Sveitarfélaginu barst erindi frá Markaðsstofu Norðurlands dagsett 27. október 2025. Síðasta vor sameinuðust sveitarfélög á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra um áskorun sem send var stjórnvöldum. Þar var sett fram afdráttarlaus krafa sveitarfélaga á Norðurlandi að Akureyrarflugvöllur verði áfram byggður upp og markaðssettur sem ein af gáttum Íslands. Lítil viðbrögð hafa komið fram frá stjórnvöldum varðandi þetta mál. Flugklasinn hefur markvisst reynt að fylgja eftir þessari áskorun með ýmsum ráðum án árangurs. Þetta þýðir að fjármögnun Flugklasans er enn ekki tryggð til lengri tíma. Markaðsstofan óskar þess vegna eftir stuðningi sveitarfélaga við Flugklasann Air 66N fyrir árið 2026 á meðan gengið er frá því hvernig framtíðarfjármögnun verður háttað.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði. Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við fyrri ákvörðun og hafnar því erindi Markaðsstofu Norðurlands um fjármagn í Flugklasann Air 66N.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á 73. fundi sínum 29. nóvember 2023 að styrkja verkefnið um 650 þúsund krónur á árinu 2024 og jafnframt að ekki yrði um frekari fjárveitingar að ræða til verkefnisins frá Skagafirði. Byggðarráð samþykkir samhljóða að standa við fyrri ákvörðun og hafnar því erindi Markaðsstofu Norðurlands um fjármagn í Flugklasann Air 66N.