ekki voru útboðsskyld en voru yfir eina milljón í kostnaði.
Á byggðarráðsfundi þann 25. febrúar 2025, fyrir rétt um 9 mánuðum síðan, var málið tekið fyrir og eftirfarandi bókað: "Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að taka saman upplýsingar og svara fyrirspurninni."
Nú hefur meðgöngutími upphaflegrar fyrirspurnar breyst frá hefðbundnum yfir í meðgöngutíma asísks fíls. Spurt er: hvenær er væntanleg fæðing þessara upplýsinga samkvæmt samþykktri fundargerð byggðarráðs frá 25. febrúar síðastliðnum."
Lagt var fram yfirlit sem svarar fyrirspurninni.
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Þakkir fyrir upplýsingarnar sem komnar eru, þær eru góð samantekt og sýna að sumt má betur fara. Jafnframt er minnt á að samkvæmt 8. grein sveitarstjórnarlaga 2011 nr. 138 er það sveitarstjórn sem fer með stjórn sveitarfélagsins og hefur því ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags. Í 28. grein sömu laga segir: “Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmaður skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur?. Komið hefur fram að þær upplýsingar sem um var beðið liggi ekki fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins og vekur það hreinlega furðu að svo sé ekki. Væntanlega þarf að endurskoða með hvaða hætti skráningu í málaskrá sveitarfélagsins er háttað ef ekki er hægt að nálgast upplýsingar um greiðslur til verktaka án útboðs öðruvísi en með margra mánaða vinnu. Slíkt býður varla upp á mikla yfirsýn eða gegnsæi í rekstrinum. Í 17. grein Upplýsingalaga 2012 nr. 140 segir: “Hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar er beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðar um rétt hans til aðgangs?. Afgreiðslutími á fyrirspurn sem þessari sem telur eitt og hálft ár getur því ekki talist eðlileg stjórnsýsla." Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs, svohljóðandi:
"Þakkir fyrir upplýsingarnar sem komnar eru, þær eru góð samantekt og sýna að sumt má betur fara. Jafnframt er minnt á að samkvæmt 8. grein sveitarstjórnarlaga 2011 nr. 138 er það sveitarstjórn sem fer með stjórn sveitarfélagsins og hefur því ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags. Í 28. grein sömu laga segir: “Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmaður skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur. Komið hefur fram að þær upplýsingar sem um var beðið liggi ekki fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins og vekur það hreinlega furðu að svo sé ekki. Væntanlega þarf að endurskoða með hvaða hætti skráningu í málaskrá sveitarfélagsins er háttað ef ekki er hægt að nálgast upplýsingar um greiðslur til verktaka án útboðs öðruvísi en með margra mánaða vinnu. Slíkt býður varla upp á mikla yfirsýn eða gegnsæi í rekstrinum. Í 17. grein upplýsingalaga 2012 nr. 140 segir: “Hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar er beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðar um rétt hans til aðgangs. Afgreiðslutími á fyrirspurn sem þessari sem telur eitt og hálft ár getur því ekki talist eðlileg stjórnsýsla." -
Byggðarráð Skagafjarðar - 170 Atvinnuveganefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um flýtiframkvæmd vatnsaflsvirkjana, 136. mál.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
"Byggðarráð Skagafjarðar fagnar allri umræðu um virkjun Skatastaðavirkjunar og bendir á að hún er einn besti valkosturinn af fyrirliggjandi virkjunarkostum á Íslandi í þeirri vegferð að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða. Byggðarráð leggur hinsvegar áherslu á að þegar virkjunarframkvæmdir hefjast verði hún virkjuð með þeim hætti að aflgeta hennar verði að fullu nýtt sem er 200-400 MW."
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinargerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
Niðurstaðan er skýr: verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna er mjög hátt og fyrirhugaðir virkjunarkostir hefðu mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. Niðurstaðan samræmist einnig mati erlends sérfræðings sem kallaður var til sem segir að ekkert bendi til ofmats á umhverfisáhrifum, þar á meðal á flæðiengjum á láglendi.
Verðmæti Héraðsvatna er óumdeilt. Áhættan af virkjun er mikil, en ávinningur svæðisins liggur í vernd og skynsamlegri nýtingu ósnortinnar náttúru. Af þeim ástæðum hafna VG og óháð virkjunarkostunum sem og flýtiframkvæmd á virkjun í Héraðsvötnum." Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra ítrekar bókun sína frá fundi byggðarráðs, svohljóðandi:
"Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska, er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinargerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
Niðurstaðan er skýr: verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna er mjög hátt og fyrirhugaðir virkjunarkostir hefðu mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. Niðurstaðan samræmist einnig mati erlends sérfræðings sem kallaður var til sem segir að ekkert bendi til ofmats á umhverfisáhrifum, þar á meðal á flæðiengjum á láglendi.
Verðmæti Héraðsvatna er óumdeilt. Áhættan af virkjun er mikil, en ávinningur svæðisins liggur í vernd og skynsamlegri nýtingu ósnortinnar náttúru. Af þeim ástæðum hafna VG og óháð virkjunarkostunum sem og flýtiframkvæmd á virkjun í Héraðsvötnum."
Fulltrúar meirihluta og Byggðalista ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs, svohljóðandi:
"Byggðarráð Skagafjarðar fagnar allri umræðu um virkjun Skatastaðavirkjunar og bendir á að hún er einn besti valkosturinn af fyrirliggjandi virkjunarkostum á Íslandi í þeirri vegferð að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða. Byggðarráð leggur hins vegar áherslu á að þegar virkjunarframkvæmdir hefjast verði hún virkjuð með þeim hætti að aflgeta hennar verði að fullu nýtt sem er 200-400 MW." -
Byggðarráð Skagafjarðar - 170 Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 216/2025, "Stöðumat og valkostir um stefnu um opinbera þjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 18.11.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar drögum að heildstæðu stöðumati og stefnu um opinbera þjónustu og leggur fram eftirfarandi innlegg sem svör við spurningum sem lagðar eru fram, til að skapa sameiginlega sýn á þjónustu hins opinbera.
Spurningar til samráðs:
Telur þú að stöðumat endurspegli núverandi stöðu opinberrar þjónustu?
Stöðumatið endurspeglar að nokkru leyti núverandi stöðu opinberrar þjónustu en varpar þó ekki með nægjanlega greinargóðum hætti ljósi á skerðingu á ýmis konar þjónustu sem veitt hefur verið af hálfu ríkisvaldsins í nærsamfélögunum. Í Skagafirði er t.d. nærtækt að benda á nýlega lokun þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki sem hefur í för með sér verulega skerðingu á þjónustu. Fyrrgreind ákvörðun er ekki í samræmi við áform um að aukinn kraftur verði lagður í að aðstoða þá sem hafa verið lengi án atvinnu við að komast út á vinnumarkaðinn. Einnig má nefna niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar með tilheyrandi skort á stuðningsúrræðum á landsbyggðinni. Enn má nefna að skv. nýrri skýrslu Byggðastofnunar um þróun í fjölda ríkisstarfa á Íslandi fjölgaði ríkisstörfum á síðasta ári um 538 en fækkaði á sama tíma á Norðurlandi vestra um 10 á milli ára. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða 70%. Höfuðborgarsvæðið er jafnframt eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda er hærra en hlutfall íbúa, en 64% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum er hlutfall stöðugilda ríkisins minna eða sambærilegt og hlutfall landsmanna er í viðkomandi landshluta.
Hvaða lykilviðfangsefni ættu að vera í forgangi næstu ár?
Jafna ætti þjónustu sem mest yfir landið allt, með veitingu t.d. þjónustu af hálfu ríkisins á landsbyggð jafnt sem höfuðborgarsvæði. Þjónustu í persónu ætti þannig að veita á landsbyggðinni eins og á höfuðborgarsvæðinu. Stafvæðingu og þróun á nýtingu tæknilegra lausna er einnig hægt að vinna hvaðan sem er, á landsbyggðinni sem höfuðborgarsvæðinu. Ríkisvaldið ætti að miða við að innkaupum sínum á þessum sviðum sé dreift sem kostur er. Tryggja þarf aðgengi nýrra íbúa að ólíkri þjónustu með því að auka framboð upplýsinga á ólíkum tungumálum. Huga þarf jafnframt sérstaklega að veitingu þjónustu í formi íslenskukennslu til nýrra íbúa. Gæta þarf að því að við þróun stafrænnar þjónustu nýtist hún fötluðum sem ófötluðum.
Hvernig tryggjum við jafnt aðgengi að þjónustu fyrir alla hópa samfélagsins?
Með aukinni nýtingu stafrænna lausna. Með því að dreifa þjónustustörfum hins opinbera í jafnari mæli um landið.
Hvaða tækifæri sérðu í stafvæðingu og nýtingu tæknilausna?
Þar eru gríðarleg tækifæri framundan, m.a. vegna góðrar vinnu fyrri ára í ljósleiðaratengingum til heimila um land allt, sem tryggja greiðan aðgang allra að tæknilausnum. Gæta þarf hins vegar að hópum sem búa yfir minni tæknikunnáttu og bjóða slíkum hópum þjónustu í persónu.
Er eitthvað sem vantar í drögin sem ætti að bæta við?
Huga þyrfti að enn nánara samspili og samstarfi allra opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, í veitingu opinberrar þjónustu með stafrænum hætti. Tækifærin sem felast í því fyrir bæði þjónustuveitendur og þjónustuþega eru gríðarleg. Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 170 Lagt fram til kynningar minnisblað sem unnið var fyrir Hafnasamband Íslands og varðar tollafrelsi fyrir erlend farþegaskip á Ísland. Minnisblaðið endar á eftirfarandi hátt:
"Með vísan til framangreinds er hér talið að vafi sé til staðar um hvort núverandi fyrirkomulag tollfrelsis feli í sér ríkisaðstoð. Nauðsynlegt er að framkvæma nánari greiningu á því, en verði niðurstaða slíkrar greiningar sú að ríkisaðstoð sé að ræða kæmi til skoðunar (i) hvort útfæra megi það fyrirkomulag með öðrum hætti eða (ii) hvort unnt sé að fá undanþágu frá banni við veitingu ríkisaðstoðar. Í ljósi óvissu sem er til staðar um þetta atriði, og þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, þykir óhætt að segja að flest mæli með því að núverandi fyrirkomulag sé framlengt á meðan frekari greining fer fram." Bókun fundar Afgreiðsla 170. fundar byggðarráðs staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
6.Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38
Málsnúmer 2510012FVakta málsnúmer
Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38 Starfsmaður nefndarinnar fer yfir þau mál sem eru á döfinni frá síðasta fundi.
Skýrslan er flutt munnlega og til kynningar.
Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.
Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38 Framlögð drög að auglýsingu eftir rekstraraðila félagsheimilisins.
Drög að auglýsingu samþykkt samhljóða og starfsmanni nefndarinnar falið að koma henni í birtingu á heimasíðu sveitarfélagsins, samfélagsmiðla og Sjónhorninu.
Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38 Umræður um viðburðinn.
Jólatrésskemmtunin í ár fer fram 29. nóvember nk., en venju samkvæmt fer hátíðin ávallt fram fyrsta laugardag í aðventu.
Nefndin fór yfir tillögur starfsmanns og felur viðkomandi að vinna áfram að dagskrá. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38 Framlagt erindi frá Ferðamálastofu dags. 7. október 2025 þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026.
Opnað var fyrir umsóknir 7. október sl. og umsóknarfrestur er til kl. 13:00, þriðjudaginn 4. nóvember 2025.
Nefndin hvetur áhugasama aðila í Skagafirði til þess að kynna sér umsóknarferlið og sækja um styrk ef við á fyrir komandi ár. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38 Framlagt erindi frá Sigurjóni Friðjónssyni og Guðbjörgu Bjarnadóttur f.h. Norðursýnar dags. 22. september 2025 þar sem starfsemi fyrirtækisins er kynnt og óskað er eftir mögulegu samstarfi.
Markmið fyrirtækisins er að aðstoða fyrirtæki, stofnanir og aðra aðila á svæðinu með stafræna markaðssetningu.
Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38 Matarkistan Skagafjörður snýst um samvinnu fjölbreyttra matvælaframleiðanda í Skagafirði að því að efla skagfirska matarmenningu og koma henni á framfæri.
Umræður um verkefnið.
Nefndin samþykkir samhljóða að tengiliður verkefnisins verði hér eftir verkefnastjóri matarupplifunar hjá Byggðarsafni Skagafjarðar.
Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38 Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 5 - menningarmál lögð fram og tekin til seinni umræðu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með áorðnum breytingum og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38 Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til seinni umræðu.
Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 38. fundar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
7.Félagsmála- og tómstundanefnd - 39
Málsnúmer 2510022FVakta málsnúmer
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Lagt fram minnisblað frá leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar dags. 23. október 2025 um niðurgreiðsla á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Þegar þetta er ritað eru biðlistar við Ársali og Birkilund þar sem ekki hefur tekist að fá fólk til starfa.
Kveðið er á um niðurgreiðslur til dagforeldra og foreldragreiðslur í reglum Skagafjarðar um niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Þar kemur fram í 6. gr. að upphæð niðurgreiðslu sé ákvörðuð í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar árlega. Upphæð foreldragreiðslna er núna 66.220 kr á mánuði fyrir foreldra en 83.487 kr. á mánuði fyrir einstæða foreldra eða foreldra þar sem báðir eru í námi.
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggur til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur verði 110.000 kr. á mánuði.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista geta ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu þar sem ekki er komið nægilega til móts við þá foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börnin sín og verða því fyrir tekju- og /eða atvinnumissi af þeim sökum. Einnig telja fulltrúar mikilvægt að tekið sé tillit til einstæðra foreldra og námsmanna í gjaldskrá í heimahúsum og um foreldragreiðslum.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óska bókað: Ljóst er að Skagafjörður, ásamt mörgum öðrum sveitarfélögum, glímir við manneklu í leikskólum héraðsins, sem er miður. Með því að hækka foreldragreiðslur úr 65.528 kr. á mánuði upp í 110.000 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári til þeirra foreldra sem ekki eru komin með vistun við 12 mánaða aldur barns, er verið að koma til móts við þá erfiðu stöðu sem nú er uppi. Hvetjum við foreldra þeirra barna sem orðin eru 12 mánaða og hafa ekki fengið pláss á leikskóla fyrir barnið að sækja um foreldragreiðslur. Samhliða er róið að því öllum árum að laða fleira starfsfólk til liðs við þann góða hóp starfsmanna sem starfa á leikskólum Skagafjarðar.
Tillaga meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögð fram og samþykkt með tveimur atkvæðum. Vísað til byggðaráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Lögð fram tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5%.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hvatapeningar hækki úr 40.000 kr. í 50.000 kr. per barn þar sem hvatapeningar hafa ekki hækkað síðan árið 2022, eða sem um nemur hækkun á neysluvísitölu frá janúar 2022. Jafnframt er þess óskað að sveitarfélagið Skagafjörður taki samtal við íþrótta- og tómstundafélögin um að hækka ekki æfingagjöld í kjölfarið.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óska bókað: Skagafjörður er heilsueflandi samfélag. Megináhersla er lögð á að börn og fullorðnir geti stundað íþróttir við sem bestar aðstæður og sérstaklega er hvatt til slíkrar iðkunar enda er það viðurkenndur þáttur í almennum forvörnum. Skagafjörður styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna með lögheimili í sveitarfélaginu Skagafirði, 5-18 ára á árinu, með greiðslu svokallaðra hvatapeninga. Ánægjulegt er að sjá að hvatapeningar hækki um 12,5% á milli ára, úr 40.000 krónum í 45.000 krónur á árinu 2026. Hvatapeninga er hægt að nýta til að greiða niður æfingagjöld og þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Tillögu minnihlutans er því hafnað.
Fulltrúar Vg og Óháðra ásamt Byggðalista óska bókað.
