Fara í efni

Landbúnaðar- og innviðanefnd

37. fundur 13. nóvember 2025 kl. 09:00 - 10:55 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
  • Hrólfur Þeyr Hlínarson varam.
Starfsmenn
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
  • Guðný Hólmfríður Axelsdóttir ritari
  • Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Guðný Axelsdóttir ritari
Dagskrá

1.Hækkun - raforkuverðs og dreifingar raforku

Málsnúmer 2511058Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fréttatilkynning frá Rarik um hækkun á gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning á raforku frá 1. nóvember 2025.
Samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá er hækkun raforkuverðs nú vegna dreifingar Rarik 7% í þéttbýli og 5% í dreifbýli, ásamt því að öll tengigjöld og gjald fyrir innmötun hækka einnig um 7%.
Landbúnaðar- og innviðanefnd lýsir furðu sinni á enn einni hækkuninni á flutningi raforku en þetta er í fjórða skiptið á þessu ári sem Rarik eða Landsnet hækka gjaldskrár sínar á flutningi og dreifingu raforku á landsbyggðinni. Ef miðað er við einbýlishús sem notar 5.000 kwh á ári hefur gjald vegna flutnings raforku á árinu 2025 hækkað um 13% í dreifbýli og 12% í þéttbýli. Á árinu 2024 voru einnig miklar hækkanir, en frá janúar 2024 til dagsins í dag hefur flutningskostnaður fyrir rafmagn hækkað um 25% í þéttbýli og rúm 30% í dreifbýli.
Samhliða þessum hækkunum og öðrum sem gerðar hafa verið frá árinu 2020, hefur niðurgreiðsla ríkisins á rafmagni í dreifbýli ekki hækkað um eina krónu frá 1. mars 2023. Afleiðingin af þessu er sú að í dag er flutningskostnaður á rafmagni í dreifbýli orðinn 38% hærri en hann er í þéttbýli á landsbyggðinni.
Landbúnaðar- og innviðanefnd lýsir miklum vonbrigðum með þessar gríðarlegu hækkanir á flutningskostnaði sem virðast engan enda ætla að taka hjá Rarik eða Landsneti. Ljóst er að áhrifin af þessum hækkunum eru mjög neikvæð á lífskjör fólks ásamt því sem þær auka kostnað fyrirtækja í sínum rekstri. Ekki er ásættanlegt að flutningskostnaður rafmagns á vegum ríkisfyrirtækjanna Rarik og Landsnets hækki um tveggja stafa prósentutölu ár eftir ár, á meðan t.d. sveitarfélögin berjast við að halda sínum hækkunum í lágmarki til að draga úr þenslu, kostnaði og verðbólgu. Á milli áranna 2025 og 2026 hækkar t.d. sveitarfélagið Skagafjörður sínar gjaldskrár almennt um 2,7% og flest önnur sveitarfélög eru á svipuðu eða eilítið hærra róli með 3-4% hækkun.

Landbúnaðar- og innviðanefnd skorar á fagráðherra málaflokksins, Jóhann Pál Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, að taka þessar gríðarlegu hækkanir til skoðunar samhliða þeirri vinnu sem er í gangi við jöfnun flutningskostnaðar um land allt, en það er fagnaðarefni að sú vinna skuli vera komin í gang.

2.Uppgjör refa- og minkaveiða 2025

Málsnúmer 2511015Vakta málsnúmer

Lagðar fram veiðitölur vegna refa- og minkaveiða 2025. Fjöldi veiddra refa er 330 í heildina, þar af 163 grendýr og 167 hlaupadýr sem er örlítið lægra en síðustu ár. Fjöldi veiddra minka er 136, en þetta er þriðja árið í röð sem veiddum minkum fækkar.

