Fara í efni

Lokun 2G og 3G kerfa

Málsnúmer 2601042

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 41. fundur - 22.01.2026

Fyrir liggur tilkynning frá Símanum um lokanir á 2G og 3G kerfum um land allt. Það þýðir að búnaður sem ekki styður nýjustu farsímatækni mun hætta að virka. Minnt er á að skipta verður út slíkum búnaði sem allra fyrst til að vera áfram í síma- og netsambandi. Samkvæmt þessum upplýsingum er gert ráð fyrir að 3G sendar í Skagafirði loki 16. feb. og í dreifbýli 9. mars. Mikilvægt er að fólk tilkynni til fjarskiptastofu breytingar sem það verður vart við eftir lokunina.
Hægt er að skoða kort af staðsetningu 3G senda og dagsetningum lokana á þessari slóð. https://www.siminn.is/sidur/2g-og-3g-kvedja