Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar fór formaður þess á leit við fundarmenn að taka mál 2501022 - Lántaka langtímalána 2025 með afbrigðum á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
1.Framkvæmdir og viðhald 2026
Málsnúmer 2510197Vakta málsnúmer
Hjörvar Halldórsson sat fundinn undir þessum lið.
Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, lagði fram áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna annars vegar og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B-hluta fyrirtækja á árinu 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna og framkvæmdaáætlun með áorðnum breytingum, sem hvoru tveggja verður hluti fjárhagsáætlunar 2026.
Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, lagði fram áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna annars vegar og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B-hluta fyrirtækja á árinu 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna og framkvæmdaáætlun með áorðnum breytingum, sem hvoru tveggja verður hluti fjárhagsáætlunar 2026.
2.Flugklasinn Air 66N
Málsnúmer 2510254Vakta málsnúmer
Sveitarfélaginu barst erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 27. október 2025. Síðasta vor sameinuðust sveitarfélög á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra um áskorun sem send var stjórnvöldum. Þar var sett fram afdráttarlaus krafa sveitarfélaga á Norðurlandi að Akureyrarflugvöllur verði áfram byggður upp og markaðssettur sem ein af gáttum Íslands. Lítil viðbrögð hafa komið fram frá stjórnvöldum varðandi þetta mál. Flugklasinn hefur markvisst reynt að fylgja eftir þessari áskorun með ýmsum ráðum án árangurs. Þetta þýðir að fjármögnun Flugklasans er enn ekki tryggð til lengri tíma. Markaðsstofan óskar þess vegna eftir stuðningi sveitarfélaga við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026 á meðan gengið er frá því hvernig framtíðarfjármögnun verður háttað.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði. Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við fyrri ákvörðun og hafnar því erindi Markaðsstofu Norðurlands um fjármagn í Flugklasann Air 66N.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði. Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við fyrri ákvörðun og hafnar því erindi Markaðsstofu Norðurlands um fjármagn í Flugklasann Air 66N.
3.Samstarfsyfirlýsing um farsældarráð
Málsnúmer 2510076Vakta málsnúmer
Á 165. fundi byggðarráðs þann 9. október sl. samþykkti byggðarráð samhljóða samstarfssamning um svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi vestra í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Sveitarstjórn Skagafjarðar staðfesti þann samning á 42. fundi sínum. Aðilar að samstarfssamningnum hafa skipað starfsmenn úr sínum röðum og nú er kallað eftir tilnefningum kjörinna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa Sólborgu Sigurrósu Borgarsdóttur fyrir hönd flokka í meirihluta í sveitarstjórn Skagafjarðar og Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur fyrir hönd flokka í minnihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa Sólborgu Sigurrósu Borgarsdóttur fyrir hönd flokka í meirihluta í sveitarstjórn Skagafjarðar og Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur fyrir hönd flokka í minnihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar.
4.Fjárhagsáætlun 2026-2029
Málsnúmer 2506062Vakta málsnúmer
Baldur Hrafn Björnsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs, lagði fram fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 00, 07, 21, 22, 27, 28, 31 og 71 til seinni umræðu fyrir fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlanir fyrir málaflokka 00, 07, 21, 22, 27, 28, 31 og 71 og vísar þeim til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlanir fyrir málaflokka 00, 07, 21, 22, 27, 28, 31 og 71 og vísar þeim til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026.
5.Kauptilboð í Laugatún 9
Málsnúmer 2511001Vakta málsnúmer
Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Laugatún 9, F221-3302, er meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 28. október sl. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun og sölu á annarri fasteign.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboðinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Máli vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboðinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Máli vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
6.Lántaka 2025
Málsnúmer 2501022Vakta málsnúmer
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að beina því til sveitarstjórnar að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. allt að fjárhæð 90 milljónir króna. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til framkvæmda eignasjóðs og B-hluta stofnana og vegna endurfjármögnunar afborgana eldri lána hjá Lánasjóðinum, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga ohf. nr. 150/2006. Jafnframt er Sigfúsi Inga Sigfússyni, kt. 031175-5349, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. sveitarfélagsins Skagafjarðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.
7.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 02_Félagsþjónusta
Málsnúmer 2506022Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02 ) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokki og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðanir sveitarstjórnar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar til byggðaráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 02 og vísar henni til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026.