Ákjósanlegast er að styðjast við hækkun vísitölu neysluverðs hverju sinni og viljum við árétta að frá því í janúar 2022 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 27.1%. Sérstaklega þar sem hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð barna í samfélaginu. Einnig er vert að minnast á að hluti barna í Skagafirði býr ekki svo vel að hafa íþróttahús í sínu nærumhverfi.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að sveitarfélagið Skagafjörður taki upp tekjutengdar viðbótargreiðslu hvatapeninga upp á 20.000 kr. til foreldra/forsjáraðila sem eru undir skilgreindum heildar viðmiðunartekjum heimilisins miðað við launavísitölu hvers árs.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk hafnar tillöguni eins og hún liggur fyrir fundinn en felur starfsfólki nefndarinnar að kostnaðarmeta tillögu minnihlutans og leggja fyrir nefndina á næsta fundi í nóvember.
Tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5% samþykkt með tveimur atkvæðum.
Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að sumar opnunartímar sundlauga í Skagafirði verði lengdur um mánuð.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óska bókað: Opnunartími sundlauga sem er ákveðin út frá fjárhagsáætlun hverju sinni er ekki meitlaður í stein og vel hægt að endurskoða opnunartíma, þegar liggur fyrir hver eftirspurnin í sundlaugarnar er og hvernig gengur að manna stöðugildi við sundlaugar mannvirki. Því höfnum við tillögu minnihlutans.
Félagsmála- og tómstundanefnd felur starfsmanni nefndarinnar að taka saman minnisblað fyrir fund nefndar í nóvember þar sem farið er yfir aðsóknartölur í sundlaugar Skagafjarðar á þeim tíma sem skólasund er kennt í laugunum, þar sem horft er til þess að lokað verði fyrir almenning í laugarnar á meðan skólasund er kennt.
Í úttekt á stjórnsýslu, rekstri og fjármálum Skagafjarðar og tillögur frá árinu 2023 kom skýrt fram að starfsmenn teldu mikilvægt að sundlaugarnar væru lokaðar almenningi á meðan sundkennslu grunnskólana stæði yfir. Við teljum mikilvægt að gæta öryggis og hlusta á ábendingar frá starfsfólki þess efnis.
Nefndin samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Málið áður á dagskrá 38. fundi nefndarinnar þann 29. september sl. Lögð er fram tillaga að breytingu á gjaldskrá þar sem bætt verður við gjaldið, sameiginlegum miða í sundlaugar Skagafjarðar og Byggðasafn Skagfirðinga árið 2026.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða umbeðna breytingu á gjaldskrá og vísar til byggðarráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Lagt fram erindi frá formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls dags.19.sept. sl. þar sem óskað er eftir endurmati á fjárframlagi til deildarinnar við framkvæmd körfuknattleikja. Nefndin samþykkir samhljóða umbeðið erindi sem snýr að greiðslu fyrir vinnuframlag í íþróttahúsi fyrir og eftir leiki. Vísað til byggðaráðs. Nefndin tekur ekki afstöðu til erindis sem snýr að fasteignum og vísar því til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2026 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9. gr. reglna þ.e. 77,1 % af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Lagt fram bréf frá ÖBÍ dag. 9.október sl. sent til allra sveitarfélaga er varðar biðtíma eftir notendastýrðri persónulegri aðstoð ( NPA ) sem sveitarfélög veita á grundvelli laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Með bréfinu er leitað eftir upplýsingum um umfang biðlista í hverju sveitarfélagi um sig og ástæður að baki þeim. Engin biðlisti er hjá Skagafirði um þjónustu í formi NPA samnings. Skagafjörður er leiðandi sveitarfélag í þjónustu við fatlað fólk á Norðurlandi vestra og hefur frá árinu 2012 boðið upp á NPA sem valkost í þjónustu, á árinu 2025 eru fjórir NPA samningar á þjónustusvæðinu. Leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks er falið að svara erindinu í samræmi við upplýsingar sem fram komu á fundinum. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02 ) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokki og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðanir sveitarstjórnar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar til byggðaráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Fjárhagsáætlun fyrir æskulýðs- og íþróttamál (06 ) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar til byggðaráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Rótarýklúbbur Sauðárkróks óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust þann 29. nóvember n.k. vegna jólahlaðborðs Rótarýklúbbsins þar sem íbúum Skagafjarðar er boðið, þeim að kostnaðarlausu. Nefndin samþykkir samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. reglna um útleigu á íþróttahúsum í ákvörðun sinni þar sem ljóst er að ekki er hægt að halda viðburðinn í öðru húsnæði í sveitarfélaginu.
Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Íþróttafélagið Molduxar óskar eftir endurgjaldslausum aðgangi að íþróttahúsinu á Sauðárkróki vegna jólamóts félagsins þann 26. desember nk. Nefndin samþykkir samhljóða að fella niður leigu á íþróttahúsinu vegna þessa og vísar til 4. gr. reglna um útleigu á íþróttahúsum í ákvörðun sinni.
Bókun fundar Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með átta atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Lagðar fram til kynningar fundargerðir nr. 37 frá 23.júní sl. og nr. 38. frá 13.október sl. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Lagðar fram til kynningar þrjár fundargerðir fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands, nr. 64 til 65. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 39 Lagt fram eitt mál, fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 39. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
8.Fræðslunefnd - 42
Málsnúmer 2510016FVakta málsnúmer
Álfhildur Leifsdóttir, Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Hrund Pétursdóttir og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir kvöddu sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 42 Fræðslunefnd hefur ráðist í margvíslegar aðgerðir á kjörtímabilinu til að bæta starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði og bregðast við áskorunum er tengjast fjölgun barna og mönnun starfsstöðva. Þar má meðal annars nefna tímabundnar aðgerðir sumarið 2022 og umfangsmikla vinnu spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum í Skagafirði þar sem markmiðið var að efla starfsumhverfi bæði fyrir börn og starfsfólk með vellíðan og velferð allra í huga. Upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir um áhrif nýrrar nálgunar í leikskólamálum í Skagafirði eru m.a að meðaldvalartími barna hefur minnkað sem hefur létt álagi á starfsmenn og börn. Atvinnuleysi á Norðurlandi vestra mælist nú undir 1% og erfiðlega gengur að manna fjölmarga vinnustaði, þ.á.m. leikskóla. Leitað er allra leiða til að fá fólk til starfa á leikskólum sem hafa skilað nokkrum árangri. Jafnframt hefur verið auglýst eftir dagforeldrum, en engar fyrirspurnir hafa borist vegna þess. Þá hefur félagsmála- og tómstundanefnd samþykkt að hækka greiðslur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem bíða eftir leikskóladvöl. Til að styðja enn betur við mannauð leikskólanna, stuðla að heilbrigðu og stöðugu starfsumhverfi og tryggja áframhaldandi gæði og jákvætt leikskólastarf til lengri tíma er lagt til að sveitarfélagið kaupi þjónustu frá Auðnast ehf., sem sérhæfir sig í heilsu- og sálfélagslegri vinnuvernd. Þjónustan felur meðal annars í sér ráðgjöf, fræðslu og stuðning með það að markmiði að bæta líðan, efla starfsánægju og draga úr fjarvistum. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar að ganga til samninga við Auðnast ehf., og vinna málið áfram.
Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar fræðslunefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 42 Í lok síðasta árs samdi Skagafjörður við HR Monitor um reglulegar mannauðsmælingar. Mannauðsstjóri stillir upp mælingum í samstarfi við HR Monitor. Hægt er að mæla allt að 12 sinnum á ári. Upphaflega var stefnt að því að senda út könnun mánaðarlega en nú er horft til þess að gera mælingar annan hvern mánuð. Spurt er um níu þætti í hvert sinn sem snúa að gæðum og tengslum, starfsánægju, sjálfstæði til ákvarðanatöku, stuðning frá stjórnendum, kröfur um árangur, skýra framtíðarsýn, um áhuga, virðingu og hollustu, þjálfun og þróun og ein opin spurning er lögð fyrir í hverri mælingu. Helstu niðurstöður úr mælingum eru sendar beint til þeirra sem tóku þátt í mælingu, en jafnframt er áhersla lögð á að stjórnendur taki samtal með sínum starfsmannahópi um niðurstöður mælinga hverju sinni. Niðurstöður mælinga í september 2025 í skólum Skagafjarðar lagðar fram til kynningar fyrir fræðslunefnd. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar fræðslunefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 42 Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár frístundar sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Dvalargjald í frístund hækkar úr 316 krónum í 325 krónur. Síðdegishressing hækkar úr 273 krónum í 280 krónur. Á þeim dögum sem heilsdagsopnun er í boði er auk dvalargjalds greitt fyrir fæði, þ.e. morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Morgunverður hækkar úr 376 krónum í 386 krónur og hádegisverður hækkar úr 780 krónum í 801 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi helst óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.
Lagt til að bæta við í gjaldskrá texta um gjald fyrir heildagsopnun vegna barna búsett utan Sauðárkróks til hún sé skýrari. Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum og vísað til byggðarráðs.
Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar fræðslunefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 42 Lögð fram tillaga frá fulltrúa VG og Óháðra um að fram fari nafnlaus könnun í leikskólum í Skagafirði til þess að leita úrbóta í vinnuumhverfi og leiðum til að laða að nýtt starfsfólk. Tillaga borin upp til atkvæðagreiðslu og felld með tveimur atkvæðum. Fulltrúi Byggðalistans sat hjá.
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Í samræmi við skýrslu Spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum lagði fræðslunefnd til að innleiddar yrðu reglulegar starfsánægjukannanir í leikskólum. Byggðarráð samþykkti þessa tillögu og samþykkti að könnunin yrði gerð á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins. Í lok árs 2024 var samið við HR Monitor um þessa þjónustu. Á tveggja mánaða fresti er framkvæmd nafnlaus könnun og því tækifæri fyrir starfsfólk Skagafjarðar að koma ábendingum á framfæri. Auk þess er fyrirhugað að leita liðsinnis Auðnast ehf. varðandi ráðgjöf, fræðslu og stuðning með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju starfsfólks. Á þeim forsendum teljum við ekki tímabært að ráðast í sérstaka könnun því til viðbótar."
Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar fræðslunefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Fræðslunefnd - 42 Fjárhagsáætlun fyrir fræðsluþjónustu (04 ) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við stjórnsýslu- og fjármálasvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokki og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðanir sveitarstjórnar.
Fræðslunefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 42. fundar fræðslunefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
9.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 36
Málsnúmer 2510023FVakta málsnúmer
Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir, Einar E. Einarsson og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 36 Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 08-Hreinlætismál, 10-Umferða- og samgöngumál, 11-Umhverfismál, 13-Landbúnaðarmál, 61-Hafnarsjóður, 63-Vatnsveita, 65-Sjóveita, 67-Hitaveita, 69-Fráveita vegna ársins 2026.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagðar fjárhagsáætlanir fyrir árið 2026 vegna ofangreindra málaflokka og vísar til byggðarráðs til afgreiðslu.
Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvinsson og skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna Árni Egilsson sátu fundinn undir þessum lið. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 36 Lögð fram gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar 2026
Á síðustu vikum hefur mikil vinna verið lögð í að greina stöðu sorpmála og hvernig hagræða megi í málaflokknum. Á árinu 2025 hefur rekstur málaflokksins gengið vel og er rekstrarniðurstaðan á áætlun, þ.e.a.s að málaflokkurinn er hvorki rekinn með tapi né hagnaði. Í þessu samhengi hefur góður árangur íbúa í flokkun á sorpi og minnkandi magn sem fer frá heimilunum til urðunnar haft jákvæð áhrif á reksturinn.
Á árinu 2026 er gert ráð fyrir að samningsbundnar hækkanir til Íslenska Gámafélagsins (ÍG), hækki um 5% ásamt því að fyrir liggur að urðunargjaldið hjá Norðurá bs. hækkar um 4,3% fyrir urðun á sorpi frá heimilum.
Núverandi sorpsöfnunarkerfi var komið á 1. apríl 2023 með samningi við ÍG og hefur það gengið vel þegar á heildina er litið. Engu að síður þarf að þróa kerfið með aukinni reynslu. Eftir samtöl við ÍG um mögulegar breytingar fyrir árið 2026 er lagt til að söfnun í dreifbýli (120 lítra tunnur), verði með þeim hætti að sorp til urðunar og lífræna tunnan verði tæmdar á 4. vikna fresti, en pappa- og plasttunnan áfram á 6. vikna fresti. Með þessari hagræðingu næst fram tæplega 4% lækkun á sorpgjöldum ásamt því að umrædd samningsbundin hækkun kemur ekki inn. Raunlækkun sorpgjalda heimilanna er því 9% milli áranna 2025 og 2026.
Söfnun dýrahræja og kostnaður við hann er einnig á áætlun á árinu 2025 en gerðar voru miklar breytingar á kerfinu í upphafi árs 2025, en þá var ákveðið að fækka ferðum um 6 ásamt því að skerpt var á því hverju ætti að safna á kostnað búfjáreigenda og hvað þeir eða aðrir ættu að greiða fyrir aukalega. Það er fyrst og fremst sláturúrgangur og annar úrgangur sem ekki kemur frá gjaldskyldum dýrategundum.
Áætlað er að samningsbundnar hækkanir til ÍG vegna þessarar þjónustu hækki um 5% á árinu 2026 ásamt því að Norðurá bs. hækkar urðun á dýrahræjum um 5,6% milli áranna 2025 og 2026.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða breytingu á fjölda ferða í dreifbýli fyrir árið 2026 ásamt fyrirliggjandi gjaldskrá sem í heildina þýðir 4,0% lækkun sorphirðugjalda til heimila, en hækkun gripagjalds um 4,6% fyrir árið 2026.
Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 36 Lögð fram umsókn frá Fisk Seafood og Kaupfélagi Skagfirðinga um breytingu lóðamarka milli Eyrarvegs 18 L143288, og Eyrarvegs 20, L143289.
Landbúnaðar-og innviðanefnd samþykkir erindið samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 36 Lagt fram erindi frá Rósönnu Valdimarsdóttur um land til beitar í Steinsstaðahverfi.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir umbeðið erindi samhljóða. Jafnframt felur nefndin umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa að taka saman lista yfir þau svæði sem hægt er að úthluta til þrifabeitar og afgreiða í framhaldinu þær beiðnir sem berast. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 36 Gjaldskrá Norðurár bs. 2026 lögð fram til kynningar Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 36 Landbúnaðar og innviðanefnd bókaði þann 10 júlí sl. að grípa þyrfti til aðgerða vegna hraðaksturs í íbúagötum og fól starfsmönnum Veitu- og framkvæmdasviðs að leggja fram tillögur um úrbætur. Þær tillögur eru nú lagðar fyrir fundinn. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagða tillögu Veitu og framkvæmdasviðs um uppsetningu færanlegra götuþrenginga á Hólavegi, Hólmagrund og Sæmundargötu. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
10.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37
Málsnúmer 2511008FVakta málsnúmer
Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37 Fyrir fundinum liggur fréttatilkynning frá Rarik um hækkun á gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning á raforku frá 1. nóvember 2025.
Samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá er hækkun raforkuverðs nú vegna dreifingar Rarik 7% í þéttbýli og 5% í dreifbýli, ásamt því að öll tengigjöld og gjald fyrir innmötun hækka einnig um 7%.
Landbúnaðar- og innviðanefnd lýsir furðu sinni á enn einni hækkuninni á flutningi raforku en þetta er í fjórða skiptið á þessu ári sem Rarik eða Landsnet hækka gjaldskrár sínar á flutningi og dreifingu raforku á landsbyggðinni. Ef miðað er við einbýlishús sem notar 5.000 kwh á ári hefur gjald vegna flutnings raforku á árinu 2025 hækkað um 13% í dreifbýli og 12% í þéttbýli. Á árinu 2024 voru einnig miklar hækkanir, en frá janúar 2024 til dagsins í dag hefur flutningskostnaður fyrir rafmagn hækkað um 25% í þéttbýli og rúm 30% í dreifbýli.
Samhliða þessum hækkunum og öðrum sem gerðar hafa verið frá árinu 2020, hefur niðurgreiðsla ríkisins á rafmagni í dreifbýli ekki hækkað um eina krónu frá 1. mars 2023. Afleiðingin af þessu er sú að í dag er flutningskostnaður á rafmagni í dreifbýli orðinn 38% hærri en hann er í þéttbýli á landsbyggðinni.
