Fara í efni

Urðaður úrgangur 2025 í Stekkjarvík

Málsnúmer 2504156

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 24. fundur - 23.04.2025

Lögð fram til kynningar samantekt á úrgangi til urðunar í Stekkjarvík.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 31. fundur - 19.08.2025

Kynning á urðunartölum eftir upptökusvæðum fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Sé eingöngu horft á tölur um urðun úr Skagafirði er ánægjulegt að sjá að blandaður úrgangur frá heimilum heldur áfram að dragast saman, en því miður eykst blandaður úrgangur frá fyrirtækjum til urðunar. Í heildina minnkar urðað magn úr Skagafirði lítillega sem er jákvætt.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37. fundur - 13.11.2025

Lagt fram til kynningar yfirlit um heildar urðun og skiptingu magns eftir sveitarfélögum og urðunnarflokkum fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2025.
Urðað magn það sem af er árinu er sambærilegt í heild og það var á árinu 2025 fyrir fyrstu 9 mánuðina. Sé eingöngu horft á urðað magn frá heimilum þá er það líka svipað en í samanburði annarra sveitarfélaga á Norðurlandi vestra eru heimili í Skagafirði búinn að ná mjög góðum árangri í urðuðu magni af heimils sorpi. Ef horft er á magnið fyrstu 9 mánuðina þá er búið að urða 92 kg frá hverju heimili í Skagafirði meðan önnur sveitarfélög liggja á bilinu 135-190 kg pr. heimili. Eins hefur dregið úr urðun á grófum úrgangi, en magn til urðunnar frá fyrirtækjum eykst. Landbúnaðar og innviðanefnd fagnar góðum árangri heimilanna en skorar áfram á fyrirtæki í Skagafirði að auka eins og kostur er sýna flokkun á sorpi og koma meiru til endurvinnslu og draga þannig úr urðun.