"Fjárhagsáætlun fyrir félagsþjónustu (02 ) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokki og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðanir sveitarstjórnar. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar til byggðaráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 02 og vísar henni til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026.
8.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 06_Æskulýðs- og íþróttamál
Málsnúmer 2506023Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir æskulýðs- og íþróttamál (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar til byggðaráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06 og vísar henni til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026.
"Fjárhagsáætlun fyrir æskulýðs- og íþróttamál (06) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við fjármála- og stjórnsýslusvið. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og vísar til byggðaráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Nefndin þakkar starfsfólki fjölskyldusviðs fyrir vel unna fjárhagsáætlun."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06 og vísar henni til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026.
9.Niðurgreiðslur til dagforeldra og foreldragreiðslur 2026
Málsnúmer 2508136Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað frá leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar dags. 23. október 2025 um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Þegar þetta er ritað eru biðlistar við Ársali og Birkilund þar sem ekki hefur tekist að fá fólk til starfa.
Kveðið er á um niðurgreiðslur til dagforeldra og foreldragreiðslur í reglum Skagafjarðar um niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Þar kemur fram í 6. gr. að upphæð niðurgreiðslu sé ákvörðuð í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar árlega. Upphæð foreldragreiðslna er núna 66.220 kr. á mánuði fyrir foreldra en 83.487 kr. á mánuði fyrir einstæða foreldra eða foreldra þar sem báðir eru í námi.
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggur til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur verði 110.000 kr. á mánuði.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista geta ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu þar sem ekki er komið nægilega til móts við þá foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börnin sín og verða því fyrir tekju- og/eða atvinnumissi af þeim sökum. Einnig telja fulltrúar mikilvægt að tekið sé tillit til einstæðra foreldra og námsmanna í gjaldskrá í heimahúsum og um foreldragreiðslur.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óskar bókað: Ljóst er að Skagafjörður, ásamt mörgum öðrum sveitarfélögum, glímir við manneklu í leikskólum héraðsins, sem er miður. Með því að hækka foreldragreiðslur úr 65.528 kr. á mánuði upp í 110.000 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári til þeirra foreldra sem ekki eru komin með vistun við 12 mánaða aldur barns, er verið að koma til móts við þá erfiðu stöðu sem nú er uppi. Hvetjum við foreldra þeirra barna sem orðin eru 12 mánaða og hafa ekki fengið pláss á leikskóla fyrir barnið að sækja um foreldragreiðslur. Samhliða er róið að því öllum árum að laða fleira starfsfólk til liðs við þann góða hóp starfsmanna sem starfa á leikskólum Skagafjarðar.
Tillaga meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögð fram og samþykkt með tveimur atkvæðum. Vísað til byggðaráðs."
Fulltrúi Byggðalista leggur fram svohljóðandi tillögu fyrir byggðarráð:
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að niðurgreiðsla til dagforeldra og foreldragreiðslur muni miðast við launakostnað á heilsdagsígildi eins barns.
Miðað hefur verið við síðustu ár að öll börn í Skagafirði fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Staðan er því miður sú að ekki hefur tekist að manna allar stöður leikskólanna svo hægt sé að nýta þau pláss sem leikskólarnir hafa upp á að bjóða. Í fjárhagsáætlun hvers árs er gert ráð fyrir að leikskólar Skagafjarðar séu fullmannaðir og þar af leiðandi búið að gera ráð fyrir þeim kostnaði sem hlytist af því að hækka foreldragreiðslur sem nemur launakostnaði hvers heilsdagsígildis."
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Fulltrúar meirihlutaflokkanna Einar E. Einarsson og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir hafna tillögunni enda ekki ljóst að hún sé á nokkurn hátt til hagsbóta umfram þá tillögu sem þegar hefur verið samþykkt í félagsmála- og tómstundanefnd. Ljóst er að Skagafjörður, ásamt mörgum öðrum sveitarfélögum, glímir við manneklu í leikskólum héraðsins, sem er miður. Með því að hækka foreldragreiðslur úr 65.528 kr. á mánuði upp í 110.000 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári til þeirra foreldra sem ekki eru komin með vistun við 12 mánaða aldur barns, er verið að koma til móts við þá erfiðu stöðu sem nú er uppi. Hvetjum við foreldra þeirra barna sem orðin eru 12 mánaða og hafa ekki fengið pláss á leikskóla fyrir barnið að sækja um foreldragreiðslur. Samhliða er róið að því öllum árum að laða fleira starfsfólk til liðs við þann góða hóp starfsmanna sem starfar á leikskólum Skagafjarðar."