Landbúnaðar- og innviðanefnd lýsir miklum vonbrigðum með þessar gríðarlegu hækkanir á flutningskostnaði sem virðast engan enda ætla að taka hjá Rarik eða Landsneti. Ljóst er að áhrifin af þessum hækkunum eru mjög neikvæð á lífskjör fólks ásamt því sem þær auka kostnað fyrirtækja í sínum rekstri. Ekki er ásættanlegt að flutningskostnaður rafmagns á vegum ríkisfyrirtækjanna Rarik og Landsnets hækki um tveggja stafa prósentutölu ár eftir ár, á meðan t.d. sveitarfélögin berjast við að halda sínum hækkunum í lágmarki til að draga úr þenslu, kostnaði og verðbólgu. Á milli áranna 2025 og 2026 hækkar t.d. sveitarfélagið Skagafjörður sínar gjaldskrár almennt um 2,7% og flest önnur sveitarfélög eru á svipuðu eða eilítið hærra róli með 3-4% hækkun.
Landbúnaðar- og innviðanefnd skorar á fagráðherra málaflokksins, Jóhann Pál Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að taka þessar gríðarlegu hækkanir til skoðunar samhliða þeirri vinnu sem er í gangi við jöfnun flutningskostnaðar um land allt, en það er fagnaðarefni að sú vinna skuli vera komin í gang.
Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
Forseti gerir að tillögu sinni að bókun fundarins verði gerð að bókun sveitarstjórnar. Tillagan samþykkt með níu atkvæðum. Bókunin verður þá svohljóðandi:
"Sveitarstjórn Skagafjarðar lýsir furðu sinni á enn einni hækkuninni á flutningi raforku en þetta er í fjórða skiptið á þessu ári sem Rarik eða Landsnet hækka gjaldskrár sínar á flutningi og dreifingu raforku á landsbyggðinni. Ef miðað er við einbýlishús sem notar 5.000 kwh á ári hefur gjald vegna flutnings raforku á árinu 2025 hækkað um 13% í dreifbýli og 12% í þéttbýli. Á árinu 2024 voru einnig miklar hækkanir, en frá janúar 2024 til dagsins í dag hefur flutningskostnaður fyrir rafmagn hækkað um 25% í þéttbýli og rúm 30% í dreifbýli.
Samhliða þessum hækkunum og öðrum sem gerðar hafa verið frá árinu 2020, hefur niðurgreiðsla ríkisins á rafmagni í dreifbýli ekki hækkað um eina krónu frá 1. mars 2023. Afleiðingin af þessu er sú að í dag er flutningskostnaður á rafmagni í dreifbýli orðinn 38% hærri en hann er í þéttbýli á landsbyggðinni.
Sveitarstjórn lýsir miklum vonbrigðum með þessar gríðarlegu hækkanir á flutningskostnaði sem virðast engan enda ætla að taka hjá Rarik eða Landsneti. Ljóst er að áhrifin af þessum hækkunum eru mjög neikvæð á lífskjör fólks ásamt því sem þær auka kostnað fyrirtækja í sínum rekstri. Ekki er ásættanlegt að flutningskostnaður rafmagns á vegum ríkisfyrirtækjanna Rarik og Landsnets hækki um tveggja stafa prósentutölu ár eftir ár, á meðan t.d. sveitarfélögin berjast við að halda sínum hækkunum í lágmarki til að draga úr þenslu, kostnaði og verðbólgu. Á milli áranna 2025 og 2026 hækkar t.d. sveitarfélagið Skagafjörður sínar gjaldskrár almennt um 2,7% og flest önnur sveitarfélög eru á svipuðu eða eilítið hærra róli með 3-4% hækkun.
Sveitarstjórn Skagafjarðar skorar á fagráðherra málaflokksins, Jóhann Pál Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að taka þessar gríðarlegu hækkanir til skoðunar samhliða þeirri vinnu sem er í gangi við jöfnun flutningskostnaðar um land allt, en það er fagnaðarefni að sú vinna skuli vera komin í gang." -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37 Lagðar fram veiðitölur vegna refa- og minkaveiða 2025. Fjöldi veiddra refa er 330 í heildina, þar af 163 grendýr og 167 hlaupadýr sem er örlítið lægra en síðustu ár. Fjöldi veiddra minka er 136, en þetta er þriðja árið í röð sem veiddum minkum fækkar. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37 Landbúnaðar og innviðanefnd hefur borist umsókn frá Guðmundi Magnússyni um búfjárleyfi fyrir 20 kindum og 10 alífuglum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða, á grundvelli þriðju greinar í samþykkt fyrir búfjárhald í þéttbýli Skagafjarðar, að óska eftir upplýsingum um hvaða húsnæði eigi að nota fyrir viðkomandi búfénað ásamt staðsetningu þess, upplýsingum um öflun vetrarfóðurs og upplýsingum um land til sumarbeitar. Landbúnaðar- og innviðanefnd felur landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa að afla upplýsinganna svo hægt sé að afgreiða umsóknina. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37 Landbúnaðar- og innviðanefnd bendir á að samkvæmt gildandi reglum um úthlutun lóða á Nöfum er það skilyrði fyrir úthlutun og samþykki búfjárleyfis að sauðfjárhaldið fari þar fram en ekki utan þéttbýlismarkanna. Nefndin samþykkir samhljóða að óska eftir skriflegri staðfestingu á að umræddur fjöldi fjár verði hjá Sigurði Steingrímssyni kt: 210246-2889, í samræmi við umsókn umsækjanda, á meðan unnið er að undirbúningi húsakosts á lóð umsækjenda. Landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa er falið að afla staðfestingarinnar.
Sveinn Finster Úlfarsson vék af fundi undir þessum lið. Bókun fundar Sveinn Þ. Finster Úlfarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Afgreiðsla 37. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með átta atkvæðum. -
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37 Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við Byggðaráð að það tilnefni að nýju tvo fulltrúa í stjórn Veiðifélags Eyvindarstaðaheiðar samkvæmt drögum sem fyrir liggja að samþykktum fyrir félagið. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37 Lagður fram til kynningar ársreikningur Hrolleifsdals fyrir árið 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Unadals fyrir árið 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37 Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2024. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37 Lagt fram bréf frá stjórn og framkvæmdarstjóra Moltu ehf., í Eyjafirði þar sem tilkynnt er um hækkun á gjaldskrá vegna eyðingar á lífrænum úrgangi sem tekur gildi 1. Janúar 2026. Það sem snýr að Skagafirði er fyrst og fremst hækkun á eyðingu matarleyfa frá heimilum og hækkar eyðingakostnaður þeirra um 13% milli áranna 2025 og 2026. Landbúnaðar og innviðanefnd vill benda á að þetta er mikil hækkun og þar að auki langt um hærri en sveitarfélög eru almennt að hækka sýnar gjaldskrár milli ára. Á árunum 2025 og 2026 hefur þessi eyðingarkostnaður þá samtalshækkað um 18% sem verður að teljast mikil hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að afla upplýsinga um aðrar leiðir til afsetningar á lífrænum úrgangi. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37 Lagt fram til kynningar yfirlit um heildar urðun og skiptingu magns eftir sveitarfélögum og urðunnarflokkum fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2025.
Urðað magn það sem af er árinu er sambærilegt í heild og það var á árinu 2025 fyrir fyrstu 9 mánuðina. Sé eingöngu horft á urðað magn frá heimilum þá er það líka svipað en í samanburði annarra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eru heimili í Skagafirði búinn að ná mjög góðum árangri í urðuðu magni af heimils sorpi. Ef horft er á magnið fyrstu 9 mánuðina þá er búið að urða 92 kg frá hverju heimili í Skagafirði meðan önnur sveitarfélög liggja á bilinu 135-190 kg pr. heimili. Eins hefur dregið úr urðun á grófum úrgangi, en magn til urðunnar frá fyrirtækjum eykst. Landbúnaðar og innviðanefnd fagnar góðum árangri heimilanna en skorar áfram á fyrirtæki í Skagafirði að auka eins og kostur er sýna flokkun á sorpi og koma meiru til endurvinnslu og draga þannig úr urðun. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
11.Skipulagsnefnd - 85
Málsnúmer 2510035FVakta málsnúmer
Hlé gert á fundi.
- 11.1 2407003 Umsagnarbeiðni; Breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 - Blöndulína 3 - mál 0793 2024Skipulagsnefnd - 85 Hörgársveit hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytingar á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 - Blöndulína 3, mál nr. 0793/2024 í Skipulagsgáttinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/793 .
Kynningartími er frá 27.10.2025 til 8.12.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 - Blöndulína 3. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsagnarbeiðni; Breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 - Blöndulína 3 - mál 0793 2024, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. - 11.2 2410226 Umsagnarbeiðni vegna máls 1264 2024; Aðalskipulag Dalvíkurbyggððar 2025-2045, Lýsing (Nýtt aðalskipulag)Skipulagsnefnd - 85 Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna tillögu á vinnslustigi fyrir Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045, mál nr. 1264/2024 í Skipulagsgáttinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1264 .
Kynningartími er frá 22.10.2025 til 11.11.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemd við tillögu á vinnslustigi fyrir Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045, en bendir jafnframt á að í bæði gildandi sem og í ný samþykktu aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 er gert ráð fyrir jarðgöngum milli Hjaltadals og Hörgárdals til að sameina þjónustu- og atvinnusvæði þéttbýlisstaða á Norðurlandi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsagnarbeiðni vegna máls 1264 2024; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045, Lýsing (Nýtt aðalskipulag), síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 85 Lögð fram vinnuskrá með tveimur tillögum að drögum að deiliskipulagi fyrir Kirkjureitinn á Sauðárkróki dags. 27.10.2025.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins og óska eftir fundi með skipulagsnefnd og lóðarhöfum Skógargötu 13, 15 og 17B.
Jón Daníel Jónsson fulltrúi Sjálfstæðisflokks vék af fundi undir þessum dagskrálið.
Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar skipulagsnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 85 Lögð fram fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur dags. 19.09.2025, vegna deiliskipulagsvinnu fyrir Athafnarsvæði AT-403 á Sauðárkróki, þar sem m.a. kemur fram:
"Þann 13. júní 2024 samþykkti skipulagsnefnd Skagafjarðar samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsingu fyrir Sauðárkrókur athafnarsvæði AT-403 og Skipulagsstofnun yrði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.
Bókaði nefndin m.a. á þeim fundi: "Skipulagsnefnd leggur áherslu á að reynt sé að flýta verkefninu eins og kostur er þar sem vöntun sé orðin á lóðum fyrir athafnarstarfsemi á Sauðárkróki."
Í sveitarstjórn 14. maí 2025 var samþykkt með níu atkvæðum að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir "Sauðárkrókur - Athafnarsvæði AT-403" í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Sama dag samþykkti byggðarráð samhljóða að auglýsa lóðir númer 2, 4, 6, 8, 10 og 12 lausar til umsóknar með fyrirvara um staðfestingu sveitarstjórnar á endanlegu deiliskipulagi svæðisins sem var svo gert.
Þann 16. júlí 2025 samþykkti byggðarráð samhljóða tillöguna um deiliskipulag með fullnaðarafgreiðslu og átti að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.
Þrátt fyrir þetta liggur fyrir nú í lok september að lóðir hafa enn ekki verið stofnaðar. Þeir aðilar sem sótt hafa um lóðir hafa því ekki fengið nauðsynlegar upplýsingar til að hefja hönnun og undirbúning framkvæmda.
Með vísan til þessa óska ég eftir skýringu á ferlinu öllu og upplýsingum um næstu skref.
Skipulagsfulltrúi sendi samantekt á tímaferili skipulagsvinnunnar við deiliskipulag Athafnasvæðis AT-403 dags. 17.10.2025 til nefndarmanna skipulagsnefndar þann sama dag.
Í framhaldinu kom annar tölvupóstur frá Álfhildi Leifsdóttur dags. 18.10.2025, þar sem m.a. kemur fram:
"1. Hvernig var forgangsröðun verkefnisins metin í tengslum við önnur deiliskipulagsverkefni sveitarfélagsins?
2. Hafa einhver skref í ferlinu tekið lengri tíma en upphaflega var áætlað?
3. Er 18 mánaða heildartímalína í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um skipulagsvinnu, eða væri hægt að stytta hana með betra verklagi eða samhæfingu milli aðila?
4. Hvers vegna var jarðvegskönnun ekki hafin fyrr, þegar vitað var að jarðvegur á svæðinu gæti verið vandamál?
5. Hafa tafir á hæðarsetningu (20.08.-08.09.2025) verið rýndar nánar, t.d. hvort töf hafi orðið á verkbeiðni til Stoðar, eða hvort verklagið við hæðarsetningu gæti verið skilvirkara?
6. Hvernig er tryggt að á næsta stigi verði samræmi milli fráveitu-, hæðar- og skipulagsgagna til að forðast endurtekningu?
7. Hvaða lærdóm getur sveitarfélagið dregið af þessu ferli sem nýtist í næstu deiliskipulagsverkefnum?"
Forgangsröðun deiliskipulagsvinnunnar fyrir Athafnarsvæði AT-403 á Sauðárkróki var unnið jafn og þétt á 18 mánuðum frá upphafi til enda og var skipulagið í forgangi. Farið var eftir skipulagslögum við gerð deiliskipulagsins sem felur í sér ferlana þrjá, þar að segja skipulagslýsingu, vinnslutillögu og að lokum deiliskipulagstillögu.
Einnig var haldin á tímabilinu opin vinnustofa til að reyna ná fram sjónarmiðum sem flestra.
Deiliskipulagstillagan var samþykkt hjá Byggðaráði þegar að skipulagsfulltrúi er nýfarinn í sumarfrí og var það með fyrstu verkefnum að ganga frá lokagögnum til Skipulagsstofnunar að loknu sumarfríi. Í beinu framhaldi var unnið lóðarblað og merkjalýsing fyrir Borgarbraut 2 og henni skilað inn til HMS og lóðin lögformlega stofnuð.
Verkefnastaðan hjá skipulagsfulltrúa er mikil, unnið að gerð nokkurra deiliskipulaga samhliða endurskoðun á aðalskipulagi auk annarra lögboðinna verkefna hefur óhjákvæmilega áhrif á framvindu þeirra.
Við vinnu deiliskipulaga er ekki alltaf unnin jarðvegskönnun, eins og tekin var ákvörðun um að gera í þessu tilfelli. Var það talinn vera mikill ávinningur fyrir hönnunina að komast sem næst því að þekkja burðarhæfan botn með tilliti til hönnunar gatna og lóða á svæðinu.
Hönnun gatna og veitustofna er á borði veitu- og framkvæmdasviðs og viðkomandi veitna.
Fyrirhugað er að skýra verkferla sveitarfélagsins hvað varðar tenginguna á milli skipulags og framkvæmasviðs með skýrri forgangsröðun frá yfirstjórn.
VG og óháð þakka fyrir greinargóða samantekt á ferli við deiliskipulag AT-403 á Sauðárkróki. Slíkt yfirlit eykur gagnsæi og skilning á skipulagsferlum sveitarfélagsins. Nokkur atriði í ferlinu hafa tekið lengri tíma en áætlað var, m.a. vegna hæðarsetningar og jarðvegskönnunar, auk þess sem samskipti milli skipulagssviðs og framkvæmdasviðs virðist ekki hafa verið nægileg. Þannig var verkbeiðni um frágang á aðliggjandi götu ekki send fyrr en 16. október 2025. Mikilvægt er að boðleiðir séu skýrar hvað varðar verkefnastjórn þegar mál varða fleiri en eitt svið, þar sem sviðsstjórar hafa ekki boðvald hver yfir öðrum. VG og óháð fagna því að skýra eigi verkferla sveitarfélagsins hvað þetta varðar vonandi með það að markmiði að tryggja aukinn hraða, skilvirkni og góða þjónustu við íbúa.
