Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
Hildur Þóra Magnúsdóttir sat fundinn í fjarfundabúnaði.
1.Samantekt sorphirðu 2025
Málsnúmer 2601186Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum liggja ýmsar tölulegar upplýsingar um sorpmál í Skagafirði fyrir árin 2024 og 2025. Forstöðumaður framkvæmda Sigurður Arnar Friðriksson fór yfir fyrirliggjandi gögn.
Urðað sorpmagn hjá Norðurá bs. árið 2025 er tæplega 3.700 tonn sem er um 500 tonnum minna en árið 2024. Mestu munar um samdrátt í urðun á niðurrifs byggingarefni. Sorpmagn frá heimilum og fyrirtækjum er svipað árin 2024 og 2025.
Sé horft á þá flokka sem íbúar flokka frá heima eða skila á móttökustöð eins og pappír, plast, lífrænn úrgangur, gler, málmar, textill, raftæki, hjólbarðar o.fl., þá eykst magnið í þessum flokkum öllum milli áranna 2024 og 2025.
Magn af söfnuðum dýraleyfum, minnkar milli áranna 2024 og 2025 og skýrist það af breyttum reglum um aðskilnað á sjálfdauðum skepnum og sláturmat við söfnunina. Rekstrarlega stóðu líka tekjur undir gjöldum í þessum lið árið 2025.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar aukinni flokkun íbúa á sorpi en vinna þarf áfram að frekari greiningu gagnanna en ljóst má vera að kostnaður við t.d. söfnun á lífrænum úrgangi er ansi hár. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gögnin verði unnin áfram þannig að nefndin geti betur greint kostnaðarhækkanir og þá fundið leiðir til hagræðingar. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að miðlað verði upplýsingum á heimasíðu sveitarfélagsins um frekari tölur úr gögnunum, íbúum til fróðleiks og hvatningar til áframhaldandi góðra verka í flokkun.
Urðað sorpmagn hjá Norðurá bs. árið 2025 er tæplega 3.700 tonn sem er um 500 tonnum minna en árið 2024. Mestu munar um samdrátt í urðun á niðurrifs byggingarefni. Sorpmagn frá heimilum og fyrirtækjum er svipað árin 2024 og 2025.
Sé horft á þá flokka sem íbúar flokka frá heima eða skila á móttökustöð eins og pappír, plast, lífrænn úrgangur, gler, málmar, textill, raftæki, hjólbarðar o.fl., þá eykst magnið í þessum flokkum öllum milli áranna 2024 og 2025.
Magn af söfnuðum dýraleyfum, minnkar milli áranna 2024 og 2025 og skýrist það af breyttum reglum um aðskilnað á sjálfdauðum skepnum og sláturmat við söfnunina. Rekstrarlega stóðu líka tekjur undir gjöldum í þessum lið árið 2025.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar aukinni flokkun íbúa á sorpi en vinna þarf áfram að frekari greiningu gagnanna en ljóst má vera að kostnaður við t.d. söfnun á lífrænum úrgangi er ansi hár. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gögnin verði unnin áfram þannig að nefndin geti betur greint kostnaðarhækkanir og þá fundið leiðir til hagræðingar. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að miðlað verði upplýsingum á heimasíðu sveitarfélagsins um frekari tölur úr gögnunum, íbúum til fróðleiks og hvatningar til áframhaldandi góðra verka í flokkun.
2.Úthlutun til fjallskilanefnda 2026
Málsnúmer 2601036Vakta málsnúmer
Farið yfir umsóknir fjallskiladeilda um styrki til ýmisa framkvæmda fyrir árið 2026, sem frestað var á fundi nefndarinnar þann 8. janúar sl.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi úthlutun til fjallskiladeilda:
Hrolleifsdalur: 390.000 kr.
Hofsós og Unadalur: 390.000 kr.
Deilardalur: 590.000 kr.
Hóla- og Viðvíkurhr.: 590.000 kr.
Hegranes: 340.000 kr.
Skarðshr.: 562.000 kr.
Sauðárkrókur: 90.000 kr.
Staðarhr.: 590.000 kr.
Úthluti Seyluhr.: 340.000 kr.
Skagi: 1.240.000 kr.
