Fara í efni

Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli

Málsnúmer 2508180

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37. fundur - 13.11.2025

Landbúnaðar og innviðanefnd hefur borist umsókn frá Guðmundi Magnússyni um búfjárleyfi fyrir 20 kindum og 10 alífuglum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða, á grundvelli þriðju greinar í samþykkt fyrir búfjárhald í þéttbýli Skagafjarðar, að óska eftir upplýsingum um hvaða húsnæði eigi að nota fyrir viðkomandi búfénað ásamt staðsetningu þess, upplýsingum um öflun vetrarfóðurs og upplýsingum um land til sumarbeitar. Landbúnaðar- og innviðanefnd felur landbúnaðar- og umhverfisfulltrúa að afla upplýsinganna svo hægt sé að afgreiða umsóknina.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 41. fundur - 22.01.2026

Guðmundur Magnússon óskaði eftir leyfi til að halda 20 kindur og 10 alifugla á úthlutaðri lóð á Nöfum. Umsóknin var lögð fram á fundi nefndarinnar þann 13.11.2025 en frestað þar sem óskað var frekari upplýsinga. Umsóknin hefur nú verið dregin til baka og lóðinni skilað inn. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að auglýsa lóðina að nýju.