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Fyrir fundinum liggur ítarlegt yfirlit yfir verkferil vegna vinnu við deiliskipulag athafnasvæðis AT-403 á Sauðárkróki. Um er að ræða stórt svæði með fjölda athafnalóða þar sem þurft hefur að taka tillit til margvíslegra sjónarmiða og athugasemda. Jafnframt var leitast við að fá sem flest sjónarmið fram í vinnunni, m.a. með því að halda sérstaka vinnustofu vegna frekari hönnunar og hugmyndavinnu fyrir deiliskipulagið. Í ferlinu var horft til ýmissa umsagna, m.a. frá umsækjendum lóðar við Borgarbraut. Skipulagsnefnd, byggðarráð og sveitarstjórn hafa einnig lagt sig fram um að mæta sjónarmiðum umsækjenda og flýta ferlinu sem kostur er. Þannig má nefna að í maí 2025 samþykktu byggðarráð og sveitarstjórn að auglýsa lóðir nr. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 við Borgarbraut lausar til úthlutunar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, með fyrirvara um staðfestingu deiliskipulags. Í júní samþykktu skipulagsnefnd og sveitarstjórn að úthluta lóðinni Borgarbraut 2 til Þrastar Magnússonar, f.h. Myndunar ehf., og Péturs Arnar Jóhannssonar, f.h. Áka bifreiðaþjónustu sf. Bent var á fyrirvara um staðfestingu deiliskipulags og að afmörkun lóða, byggingarreita og skipulagsskilmálar gætu tekið breytingum. Jafnframt var bent á að lóðin yrði fyrst úthlutunarhæf þegar hún hefði verið stofnuð formlega. Deiliskipulag AT-403 var staðfest hjá Skipulagsstofnun 17. september sl. stofnun lóðarinnar var svo staðfest hjá sýslumanni 23. september sl.
Þann 10. október sl., sendi starfsmaður skipulagsfulltrúa tölvupóst á Stoð verkfræðistofu þar sem óskað var eftir upplýsingum um legu og hæð fráveitulagna að Borgarbraut 2. Framkvæmdastjóri Stoðar upplýsti starfsmann skipulagsfulltrúa að starfsmenn stofunnar hafi ekki fengið verkbeiðni frá veitu- og framkvæmdasviði. Því miður fór þessi feril ekki af stað fyrr enn 16. október, greinilega þarf að lagfæra boðleiðir á milli sviða sveitarfélagsins. Er miður að þessi staða hafi komið upp á lokametrum þeirrar góðu vinnu sem unnin hefur verið. Upplýsingar um legu og hæð fráveitulagna voru tilbúnar 28. október og öll hönnunargögn liggja nú fyrir. Hægt er að ráðast í gerð vestari innkeyrslustúts frá Borgarbraut inn á Borgarbraut 2 í kjölfarið og ætti að vera unnt að hefja framkvæmdir á lóð fyrir miðjan nóvember nk.
Rétt er að geta að atvinnulóð við Borgarflöt 21 sem er að fullu tilbúin til framkvæmda er laus og hefur verið laus um langa hríð og hefur umsækjendum lóðar við Borgarbraut 2 verið bent á það. Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar skipulagsnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra ítrekar bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
"VG og óháð þakka fyrir greinargóða samantekt á ferli við deiliskipulag AT-403 á Sauðárkróki. Slíkt yfirlit eykur gagnsæi og skilning á skipulagsferlum sveitarfélagsins. Nokkur atriði í ferlinu hafa tekið lengri tíma en áætlað var, m.a. vegna hæðarsetningar og jarðvegskönnunar, auk þess sem samskipti milli skipulagssviðs og framkvæmdasviðs virðist ekki hafa verið nægileg. Þannig var verkbeiðni um frágang á aðliggjandi götu ekki send fyrr en 16. október 2025. Mikilvægt er að boðleiðir séu skýrar hvað varðar verkefnastjórn þegar mál varða fleiri en eitt svið, þar sem sviðsstjórar hafa ekki boðvald hver yfir öðrum. VG og óháð fagna því að skýra eigi verkferla sveitarfélagsins hvað þetta varðar vonandi með það að markmiði að tryggja aukinn hraða, skilvirkni og góða þjónustu við íbúa."
Einar E. Einarsson, fyrir hönd meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, svohljóðandi:
"Fyrir fundinum liggur ítarlegt yfirlit yfir verkferla vinnu við deiliskipulag athafnasvæðis AT-403 á Sauðárkróki. Um er að ræða stórt svæði með fjölda athafnalóða þar sem þurft hefur að taka tillit til margvíslegra sjónarmiða og athugasemda. Jafnframt var leitast við að fá sem flest sjónarmið fram í vinnunni, m.a. með því að halda sérstaka vinnustofu vegna frekari hönnunar og hugmyndavinnu fyrir deiliskipulagið. Í ferlinu var horft til ýmissa umsagna, m.a. frá umsækjendum lóðar við Borgarbraut. Skipulagsnefnd, byggðarráð og sveitarstjórn hafa einnig lagt sig fram um að mæta sjónarmiðum umsækjenda og flýta ferlinu sem kostur er. Þannig má nefna að í maí 2025 samþykktu byggðarráð og sveitarstjórn að auglýsa lóðir nr. 2, 4, 6, 8, 10 og 12 við Borgarbraut lausar til úthlutunar í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, með fyrirvara um staðfestingu deiliskipulags. Í júní samþykktu skipulagsnefnd og sveitarstjórn að úthluta lóðinni Borgarbraut 2 til Þrastar Magnússonar, f.h. Myndunar ehf., og Péturs Arnar Jóhannssonar, f.h. Áka bifreiðaþjónustu sf. Bent var á fyrirvara um staðfestingu deiliskipulags og að afmörkun lóða, byggingarreita og skipulagsskilmálar gætu tekið breytingum. Jafnframt var bent á að lóðin yrði fyrst úthlutunarhæf þegar hún hefði verið stofnuð formlega. Deiliskipulag AT-403 var staðfest hjá Skipulagsstofnun 17. september sl. Stofnun lóðarinnar var svo staðfest hjá sýslumanni 23. september sl.
Þann 10. október sl. sendi starfsmaður skipulagsfulltrúa tölvupóst á Stoð verkfræðistofu þar sem óskað var eftir upplýsingum um legu og hæð fráveitulagna að Borgarbraut 2. Framkvæmdastjóri Stoðar upplýsti starfsmann skipulagsfulltrúa að starfsmenn stofunnar hafi ekki fengið verkbeiðni frá veitu- og framkvæmdasviði en beindi þeirri spurningu til baka hvort starfsmenn skipulagsfulltrúa væru búnir að ræða um málið við starfsmenn veitu- og framkvæmdasviðs. Sveitarstjóri var upplýstur um stöðuna 16. október og tengdi þessa aðila saman í kjölfarið. Er miður að þessi staða hafi komið upp á lokametrum þeirrar góðu vinnu sem unnin hefur verið. Upplýsingar um legu og hæð fráveitulagna voru tilbúnar 28. október og öll hönnunargögn liggja nú fyrir. Hægt er að ráðast í gerð vestari innkeyrslustúts frá Borgarbraut inn á Borgarbraut 2 í kjölfarið og ætti að vera unnt að hefja framkvæmdir á lóð um miðjan nóvember nk.
Rétt er að geta að atvinnulóðir sem eru að fullu tilbúnar til framkvæmda eru lausar og hafa legið lausar um langa hríð og hefur umsækjendum lóðar við Borgarbraut 2 verið bent á það."
-
Skipulagsnefnd - 85 Lögð fram fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur dags. 17.10.2025:
"Vegna bókunar Byggðarlista vegna deiliskipulags á Flæðunum á sveitarstjórnarfundi þann 15. október síðastliðinn tel ég að gott væri að funda með Veðurstofu Íslands sem ekki gerði athugasemd við umrætt atriði. Að mínu mati er nauðsynlegt að ræða málið til hlítar með fagaðilum svo ekki séu getgátur í umræðunni eða framvindunni. Ég geri það því að tillögu minni að Skipulagsnefnd óski eftir fundi með Veðurstofu Íslands. Best færi á því að slíkur fundur yrði haldinn áður en deiliskipulag Flæðanna kemur úr auglýsingu þann 30. nóvember."
Meðfylgjandi er bókun Byggðalistans frá fundi sveitarstjórnar þann 15.10.2025:
Eyþór Fannar Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd Byggðalista, svohljóðandi:
"Fulltrúar Byggðalista telja það varhugavert að byggingareitur fyrir nýtt menningarhús við Faxatorg sé að hluta innan skilgreinds A-hættusvæðis með tilliti til ofanflóða, eins og fram kemur í deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg.
Á fundi Byggðarráðs nr. 162 og fundi Skipulagsnefndar nr. 83 í september síðastliðnum, var bréf lagt til kynningar frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Í bréfinu var vakin athygli á 16. grein laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands nr. 55/1992, en hún fjallar um heimild NTÍ til að lækka bætur eða synja bótakröfum á mannvirki sem skipulögð eru og byggð á fyrir fram þekktum hættusvæðum með tilliti til náttúruhamfara.
Í bréfinu er áréttað að skipulag byggðar og leyfisveitingar á þekktum hættusvæðum séu á ábyrgð skipulagsyfirvalda og þeirra sem byggja og reka mannvirki á slíkum svæðum.
Í greinagerð með deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg er stuðst við skýrslu Veðurstofu Íslands frá árinu 2015 um ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók.
Í skýrslunni er vitnað í reglugerð nr. 505/2000 sem fjallar um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Í skýrslunni kemur fram að skv. reglugerðinni sé heimilt að byggja innan A-hættusvæðis á þegar byggðum svæðum, án þess að gerð sé krafa um styrkingu mannvirkja. Hins vegar sé krafist styrkingar á mannvirki sé það byggt á óbyggðum svæðum. Við nánari skoðun fyrrnefndrar reglugerðar og breytingu hennar frá árinu 2017 er ekki hægt að greina þá tilvitnun sem fjallar um að styrkkröfur á mannvirki séu engar á áður byggðum svæðum. Í reglugerðinni kemur hins vegar fram að skv. 21. grein um nýtingu hættusvæða megi mannvirki rísa á hættusvæði A sé það styrkt til að standast kröfur um ásteymisþrýsting fyrir slíkt svæði. Í 22. grein um sérstaka nýtingu hættusvæða A og B kemur fram að heimilt sé að reisa mannvirkið án kvaða fyrrnefndar 21. greinar, ef liggi fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að varanlegt varnarvirki verði risið innan fimm ára.
Í ljósi þess að NTÍ hefur heimild til að synja bótakröfum og með tilliti til reglugerðar um nýtingu hættusvæða teljum við að ef byggja á mannvirki fyrir menningarminjar innan hættumatslínu A, líkt og vinningstillaga hönnunarsamkeppni gerir ráð fyrir og deiliskipulagstillagan fyrir Faxatorg er unnin eftir, verði að gera grein fyrir mótvægisaðgerðum vegna ofanflóða í deiliskipulaginu. Það er mikilvægt að kostnaður við slíkar aðgerðir komi fram á hönnunarstigi og til að svo verði þarf skipulagið sjálft að gera kröfur um aðgerðir. Hönnunarsamkeppni var á sínum tíma krafa ríkisins og því er mikilvægt að gera ríkinu grein fyrir þeim viðbótarkostnaði sem hlýst af aðgerðum gegn ofanflóðum með það að markmiði að semja um þátttöku þess í kostnaði og lágmarka þannig kostnað sveitarfélagsins.
Fulltrúar Byggðalista ítreka einnig fyrri bókun frá 41. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar og sitja hjá við afgreiðslu þessa máls."
Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar hafði samband við Veðurstofu Íslands vegna málsins og fékk frekari upplýsingar í tölvupósti dags. 24.10.2025 þar sem segir m.a.:
"Við sem sagt sáum það að hluti varðveislurýmisins væri innan A línu og stöndum við að gera engar athugasemdir við það.
Í raun mætti byggja innan A línu nýtt almennt atvinnuhúsnæði, svo sem bílaverkstæði eða hvað annað með mun meiri viðveru heldur en varðveislurými. Það er um að gera að halda allri áhættu sem minnstri og hann ræddi að hægt væri að ganga lengra en reglugerðin með því að i) hliðra til byggingum ef það er hægt eða þá ii) gæta þess að vera með járnbenta steinsteypta (eða önnur álíka sterk byggingarefni) gluggalausa eða gluggalitla veggi í þeim hliðum hússins sem eru innan A línunnar og snúa að hlíðinni. Reglugerðin gerir þó enga kröfur um það og það er aðeins ef fólk vill ganga lengra en hún. Mér sýnist nú á teikningunni að þetta sé almennt gluggalaus veggur þarna á vesturhliðinni og um að gera að halda því þannig."
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að þakka Veðurstofu Íslands fyrir að bregðast hratt við fyrirspurninni og fellst á þau rök Veðurstofunnar sem fram koma í tp. 24.10. sl. Þar sem farið er yfir þær forsendur sem liggi til grundvallar þess að Veðurstofan geri ekki athugasemdir við vinnslutillögu deiliskipulags Flæða á Sauðárkróki.
Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans leggur fram eftirfarandi tillögu:
Fundur með Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ.
Í framhaldi af bókun sem við í Byggðalistanum lögðum fram á 42. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar er æskilegt að fá út úr því skorið hvort fullyrðingar í skýrslu Veðurstofu Íslands standist kröfur reglugerðar nr. 505/2000 um nýtingu hættusvæða, og skýrslan vísar í. Í umræddri skýrslu sem nefnist Ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók stendur að heimilt sé að byggja mannvirki innan A-hættusvæðis, án kröfu um sérstaka styrkingu mannvirkis. Við nánari skoðun reglugerðar er hins vegar vísað í kröfur um styrkingu mannvirkja innan hættusvæða, sbr. 21. og 22. gr. hennar. Ef fullyrðingar í skýrslu Veðurstofunnar stangast á við reglugerð er nauðsynlegt að leita svara hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ um túlkun þeirra á reglum um bótarétt.
Til að útiloka mögulega synjun á bótakröfum af völdum ofanlóða fyrir hluta byggingareits við nýtt menningarhús á Flæðum, legg ég til að skipulagsfulltrúi afli upplýsinga hjá sérfræðingum NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir umræddan byggingareit. Upplýsingar frá NTÍ þurfi að liggja fyrir áður en auglýsingarferli deiliskipulagstillögu fyrir Flæðar líkur þann 30. nóvember.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir upplýsingum frá sérfræðingum Náttúruhamfaratryggingum Íslands NTÍ varðandi túlkun þeirra á bótarétti fyrir byggingarreit innan hættumatslínu A.
Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar skipulagsnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 85 Ómar Feykir Sveinsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Víðimels, landnr. 146083, Skagafirði, óskar eftir að stofna 5.931 m² sumarbústaðarland úr landi jarðarinnar sem "Víðibrekka 4", skv. meðfylgjandi lóðablaði nr. S04 í verki 71180100 útg. 10. okt. 2025 og merkjalýsingu dags. 10.10.2025. Lóðablað og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði leyst úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði sumarbústaðaland (60).
Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, útskipt land er á frístundabyggð nr. F-13 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landheiti útskiptrar spildu er skv. lóðauppdrætti fyrir frístundabyggð á Víðimel. Landheiti þetta er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Víðimel, landnr. 146083.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um veg á landi Víðimels, L146083, eins og sýnt er á meðfylgjandi lóðablaði.
Málsnúmer í landeignaskrá er M002873.
Einnig er óskað eftir stofnun 1.925 m² byggingarreits skv. meðfylgjandi lóðablaði. Byggingarreiturinn er innan merkja Víðibrekku 4 og mun tilheyra þeirri landeign að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarhús, að hámarki 180 m² að stærð, hámarks hæð verður 6 m frá gólfi í mæni. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð bygging falli vel að nærliggjandi umhverfi.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg og er í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðin landskipti og að samþykkja umbeðinn byggingarreit. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Víðimelur L146083 - Umsókn um landskipti og stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 85 Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun 2026 með áorðnum breytingum og vísar henni til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn. Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar skipulagsnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 85 Lagður fram tölvupóstur frá Vegagerðinni dags. 13.10.2025 þar sem minnt er á að um hleðslustöðvar gilda sömu reglur og um aðrar framkvæmdir við vegi. Veghelgunarsvæði er 30 m að breidd til hvorrar handar frá miðlínu stofnvega en 15 m frá miðlínu annara þjóðvega. Innan veghelgunarsvæða má ekki framkvæma nema að fengnu samþykki Vegagerðarinnar. Það á einnig við um nýjar tengingar við þjóðvegi eða breytta landnotkun sem nýtir fyrirliggjandi tengingar. Þannig má t.d. ekki ganga að því sem vísu að leyfi fáist til að nýta eldri túntengingu til að tengja nýja hleðslustöð við þjóðveg.
