Fyrir fundinum liggja ýmsar tölulegar upplýsingar um sorpmál í Skagafirði fyrir árin 2024 og 2025. Forstöðumaður framkvæmda Sigurður Arnar Friðriksson fór yfir fyrirliggjandi gögn.
Urðað sorpmagn hjá Norðurá bs. árið 2025 er tæplega 3.700 tonn sem er um 500 tonnum minna en árið 2024. Mestu munar um samdrátt í urðun á niðurrifs byggingarefni. Sorpmagn frá heimilum og fyrirtækjum er svipað árin 2024 og 2025.
Sé horft á þá flokka sem íbúar flokka frá heima eða skila á móttökustöð eins og pappír, plast, lífrænn úrgangur, gler, málmar, textill, raftæki, hjólbarðar o.fl., þá eykst magnið í þessum flokkum öllum milli áranna 2024 og 2025.
Magn af söfnuðum dýraleyfum, minnkar milli áranna 2024 og 2025 og skýrist það af breyttum reglum um aðskilnað á sjálfdauðum skepnum og sláturmat við söfnunina. Rekstrarlega stóðu líka tekjur undir gjöldum í þessum lið árið 2025.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar aukinni flokkun íbúa á sorpi en vinna þarf áfram að frekari greiningu gagnanna en ljóst má vera að kostnaður við t.d. söfnun á lífrænum úrgangi er ansi hár. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gögnin verði unnin áfram þannig að nefndin geti betur greint kostnaðarhækkanir og þá fundið leiðir til hagræðingar. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að miðlað verði upplýsingum á heimasíðu sveitarfélagsins um frekari tölur úr gögnunum, íbúum til fróðleiks og hvatningar til áframhaldandi góðra verka í flokkun.
Urðað sorpmagn hjá Norðurá bs. árið 2025 er tæplega 3.700 tonn sem er um 500 tonnum minna en árið 2024. Mestu munar um samdrátt í urðun á niðurrifs byggingarefni. Sorpmagn frá heimilum og fyrirtækjum er svipað árin 2024 og 2025.
Sé horft á þá flokka sem íbúar flokka frá heima eða skila á móttökustöð eins og pappír, plast, lífrænn úrgangur, gler, málmar, textill, raftæki, hjólbarðar o.fl., þá eykst magnið í þessum flokkum öllum milli áranna 2024 og 2025.
Magn af söfnuðum dýraleyfum, minnkar milli áranna 2024 og 2025 og skýrist það af breyttum reglum um aðskilnað á sjálfdauðum skepnum og sláturmat við söfnunina. Rekstrarlega stóðu líka tekjur undir gjöldum í þessum lið árið 2025.
Landbúnaðar- og innviðanefnd fagnar aukinni flokkun íbúa á sorpi en vinna þarf áfram að frekari greiningu gagnanna en ljóst má vera að kostnaður við t.d. söfnun á lífrænum úrgangi er ansi hár. Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að gögnin verði unnin áfram þannig að nefndin geti betur greint kostnaðarhækkanir og þá fundið leiðir til hagræðingar. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að miðlað verði upplýsingum á heimasíðu sveitarfélagsins um frekari tölur úr gögnunum, íbúum til fróðleiks og hvatningar til áframhaldandi góðra verka í flokkun.