Fara í efni

Hvatapeningar 2026

Málsnúmer 2510148

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 39. fundur - 27.10.2025

Lögð fram tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5%.

Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hvatapeningar hækki úr 40.000 kr. í 50.000 kr. per barn þar sem hvatapeningar hafa ekki hækkað síðan árið 2022, eða sem um nemur hækkun á neysluvísitölu frá janúar 2022. Jafnframt er þess óskað að sveitarfélagið Skagafjörður taki samtal við íþrótta- og tómstundafélögin um að hækka ekki æfingagjöld í kjölfarið.

Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óska bókað: Skagafjörður er heilsueflandi samfélag. Megináhersla er lögð á að börn og fullorðnir geti stundað íþróttir við sem bestar aðstæður og sérstaklega er hvatt til slíkrar iðkunar enda er það viðurkenndur þáttur í almennum forvörnum. Skagafjörður styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna með lögheimili í sveitarfélaginu Skagafirði, 5-18 ára á árinu, með greiðslu svokallaðra hvatapeninga. Ánægjulegt er að sjá að hvatapeningar hækki um 12,5% á milli ára, úr 40.000 krónum í 45.000 krónur á árinu 2026. Hvatapeninga er hægt að nýta til að greiða niður æfingagjöld og þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Tillögu minnihlutans er því hafnað.

Fulltrúar Vg og Óháðra ásamt Byggðalista óska bókað.
Ákjósanlegast er að styðjast við hækkun vísitölu neysluverðs hverju sinni og viljum við árétta að frá því í janúar 2022 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 27.1%. Sérstaklega þar sem hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð barna í samfélaginu. Einnig er vert að minnast á að hluti barna í Skagafirði býr ekki svo vel að hafa íþróttahús í sínu nærumhverfi.

Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að sveitarfélagið Skagafjörður taki upp tekjutengdar viðbótargreiðslu hvatapeninga upp á 20.000 kr. til foreldra/forsjáraðila sem eru undir skilgreindum heildar viðmiðunartekjum heimilisins miðað við launavísitölu hvers árs.

Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk hafnar tillöguni eins og hún liggur fyrir fundinn en felur starfsfólki nefndarinnar að kostnaðarmeta tillögu minnihlutans og leggja fyrir nefndina á næsta fundi í nóvember.

Tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5% samþykkt með tveimur atkvæðum.



Anna Karitas Ingvarsdóttir Sighvats, sérfræðingur í fjármálum hjá fjármálasviði sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 169. fundur - 05.11.2025

Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5%.

Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hvatapeningar hækki úr 40.000 kr. í 50.000 kr. per barn þar sem hvatapeningar hafa ekki hækkað síðan árið 2022, eða sem um nemur hækkun á neysluvísitölu frá janúar 2022. Jafnframt er þess óskað að sveitarfélagið Skagafjörður taki samtal við íþrótta- og tómstundafélögin um að hækka ekki æfingagjöld í kjölfarið.

Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óska bókað: Skagafjörður er heilsueflandi samfélag. Megináhersla er lögð á að börn og fullorðnir geti stundað íþróttir við sem bestar aðstæður og sérstaklega er hvatt til slíkrar iðkunar enda er það viðurkenndur þáttur í almennum forvörnum. Skagafjörður styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna með lögheimili í sveitarfélaginu Skagafirði, 5-18 ára á árinu, með greiðslu svokallaðra hvatapeninga. Ánægjulegt er að sjá að hvatapeningar hækki um 12,5% á milli ára, úr 40.000 krónum í 45.000 krónur á árinu 2026. Hvatapeninga er hægt að nýta til að greiða niður æfingagjöld og þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Tillögu minnihlutans er því hafnað.

Fulltrúar Vg og Óháðra ásamt Byggðalista óska bókað.
Ákjósanlegast er að styðjast við hækkun vísitölu neysluverðs hverju sinni og viljum við árétta að frá því í janúar 2022 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 27,1%. Sérstaklega þar sem hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð barna í samfélaginu. Einnig er vert að minnast á að hluti barna í Skagafirði býr ekki svo vel að hafa íþróttahús í sínu nærumhverfi.

Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að sveitarfélagið Skagafjörður taki upp tekjutengdar viðbótargreiðslur hvatapeninga upp á 20.000 kr. til foreldra/forsjáraðila sem eru undir skilgreindum heildar viðmiðunartekjum heimilisins miðað við launavísitölu hvers árs.

Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar tillögunni eins og hún liggur fyrir fundinum en felur starfsfólki nefndarinnar að kostnaðarmeta tillögu minnihlutans og leggja fyrir nefndina á næsta fundi í nóvember.

Tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5% samþykkt með tveimur atkvæðum."

Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögu um hækkun hvatapeninga úr 40.000 kr. í 45.000 kr. Fulltrúi Byggðalista greiðir atkvæði gegn tillögunni. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 43. fundur - 19.11.2025

Máli vísað frá 169. fundi byggðarráðs þann 5. nóvember sl., þannig bókað:
"Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5%.

Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hvatapeningar hækki úr 40.000 kr. í 50.000 kr. per barn þar sem hvatapeningar hafa ekki hækkað síðan árið 2022, eða sem um nemur hækkun á neysluvísitölu frá janúar 2022. Jafnframt er þess óskað að sveitarfélagið Skagafjörður taki samtal við íþrótta- og tómstundafélögin um að hækka ekki æfingagjöld í kjölfarið.

Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óska bókað: Skagafjörður er heilsueflandi samfélag. Megináhersla er lögð á að börn og fullorðnir geti stundað íþróttir við sem bestar aðstæður og sérstaklega er hvatt til slíkrar iðkunar enda er það viðurkenndur þáttur í almennum forvörnum. Skagafjörður styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna með lögheimili í sveitarfélaginu Skagafirði, 5-18 ára á árinu, með greiðslu svokallaðra hvatapeninga. Ánægjulegt er að sjá að hvatapeningar hækki um 12,5% á milli ára, úr 40.000 krónum í 45.000 krónur á árinu 2026. Hvatapeninga er hægt að nýta til að greiða niður æfingagjöld og þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Tillögu minnihlutans er því hafnað.

Fulltrúar Vg og Óháðra ásamt Byggðalista óska bókað.
Ákjósanlegast er að styðjast við hækkun vísitölu neysluverðs hverju sinni og viljum við árétta að frá því í janúar 2022 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 27,1%. Sérstaklega þar sem hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð barna í samfélaginu. Einnig er vert að minnast á að hluti barna í Skagafirði býr ekki svo vel að hafa íþróttahús í sínu nærumhverfi.

Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að sveitarfélagið Skagafjörður taki upp tekjutengdar viðbótargreiðslur hvatapeninga upp á 20.000 kr. til foreldra/forsjáraðila sem eru undir skilgreindum heildar viðmiðunartekjum heimilisins miðað við launavísitölu hvers árs.

Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar tillögunni eins og hún liggur fyrir fundinum en felur starfsfólki nefndarinnar að kostnaðarmeta tillögu minnihlutans og leggja fyrir nefndina á næsta fundi í nóvember.

Tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5% samþykkt með tveimur atkvæðum."

Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögu um hækkun hvatapeninga úr 40.000 kr. í 45.000 kr. Fulltrúi Byggðalista greiðir atkvæði gegn tillögunni. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks ítreka bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
"Megináhersla er lögð á að börn og fullorðnir geti stundað íþróttir við sem bestar aðstæður og sérstaklega er hvatt til slíkrar iðkunar enda er það viðurkenndur þáttur í almennum forvörnum. Skagafjörður styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna með lögheimili í sveitarfélaginu Skagafirði, 5-18 ára á árinu, með greiðslu svokallaðra hvatapeninga. Ánægjulegt er að sjá að hvatapeningar hækki um 12,5% á milli ára, úr 40.000 krónum í 45.000 krónur á árinu 2026. Hvatapeninga er hægt að nýta til að greiða niður æfingagjöld og þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Tillögu minnihlutans er því hafnað."

Fulltrúar VG og óháðra ásamt Byggðalista ítreka bókun sína frá fundinum, svohljóðandi:
"Ákjósanlegast er að styðjast við hækkun vísitölu neysluverðs hverju sinni og viljum við árétta að frá því í janúar 2022 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 27,1%. Sérstaklega þar sem hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð barna í samfélaginu. Einnig er vert að minnast á að hluti barna í Skagafirði býr ekki svo vel að hafa íþróttahús í sínu nærumhverfi."

Sveitarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu um hækkun hvatapeninga úr 40.000 kr. í 45.000 kr. Álfhildur Leifsdóttir og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúar VG og óháðra, sitja hjá við afgreiðslu málsins og Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, fulltrúar Byggðalista greiða atkvæði gegn tillögunni.