Framhluti Skagafj.: 1.640.000 kr.
Hofsafrétt: 1.590.000 kr.
Uppr.fél. Akrahr.: 590.000 kr.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða eftirfarandi úthlutun til fjallskiladeilda:
Hrolleifsdalur: 390.000 kr.
Hofsós og Unadalur: 390.000 kr.
Deilardalur: 590.000 kr.
Hóla- og Viðvíkurhr.: 590.000 kr.
Hegranes: 340.000 kr.
Skarðshr.: 562.000 kr.
Sauðárkrókur: 90.000 kr.
Staðarhr.: 590.000 kr.
Úthluti Seyluhr.: 340.000 kr.
Skagi: 1.240.000 kr.
Framhluti Skagafj.: 1.640.000 kr.
Hofsafrétt: 1.590.000 kr.
Uppr.fél. Akrahr.: 590.000 kr.
3.Styrkbeiðni - drónakaup
Málsnúmer 2512193Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá fjallskilastjóra Staðarhrepps Jónínu Stefánsdóttur dags. 20.12.2025 með beiðni um fjárstyrk vegna kaupa á dróna fyrir fimm fjallskiladeildir í Vesturfjöllum. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkti á síðasta fundi 8. janúar að umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi fundaði með formönnum deildanna.
Tækninni fleygir fram í tækjum og búnaði sem snýr að smalamennskum sem ætlað er að auðvelda vinnu og spara tíma. Með aukinni fjárveitingu er leitast við að hvetja fjallskiladeildirnar til framþróunar og að nýta aukafjárveitinguna til viðhalds, endurnýjunar eða kaupa á tækjum og búnaði sem nýtist svæðunum sameiginlega eða hverju fyrir sig sem best. Nefndin hvetur fjallskilanefndir til samstarfs og samnýtingar á búnaði.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkti samhljóða að hækka fjárframlög til fjallskiladeilda Skagafjarðar fyrir árið 2026 um 90.000 kr. á hverja deild sem skilað hafa inn ársreikningum fyrir árið 2025. Er sú upphæð innifalin í þeirri upphæð sem úthlutað er til deildanna og fram kemur í bókun við lið 2.
Tækninni fleygir fram í tækjum og búnaði sem snýr að smalamennskum sem ætlað er að auðvelda vinnu og spara tíma. Með aukinni fjárveitingu er leitast við að hvetja fjallskiladeildirnar til framþróunar og að nýta aukafjárveitinguna til viðhalds, endurnýjunar eða kaupa á tækjum og búnaði sem nýtist svæðunum sameiginlega eða hverju fyrir sig sem best. Nefndin hvetur fjallskilanefndir til samstarfs og samnýtingar á búnaði.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkti samhljóða að hækka fjárframlög til fjallskiladeilda Skagafjarðar fyrir árið 2026 um 90.000 kr. á hverja deild sem skilað hafa inn ársreikningum fyrir árið 2025. Er sú upphæð innifalin í þeirri upphæð sem úthlutað er til deildanna og fram kemur í bókun við lið 2.
4.Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
Málsnúmer 2508180Vakta málsnúmer
Guðmundur Magnússon óskaði eftir leyfi til að halda 20 kindur og 10 alifugla á úthlutaðri lóð á Nöfum. Umsóknin var lögð fram á fundi nefndarinnar þann 13.11.2025 en frestað þar sem óskað var frekari upplýsinga. Umsóknin hefur nú verið dregin til baka og lóðinni skilað inn. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að auglýsa lóðina að nýju.
5.Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
Málsnúmer 2508036Vakta málsnúmer
Heimir Þór Guðmundsson óskar eftir leyfi til að halda 10 hross og 25 kindur í hólfi nr. 38 á Nöfum. Umsóknin var áður lögð fram á fundi nefndarinnar þann 13.11.2025 en frestað þar sem óskað var frekari upplýsinga.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gefa Heimi 10 daga frest til að skila umbeðnum upplýsingum. Berist þær ekki er litið svo á að umsóknin sé dregin til baka og úthlutun lóðarinnar þar með.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gefa Heimi 10 daga frest til að skila umbeðnum upplýsingum. Berist þær ekki er litið svo á að umsóknin sé dregin til baka og úthlutun lóðarinnar þar með.