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögu sem vísað var frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fulltrúi Byggðalista greiðir atkvæði á móti tillögunni.
"Lagt fram minnisblað frá leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar dags. 23. október 2025 um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Þegar þetta er ritað eru biðlistar við Ársali og Birkilund þar sem ekki hefur tekist að fá fólk til starfa.
Kveðið er á um niðurgreiðslur til dagforeldra og foreldragreiðslur í reglum Skagafjarðar um niðurgreiðslur á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur. Þar kemur fram í 6. gr. að upphæð niðurgreiðslu sé ákvörðuð í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar árlega. Upphæð foreldragreiðslna er núna 66.220 kr. á mánuði fyrir foreldra en 83.487 kr. á mánuði fyrir einstæða foreldra eða foreldra þar sem báðir eru í námi.
Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggur til að upphæð niðurgreiðslna skv. 6. gr. reglna um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum og um foreldragreiðslur verði 110.000 kr. á mánuði.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista geta ekki samþykkt fyrirliggjandi tillögu þar sem ekki er komið nægilega til móts við þá foreldra sem bíða eftir dagvistun fyrir börnin sín og verða því fyrir tekju- og/eða atvinnumissi af þeim sökum. Einnig telja fulltrúar mikilvægt að tekið sé tillit til einstæðra foreldra og námsmanna í gjaldskrá í heimahúsum og um foreldragreiðslur.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óskar bókað: Ljóst er að Skagafjörður, ásamt mörgum öðrum sveitarfélögum, glímir við manneklu í leikskólum héraðsins, sem er miður. Með því að hækka foreldragreiðslur úr 65.528 kr. á mánuði upp í 110.000 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári til þeirra foreldra sem ekki eru komin með vistun við 12 mánaða aldur barns, er verið að koma til móts við þá erfiðu stöðu sem nú er uppi. Hvetjum við foreldra þeirra barna sem orðin eru 12 mánaða og hafa ekki fengið pláss á leikskóla fyrir barnið að sækja um foreldragreiðslur. Samhliða er róið að því öllum árum að laða fleira starfsfólk til liðs við þann góða hóp starfsmanna sem starfa á leikskólum Skagafjarðar.
Tillaga meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögð fram og samþykkt með tveimur atkvæðum. Vísað til byggðaráðs."
Fulltrúi Byggðalista leggur fram svohljóðandi tillögu fyrir byggðarráð:
"Byggðarráð samþykkir samhljóða að niðurgreiðsla til dagforeldra og foreldragreiðslur muni miðast við launakostnað á heilsdagsígildi eins barns.
Miðað hefur verið við síðustu ár að öll börn í Skagafirði fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Staðan er því miður sú að ekki hefur tekist að manna allar stöður leikskólanna svo hægt sé að nýta þau pláss sem leikskólarnir hafa upp á að bjóða. Í fjárhagsáætlun hvers árs er gert ráð fyrir að leikskólar Skagafjarðar séu fullmannaðir og þar af leiðandi búið að gera ráð fyrir þeim kostnaði sem hlytist af því að hækka foreldragreiðslur sem nemur launakostnaði hvers heilsdagsígildis."
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Fulltrúar meirihlutaflokkanna Einar E. Einarsson og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir hafna tillögunni enda ekki ljóst að hún sé á nokkurn hátt til hagsbóta umfram þá tillögu sem þegar hefur verið samþykkt í félagsmála- og tómstundanefnd. Ljóst er að Skagafjörður, ásamt mörgum öðrum sveitarfélögum, glímir við manneklu í leikskólum héraðsins, sem er miður. Með því að hækka foreldragreiðslur úr 65.528 kr. á mánuði upp í 110.000 kr. á mánuði í 11 mánuði á ári til þeirra foreldra sem ekki eru komin með vistun við 12 mánaða aldur barns, er verið að koma til móts við þá erfiðu stöðu sem nú er uppi. Hvetjum við foreldra þeirra barna sem orðin eru 12 mánaða og hafa ekki fengið pláss á leikskóla fyrir barnið að sækja um foreldragreiðslur. Samhliða er róið að því öllum árum að laða fleira starfsfólk til liðs við þann góða hóp starfsmanna sem starfar á leikskólum Skagafjarðar."
