Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 219/2025, "Frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, nr. 85/2008 (háskólasamstæða)". Umsagnarfrestur er til og með 07.11. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að kynnt séu til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, þar sem veitt er heimild til stofnunar háskólasamstæðu.
Til mikils er að vinna í því tilfelli sem helst er unnið að í þessum efnum nú um stundir. Háskólasamstæða Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum felur í sér tækifæri til aukinnar fjölbreytni í námsframboði og rannsóknastarfsemi á landsbyggðinni, eflingar fjarnáms, aukinnar nýsköpunar, fjölgunar nemenda og þverfaglegs samstarfs á milli háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs.
Byggðarráð fagnar því að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Háskóli Íslands á Hólum verði efldur sem sérhæfður háskóli á landsbyggðinni. Jafnframt að gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands flytjist í Skagafjörð.
Háskólinn á Hólum sinnir í dag námi fyrir mikilvægar undirstöðu- og vaxtagreinar í íslensku atvinnulífi, þ.e. lagareldi, ferðaþjónustu og hestamennsku. Allt greinar sem eru gríðarlega mikilvægar fyrir verðmætasköpun á Íslandi. Byggðarráð Skagafjarðar telur því mikilvægt að samhliða stofnun háskólasamstæðu, skuldbindi stjórnvöld sig til að koma að nauðsynlegri uppbyggingu og rekstri fasteigna Háskólans á Hólum í Skagafirði til að framangreindar greinar megi vaxa og dafna í samræmi við mikilvægi sitt. Í þessu sambandi er rétt að benda á að í greinargerð með frumvarpinu er skýrt tekið fram að húsnæðismál og uppbygging í Skagafirði séu verkefni sem standa ein og sér, óháð þeim breytingum sem eiga sér stað við uppbyggingu háskólasamstæðu. Þá er tekið fram að fasteignafélag Háskóla Íslands mun ekki yfirtaka eða koma að eignum sem nú eru til staðar hjá Háskólanum á Hólum. Mikilvægt er því að tryggt sé að byggð verði upp nauðsynleg aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir í lagareldi og sjávar- og ferskvatnslíffræði á Sauðárkróki og aðstaða fyrir starfsemi hestafræðideildar á Hólum í Hjaltadal, auk aðstöðu fyrir kennslu í ferðaþjónustu.
Byggðarráð Skagafjarðar áréttar mikilvægi þess að vel verði staðið að öllum undirbúningi fyrir stofnun háskólasamstæðu þannig að hún verði eftirsóknarverður kostur fyrir fleiri háskóla og rannsóknastofnanir.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að kynnt séu til samráðs drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um opinbera háskóla, þar sem veitt er heimild til stofnunar háskólasamstæðu.
Til mikils er að vinna í því tilfelli sem helst er unnið að í þessum efnum nú um stundir. Háskólasamstæða Háskóla Íslands og Háskólans á Hólum felur í sér tækifæri til aukinnar fjölbreytni í námsframboði og rannsóknastarfsemi á landsbyggðinni, eflingar fjarnáms, aukinnar nýsköpunar, fjölgunar nemenda og þverfaglegs samstarfs á milli háskóla, rannsóknastofnana og atvinnulífs.
Byggðarráð fagnar því að í frumvarpinu er gert ráð fyrir að Háskóli Íslands á Hólum verði efldur sem sérhæfður háskóli á landsbyggðinni. Jafnframt að gert er ráð fyrir að höfuðstöðvar Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands flytjist í Skagafjörð.
Háskólinn á Hólum sinnir í dag námi fyrir mikilvægar undirstöðu- og vaxtagreinar í íslensku atvinnulífi, þ.e. lagareldi, ferðaþjónustu og hestamennsku. Allt greinar sem eru gríðarlega mikilvægar fyrir verðmætasköpun á Íslandi. Byggðarráð Skagafjarðar telur því mikilvægt að samhliða stofnun háskólasamstæðu, skuldbindi stjórnvöld sig til að koma að nauðsynlegri uppbyggingu og rekstri fasteigna Háskólans á Hólum í Skagafirði til að framangreindar greinar megi vaxa og dafna í samræmi við mikilvægi sitt. Í þessu sambandi er rétt að benda á að í greinargerð með frumvarpinu er skýrt tekið fram að húsnæðismál og uppbygging í Skagafirði séu verkefni sem standa ein og sér, óháð þeim breytingum sem eiga sér stað við uppbyggingu háskólasamstæðu. Þá er tekið fram að fasteignafélag Háskóla Íslands mun ekki yfirtaka eða koma að eignum sem nú eru til staðar hjá Háskólanum á Hólum. Mikilvægt er því að tryggt sé að byggð verði upp nauðsynleg aðstaða fyrir kennslu og rannsóknir í lagareldi og sjávar- og ferskvatnslíffræði á Sauðárkróki og aðstaða fyrir starfsemi hestafræðideildar á Hólum í Hjaltadal, auk aðstöðu fyrir kennslu í ferðaþjónustu.
Byggðarráð Skagafjarðar áréttar mikilvægi þess að vel verði staðið að öllum undirbúningi fyrir stofnun háskólasamstæðu þannig að hún verði eftirsóknarverður kostur fyrir fleiri háskóla og rannsóknastofnanir.