Fara í efni

Gjaldskrá Moltu ehf. frá 1. janúar 2026

Málsnúmer 2511036

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 37. fundur - 13.11.2025

Lagt fram bréf frá stjórn og framkvæmdarstjóra Moltu ehf., í Eyjafirði þar sem tilkynnt er um hækkun á gjaldskrá vegna eyðingar á lífrænum úrgangi sem tekur gildi 1. Janúar 2026.  Það sem snýr að Skagafirði er fyrst og fremst hækkun á eyðingu matarleyfa frá heimilum og hækkar eyðingakostnaður  þeirra um 13% milli áranna 2025 og 2026.  Landbúnaðar og innviðanefnd vill benda á að þetta er mikil hækkun og þar að auki langt um hærri en sveitarfélög eru almennt að hækka sýnar gjaldskrár milli ára.  Á árunum 2025 og 2026 hefur þessi eyðingarkostnaður þá samtalshækkað um 18% sem verður að teljast mikil hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs að afla upplýsinga um aðrar leiðir til afsetningar á lífrænum úrgangi.