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögu sem vísað var frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fulltrúi Byggðalista greiðir atkvæði á móti tillögunni.
10.Hvatapeningar 2026
Málsnúmer 2510148Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5%.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hvatapeningar hækki úr 40.000 kr. í 50.000 kr. per barn þar sem hvatapeningar hafa ekki hækkað síðan árið 2022, eða sem um nemur hækkun á neysluvísitölu frá janúar 2022. Jafnframt er þess óskað að sveitarfélagið Skagafjörður taki samtal við íþrótta- og tómstundafélögin um að hækka ekki æfingagjöld í kjölfarið.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óska bókað: Skagafjörður er heilsueflandi samfélag. Megináhersla er lögð á að börn og fullorðnir geti stundað íþróttir við sem bestar aðstæður og sérstaklega er hvatt til slíkrar iðkunar enda er það viðurkenndur þáttur í almennum forvörnum. Skagafjörður styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna með lögheimili í sveitarfélaginu Skagafirði, 5-18 ára á árinu, með greiðslu svokallaðra hvatapeninga. Ánægjulegt er að sjá að hvatapeningar hækki um 12,5% á milli ára, úr 40.000 krónum í 45.000 krónur á árinu 2026. Hvatapeninga er hægt að nýta til að greiða niður æfingagjöld og þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Tillögu minnihlutans er því hafnað.
Fulltrúar Vg og Óháðra ásamt Byggðalista óska bókað.
Ákjósanlegast er að styðjast við hækkun vísitölu neysluverðs hverju sinni og viljum við árétta að frá því í janúar 2022 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 27,1%. Sérstaklega þar sem hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð barna í samfélaginu. Einnig er vert að minnast á að hluti barna í Skagafirði býr ekki svo vel að hafa íþróttahús í sínu nærumhverfi.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að sveitarfélagið Skagafjörður taki upp tekjutengdar viðbótargreiðslur hvatapeninga upp á 20.000 kr. til foreldra/forsjáraðila sem eru undir skilgreindum heildar viðmiðunartekjum heimilisins miðað við launavísitölu hvers árs.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar tillögunni eins og hún liggur fyrir fundinum en felur starfsfólki nefndarinnar að kostnaðarmeta tillögu minnihlutans og leggja fyrir nefndina á næsta fundi í nóvember.
Tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5% samþykkt með tveimur atkvæðum."
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögu um hækkun hvatapeninga úr 40.000 kr. í 45.000 kr. Fulltrúi Byggðalista greiðir atkvæði gegn tillögunni. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Lögð fram tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5%.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að hvatapeningar hækki úr 40.000 kr. í 50.000 kr. per barn þar sem hvatapeningar hafa ekki hækkað síðan árið 2022, eða sem um nemur hækkun á neysluvísitölu frá janúar 2022. Jafnframt er þess óskað að sveitarfélagið Skagafjörður taki samtal við íþrótta- og tómstundafélögin um að hækka ekki æfingagjöld í kjölfarið.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks óska bókað: Skagafjörður er heilsueflandi samfélag. Megináhersla er lögð á að börn og fullorðnir geti stundað íþróttir við sem bestar aðstæður og sérstaklega er hvatt til slíkrar iðkunar enda er það viðurkenndur þáttur í almennum forvörnum. Skagafjörður styrkir frístundaiðkun barna og ungmenna með lögheimili í sveitarfélaginu Skagafirði, 5-18 ára á árinu, með greiðslu svokallaðra hvatapeninga. Ánægjulegt er að sjá að hvatapeningar hækki um 12,5% á milli ára, úr 40.000 krónum í 45.000 krónur á árinu 2026. Hvatapeninga er hægt að nýta til að greiða niður æfingagjöld og þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga. Tillögu minnihlutans er því hafnað.
Fulltrúar Vg og Óháðra ásamt Byggðalista óska bókað.
Ákjósanlegast er að styðjast við hækkun vísitölu neysluverðs hverju sinni og viljum við árétta að frá því í janúar 2022 hefur vísitala neysluverðs hækkað um 27,1%. Sérstaklega þar sem hvatapeningum er ætlað að auka jöfnuð barna í samfélaginu. Einnig er vert að minnast á að hluti barna í Skagafirði býr ekki svo vel að hafa íþróttahús í sínu nærumhverfi.