3.Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli

Málsnúmer 2508180Vakta málsnúmer

Landbúnaðar og innviðanefnd hefur borist umsókn frá Guðmundi Magnússyni um búfjárleyfi fyrir 20 kindum og 10 alífuglum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða, á grundvelli þriðju greinar í samþykkt fyrir búfjárhald í þéttbýli Skagafjarðar, að óska eftir upplýsingum um hvaða húsnæði eigi að nota fyrir viðkomandi búfénað ásamt staðsetningu þess, upplýsingum um öflun vetrarfóðurs og upplýsingum um land til sumarbeitar. Landbúnaðar- og innviðanefnd felur landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa að afla upplýsinganna svo hægt sé að afgreiða umsóknina.

4.Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli

Málsnúmer 2509147Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd bendir á að samkvæmt gildandi reglum um úthlutun lóða á Nöfum er það skilyrði fyrir úthlutun og samþykki búfjárleyfis að sauðfjárhaldið fari þar fram en ekki utan þéttbýlismarkanna. Nefndin samþykkir samhljóða að óska eftir skriflegri staðfestingu á að umræddur fjöldi fjár verði hjá Sigurði Steingrímssyni kt: 210246-2889, í samræmi við umsókn umsækjanda, á meðan unnið er að undirbúningi húsakosts á lóð umsækjenda. Landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa er falið að afla staðfestingarinnar.  
Sveinn Finster Úlfarsson vék af fundi undir þessum lið.

5.Stofnun veiðifélags um vötn og vatnsföll á Eyvindarstaðaheiði

Málsnúmer 1901165Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leggja til við Byggðaráð að það tilnefni að nýju tvo fulltrúa í stjórn Veiðifélags Eyvindarstaðaheiðar samkvæmt drögum sem fyrir liggja að samþykktum fyrir félagið.

6.Ársreikningur 2024 Hrolleifsdalur

Málsnúmer 2509188Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Hrolleifsdals fyrir árið 2024.

7.Ársreikningur 2024 Hofsós og Unadalur

Málsnúmer 2509186Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Unadals fyrir árið 2024.

8.Ársreikningur Deildardalur 2024

Málsnúmer 2509226Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Fjallskilasjóðs Deildardals fyrir árið 2024.

9.Gjaldskrá Moltu ehf. frá 1. janúar 2026

Málsnúmer 2511036Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá stjórn og framkvæmdarstjóra Moltu ehf., í Eyjafirði þar sem tilkynnt er um hækkun á gjaldskrá vegna eyðingar á lífrænum úrgangi sem tekur gildi 1. Janúar 2026.  Það sem snýr að Skagafirði er fyrst og fremst hækkun á eyðingu matarleyfa frá heimilum og hækkar eyðingakostnaður  þeirra um 13% milli áranna 2025 og 2026.  Landbúnaðar og innviðanefnd vill benda á að þetta er mikil hækkun og þar að auki langt um hærri en sveitarfélög eru almennt að hækka sýnar gjaldskrár milli ára.  Á árunum 2025 og 2026 hefur þessi eyðingarkostnaður þá samtalshækkað um 18% sem verður að teljast mikil hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að afla upplýsinga um aðrar leiðir til afsetningar á lífrænum úrgangi.

10.Urðaður úrgangur 2025 í Stekkjarvík

Málsnúmer 2504156Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um heildar urðun og skiptingu magns eftir sveitarfélögum og urðunnarflokkum fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2025.
Urðað magn það sem af er árinu er sambærilegt í heild og það var á árinu 2025 fyrir fyrstu 9 mánuðina. Sé eingöngu horft á urðað magn frá heimilum þá er það líka svipað en í samanburði annarra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eru heimili í Skagafirði búinn að ná mjög góðum árangri í urðuðu magni af heimils sorpi. Ef horft er á magnið fyrstu 9 mánuðina þá er búið að urða 92 kg frá hverju heimili í Skagafirði meðan önnur sveitarfélög liggja á bilinu 135-190 kg pr. heimili. Eins hefur dregið úr urðun á grófum úrgangi, en magn til urðunnar frá fyrirtækjum eykst. Landbúnaðar og innviðanefnd fagnar góðum árangri heimilanna en skorar áfram á fyrirtæki í Skagafirði að auka eins og kostur er sýna flokkun á sorpi og koma meiru til endurvinnslu og draga þannig úr urðun.

Fundi slitið - kl. 10:55.