Jafnframt er því hér með komið á framfæri að Innviðaráðuneytið hefur nýlega falið Vegagerðinni að annast skipulag og uppbyggingu á skilvirku neti nýorkuinnviða fyrir samgöngur, þar á meðal fyrir þyngri ökutæki, á landsvísu. Haft verður samráð við viðkomandi sveitarfélög vegna frekari skipulagsvinnu þegar þessari vinnu vindur fram.
Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar skipulagsnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 85 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 73 þann 21.10.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 85. fundar skipulagsnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
12.Skipulagsnefnd - 86
Málsnúmer 2511011FVakta málsnúmer
-
Skipulagsnefnd - 86 Fyrirliggjandi er svæðisbundið hættumat Veðurstofu Íslands dags. 18.07. 2024. Samþykkt er að þessi dagskrárliður sé ræddur samhliða 2. dagskrárlið, sem er mál nr. 2311127 - Helgustaðir í Unadal - Deiliskipulag, enda er með hinni fyrirhuguðu aðalskipulagsbreytingu, ætlunin að skapa forsendur fyrir því deiliskipulagi sem þar er til meðferðar.
Sú aðalskipulagsbreyting sem mál þetta fjallar um felur í sér að skilgreina nýtt verslunar- og þjónustusvæði við Helgustaði í Unadal þar sem áform eru um ferðaþjónustu innan landspildunnar Helgustaða sem er um 4,9 ha að stærð. Framangreint deiliskipulag felur í sér nánari skipulagslega útfærslu á þessum áformum.
Fljótlega eftir að auglýsingartíma skipulagstillagnanna skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 41. gr. l. 123/2010 var liðinn var, með bréfi dags. 27.06. 2024 til Skipulagsstofnunar, óskað eftir áliti stofnunarinnar um hvort þörf væri á staðbundnu hættumati fyrir uppbyggingu við Helgustaði í Unadal í Skagafirði. Leiddi þetta til þess að eigandi Helgustaða og þar með skipulagssvæðisins óskaði eftir staðbundnu hættumati fyrir skipulagssvæðið. Niðurstaða þess var að 6 byggingarreitir, þ.m.t. reitir undir sumarhúsi og þremur gestahúsum um miðbik svæðisins teldust allir á snjóflóðahættusvæði C (staðaráhætta meiri en 5 af 10.000), sbr. ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Á hættusvæði C má einungis reisa mannvirki sé þar ekki búist við stöðugri viðveru fólks til búsetu eða vinnu, sbr. 3. mgr. 21. gr. reglugerðar nr. 505/2000. Jafnframt er skv. 3. mgr. 16. gr. hennar óheimilt að skipuleggja íbúðabyggð, frístundabyggð eða svæði fyrir atvinnustarfsemi á áður óbyggðum svæðum nema tryggt sé að áhætta fólks m.t.t. ofanflóða verði ásættanleg, sbr. 11. gr. reglugerðarinnar. Í frístundahúsum telst áhætta ásættanleg ef staðaráhætta er minni en 5 af 10.000 á ári.
Framangreint hættumat var lagt fram á 56. fundi skipulagsnefndar hinn 23.08. 2024 og gildir um Helgustaði. Á þeim fundi lagði skipulagsnefnd til að frekari afgreiðslu tillögunnar verði frestað þar til fyrir lægi niðurstaða viðræðna skipulagsfulltrúa við eigendur þess lands sem standa að áðurgreindri deiliskipulagstillögu, um nauðsynlegar breytingar á henni. Afgreiðsla 56. fundar skipulagnefndar var staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024.
Framangreind afgreiðsla var kynnt fyrir fyrirsvarsmönnum Helgustaða og með þeim haldnir fundir, síðast fyrr í þessari viku en engar tillögur hafa komið fram um breytingu á skipulagstillögunum skv. framansögðu.
Skipulagsnefnd telur áætlun um uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu sem felur í sér áform um gistiþjónustu óheimila skv. framansögðu, enda beri skv. 2. mgr. 16. gr. áðurgreindrar reglugerðar að taka fullt tillit til fyrirliggjandi hættumats við skipulagsgerð.
Vegna framangreinds felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að tilkynna eiganda umrædds svæðis að nefndin ráðgeri á fundi, þegar þrjár vikur eru liðnar frá sendingu slíkrar tilkynningar, að leggja til við sveitarstjórn að umræddri vinnu við aðalskipulagsbreytingar (mál nr. 2211189) og deiliskipulagbreytingar (mál nr. 2211127) verði hætt, enda komi ekki fram andmæli og rök innan þess frests sem breyti þessari ráðagerð nefndarinnar.
Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar skipulagsnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 86 Þessi dagskráliður fellur undir bókun máls. nr. 2211189 - Helgustaðir í Unadal - Aðalskipulagsbreyting. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar skipulagsnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
-
Skipulagsnefnd - 86 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við vinnslutillögu deiliskipulags fyrir lóð Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35 á Sauðárkróki, mál nr. 2992/2025 (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/992/ ) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Vinnslutillagan var í auglýsingu dagana 16.10.2025- 2.11.2025 og bárust 4 umsagnir.
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir "Borgarflöt 35, Sauðarkróki", sett fram sem uppdráttur ásamt greingargerð nr. DS-01 dags. 13.11.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Borgarflöt 35, Sauðarkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarflöt - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. - 12.4 2401263 Deiliskipulag - Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra - Verknámshús - Skagfirðingabraut 26Skipulagsnefnd - 86 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við skipulagslýsingu fyrir Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki, mál nr. 1413/2025 (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1413 ) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagslýsingin var í auglýsingu dagana 16.10.2025- 02.11.2025 og bárust 6 umsagnir.
Lögð fram vinnslutillaga deiliskipulags fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðarkróki", sett fram sem uppdráttur ásamt greingargerð nr. VT-01 dags. 13.11.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðarkróki", í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Einnig samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að að láta vinna umferðargreiningu fyrir skipulagssvæðið í samræmi við umræður fundarins samhliða auglýsingarferli vinnslutillögunnar. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Deiliskipulag - Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra - Verknámshús - Skagfirðingabraut 26, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 86 Þann 13.10.2025 tók skipulagsnefnd Skagafjarðar fyrir umsókn landeigenda Lönguborgar, landnr. 225909, í Hegranesi, um byggingarreit á lóðinni.
Um var að ræða byggingarreit fyrir tvö gestahús. Bókun nefndar var eftirfarandi: "Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem um er að ræða tvær stakar framkvæmdir en ekki eina eins og heimild er fyrir í gildandi aðalskipulagi og leggur til við umsækjenda að sækja um að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað."
Sveitarstjórn staðfesti bókun skipulagsnefndar þann 15.10.2025.
Rúnar Már Grétarsson og Ásta Margrét Benediktsdóttir, þinglýstir eigendur Lönguborgar, landnr. 225909, óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Lönguborg á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast samanber afstöðuuppdrátt Lönguborgar nr. S01 í verki nr. 740702, dags. 19. júní 2017, sem lá til grundvallar fyrir stofnun lóðarinnar.
Skipulagssvæðið er á landbúnaðarsvæði L-3 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki IV, Annað land/lélegt ræktunarland. Skv. aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði L-3 landbúnaðarland sem þykir síður henta til jarðræktar vegna breytilegra landgerða. Landbúnaðarland í flokki IV eru ýmsar landgerðir þar sem ekki verður um samfellda jarðrækt að ræða m.a. vegna þess að jarðvegur er grunnur, hraun/grjót í eða við yfirborð eða hæð yfir sjó og/eða halli lands er of mikill.
Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis, dags. 04.11.2025, skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umsækjendum að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Langaborg í Hegranesi, Skagafirði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Langaborg (L225909) - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 86 Orku náttúrunnar ohf. (ON) óskar eftir úthlutun á lóðinni við Túngötu 1 á Hofsósi, með það að markmiði að koma þar upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Umsókn þessi er hluti af markvissri uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti í samgöngum, sem ON vinnur að víða um land í samstarfi við sveitarfélög og aðra hagaðila.
Í umsókninni kemur m.a. fram:
Umsækjendur telja lóðina við Túngötu 1 vera afar hentuga fyrir slíka uppbyggingu með hliðsjón af staðsetningu, umferð og aðgengi að þjónustu. Áætlað er að koma fyrir hraðhleðslustöð(um) og/eða almennum hleðslustöðvum í samræmi við þarfir og skipulagssjónarmið svæðisins.
Umsækjendur gera fyrirvara um að úthlutun lóðarinnar verði háð samkomulagi um skilmála, þar á meðal varðandi gjaldtöku og lóðaleigu, og áskiljum okkur rétt til að meta slíka skilmála áður en endanlegt samþykki er gefið.
Umsækjendur eru reiðubúnir til að funda með sveitarfélaginu og fara yfir tæknilegar forsendur, frágang, útlit, aðkomu og aðrar nauðsynlegar forsendur sem tengjast uppsetningu hleðslustöðvarinnar. Við leggjum áherslu á faglega framkvæmd og gott samstarf við sveitarfélagið.
Umsóknin er í samræmi við fyrri bókun Byggðaráðs Skagafjarðar frá 10.04.2024 þar sem m.a. var bókað: "Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áhuga ON og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við sérfræðinga ON varðandi mögulegar staðsetningar hleðslustöðva í Skagafirði."
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að úthluta lóðinni við Túngötu 1 á Hofsósi til Orku náttúrunnar að því gefnu að samkomulag náist um skilmála, þar á meðal varðandi gjaldtöku og lóðaleigu. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Túngata 1, Hofsósi - Umsókn um lóð fyrir hleðslustöðvar fyrir rafbíla, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 86 Lagt fram bréf dags. 29.10.2025 frá Ívari Þór Jóhannssyni lögmanni fyrir hönd Áka bifreiðaþjónustu og Myndunar ehf. vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og framkvæmda þeirra á lóðinni Borgarbraut 2.
Skipulagsnefnd bendir á að öll skipulagsvinna vegna lóðarinnar og lögformleg stofnun hennar sé lokið. Búið er að hanna götu- og fráveituhæð og aðgengi, stútur, að lóð frá Borgarbraut inn á miðja lóð Borgarbrautar 2, verður opnaður í viku 47 og aðrar stofnlagnir eru til staðar skv. upplýsingum frá veitu- og framkvæmdasviði Skagafjarðar.
Þröstur Magnússon vék af fundi við afgreiðslu erindisins. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar skipulagsnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 86 Einar Gunnarsson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Flatatunga, landnr. 146279 óska eftir heimild til að stofna 1.966 m² lóð úr landi jarðarinnar, sem "Flatatunga 1" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 74770100 útg. 07. nóv. 2025 og merkjalýsingu dags. 07.11.2025. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem Íbúðarhúsalóð (10). Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Akrarhepps 2010-2022 og auglýsta tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040. Landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði landbúnaðarlands í flokki I og II og skerðir ekki búrekstrarskilyrði í sveitarfélaginu. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunalandeignar með næsta lausa staðgreini. Landheiti er í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga og er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Innan merkja útskiptrar spildu er matshluti 03 sem er 245,6 m² einbýlishús byggt árið 1949. Óskað er þess að mannvirki þetta fylgi landskiptum og skráist á útskipta spildu.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Flatatungu, landnr. 146279.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarslóða í landi Flatatungu, landnr. 146279, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Málsnúmer í landeignaskrá er M003037.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðin landskipti. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Flatatunga (L146279) - Umsókn um landskipti, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 86 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:
Hitaveita að Langhúsum, Fljótum í Skagafirði, nr. 1477/2025: Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu)
https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1477 .
Kynningartími er frá 3.11.2025 til 2.12.2025.
Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd hafi í för með sér óveruleg umhverfisáhrif og því ekki um matskylda framkvæmd að ræða og samþykkir samhljóða að leggja til sveitarstjórn að gera ekki athugasemd vegna málsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hitaveita að Langhúsum, Fljótum í Skagafirði, nr. 1477 2025 - Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu), síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 86 Öryggisfjarskipti ehf. sem er í ríkiseigu sækir um framkvæmdaleyfi fyrir hringtengingu ljósleiðara á Skaga samhliða lagningu rafstrengs frá Ketu að Hrauni í samstarfi við Rarik.
Framkvæmdaleiðin er að mestu á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar nema þar sem gamli vegurinn er enn til staðar, þar er honum fylgt.
Með framkvæmdaleyfisumsókninni fylgja jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi landeiganda og lögbundinna umsagnaraðila.
Einnig fylgja gögn sem gera grein fyrir lagnaleiðinni. Innmæld leið verður skilað að verki loknu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Ljósleiðari á Skaga - Framkvæmdaleyfisumsókn, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 86 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 74 þann 07.11.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar skipulagsnefndar staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
13.Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 37
Málsnúmer 2510009FVakta málsnúmer
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 37 Kynntar niðurstöður matshóps á útboði rennibrauta fyrir sundlaug Sauðárkróks. Fjársýslan hefur metið hæfi bjóðenda og yfirfarið tilboðin. Mat hæfisnefndar gildir 50% til móts við 50% vægi verðs bjóðenda. Niðurstaðan er sú að tilboð Sportís er metið hagkvæmast að teknu tilliti til verðs- og gæðamats.
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks samþykkir samhljóða að taka tilboði Sportís. Bókun fundar Fundargerð 37. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 43. fundi sveitarstjórnar 19. nóvember 2025 með níu atkvæðum.
14.Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd
Málsnúmer 2502117Vakta málsnúmer
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita Kristóferi umbeðið leyfi.
15.Endurtilnefning í fræðslunefnd
Málsnúmer 2502121Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast hún því rétt kjörin.
16.Endurtilnefning í félagsmála- og tómstundanefnd
Málsnúmer 2505105Vakta málsnúmer
Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
17.Samþykkt um hesthús og umgengni í hesthúsahverfinu á Sauðárkróki
Málsnúmer 2508162Vakta málsnúmer
Framlögð samþykkt borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
18.Sala íbúða í eigu Eignasjóðs Skagafjarðar
Málsnúmer 2510090Vakta málsnúmer
„Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni framkvæmda, dags. 13. október 2025, þar sem vakin er athygli á því að lítil eftirspurn hefur verið eftir stærri leiguíbúðum í eigu sveitarfélagsins og enginn á biðlista eftir slíku leiguhúsnæði. Er óskað eftir heimild til að selja einhverjar af þessum stærri eignum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita heimild fyrir sölu á þeim 5 stærri eignum sem eru lausar og í eigu sveitarfélagsins, auk heimildar til að kaupa allt að 5 minni eignir á móti, og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita heimild fyrir sölu á þeim 5 stærri eignum sem eru lausar og í eigu sveitarfélagsins. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn með níu atkvæðum að heimila kaup á allt að 5 minni eignum á móti þeim eignum sem seldar verða.
19.Gjaldskrá leikskóla 2026
Málsnúmer 2508125Vakta málsnúmer
„Erindi vísað frá 41. fundi fræðslunefndar, 25.9.2025, þannig bókað:
"Fjallað um gjaldskrá leikskóla í Skagafirði fyrir árið 2026. Ljóst er að tekjur vegna leikskólagjalda hafa reynst mun lægri á árinu 2025 en áætlanir gerðu ráð fyrir, á meðan útgjöld hafa ekki lækkað á sambærilegan hátt. Breytt fyrirkomulag á gjaldskrá var tveggja ára verkefni sem ákveðið var að fara í á grundvelli vinnu Spretthóps í júlí 2024 en 1. október er eitt ár liðið frá því að breytingarnar tóku gildi. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum hennar að leggja fram greiningu þar sem farið er yfir hvernig til tókst á fyrsta fundi nefndarinnar í janúar 2026. Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Sektargjald fyrir að sækja barn of seint eða mæta of snemma helst óbreytt. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs"
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar breytingar á gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
20.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2026
Málsnúmer 2508110Vakta málsnúmer
„Erindi vísað frá 33. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, 18.9.2025, þannig bókað:
"Lögð fram drög að endurnýjaðri gjaldskrá fyrir fráveitu og tæmingu rotþróa 2026.
Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
21.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2026
Málsnúmer 2508126Vakta málsnúmer
„Erindi vísað frá 33. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, 18.9.2025, þannig bókað:
"Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2026.
Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun nema á langtímaleigu geymslugáma á hafnarsvæðinu. Þar er gjaldskráin hækkuð til samræmis við gjaldskrá gámageymslusvæðis. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
22.Gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2026
Málsnúmer 2508130Vakta málsnúmer
„Erindi vísað frá 33. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, 18.9.2025, þannig bókað:
"Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2026. Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
23.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa þjónustu- og framkvæmdagjöld 2026
Málsnúmer 2508127Vakta málsnúmer
„Erindi vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar, 13.10.2025, þannig bókað:
"Lögð fram drög að gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða gjaldskrána með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
24.Gjaldskrá fasteignaskatts og lóðar- og landleigu árið 2026
Málsnúmer 2510196Vakta málsnúmer
„Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2026.
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2026 til 1. nóvember 2026. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2026. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2026, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
Samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá er álagningarhlutfalli fasteignaskatts og lóðarleigu haldið óbreyttu frá árinu 2025, (að undanskildu því að álagning A-flokks lækkar úr 0,47% í 0,435%. Landleiga beitarlands verði 13.000 kr./ha á ári og landleiga ræktunarlands verði 19.000 kr./ha á ári.
Mörg sveitarfélög hafa átt erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá urðu þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið var reiknað. Byggðarráð fagnar því að með nýjum lögum um Jöfnunarsjóð hafi tengingu fasteignaskatta við úthlutun framlaga frá Jöfnunarsjóði verið aflétt. Auk þess er vert að vekja máls á þeirri ánægjulegu staðreynd að í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2026 er jafnframt svigrúm til áframhaldandi lækkunar fasteignaskatta á íbúa Skagafjarðar. Í ljósi mikillar hækkunar á fasteignamati íbúða, sem er 13,5% í Skagafirði milli áranna 2025 og 2026, er það mikið fagnaðarefni að með þessari lækkun álagningarstuðuls eru þau áhrif hækkunar lækkuð úr 13,5% í tæp 5% sem er áætluð hækkun vegins meðaltals launavísitölu og vísitölu neysluverðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
25.Samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar
Málsnúmer 2510199Vakta málsnúmer
„Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar. Breytingartillagan snýr að því að heimilt verði samkvæmt samþykktinni að bregða frá litanotkun á sjálfu byggðamerkinu á samfélagsmiðlum og kynningarefni til að sýna stuðning við almennar vitundarvakningarherferðir, til dæmis að nota bleikt merki í bleikum október.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð samþykkt borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
26.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2026
Málsnúmer 2508138Vakta málsnúmer
„Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 4,3% frá reglum ársins 2025 og að hámarksafsláttur verði hækkaður úr 90.000 kr. í 100.000 kr. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
27.Gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar 2026
Málsnúmer 2508128Vakta málsnúmer
„Máli vísað frá 36. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 24. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar 2026
Á síðustu vikum hefur mikil vinna verið lögð í að greina stöðu sorpmála og hvernig hagræða megi í málaflokknum. Á árinu 2025 hefur rekstur málaflokksins gengið vel og er rekstrarniðurstaðan á áætlun, þ.e.a.s að málaflokkurinn er hvorki rekinn með tapi né hagnaði. Í þessu samhengi hefur góður árangur íbúa í flokkun á sorpi og minnkandi magn sem fer frá heimilunum til urðunnar haft jákvæð áhrif á reksturinn.
Á árinu 2026 er gert ráð fyrir að samningsbundnar hækkanir til Íslenska Gámafélagsins (ÍG) hækki um 5% ásamt því að fyrir liggur að urðunargjaldið hjá Norðurá bs. hækkar um 4,3% fyrir urðun á sorpi frá heimilum.
Núverandi sorpsöfnunarkerfi var komið á 1. apríl 2023 með samningi við ÍG og hefur það gengið vel þegar á heildina er litið. Engu að síður þarf að þróa kerfið með aukinni reynslu. Eftir samtöl við ÍG um mögulegar breytingar fyrir árið 2026 er lagt til að söfnun í dreifbýli (120 lítra tunnur) verði með þeim hætti að sorp til urðunar og lífræna tunnan verði tæmdar á 4. vikna fresti, en pappa- og plasttunnan áfram á 6. vikna fresti. Með þessari hagræðingu næst fram tæplega 4% lækkun á sorpgjöldum ásamt því að umrædd samningsbundin hækkun kemur ekki inn. Raunlækkun sorpgjalda heimilanna er því 9% milli áranna 2025 og 2026.
Söfnun dýrahræja og kostnaður við hann er einnig á áætlun á árinu 2025 en gerðar voru miklar breytingar á kerfinu í upphafi árs 2025, en þá var ákveðið að fækka ferðum um 6 ásamt því að skerpt var á því hverju ætti að safna á kostnað búfjáreigenda og hvað þeir eða aðrir ættu að greiða fyrir aukalega. Það er fyrst og fremst sláturúrgangur og annar úrgangur sem ekki kemur frá gjaldskyldum dýrategundum.
Áætlað er að samningsbundnar hækkanir til ÍG vegna þessarar þjónustu hækki um 5% á árinu 2026 ásamt því að Norðurá bs. hækkar urðun á dýrahræjum um 5,6% milli áranna 2025 og 2026.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða breytingu á fjölda ferða í dreifbýli fyrir árið 2026 ásamt fyrirliggjandi gjaldskrá sem í heildina þýðir 4,0% lækkun sorphirðugjalda til heimila, en hækkun gripagjalds um 4,6% fyrir árið 2026."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
28.Kauptilboð í Laugatún 9
Málsnúmer 2511001Vakta málsnúmer
„Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Laugatún 9, F221-3302, er meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 28. október sl. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun og sölu á annarri fasteign.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboðinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Máli vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að ganga að tilboðinu.
29.Lántaka 2025
Málsnúmer 2501022Vakta málsnúmer
„Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 90 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og B-hluta stofnana og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.“
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 90 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og B-hluta stofnana og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
30.Niðurgreiðslur til dagforeldra og foreldragreiðslur 2026
Málsnúmer 2508136Vakta málsnúmer
„Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað frá leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar dags. 23. október 2025 um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Þegar þetta er ritað eru biðlistar við Ársali og Birkilund þar sem ekki hefur tekist að fá fólk til starfa.
Kveðið er á um niðurgreiðslur til dagforeldra og foreldragreiðslur í reglum Skagafjarðar um niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Þar kemur fram í 6. gr. að upphæð niðurgreiðslu sé ákvörðuð í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar árlega. Upphæð foreldragreiðslna er núna 66.220 kr. á mánuði fyrir foreldra en 83.487 kr. á mánuði fyrir einstæða foreldra eða foreldra þar sem báðir eru í námi.
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggur til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur verði 110.000 kr. á mánuði.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista geta ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu þar sem ekki er komið nægilega til móts við þá foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börnin sín og verða því fyrir tekju- og/eða atvinnumissi af þeim sökum. Einnig telja fulltrúar mikilvægt að tekið sé tillit til einstæðra foreldra og námsmanna í gjaldskrá í heimahúsum og um foreldragreiðslur.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óskar bókað: Ljóst er að Skagafjörður, ásamt mörgum öðrum sveitarfélögum, glímir við manneklu í leikskólum héraðsins, sem er miður. Með því að hækka foreldragreiðslur úr 65.528 kr. á mánuði upp í 110.000 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári til þeirra foreldra sem ekki eru komin með vistun við 12 mánaða aldur barns, er verið að koma til móts við þá erfiðu stöðu sem nú er uppi. Hvetjum við foreldra þeirra barna sem orðin eru 12 mánaða og hafa ekki fengið pláss á leikskóla fyrir barnið að sækja um foreldragreiðslur. Samhliða er róið að því öllum árum að laða fleira starfsfólk til liðs við þann góða hóp starfsmanna sem starfa á leikskólum Skagafjarðar.
Tillaga meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögð fram og samþykkt með tveimur atkvæðum. Vísað til byggðaráðs."
Fulltrúi Byggðalista leggur fram svohljóðandi tillögu fyrir byggðarráð:
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að niðurgreiðsla til dagforeldra og foreldragreiðslur muni miðast við launakostnað á heilsdagsígildi eins barns.
Miðað hefur verið við síðustu ár að öll börn í Skagafirði fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Staðan er því miður sú að ekki hefur tekist að manna allar stöður leikskólanna svo hægt sé að nýta þau pláss sem leikskólarnir hafa upp á að bjóða. Í fjárhagsáætlun hvers árs er gert ráð fyrir að leikskólar Skagafjarðar séu fullmannaðir og þar af leiðandi búið að gera ráð fyrir þeim kostnaði sem hlytist af því að hækka foreldragreiðslur sem nemur launakostnaði hvers heilsdagsígildis."
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Fulltrúar meirihlutaflokkanna Einar E. Einarsson og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir hafna tillögunni enda ekki ljóst að hún sé á nokkurn hátt til hagsbóta umfram þá tillögu sem þegar hefur verið samþykkt í félagsmála- og tómstundanefnd. Ljóst er að Skagafjörður, ásamt mörgum öðrum sveitarfélögum, glímir við manneklu í leikskólum héraðsins, sem er miður. Með því að hækka foreldragreiðslur úr 65.528 kr. á mánuði upp í 110.000 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári til þeirra foreldra sem ekki eru komin með vistun við 12 mánaða aldur barns, er verið að koma til móts við þá erfiðu stöðu sem nú er uppi. Hvetjum við foreldra þeirra barna sem orðin eru 12 mánaða og hafa ekki fengið pláss á leikskóla fyrir barnið að sækja um foreldragreiðslur. Samhliða er róið að því öllum árum að laða fleira starfsfólk til liðs við þann góða hóp starfsmanna sem starfar á leikskólum Skagafjarðar."
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögu sem vísað var frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fulltrúi Byggðalista greiðir atkvæði á móti tillögunni.“
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs og ítrekaði bókun fulltrúa Byggðalistans frá fundinum, svohljóðandi:
"Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista geta ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu þar sem ekki er komið nægilega til móts við þá foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börnin sín og verða því fyrir tekju- og / eða atvinnumissi af þeim sökum. Einnig telja fulltrúar mikilvægt að tekið sé tillit til einstæðra foreldra og námsmanna í gjaldskrá í heimahúsum og um foreldragreiðslur."
Þá kvaddi Guðlaugur Skúlason sér hljóðs og ítrekaði bókun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks frá fundinum, svohljóðandi:
"Ljóst er að Skagafjörður, ásamt mörgum öðrum sveitarfélögum, glímir við manneklu í leikskólum héraðsins, sem er miður. Með því að hækka foreldragreiðslur úr 65.528 kr. á mánuði upp í 110.000 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári til þeirra foreldra sem ekki eru komin með vistun við 12 mánaða aldur barns, er verið að koma til móts við þá erfiðu stöðu sem nú er uppi. Hvetjum við foreldra þeirra barna sem orðin eru 12 mánaða og hafa ekki fengið pláss á leikskóla fyrir barnið að sækja um foreldragreiðslur. Samhliða er róið að því öllum árum að laða fleira starfsfólk til liðs við þann góða hóp starfsmanna sem starfa á leikskólum Skagafjarðar."
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson kvaddi sér hljóðs.
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með fimm atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúar VG og óháðra, sitja hjá við afgreiðslu málsins og Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, fulltrúar Byggðalista greiða atkvæði gegn gjaldskránni.
31.Hvatapeningar 2026
Málsnúmer 2510148Vakta málsnúmer
"Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5%.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hvatapeningar hækki úr 40.000 kr. í 50.000 kr. per barn þar sem hvatapeningar hafa ekki hækkað síðan árið 2022, eða sem um nemur hækkun á neysluvísitölu frá janúar 2022. Jafnframt er þess óskað að sveitarfélagið Skagafjörður taki samtal við íþrótta- og tómstundafélögin um að hækka ekki æfingagjöld í kjölfarið.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óska bókað: Skagafjörður er heilsueflandi samfélag. Megináhersla er lögð á að börn og fullorðnir geti stundað íþróttir við sem bestar aðstæður og sérstaklega er hvatt til slíkrar iðkunar enda er það viðurkenndur þáttur í almennum forvörnum. Skagafjörður styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna með lögheimili í sveitarfélaginu Skagafirði, 5-18 ára á árinu, með greiðslu svokallaðra hvatapeninga. Ánægjulegt er að sjá að hvatapeningar hækki um 12,5% á milli ára, úr 40.000 krónum í 45.000 krónur á árinu 2026. Hvatapeninga er hægt að nýta til að greiða niður æfingagjöld og þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Tillögu minnihlutans er því hafnað.
Fulltrúar Vg og Óháðra ásamt Byggðalista óska bókað.
Ákjósanlegast er að styðjast við hækkun vísitölu neysluverðs hverju sinni og viljum við árétta að frá því í janúar 2022 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 27,1%. Sérstaklega þar sem hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð barna í samfélaginu. Einnig er vert að minnast á að hluti barna í Skagafirði býr ekki svo vel að hafa íþróttahús í sínu nærumhverfi.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að sveitarfélagið Skagafjörður taki upp tekjutengdar viðbótargreiðslur hvatapeninga upp á 20.000 kr. til foreldra/forsjáraðila sem eru undir skilgreindum heildar viðmiðunartekjum heimilisins miðað við launavísitölu hvers árs.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar tillögunni eins og hún liggur fyrir fundinum en felur starfsfólki nefndarinnar að kostnaðarmeta tillögu minnihlutans og leggja fyrir nefndina á næsta fundi í nóvember.
Tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5% samþykkt með tveimur atkvæðum."
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögu um hækkun hvatapeninga úr 40.000 kr. í 45.000 kr. Fulltrúi Byggðalista greiðir atkvæði gegn tillögunni. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ítreka bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
"Megináhersla er lögð á að börn og fullorðnir geti stundað íþróttir við sem bestar aðstæður og sérstaklega er hvatt til slíkrar iðkunar enda er það viðurkenndur þáttur í almennum forvörnum. Skagafjörður styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna með lögheimili í sveitarfélaginu Skagafirði, 5-18 ára á árinu, með greiðslu svokallaðra hvatapeninga. Ánægjulegt er að sjá að hvatapeningar hækki um 12,5% á milli ára, úr 40.000 krónum í 45.000 krónur á árinu 2026. Hvatapeninga er hægt að nýta til að greiða niður æfingagjöld og þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Tillögu minnihlutans er því hafnað."
Fulltrúar VG og óháðra ásamt Byggðalista ítreka bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
"Ákjósanlegast er að styðjast við hækkun vísitölu neysluverðs hverju sinni og viljum við árétta að frá því í janúar 2022 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 27,1%. Sérstaklega þar sem hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð barna í samfélaginu. Einnig er vert að minnast á að hluti barna í Skagafirði býr ekki svo vel að hafa íþróttahús í sínu nærumhverfi."
Sveitarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu um hækkun hvatapeninga úr 40.000 kr. í 45.000 kr. Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúar VG og óháðra, sitja hjá við afgreiðslu málsins og Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, fulltrúar Byggðalista greiða atkvæði gegn tillögunni.
32.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026
Málsnúmer 2508122Vakta málsnúmer
„Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá 38. fundi nefndarinnar þann 29. september sl. Lögð er fram tillaga að breytingu á gjaldskrá þar sem bætt verður við gjaldið, sameiginlegum miðum í sundlaugar Skagafjarðar og Byggðasafn Skagfirðinga árið 2026.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða umbeðna breytingu á gjaldskrá og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
33.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2026
Málsnúmer 2510154Vakta málsnúmer
„Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2026 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9. gr. reglna, þ.e. 77,1 % af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð greiðsluviðmið fyrir grunnupphæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2026 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð greiðsluviðmið borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
34.Gjaldskrá frístundar 2026
Málsnúmer 2508154Vakta málsnúmer
„Máli vísað frá 42. fundi fræðslunefndar þann 30. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár frístundar sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Dvalargjald í frístund hækkar úr 316 krónum í 325 krónur. Síðdegishressing hækkar úr 273 krónum í 280 krónur. Á þeim dögum sem heilsdagsopnun er í boði er auk dvalargjalds greitt fyrir fæði, þ.e. morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Morgunverður hækkar úr 376 krónum í 386 krónur og hádegisverður hækkar úr 780 krónum í 801 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi helst óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.