Fulltrúar VG og óháðra og Byggðalista leggja fram eftirfarandi tillögu:
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að sveitarfélagið Skagafjörður taki upp tekjutengdar viðbótargreiðslur hvatapeninga upp á 20.000 kr. til foreldra/forsjáraðila sem eru undir skilgreindum heildar viðmiðunartekjum heimilisins miðað við launavísitölu hvers árs.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafnar tillögunni eins og hún liggur fyrir fundinum en felur starfsfólki nefndarinnar að kostnaðarmeta tillögu minnihlutans og leggja fyrir nefndina á næsta fundi í nóvember.
Tillaga frá meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, um hækkun hvatapeninga úr kr. 40.000 í kr. 45.000 eða um 12,5% samþykkt með tveimur atkvæðum."
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum tillögu um hækkun hvatapeninga úr 40.000 kr. í 45.000 kr. Fulltrúi Byggðalista greiðir atkvæði gegn tillögunni. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
11.Gjaldskrá íþróttamannvirkja 2026
Málsnúmer 2508122Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá 38. fundi nefndarinnar þann 29. september sl. Lögð er fram tillaga að breytingu á gjaldskrá þar sem bætt verður við gjaldið, sameiginlegum miðum í sundlaugar Skagafjarðar og Byggðasafn Skagfirðinga árið 2026.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða umbeðna breytingu á gjaldskrá og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Málið áður á dagskrá 38. fundi nefndarinnar þann 29. september sl. Lögð er fram tillaga að breytingu á gjaldskrá þar sem bætt verður við gjaldið, sameiginlegum miðum í sundlaugar Skagafjarðar og Byggðasafn Skagfirðinga árið 2026.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða umbeðna breytingu á gjaldskrá og vísar til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
12.Styrkbeiðni v. framkvæmd körfuknattleikja
Málsnúmer 2510236Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Lagt fram erindi frá formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls dags. 19. sept. sl. þar sem óskað er eftir endurmati á fjárframlagi til deildarinnar við framkvæmd körfuknattleikja. Nefndin samþykkir samhljóða umbeðið erindi sem snýr að greiðslu fyrir vinnuframlag í íþróttahúsi fyrir og eftir leiki. Vísað til byggðaráðs. Nefndin tekur ekki afstöðu til erindis sem snýr að fasteignum og vísar því til byggðaráðs."
Í því erindi frá formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls dagsettu 19. september sl., sem lagt var fyrir félagsmála- og tómstundanefnd hefur afstaða verið tekin til þeirra mála er sneru að nefndinni. Eftir situr ósk formanns um að sveitarfélagið komi að því að uppfæra aðstöðu í búningsklefum íþróttahússins og rými fyrir sjúkraþjálfara við undirbúning leikja t.d. með uppsetningu klæðaskápa og geymsluhólfa. Auk þess óskar formaður eftir því að sveitarfélagið merki íþróttahúsið með orðunum "Velkomin í Síkið".
Byggðarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu félagsmála- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Um lið sem félagsmála- og tómstundanefnd tekur ekki afstöðu til, felur byggðarráð sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
"Lagt fram erindi frá formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls dags. 19. sept. sl. þar sem óskað er eftir endurmati á fjárframlagi til deildarinnar við framkvæmd körfuknattleikja. Nefndin samþykkir samhljóða umbeðið erindi sem snýr að greiðslu fyrir vinnuframlag í íþróttahúsi fyrir og eftir leiki. Vísað til byggðaráðs. Nefndin tekur ekki afstöðu til erindis sem snýr að fasteignum og vísar því til byggðaráðs."
Í því erindi frá formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls dagsettu 19. september sl., sem lagt var fyrir félagsmála- og tómstundanefnd hefur afstaða verið tekin til þeirra mála er sneru að nefndinni. Eftir situr ósk formanns um að sveitarfélagið komi að því að uppfæra aðstöðu í búningsklefum íþróttahússins og rými fyrir sjúkraþjálfara við undirbúning leikja t.d. með uppsetningu klæðaskápa og geymsluhólfa. Auk þess óskar formaður eftir því að sveitarfélagið merki íþróttahúsið með orðunum "Velkomin í Síkið".
Byggðarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu félagsmála- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Um lið sem félagsmála- og tómstundanefnd tekur ekki afstöðu til, felur byggðarráð sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
13.Grunnupphæð fjárhagsaðstoðar 2026
Málsnúmer 2510154Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2026 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9. gr. reglna, þ.e. 77,1 % af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð greiðsluviðmið fyrir grunnupphæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2026 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar frá 1. janúar 2026 verði reiknuð með sama hætti og verið hefur samkvæmt 9. gr. reglna, þ.e. 77,1 % af atvinnuleysisbótum eins og þær voru í nóvember árið á undan. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð greiðsluviðmið fyrir grunnupphæð fjárhagsaðstoðar fyrir árið 2026 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
14.Gjaldskrá frístundar 2026
Málsnúmer 2508154Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 42. fundi fræðslunefndar þann 30. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár frístundar sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Dvalargjald í frístund hækkar úr 316 krónum í 325 krónur. Síðdegishressing hækkar úr 273 krónum í 280 krónur. Á þeim dögum sem heilsdagsopnun er í boði er auk dvalargjalds greitt fyrir fæði, þ.e. morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Morgunverður hækkar úr 376 krónum í 386 krónur og hádegisverður hækkar úr 780 krónum í 801 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi helst óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.
Lagt til að bæta við í gjaldskrá texta um gjald fyrir heildagsopnun vegna barna búsettra utan Sauðárkróks til hún sé skýrari. Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum og vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár frístundar sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Dvalargjald í frístund hækkar úr 316 krónum í 325 krónur. Síðdegishressing hækkar úr 273 krónum í 280 krónur. Á þeim dögum sem heilsdagsopnun er í boði er auk dvalargjalds greitt fyrir fæði, þ.e. morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Morgunverður hækkar úr 376 krónum í 386 krónur og hádegisverður hækkar úr 780 krónum í 801 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi helst óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.
Lagt til að bæta við í gjaldskrá texta um gjald fyrir heildagsopnun vegna barna búsettra utan Sauðárkróks til hún sé skýrari. Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum og vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
15.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 09_Skipulags- og byggingarmál
Málsnúmer 2506031Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 85. fundi skipulagsnefndar þann 30. október sl., þannig bókað:
"Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun 2026 með áorðnum breytingum og vísar henni til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 09 og vísar henni til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026.
"Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun 2026 með áorðnum breytingum og vísar henni til umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 09 og vísar henni til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026.
16.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 04_Fræðslu- og uppeldismál
Málsnúmer 2506019Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 42. fundi fræðslunefndar þann 30. október sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir fræðsluþjónustu (04) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við stjórnsýslu- og fjármálasvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokki og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar.
Fræðslunefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 04 og vísar henni til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026.
"Fjárhagsáætlun fyrir fræðsluþjónustu (04) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við stjórnsýslu- og fjármálasvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokki og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðana sveitarstjórnar.
Fræðslunefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Vísað til byggðarráðs."
Byggðarráð samþykkir samhljóða fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 04 og vísar henni til frekari umræðu og afgreiðslu sem hluta af heildarfjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026.
17.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald
Málsnúmer 2510263Vakta málsnúmer
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 217/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um úrvinnslugjald".
Umsagnarfrestur er til og með 08.11. 2025.
Umsagnarfrestur er til og með 08.11. 2025.
18.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85 2008 (háskólasamstæða)
Málsnúmer 2510285Vakta málsnúmer
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 219/2025, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008 (háskólasamstæða)". Umsagnarfrestur er til og með 07.11. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að kynnt séu til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, þar sem veitt er heimild til stofnunar háskólasamstæðu.
Til mikils er að vinna í því tilfelli sem helst er unnið að í þessum efnum nú um stundir. Háskólasamstæða Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum felur í sér tækifæri til aukinnar fjölbreytni í námsframboði og rannsóknastarfsemi á landsbyggðinni, eflingar fjarnáms, aukinnar nýsköpunar, fjölgunar nemenda og þverfaglegs samstarfs á milli háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs.
Byggðarráð fagnar því að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Háskóli Íslands á Hólum verði efldur sem sérhæfður háskóli á landsbyggðinni. Jafnframt að gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands flytjist í Skagafjörð.
