Styrkbeiðni v. framkvæmd körfuknattleikja
Málsnúmer 2510236
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 39. fundur - 27.10.2025
Lagt fram erindi frá formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls dags.19.sept. sl. þar sem óskað er eftir endurmati á fjárframlagi til deildarinnar við framkvæmd körfuknattleikja. Nefndin samþykkir samhljóða umbeðið erindi sem snýr að greiðslu fyrir vinnuframlag í íþróttahúsi fyrir og eftir leiki. Vísað til byggðaráðs. Nefndin tekur ekki afstöðu til erindis sem snýr að fasteignum og vísar því til byggðaráðs.
Anna Karitas Ingvarsdóttir Sighvats, sérfræðingur í fjármálum hjá fjármálasviði sat fundinn undir þessum lið. Guðlaugur Skúlason vék af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð Skagafjarðar - 169. fundur - 05.11.2025
Máli vísað frá 39. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 27. október sl., þannig bókað:
"Lagt fram erindi frá formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls dags. 19. sept. sl. þar sem óskað er eftir endurmati á fjárframlagi til deildarinnar við framkvæmd körfuknattleikja. Nefndin samþykkir samhljóða umbeðið erindi sem snýr að greiðslu fyrir vinnuframlag í íþróttahúsi fyrir og eftir leiki. Vísað til byggðaráðs. Nefndin tekur ekki afstöðu til erindis sem snýr að fasteignum og vísar því til byggðaráðs."
Í því erindi frá formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls dagsettu 19. september sl., sem lagt var fyrir félagsmála- og tómstundanefnd hefur afstaða verið tekin til þeirra mála er sneru að nefndinni. Eftir situr ósk formanns um að sveitarfélagið komi að því að uppfæra aðstöðu í búningsklefum íþróttahússins og rými fyrir sjúkraþjálfara við undirbúning leikja t.d. með uppsetningu klæðaskápa og geymsluhólfa. Auk þess óskar formaður eftir því að sveitarfélagið merki íþróttahúsið með orðunum "Velkomin í Síkið".
Byggðarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu félagsmála- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Um lið sem félagsmála- og tómstundanefnd tekur ekki afstöðu til, felur byggðarráð sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.
"Lagt fram erindi frá formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls dags. 19. sept. sl. þar sem óskað er eftir endurmati á fjárframlagi til deildarinnar við framkvæmd körfuknattleikja. Nefndin samþykkir samhljóða umbeðið erindi sem snýr að greiðslu fyrir vinnuframlag í íþróttahúsi fyrir og eftir leiki. Vísað til byggðaráðs. Nefndin tekur ekki afstöðu til erindis sem snýr að fasteignum og vísar því til byggðaráðs."
Í því erindi frá formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls dagsettu 19. september sl., sem lagt var fyrir félagsmála- og tómstundanefnd hefur afstaða verið tekin til þeirra mála er sneru að nefndinni. Eftir situr ósk formanns um að sveitarfélagið komi að því að uppfæra aðstöðu í búningsklefum íþróttahússins og rými fyrir sjúkraþjálfara við undirbúning leikja t.d. með uppsetningu klæðaskápa og geymsluhólfa. Auk þess óskar formaður eftir því að sveitarfélagið merki íþróttahúsið með orðunum "Velkomin í Síkið".
Byggðarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu félagsmála- og tómstundanefndar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar. Um lið sem félagsmála- og tómstundanefnd tekur ekki afstöðu til, felur byggðarráð sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um málið.