6.Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
Málsnúmer 2509147Vakta málsnúmer
Pétur Ingi Grétarsson sótti um leyfi til að halda allt að 6 kindur á úthlutaðri lóð á Nöfum. Umsóknin var áður lögð fram á fundi nefndarinnar þann 13.11.2025 en frestað þar sem óskað var frekari upplýsinga.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gefa Pétri 10 daga frest til að skila umbeðnum upplýsingum um húsnæði til búfjárhalds. Berist þær ekki er litið svo á að umsóknin sé dregin til baka og úthlutun lóðarinnar þar með.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gefa Pétri 10 daga frest til að skila umbeðnum upplýsingum um húsnæði til búfjárhalds. Berist þær ekki er litið svo á að umsóknin sé dregin til baka og úthlutun lóðarinnar þar með.
7.Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar
Málsnúmer 2208249Vakta málsnúmer
Fjallskilasamþykkt Skagafjarðar kynnt.
Í samráði við fjallskilastjórnir í Skagafirði var á síðata ári skipuð nefnd til að endurskoða fjallskilareglugerð Skagafjarðar. Nefndin hefur fundað nokkrum sinnum og vinnan gengur vel. Nefndinni til aðstoðar er Anna Lilja Jónsdóttir lögfræðingur.
Í samráði við fjallskilastjórnir í Skagafirði var á síðata ári skipuð nefnd til að endurskoða fjallskilareglugerð Skagafjarðar. Nefndin hefur fundað nokkrum sinnum og vinnan gengur vel. Nefndinni til aðstoðar er Anna Lilja Jónsdóttir lögfræðingur.
8.Ársreikningur 2025 Sauðárkrókur fjallskiladeild
Málsnúmer 2601175Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar ársreikningur 2025 fyrir fjallskiladeild Sauðárkróks.
9.Tilkynningar um niðurfellingu vega af vegaskrá
Málsnúmer 2601035Vakta málsnúmer
Lagðar fram tilkynningar um niðurfellingu vega af vegaskrá. Um er að ræða Kimbastaðaveg nr. 7490-01, Reykjarhólsveg nr. 7679-01 og Merkigarðsvegur 7575-01.
10.Lokun 2G og 3G kerfa
Málsnúmer 2601042Vakta málsnúmer
Fyrir liggur tilkynning frá Símanum um lokanir á 2G og 3G kerfum um land allt. Það þýðir að búnaður sem ekki styður nýjustu farsímatækni mun hætta að virka. Minnt er á að skipta verður út slíkum búnaði sem allra fyrst til að vera áfram í síma- og netsambandi. Samkvæmt þessum upplýsingum er gert ráð fyrir að 3G sendar í Skagafirði loki 16. feb. og í dreifbýli 9. mars. Mikilvægt er að fólk tilkynni til fjarskiptastofu breytingar sem það verður vart við eftir lokunina.
Hægt er að skoða kort af staðsetningu 3G senda og dagsetningum lokana á þessari slóð. https://www.siminn.is/sidur/2g-og-3g-kvedja
Hægt er að skoða kort af staðsetningu 3G senda og dagsetningum lokana á þessari slóð. https://www.siminn.is/sidur/2g-og-3g-kvedja
11.Fundagerðir Hafnasamband Íslands 2025
Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar fundagerðir stjórnar Hafnasambands Íslands 2025.
12.Urðaður úrgangur 2025 í Stekkjarvík
Málsnúmer 2504156Vakta málsnúmer
Kynntar tölur um magn úrgangs sem urðaður var í Stekkjarvík 2025 flokkað eftir sveitarfélögum.
13.Samráð ;Drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og skráningarskyldra dýrasjúkdóma og smitefna
Málsnúmer 2601033Vakta málsnúmer
Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 260/2025, "Drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og skráningarskyldra dýrasjúkdóma og smitefna"
14.Samráð; Saman gegn sóun - drög að stefnu og aðgerðaráætlun
Málsnúmer 2601170Vakta málsnúmer
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 9/2026, "Saman gegn sóun - drög að stefnu og aðgerðaáætlun".
Fundi slitið - kl. 11:30.