Háskólinn á Hólum sinnir í dag námi fyrir mikilvægar undirstöðu- og vaxtagreinar í íslensku atvinnulífi, þ.e. lagareldi, ferðaþjónustu og hestamennsku. Allt greinar sem eru gríðarlega mikilvægar fyrir verðmætasköpun á Íslandi. Byggðarráð Skagafjarðar telur því mikilvægt að samhliða stofnun háskólasamstæðu, skuldbindi stjórnvöld sig til að koma að nauðsynlegri uppbyggingu og rekstri fasteigna Háskólans á Hólum í Skagafirði til að framangreindar greinar megi vaxa og dafna í samræmi við mikilvægi sitt. Í þessu sambandi er rétt að benda á að í greinargerð með frumvarpinu er skýrt tekið fram að húsnæðismál og uppbygging í Skagafirði séu verkefni sem standa ein og sér, óháð þeim breytingum sem eiga sér stað við uppbyggingu háskólasamstæðu. Þá er tekið fram að fasteignafélag Háskóla Íslands mun ekki yfirtaka eða koma að eignum sem nú eru til staðar hjá Háskólanum á Hólum. Mikilvægt er því að tryggt sé að byggð verði upp nauðsynleg aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir í lagareldi og sjávar- og ferskvatnslíffræði á Sauðárkróki og aðstaða fyrir starfsemi hestafræðideildar á Hólum í Hjaltadal, auk aðstöðu fyrir kennslu í ferðaþjónustu.
Byggðarráð Skagafjarðar áréttar mikilvægi þess að vel verði staðið að öllum undirbúningi fyrir stofnun háskólasamstæðu þannig að hún verði eftirsóknarverður kostur fyrir fleiri háskóla og rannsóknastofnanir.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að kynnt séu til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, þar sem veitt er heimild til stofnunar háskólasamstæðu.
Til mikils er að vinna í því tilfelli sem helst er unnið að í þessum efnum nú um stundir. Háskólasamstæða Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum felur í sér tækifæri til aukinnar fjölbreytni í námsframboði og rannsóknastarfsemi á landsbyggðinni, eflingar fjarnáms, aukinnar nýsköpunar, fjölgunar nemenda og þverfaglegs samstarfs á milli háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs.
Byggðarráð fagnar því að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Háskóli Íslands á Hólum verði efldur sem sérhæfður háskóli á landsbyggðinni. Jafnframt að gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands flytjist í Skagafjörð.
Háskólinn á Hólum sinnir í dag námi fyrir mikilvægar undirstöðu- og vaxtagreinar í íslensku atvinnulífi, þ.e. lagareldi, ferðaþjónustu og hestamennsku. Allt greinar sem eru gríðarlega mikilvægar fyrir verðmætasköpun á Íslandi. Byggðarráð Skagafjarðar telur því mikilvægt að samhliða stofnun háskólasamstæðu, skuldbindi stjórnvöld sig til að koma að nauðsynlegri uppbyggingu og rekstri fasteigna Háskólans á Hólum í Skagafirði til að framangreindar greinar megi vaxa og dafna í samræmi við mikilvægi sitt. Í þessu sambandi er rétt að benda á að í greinargerð með frumvarpinu er skýrt tekið fram að húsnæðismál og uppbygging í Skagafirði séu verkefni sem standa ein og sér, óháð þeim breytingum sem eiga sér stað við uppbyggingu háskólasamstæðu. Þá er tekið fram að fasteignafélag Háskóla Íslands mun ekki yfirtaka eða koma að eignum sem nú eru til staðar hjá Háskólanum á Hólum. Mikilvægt er því að tryggt sé að byggð verði upp nauðsynleg aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir í lagareldi og sjávar- og ferskvatnslíffræði á Sauðárkróki og aðstaða fyrir starfsemi hestafræðideildar á Hólum í Hjaltadal, auk aðstöðu fyrir kennslu í ferðaþjónustu.
Byggðarráð Skagafjarðar áréttar mikilvægi þess að vel verði staðið að öllum undirbúningi fyrir stofnun háskólasamstæðu þannig að hún verði eftirsóknarverður kostur fyrir fleiri háskóla og rannsóknastofnanir.
19.Ágóðahlutagreiðsla EBÍ 2025
Málsnúmer 2510270Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf dagsett 27. október 2025 frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands. Tilkynnt er um að ágóðahlutagreiðsla til sveitarfélagsins nemi 1.678.000 kr. á árinu 2025.
Fundi slitið - kl. 14:36.