Lagt til að bæta við í gjaldskrá texta um gjald fyrir heildagsopnun vegna barna búsettra utan Sauðárkróks til hún sé skýrari. Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum og vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“
Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
35.Umsagnarbeiðni; Breyting á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 - Blöndulína 3 - mál 0793 2024
Málsnúmer 2407003Vakta málsnúmer
„Hörgársveit hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytingar á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 - Blöndulína 3, mál nr. 0793/2024 í Skipulagsgáttinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/793 .
Kynningartími er frá 27.10.2025 til 8.12.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 - Blöndulína 3.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Hörgársveitar 2012-2024 - Blöndulína 3.
36.Umsagnarbeiðni vegna máls 1264 2024; Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045, Lýsing (Nýtt aðalskipulag)
Málsnúmer 2410226Vakta málsnúmer
„Dalvíkurbyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna tillögu á vinnslustigi fyrir Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045, mál nr. 1264/2024 í Skipulagsgáttinni https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1264 .
Kynningartími er frá 22.10.2025 til 11.11.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemd við tillögu á vinnslustigi fyrir Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045, en bendir jafnframt á að í bæði gildandi sem og í ný samþykktu aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 er gert ráð fyrir jarðgöngum milli Hjaltadals og Hörgárdals til að sameina þjónustu- og atvinnusvæði þéttbýlisstaða á Norðurlandi.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að gera ekki athugasemd við tillögu á vinnslustigi fyrir Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2025-2045.
37.Víðimelur L146083 - Umsókn um landskipti og stofnun byggingarreits
Málsnúmer 2510251Vakta málsnúmer
„Ómar Feykir Sveinsson þinglýstur eigandi jarðarinnar Víðimels, landnr. 146083, Skagafirði, óskar eftir að stofna 5.931 m² sumarbústaðarland úr landi jarðarinnar sem "Víðibrekka 4", skv. meðfylgjandi lóðablaði nr. S04 í verki 71180100 útg. 10. okt. 2025 og merkjalýsingu dags. 10.10.2025. Lóðablað og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði leyst úr landbúnaðarnotkun og skráð notkun verði sumarbústaðaland (60).
Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, útskipt land er á frístundabyggð nr. F-13 og breytt landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Landheiti útskiptrar spildu er skv. lóðauppdrætti fyrir frístundabyggð á Víðimel. Landheiti þetta er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu. Landheiti er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru innan útskiptrar spildu
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram Víðimel, landnr. 146083.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um veg á landi Víðimels, L146083, eins og sýnt er á meðfylgjandi lóðablaði.
Málsnúmer í landeignaskrá er M002873.
Einnig er óskað eftir stofnun 1.925 m² byggingarreits skv. meðfylgjandi lóðablaði. Byggingarreiturinn er innan merkja Víðibrekku 4 og mun tilheyra þeirri landeign að landskiptum loknum. Um er að ræða byggingarreit fyrir sumarhús, að hámarki 180 m² að stærð, hámarks hæð verður 6 m frá gólfi í mæni. Lögð verður áhersla á að fyrirhuguð bygging falli vel að nærliggjandi umhverfi.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg og er í samræmi við stefnumörkun aðalskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðin landskipti og að samþykkja umbeðinn byggingarreit.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðin landskipti og að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
38.Borgarflöt - Deiliskipulag
Málsnúmer 2505220Vakta málsnúmer
„Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við vinnslutillögu deiliskipulags fyrir lóð Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35 á Sauðárkróki, mál nr. 2992/2025 (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/992/) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Vinnslutillagan var í auglýsingu dagana 16.10.2025- 2.11.2025 og bárust 4 umsagnir.
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir "Borgarflöt 35, Sauðárkróki", sett fram sem uppdráttur ásamt greinargerð nr. DS-01 dags. 13.11.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Borgarflöt 35, Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gestir: Björn Magnús Árnason“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Borgarflöt 35, Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
39.Deiliskipulag - Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra - Verknámshús - Skagfirðingabraut 26
Málsnúmer 2401263Vakta málsnúmer
„Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við skipulagslýsingu fyrir Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki, mál nr. 1413/2025 (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1413 ) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagslýsingin var í auglýsingu dagana 16.10.2025- 02.11.2025 og bárust 6 umsagnir.
Lögð fram vinnslutillaga deiliskipulags fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðárkróki", sett fram sem uppdráttur ásamt greinargerð nr. VT-01 dags. 13.11.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðarkróki", í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Einnig samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að láta vinna umferðargreiningu fyrir skipulagssvæðið í samræmi við umræður fundarins samhliða auglýsingarferli vinnslutillögunnar.
Gestir: Björn Magnús Árnason“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðarkróki", í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
40.Langaborg (L225909) - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag
Málsnúmer 2511043Vakta málsnúmer
„Þann 13.10.2025 tók skipulagsnefnd Skagafjarðar fyrir umsókn landeigenda Lönguborgar, landnr. 225909, í Hegranesi, um byggingarreit á lóðinni.
Um var að ræða byggingarreit fyrir tvö gestahús. Bókun nefndar var eftirfarandi: "Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem um er að ræða tvær stakar framkvæmdir en ekki eina eins og heimild er fyrir í gildandi aðalskipulagi og leggur til við umsækjenda að sækja um að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað."
Sveitarstjórn staðfesti bókun skipulagsnefndar þann 15.10.2025.
Rúnar Már Grétarsson og Ásta Margrét Benediktsdóttir, þinglýstir eigendur Lönguborgar, landnr. 225909, óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Lönguborg á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast samanber afstöðuuppdrátt Lönguborgar nr. S01 í verki nr. 740702, dags. 19. júní 2017, sem lá til grundvallar fyrir stofnun lóðarinnar.
Skipulagssvæðið er á landbúnaðarsvæði L-3 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki IV, Annað land/lélegt ræktunarland. Skv. aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði L-3 landbúnaðarland sem þykir síður henta til jarðræktar vegna breytilegra landgerða. Landbúnaðarland í flokki IV eru ýmsar landgerðir þar sem ekki verður um samfellda jarðrækt að ræða m.a. vegna þess að jarðvegur er grunnur, hraun/grjót í eða við yfirborð eða hæð yfir sjó og/eða halli lands er of mikill.
Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis, dags. 04.11.2025, skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umsækjendum að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Langaborg í Hegranesi, Skagafirði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að heimila umsækjendum að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn með níu atkvæðum að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Langaborg í Hegranesi, Skagafirði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
41.Túngata 1, Hofsósi - Umsókn um lóð fyrir hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Málsnúmer 2507102Vakta málsnúmer
„Orka náttúrunnar ohf. (ON) óskar eftir úthlutun á lóðinni við Túngötu 1 á Hofsósi, með það að markmiði að koma þar upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Umsókn þessi er hluti af markvissri uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti í samgöngum, sem ON vinnur að víða um land í samstarfi við sveitarfélög og aðra hagaðila.
Í umsókninni kemur m.a. fram:
Umsækjendur telja lóðina við Túngötu 1 vera afar hentuga fyrir slíka uppbyggingu með hliðsjón af staðsetningu, umferð og aðgengi að þjónustu. Áætlað er að koma fyrir hraðhleðslustöð(um) og/eða almennum hleðslustöðvum í samræmi við þarfir og skipulagssjónarmið svæðisins.
Umsækjendur gera fyrirvara um að úthlutun lóðarinnar verði háð samkomulagi um skilmála, þar á meðal varðandi gjaldtöku og lóðaleigu, og áskiljum okkur rétt til að meta slíka skilmála áður en endanlegt samþykki er gefið.
Umsækjendur eru reiðubúnir til að funda með sveitarfélaginu og fara yfir tæknilegar forsendur, frágang, útlit, aðkomu og aðrar nauðsynlegar forsendur sem tengjast uppsetningu hleðslustöðvarinnar. Við leggjum áherslu á faglega framkvæmd og gott samstarf við sveitarfélagið.
Umsóknin er í samræmi við fyrri bókun Byggðaráðs Skagafjarðar frá 10.04.2024 þar sem m.a. var bókað: "Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áhuga ON og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við sérfræðinga ON varðandi mögulegar staðsetningar hleðslustöðva í Skagafirði."
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að úthluta lóðinni við Túngötu 1 á Hofsósi til Orku náttúrunnar að því gefnu að samkomulag náist um skilmála, þar á meðal varðandi gjaldtöku og lóðaleigu.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að úthluta lóðinni við Túngötu 1 á Hofsósi til Orku náttúrunnar að því gefnu að samkomulag náist um skilmála, þar á meðal varðandi gjaldtöku og lóðaleigu.
42.Flatatunga (L146279) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2511047Vakta málsnúmer
„Einar Gunnarsson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Flatatunga, landnr. 146279 óska eftir heimild til að stofna 1.966 m² lóð úr landi jarðarinnar, sem "Flatatunga 1" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 74770100 útg. 07. nóv. 2025 og merkjalýsingu dags. 07.11.2025. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem Íbúðarhúsalóð (10). Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Akrarhepps 2010-2022 og auglýsta tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040. Landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði landbúnaðarlands í flokki I og II og skerðir ekki búrekstrarskilyrði í sveitarfélaginu. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunalandeignar með næsta lausa staðgreini. Landheiti er í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga og er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Innan merkja útskiptrar spildu er matshluti 03 sem er 245,6 m² einbýlishús byggt árið 1949. Óskað er þess að mannvirki þetta fylgi landskiptum og skráist á útskipta spildu.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Flatatungu, landnr. 146279.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarslóða í landi Flatatungu, landnr. 146279, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Málsnúmer í landeignaskrá er M003037.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðin landskipti.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðin landskipti.
43.Hitaveita að Langhúsum, Fljótum í Skagafirði, nr. 1477 2025 - Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu)
Málsnúmer 2511065Vakta málsnúmer
„Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:
Hitaveita að Langhúsum, Fljótum í Skagafirði, nr. 1477/2025: Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu)
https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1477 .
Kynningartími er frá 3.11.2025 til 2.12.2025.
Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd hafi í för með sér óveruleg umhverfisáhrif og því ekki um matskylda framkvæmd að ræða og samþykkir samhljóða að leggja til sveitarstjórn að gera ekki athugasemd vegna málsins.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að gera ekki athugasemd vegna málsins.
44.Ljósleiðari á Skaga - Framkvæmdaleyfisumsókn
Málsnúmer 2511086Vakta málsnúmer
„Öryggisfjarskipti ehf., sem er í ríkiseigu, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir hringtengingu ljósleiðara á Skaga samhliða lagningu rafstrengs frá Ketu að Hrauni í samstarfi við Rarik.
Framkvæmdaleiðin er að mestu á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar nema þar sem gamli vegurinn er enn til staðar, þar er honum fylgt.
Með framkvæmdaleyfisumsókninni fylgja jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi landeiganda og lögbundinna umsagnaraðila.
Einnig fylgja gögn sem gera grein fyrir lagnaleiðinni. Innmældri leið verður skilað að verki loknu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.“
Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
45.Þjónustustefna Skagafjarðar 2026
Málsnúmer 2510144Vakta málsnúmer
„Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama.
Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2026-2029 var samþykkt í fyrri umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar 15. október sl. og í kjölfarið auglýst eftir athugasemdum frá íbúum. Ábendingar bárust frá fjórum einstaklingum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða þjónustustefnu Skagafjarðar fyrir árin 2026-2029 og vísar til annarrar umræðu í sveitarstjórn.“
Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2026-2029 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.
46.Fjárhagsáætlun 2026-2029
Málsnúmer 2506062Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2026 er hér lögð fram til síðari umræðu ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029.
Fjárhagsáætlunin er sett fram í samræmi við 62. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, fyrir A-hluta og samantekinn reikning fyrir A- og B-hluta. Í A-hluta er aðalsjóður auk eignasjóða. Í B-hluta eru veitustofnanir, hafnarsjóður, félagslegar íbúðir, Tímatákn ehf., Flokka ehf. og Eyvindarstaðarheiði ehf., auk hlutdeildarfélaga sem koma inn í reikningsskil sveitarfélagsins eftir hlutfallslegri ábyrgð sveitarfélagsins, þ.e. Norðurá bs. og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Fjárhagsáætlunin sýnir rekstraráætlun, sjóðsstreymi og áætlaðan efnahagsreikning fyrir sveitarfélagið Skagafjörð, stofnanir þess og hlutdeildarfélög.
Forsendur fjárhagsáætlunar Skagafjarðar 2026 og áætlunar fyrir árin 2027-2029 byggja meðal annars á þjóðhagsspá Hagstofu Íslands varðandi verðlags- og launaþróun næstu ára.
Áætlun ársins 2026 gerir ráð fyrir að rekstrartekjur Skagafjarðar nemi 11.151 m.kr. hjá samstæðunni í heild, A- og B hluta, þar af eru rekstrartekjur A-hluta áætlaðar 9.478 m.kr. Rekstrargjöld án fjármagnsliða eru áætluð 9.928 m.kr., þ.a. A-hluti 8.728 m.kr. Rekstrarafgangur A- og B-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er áætlaður 1.631 m.kr, afskriftir nema 408 m.kr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 336 m.kr. Rekstrarniðurstaða samstæðunnar í heild A- og B-hluta er áætluð jákvæð, samtals með 887 m.kr. í rekstrarafgang.
Rekstrarafgangur A-hluta án afskrifta og fjármagnsliða er 964 mkr, afskriftir nema 214 mkr. og fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur nema 256 mkr. Rekstrarniðurstaða A-hluta sveitarsjóðs er því áætluð jákvæð um 494 mkr.
Eignir Skagafjarðar eru áætlaðar í árslok 2026 17.194 m.kr., þ.a. eignir A-hluta 12.842 m.kr. Skuldir og skuldbindingar eru áætlaðar í árslok 10.396 m.kr., þ.a. hjá A-hluta 9.262 m.kr. Eigið fé er áætlað 6.798 m.kr hjá samstæðunni og eiginfjárhlutfall því 39,54%. Eigið fé A-hluta er áætlað 3.580 m.kr. og eiginfjárhlutfall 27,88%.
Ný lántaka er áætluð 465 m.kr. hjá samstæðunni í heild og afborganir eldri lána og skuldbindinga verða 665 m.kr. Skuldir verða því greiddar niður um 200 m.kr. umfram lántöku á árinu 2026.
Reiknaðar lífeyrisskuldbindingar eru 2.068 m.kr. hjá samstæðunni, þar af 1.903 m.kr. hjá A-hluta. Skuldahlutfall samstæðunnar er áætlað 95,1% á árinu 2026 og skuldaviðmið 71,6%.
Áætlunin gerir ráð fyrir að veltufé frá rekstri A-hluta verði 836 mkr. og veltufé frá rekstri samstæðunnar A- og B-hluta verði samtals 1.342 mkr. Þá er gert er ráð fyrir að handbært fé í árslok verði 863 mkr. hjá samstæðunni í heild.
Sveinn Þ. Finstar Úlfarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun, svohljóðandi:
"Eftirsótt fjölskylduvænt samfélag byggist ekki upp af sjálfu sér heldur er það ákvörðun að byggja slíkt samfélag. Forgangsröðun fjármuna er mikilvæg í uppbyggingu þeirra grunnstoða sem skapa eftirsótt umhverfi fyrir fjölskyldur eins og leik- og grunnskóla, íþróttamannvirki og ekki má gleyma útivistarsvæðum, þar sem fólk á öllum aldri getur átt gæðastundir í fallegu og öruggu umhverfi. Gleðilegt er að ný leikskólabygging í Varmahlíð verði tekin í notkun á næstunni og mikilvægt er að endurbætur á grunnskólanum í Varmahlíð fylgi í kjölfarið. Áætlað er að hefjast handa við viðbyggingu við grunnskólann Austan Vatna sem mun rúma mötuneyti og sitthvað fleira sem ber að fagna, langt er þó í land með endurbætur á þeim skóla svo hann teljist geta sinnt þörfum nútímans og svo við tölum nú ekki um íþróttahúsið sem er búið að vera á teikniborðinu síðan um 1980. Áfram verður unnið að endurbótum við A-álmu Árskóla sem er tímabært og bæta mætti í. Einnig verðum við að nefna að enn hefur aðstöðu til raungreina ekki verið bætt svo hún standist nútímakröfur. Sama má segja um tónlistarskóla Skagafjarðar og teljum við mikilvægt að Skagafjörður kappkosti að bæta aðstöðu raun- og listgreina um Skagafjörð allan svo að börnin okkar geti vaxið og dafnað við að efla sína styrkleika.
Íslenskt samfélag hefur tekið hröðum breytingum á síðustu árum með kröfum um aukna menntun, breytt fjölskyldumynstur og viðvarandi verðbólgu. Kynjajafnrétti hefur aukist, hvort sem við tölum um laun eða stöður á vinnumarkaði. Mikilvægi þess að ungir foreldrar geti snúið aftur til vinnu að loknu fæðingarorlofi er eitt af grunnskilyrðum nútímasamfélags. Það hefur verið stefna Skagafjarðar að taka börn inn á leikskóla við 12 mánaða aldur, en því miður er viljinn ekki allt sem til þarf, þar sem leikskólar okkar hafa glímt við mönnunarvanda í gegnum árin og er staðan sérstaklega slæm um þessar mundir. Á meðan staðan er svona teljum við mikilvægt að sveitarstjórnarfulltrúar þori að hækka foreldragreiðslur til foreldra barna sem fá ekki leikskólapláss. Mikilvægt er að foreldrar ungra barna lendi ekki í fjárhagskröggum á meðan þau geta ekki stundað vinnu og eru heima með börnin sín að loknu fæðingarorlofi. Að hækka foreldragreiðslur í 110.000 kr. dugar skammt til að koma til móts við þann tekjumissi sem foreldrar verða fyrir á meðan börn þeirra komast ekki inn á leikskóla.
Álagning fasteignagjalda á fasteignir í A-flokki lækkar úr 0,47% í 0,435% og mun þessi lækkun ekki koma niður á greiðslum úr Jöfnunarsjóði vegna lagabreytinga um tekjustofna sveitarfélaga. Þessu ber að fagna í ljósi þeirra miklu hækkana sem hafa orðið á fasteignamati undanfarin ár.
Íbúar Skagafjarðar hafa tekið breytingum vel varðandi flokkun á endurvinnanlegu sorpi og kemur það beint til þeirra í lækkun á sorphirðugjöldum, sem er afar gleðilegt.
Ekki náðist að fara í endurbætur á Víðigrund á Sauðárkróki á þessu ári eins og til stóð, sem veldur okkur áhyggjum. Það er alveg ljóst að vatns- og fráveitukerfi eru komin til ára sinna í stórum hluta neðri bæjarins og mikilvægt er að unnin verði framkvæmdaáætlun um endurbætur vatns-, fráveitu- og gatnakerfis og að henni verði fylgt eftir. Skammtímaplástrar eru kostnaðarsamir og veita skammgóðan vermi. Þess til viðbótar má nefna kröfur um hreinsun fráveitu sem mun leggjast þungt á sveitarfélög landsins innan fárra ára og hafa gríðarlegan kostnað í för með sér.
Á meðan þörfin á uppbyggingu, viðhaldi og endurbótum grunnstoða er verulega ábótavant, teljum við varhugavert að fara í eins umfangsmikla framkvæmd eins og uppbygging Menningarhúss á Sauðárkróki hefur í för með sér, á meðan fjármögnun hússins er ekki tryggð að fullu. Sá samningur sem undirritaður var árið 2023 um uppbyggingu menningarhúss var að okkar mati ekki gerður með hagsmuni Skagafjarðar að leiðarljósi, það kemur skýrt fram að samningurinn sé ekki vísitölutryggður og að allur umframkostnaður leggist á sveitarfélagið. Við teljum það ekki ábyrga fjármálastjórnun að leggja af stað í slíkt verkefni þegar ekki er ljóst hvaða áhrif framkvæmdin sjálf og rekstur menningarhúss hefur á sveitarfélagið.
Að lokum viljum við þakka starfsfólki og samstarfsfólki í nefndum sveitarfélagsins fyrir gott samstarf og sitt vinnuframlag við gerð fjárhagsáætlunar.
Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finnster Úlfarsson."
Þá kvaddi Einar E. Einarsson sér hljóðs og lagði fram bókun, svohljóðandi:
"Fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árin 2026 til 2029 liggur nú fyrir, en með henni er mörkuð stefna um fjárheimildir sviða og stofnana sveitarfélagsins til næstu fjögurra ára, ásamt því að stefna er mörkuð um getu sveitarfélagsins til fjárfestinga, viðhalds og niðurgreiðslu skulda.
Niðurstaðan er virkilega ánægjuleg, en ljóst er að vinna síðustu ára um hagræðingu í rekstri og ábyrga stefnu í fjárfestingum er að skila sér með áþreifanlegum hætti, en geta sveitarfélagsins til framkvæmda hefur aldrei verið meiri en nú.
Mikil vinna hefur verið lögð í gerð áætlunarinnar með aðkomu allra kjörinna fulltrúa og sveitarstjóra, sviðsstjóra og fjármálastjóra sveitarfélagsins, en ljóst er að sú breyting að hefja þessa vinnu fyrr á árinu en áður var gert hefur jákvæð áhrif á framgang vinnunnar.
Á árinu 2026 er gert ráð fyrir að rekstrarafgangur A-hluta verði jákvæður um 494 mkr. og sameiginlegur rekstrarafgangur samstæðunnar í heild verði jákvæður um 887 mkr.
Á árinu 2026 er gert ráð fyrir að fjárfestingar í nýframkvæmdum á vegum Skagafjarðar verði í heild um 1,8 milljarðar. Þar af er áætlað að 1.047 m.kr. komi frá rekstri sveitarfélagsins, 190 mkr. fáist með nettósölu fasteigna og að hlutur ríkissjóðs í sameiginlegum verkefnum (hafnarframkvæmdir, menningarhús, FNV), og samfélagssjóður KS verði um 771 m.kr. Þá er gert ráð fyrir að viðhaldsframkvæmdir nemi 176 m.kr. á árinu 2026.
Stærstu fjárfestingaverkefni Skagafjarðar á komandi ári verða fyrsti áfangi í byggingu Menningarhúss á Sauðárkróki, nýr grjótgarður við nýja ytri höfn á Sauðárkróki, mötuneytisbygging við Grunnskólann austan Vatna, síðari áfangi sorpmóttökustöðvar á Hofsósi, gatnaframkvæmdir á Sauðárkróki, endurnýjun á heitavatnsdælu í Varmahlíð, stækkun verknámsaðstöðu FNV, kaup á rennibrautum fyrir Sundlaug Sauðárkróks ásamt mörgu fleira víðs vegar um héraðið.
Þrátt fyrir miklar fjárfestingar á árinu 2026 þá er gert ráð fyrir að afborganir lána verði 200 m.kr umfram nýjar lántökur sem þýðir áframhaldandi lækkun á bæði skuldaviðmiði A-hluta og samstæðunnar í heild.
Annað árið í röð lækkum við einnig álagningarprósentu fasteigna í A-flokki, og nú úr 0,47 í 0,435, en til þess flokks teljast öll íbúðarhús, sumarhús, útihús og mannvirki á bújörðum, ásamt jarðeignum. Þetta er verulega mikil lækkun en fasteignamat íbúða hækkar um 13,5% milli áranna 2025 og 2026 en með þessari lækkun álagningarstuðuls eru áhrif hækkunar lækkuð í tæp 5% sem er áætluð hækkun vegna meðaltals launavísitölu og vísitölu neysluverðs.
Fyrir fjárhagsáætlun 2026 er gert ráð fyrir að gjaldskrár sveitarfélagsins hækki almennt einungis um 2,7% milli áranna og er það minni hækkun en hjá flestöllum öðrum sveitarfélögum sem eru að hækka sínar gjaldskrár um 3-4%. Miðað við þróun verðbólgu er um raunlækkanir á gjaldskrám að ræða. Einnig má tilgreina lækkanir á einstökum gjaldskrám líkt og gjaldskrá sorphirðu sem lækkar um rúm 9% á milli ára. Jafnframt má nefna að hvatapeningar sveitarfélagsins eru hækkaðir um 12,5% milli áranna 2025 og 2026 en þá hafa þeir meira en fimmfaldast frá 1. janúar 2019. Jafnframt eru foreldragreiðslur hækkaðar úr 65.528 kr. á mánuði í 110.000 kr.
Á árinu 2024 setti sveitarstjórn Skagafjarðar sér fjárhagsleg markmið fyrir rekstur sveitarfélagsins sem sýnir ábyrga fjármálastjórnun kjörinna fulltrúa. Ef litið er á þær lykiltölur má sjá að 3ja ára rekstarjöfnuður bæði A-hluta og samstæðunnar er jákvæður ásamt því að hlutfall skuldaviðmiðs er vel undir markmiðum. Þá er markmið um veltufé frá rekstri vel yfir því sem stefnt var að og launahlutföll réttu megin við markmiðin. Framlegðarstigið er jafnframt yfir settu marki. Er fagnaðarefni að svo vel hafi tekist til.
Fjárhagsáætlun 2026 til 2029 er unnin á ábyrgð meirihluta sveitarstjórnar, en í góðri samvinnu allra flokka í nefndum og ráðum sveitarfélagsins þar sem bæði kjörnum fulltrúum og starfsmönnum hefur gefist kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Fyrir alla þá vinnu ber að þakka. Einnig viljum við þakka sérstaklega sveitarstjóra, sviðsstjórum og fjármálastjóra fyrir þeirra góða framlag í þessari vinnu.
Við óskum íbúum Skagafjarðar allra heilla með þeirri áætlun sem hér er lögð fram. Ljóst er að Skagfirðingar geta horft fram á við með jákvæðni og bjartsýni í fjölskylduvænu samfélagi.
Einar E. Einarsson
Guðlaugur Skúlason
Hrund Pétursdóttir
Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir
Hrefna Jóhannesdóttir"
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér einnig hljóðs og lagði fram bókun, svohljóðandi:
"VG og óháð í Skagafirði þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unnið starf við gerð fjárhagsáætlunar. Ljóst er að mikið verk hefur verið unnið við að halda rekstri sveitarfélagsins í jákvæðri stöðu á tímum verðbólgu, launahækkana og aukinna krafa til þjónustu. Alltaf má þó rýna til gagns og setja markmið næstu skrefa.
Við fögnum áætlunum um áframhaldandi uppbyggingu við Grunnskólann austan Vatna,
stækkun verknámshúss FNV og endurbótum á íþrótta- og sundmannvirkjum, enda
styður það við íþróttir, menntun og samfélagið allt, þó að kostnaður t,d, við
sundlaugina hér á Sauðárkróki hafi skautað hraustlega fram úr kostnaðaráætlun.
Eins er ánægjulegt að sjá áhaldahús rísa enda höfum við í VG og óháðum gagnrýnt þá miklu leigu sem sveitarfélagið hefur greitt í áratugi fyrir núverandi aðstöðu.
Hefði sannarlega verið ánægjulegt að sjá viðbyggingu við Árskóla á planinu sem var áætluð fyrir rúmum áratug, sem og betri aðstöðu fyrir tónlistarskólann, en aðstaða hans var seld árið 2016 og er hann enn staðsettur í þröngum og gluggalausum rýmum sem áttu að vera til bráðabirgða. Svo má líka rifja upp tæplega 20 ára plön um íþróttahús á Hofsósi en engin er sperran komin þar ennþá.
En það er svo sem ekki nóg að framkvæma, við teljum að umfang og forgangsröðun stórra verkefna, svo sem menningarhúss, sé ekki nægjanlega rýnd út frá heildarþörfum sveitarfélagsins. Menningarhúsið sem ætlunin er að reisa, sem er að stórum hluta varðveislurými hvar hinn almenni íbúi kemur ekki til með að
ganga um. Húsið hefur verið í deiglunni frá því 2006 en þrátt fyrir þann langan aðdraganda hefur algjörlega skort upplýsingagjöf til hins almenna íbúa eins og 103. grein sveitarstjórnarlaga segir til um, hvað þá samráð eða samtal um með hvaða hætti samfélagið sjálft sér fyrir sér að sé best að nýta húsið. Þarafagreiningin sem er vel komin til ára sinna var látin standa að mestu í stað þess að taka hana til endurskoðunar með tilliti til annars takts samfélagsins síðan þá. Leyndarhyggjan var mikil í tengslum við hönnunarsamkeppnina sem
eðlilegt var, en að fulltrúi minnihlutans hafi þurft að ganga eftir því að aðrir í sveitarstjórn en byggðarráð fengju kynningu á verkefninu er með ólíkindum. Það er nefnilega ekki þannig að einhverjir örfáir hafi endilega
réttustu sýnina og bestu hugmyndirnar. Bestun kemur fram í samvinnu og samtali og er gríðarlega mikilvægt í svona stóru og kostnaðarsömu samfélagsverkefni að það sé gert vel og að sem flestir komi að verkefninu svo nýting hússins verði með allra besta móti. Við getum haft ólíkar skoðanir á nýtingunni en erum væntanlega öll sammála um að í þessu húsi viljum við sjá líf og gleði. Tíminn var nægur til þessa undirbúnings, það er því sorglegt að sjá íbúa þurfa að skrifa sínar hugmyndir um nýtingu hússins í héraðsmiðilinn til að vekja athygli á þeim, vegna þess að ekki hefur verið boðið upp á annan vettvang til þess, þar sem viljinn til að hlusta er enginn.
Það var einmitt mjög sýnilegur þessi skortur á hlustun í aðdraganda á sölu félagsheimila þar sem íbúar í Hegranesi þurftu að berjast fyrir áheyrn með undirskriftalista og vekja athygli málsins í fjölmiðlum eftir íbúafund þar sem vilji þeirra var virtur að vettugi. Það endaði sem betur fer farsællega, eftir
þó ærna fyrirhöfn og ætti sú niðurstaða að vera fordæmisgefandi fyrir önnur nærsamfélög félagsheimilanna sem eru líkt þenkjandi og Nesbúar.
Enn er ekki gert ráð fyrir kostnaði lögboðinna verkefna eins og máltíða til eldri borgara í dreifbýli sem er miður. Og ekki heldur til sértækra aðgerða til að bregðast við manneklu leikskólanna í Skagafirði eða ríflegri hækkun foreldragreiðslna eins og minnihluti lagði til meðan staðan er með þessum hætti. Það er vissulega jákvætt að lækka fasteignagjöld en stuðningur við unga foreldra skiptir ekki síður máli, það er samfélagsleg fjárfesting. Í stað þess að nota aukið svigrúm heildarrekstrar til að styrkja kjarnastarf grunnskóla og leikskóla og styðja við fjölskyldufólk á frekar að fjárfesta í stórum mannvirkjum. Stundum er vert að staldra við og íhuga fyrir hvern þetta sveitarfélag er.
Nefndarfólk VG og óháðra vill þakka öðru nefndarfólki fyrir samstarfið sem og starfsfólki sveitarfélagsins fyrir vel unna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir næsta ár. Það hefur gefist vel að byrja þessa vinnu fyrr á árinu og virðist hafa gefist sérstaklega vel að fá forstöðumenn meira að þessari vinnu eins og gert var nú. Sérstaklega viljum við þakka Sigfúsi sveitarstjóra og Baldri sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs fyrir þeirra góðu vinnu og gott samstarf á árinu.
Sveitarstjórnarfulltrúar VG og óháðra sitja hjá við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúar VG og óháðra"
Fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2027-2029 borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með fimm atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúar VG og óháðra og Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, fulltrúar Byggðalista, óska bókað að þau sitja hjá við afgreiðslu málsins.
47.Fundagerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2025
Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer
48.Fundagerðir Norðurá 2025
Málsnúmer 2501005Vakta málsnúmer
49.Fundagerðir SSNV 2025
Málsnúmer 2501006Vakta málsnúmer
50.Fundagerðir Heilbrigðiseftirlit Nl. vestra 2025
Málsnúmer 2504043Vakta málsnúmer
Fundi slitið - kl. 18:32.