Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
1.Rekstraröryggi og vinnslugeta jarðhitakerfa í Varmahlíð og Hrolleifsdal
Málsnúmer 2508085Vakta málsnúmer
Gunnar Björn verkefnastjóri Skagafjarðarveitna sat fundinn undir þessum lið.
2.Fjárhagsrammi 2026 - málaflokkur 63_SKV-vatnsveita
Málsnúmer 2506046Vakta málsnúmer
Lagður fram fjárhagsrammi Skv- Vatnsveitu málaflokkur 63_ fyrir rekstrarárið 2026.
Árni Egilsson skrifstofustjóri fór yfir ramma Vatnsveitu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsrammann samhljóða.
Árni Egilsson skrifstofustjóri fór yfir ramma Vatnsveitu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsrammann samhljóða.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
3.Fjárhagsrammi 2026 - málaflokkur 65_Skagafjarðarveitur-sjóveita
Málsnúmer 2506047Vakta málsnúmer
Lagður fram fjárhagsrammi Skv- Sjóveitu málaflokkur 65_ fyrir rekstrarárið 2026.
Árni Egilsson skrifstofustjóri fór yfir ramma sjóveitu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsrammann samhljóða.
Árni Egilsson skrifstofustjóri fór yfir ramma sjóveitu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsrammann samhljóða.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
4.Fjárhagsrammi 2026 - málaflokkur 67_SKV-hitaveita
Málsnúmer 2506049Vakta málsnúmer
Lagður fram fjárhagsrammi Skv- Hitaveitu málaflokkur 63_ fyrir rekstrarárið 2026.
Árni Egilsson skrifstofustjóri fór yfir ramma Vatnsveitu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsrammann samhljóða.
Árni Egilsson skrifstofustjóri fór yfir ramma Vatnsveitu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir fjárhagsrammann samhljóða.
Gunnar Björn Rögnvaldsson verkefnastjóri Skagafjarðarveitna og Árni Egilsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
5.Fjarskiptasamband í Skagafirði
Málsnúmer 2505251Vakta málsnúmer
Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 12. júní sl. var rætt um fjarskiptasamband í Skagafirði og þá staðreynd að fjarskiptafyrirtækin hafa ákveðið að loka dreifikerfi GSM þ.e.a.s 2G og 3G þjónustu. Fyrir liggur skýrsla frá Fjarskiptastofu um þessa útfösun og helstu ástæður hennar en þar virðist vega þyngst sú staðreynd að þessi tvö dreifinet teljast orðin úrelt tæknilega séð ásamt því að rekstur þeirra sé fjarskiptafyrirtækjunum óhagkvæmur. Ekki hefur tekist að fá upplýsingar frá fjarskiptafyrirtækjunum um fjölda senda sem lokað verður en ljóst er af útbreiðslukortunum á heimasíðu Fjarskiptastofnunnar að þeir eru nokkrir í Skagafirði.
Landbúnaðar og innviðanefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari breytingu og þá sérstaklega að það eigi að loka 3G dreifikerfinu, en bæði samkvæmt fyrirliggjandi útbreiðslukortum og reynslu okkar í raunheimum að þá eru símar íbúa í Skagafirði mjög oft að nota það kerfi vegna þess að 4G og hvað þá 5G eru engan veginn að dekka þau svæði sem þau eru sögð dekka á umræddum útbreiðslukortum. Það þekkjum við vel af reynslunni og ef fylgst er með því kerfi sem viðkomandi símtæki notar á mismunandi stöðum má mjög oft sjá að einungis 3G net er í boði fyrir GSM síma.
Landbúnaðar- og innviðanefnd skorar á fjarskiptafyrirtækin öll að endurskoða þessa lokun og láta hana ekki taka gildi fyrr en tryggt er í það minnsta að 4G dreifikerfið nái sannarlega til þeirra svæða sem 3G er að dekka í dag en þau eru fjölmörg um allan Skagafjörð og þá sérstaklega á svæðum utan þéttbýlisstaðanna. Jafnframt óskum við eftir að Fjarskiptastofa svari formlega með hvaða hætti þeir ætli að tryggja að þjónusta við GSM símakerfið skerðist ekki frá núverandi stöðu um næstu áramót við þessa breytingu.
Landbúnaðar og innviðanefnd lýsir yfir miklum áhyggjum af þessari breytingu og þá sérstaklega að það eigi að loka 3G dreifikerfinu, en bæði samkvæmt fyrirliggjandi útbreiðslukortum og reynslu okkar í raunheimum að þá eru símar íbúa í Skagafirði mjög oft að nota það kerfi vegna þess að 4G og hvað þá 5G eru engan veginn að dekka þau svæði sem þau eru sögð dekka á umræddum útbreiðslukortum. Það þekkjum við vel af reynslunni og ef fylgst er með því kerfi sem viðkomandi símtæki notar á mismunandi stöðum má mjög oft sjá að einungis 3G net er í boði fyrir GSM síma.
Landbúnaðar- og innviðanefnd skorar á fjarskiptafyrirtækin öll að endurskoða þessa lokun og láta hana ekki taka gildi fyrr en tryggt er í það minnsta að 4G dreifikerfið nái sannarlega til þeirra svæða sem 3G er að dekka í dag en þau eru fjölmörg um allan Skagafjörð og þá sérstaklega á svæðum utan þéttbýlisstaðanna. Jafnframt óskum við eftir að Fjarskiptastofa svari formlega með hvaða hætti þeir ætli að tryggja að þjónusta við GSM símakerfið skerðist ekki frá núverandi stöðu um næstu áramót við þessa breytingu.
6.Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
Málsnúmer 2506119Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Stefaníu Ingu Sigurðardóttur um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir umsóknina samhljóða.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir umsóknina samhljóða.
7.Umsókn um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli
Málsnúmer 2508036Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn frá Heimi Guðmundssyni um leyfi til búfjárhalds í þéttbýli.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela landbúnaðarfulltrúa óska eftir frekari upplýsingum varðandi húsakost og bendir á að fjöldi hrossa á Nöfum má ekki vera nema 5.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela landbúnaðarfulltrúa óska eftir frekari upplýsingum varðandi húsakost og bendir á að fjöldi hrossa á Nöfum má ekki vera nema 5.
8.Samráð; Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald
Málsnúmer 2508060Vakta málsnúmer
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 147/2025, "Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 162/2002 um úrvinnslugjald".
9.Urðaður úrgangur 2025 í Stekkjarvík
Málsnúmer 2504156Vakta málsnúmer
Kynning á urðunartölum eftir upptökusvæðum fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Sé eingöngu horft á tölur um urðun úr Skagafirði er ánægjulegt að sjá að blandaður úrgangur frá heimilum heldur áfram að dragast saman, en því miður eykst blandaður úrgangur frá fyrirtækjum til urðunar. Í heildina minnkar urðað magn úr Skagafirði lítillega sem er jákvætt.
Sigurður Arnar Friðriksson forstöðumaður framkvæmda sat fundinn undir liðum 5-9.
Fundi slitið - kl. 11:45.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Gunnari Birni og Hjörvari að vinna málið áfram og í framhaldinu þarf svo að taka ákvörðun um lögn frá Dælislaug að Hrolleifsdal og um kaup á nýrri dælu í VH-12 í Varmahlíð.