Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði
Málsnúmer 2510244Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd hefur ráðist í margvíslegar aðgerðir á kjörtímabilinu til að bæta starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði og bregðast við áskorunum er tengjast fjölgun barna og mönnun starfsstöðva. Þar má meðal annars nefna tímabundnar aðgerðir sumarið 2022 og umfangsmikla vinnu spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum í Skagafirði þar sem markmiðið var að efla starfsumhverfi bæði fyrir börn og starfsfólk með vellíðan og velferð allra í huga. Upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir um áhrif nýrrar nálgunar í leikskólamálum í Skagafirði eru m.a að meðaldvalartími barna hefur minnkað sem hefur létt álagi á starfsmenn og börn. Atvinnuleysi á Norðurlandi vestra mælist nú undir 1% og erfiðlega gengur að manna fjölmarga vinnustaði, þ.á.m. leikskóla. Leitað er allra leiða til að fá fólk til starfa á leikskólum sem hafa skilað nokkrum árangri. Jafnframt hefur verið auglýst eftir dagforeldrum, en engar fyrirspurnir hafa borist vegna þess. Þá hefur félagsmála- og tómstundanefnd samþykkt að hækka greiðslur til foreldra barna eldri en 12 mánaða sem bíða eftir leikskóladvöl. Til að styðja enn betur við mannauð leikskólanna, stuðla að heilbrigðu og stöðugu starfsumhverfi og tryggja áframhaldandi gæði og jákvætt leikskólastarf til lengri tíma er lagt til að sveitarfélagið kaupi þjónustu frá Auðnast ehf., sem sérhæfir sig í heilsu- og sálfélagslegri vinnuvernd. Þjónustan felur meðal annars í sér ráðgjöf, fræðslu og stuðning með það að markmiði að bæta líðan, efla starfsánægju og draga úr fjarvistum. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar að ganga til samninga við Auðnast ehf., og vinna málið áfram.
2.Mannauðsmælingar í skólum Skagafjarðar
Málsnúmer 2502175Vakta málsnúmer
Í lok síðasta árs samdi Skagafjörður við HR Monitor um reglulegar mannauðsmælingar. Mannauðsstjóri stillir upp mælingum í samstarfi við HR Monitor. Hægt er að mæla allt að 12 sinnum á ári. Upphaflega var stefnt að því að senda út könnun mánaðarlega en nú er horft til þess að gera mælingar annan hvern mánuð. Spurt er um níu þætti í hvert sinn sem snúa að gæðum og tengslum, starfsánægju, sjálfstæði til ákvarðanatöku, stuðning frá stjórnendum, kröfur um árangur, skýra framtíðarsýn, um áhuga, virðingu og hollustu, þjálfun og þróun og ein opin spurning er lögð fyrir í hverri mælingu. Helstu niðurstöður úr mælingum eru sendar beint til þeirra sem tóku þátt í mælingu, en jafnframt er áhersla lögð á að stjórnendur taki samtal með sínum starfsmannahópi um niðurstöður mælinga hverju sinni. Niðurstöður mælinga í september 2025 í skólum Skagafjarðar lagðar fram til kynningar fyrir fræðslunefnd.
3.Gjaldskrá frístundar 2026
Málsnúmer 2508154Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár frístundar sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Dvalargjald í frístund hækkar úr 316 krónum í 325 krónur. Síðdegishressing hækkar úr 273 krónum í 280 krónur. Á þeim dögum sem heilsdagsopnun er í boði er auk dvalargjalds greitt fyrir fæði, þ.e. morgunverð, hádegisverð og síðdegishressingu. Morgunverður hækkar úr 376 krónum í 386 krónur og hádegisverður hækkar úr 780 krónum í 801 krónur. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi helst óbreyttur, 50% hjá öðru barni og 100% hjá þriðja barni. Börn í dreifbýli hafa áfram forgang að heilsdagsvistun.
Lagt til að bæta við í gjaldskrá texta um gjald fyrir heildagsopnun vegna barna búsett utan Sauðárkróks til hún sé skýrari. Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum og vísað til byggðarráðs.
Lagt til að bæta við í gjaldskrá texta um gjald fyrir heildagsopnun vegna barna búsett utan Sauðárkróks til hún sé skýrari. Tillagan samþykkt samhljóða með áorðnum breytingum og vísað til byggðarráðs.
4.Tillaga frá VG og Óháðum um könnun í leikskólum Skagafjarðar
Málsnúmer 2510245Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga frá fulltrúa VG og Óháðra um að fram fari nafnlaus könnun í leikskólum í Skagafirði til þess að leita úrbóta í vinnuumhverfi og leiðum til að laða að nýtt starfsfólk. Tillaga borin upp til atkvæðagreiðslu og felld með tveimur atkvæðum. Fulltrúi Byggðalistans sat hjá.
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Í samræmi við skýrslu Spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum lagði fræðslunefnd til að innleiddar yrðu reglulegar starfsánægjukannanir í leikskólum. Byggðarráð samþykkti þessa tillögu og samþykkti að könnunin yrði gerð á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins. Í lok árs 2024 var samið við HR Monitor um þessa þjónustu. Á tveggja mánaða fresti er framkvæmd nafnlaus könnun og því tækifæri fyrir starfsfólk Skagafjarðar að koma ábendingum á framfæri. Auk þess er fyrirhugað að leita liðsinnis Auðnast ehf. varðandi ráðgjöf, fræðslu og stuðning með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju starfsfólks. Á þeim forsendum teljum við ekki tímabært að ráðast í sérstaka könnun því til viðbótar."
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Í samræmi við skýrslu Spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum lagði fræðslunefnd til að innleiddar yrðu reglulegar starfsánægjukannanir í leikskólum. Byggðarráð samþykkti þessa tillögu og samþykkti að könnunin yrði gerð á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins. Í lok árs 2024 var samið við HR Monitor um þessa þjónustu. Á tveggja mánaða fresti er framkvæmd nafnlaus könnun og því tækifæri fyrir starfsfólk Skagafjarðar að koma ábendingum á framfæri. Auk þess er fyrirhugað að leita liðsinnis Auðnast ehf. varðandi ráðgjöf, fræðslu og stuðning með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju starfsfólks. Á þeim forsendum teljum við ekki tímabært að ráðast í sérstaka könnun því til viðbótar."
5.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 04_Fræðslu- og uppeldismál
Málsnúmer 2506019Vakta málsnúmer
Fjárhagsáætlun fyrir fræðsluþjónustu (04 ) lögð fram til síðari umræðu í nefndinni. Áætlunin er unnin í samstarfi við stjórnsýslu- og fjármálasvið sem og forstöðumenn einstakra stofnana. Áætlunin endurspeglar þá þjónustu sem veitt er í þessum málaflokki og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru m.t.t. lagaákvæða og/eða ákvarðanir sveitarstjórnar.
Fræðslunefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Vísað til byggðarráðs.
Fræðslunefnd samþykkir áætlunina samhljóða fyrir sitt leyti með áorðnum breytingum og færir starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir vinnu við fjárhagsáætlun 2026. Vísað til byggðarráðs.
Fundi slitið - kl. 17:50.