Fara í efni

Samstarfsyfirlýsing um farsældarráð

Málsnúmer 2510076

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 165. fundur - 09.10.2025

Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Lagður fram samstarfssamningur um svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi vestra. Í samstarfssamningnum gera Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagaströnd, Skagafjörður, Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Lögreglustjóri Norðurlands vestra, Sýslumaður Norðurlands vestra, svæðisstöð íþróttahéraða og kirkjan á Norðurlandi vestra samkomulag um stofnun Farsældarráðs, í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 42. fundur - 15.10.2025

Vísað frá 165. fundi byggðarráðs frá 9. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Lagður fram samstarfssamningur um svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi vestra. Í samstarfssamningnum gera Húnaþing vestra, Húnabyggð, Skagaströnd, Skagafjörður, Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Lögreglustjóri Norðurlands vestra, Sýslumaður Norðurlands vestra, svæðisstöð íþróttahéraða og kirkjan á Norðurlandi vestra samkomulag um stofnun Farsældarráðs, í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Byggðarráð samþykkir samninginn samhljóða fyrir sitt leyti og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.

Samstarfssamningurinn er borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktur með átta atkvæðum.

Byggðarráð Skagafjarðar - 169. fundur - 05.11.2025

Á 165. fundi byggðarráðs þann 9. október sl. samþykkti byggðarráð samhljóða samstarfssamning um svæðisbundið farsældarráð á Norðurlandi vestra í samræmi við 5. gr. laga nr. 86/2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Sveitarstjórn Skagafjarðar staðfesti þann samning á 42. fundi sínum. Aðilar að samstarfssamningnum hafa skipað starfsmenn úr sínum röðum og nú er kallað eftir tilnefningum kjörinna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa Sólborgu Sigurrósu Borgarsdóttur fyrir hönd flokka í meirihluta í sveitarstjórn Skagafjarðar og Sigurlaugu Vordísi Eysteinsdóttur fyrir hönd flokka í minnihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar.