Lögð fram tillaga frá fulltrúa VG og Óháðra um að fram fari nafnlaus könnun í leikskólum í Skagafirði til þess að leita úrbóta í vinnuumhverfi og leiðum til að laða að nýtt starfsfólk. Tillaga borin upp til atkvæðagreiðslu og felld með tveimur atkvæðum. Fulltrúi Byggðalistans sat hjá.
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Í samræmi við skýrslu Spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum lagði fræðslunefnd til að innleiddar yrðu reglulegar starfsánægjukannanir í leikskólum. Byggðarráð samþykkti þessa tillögu og samþykkti að könnunin yrði gerð á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins. Í lok árs 2024 var samið við HR Monitor um þessa þjónustu. Á tveggja mánaða fresti er framkvæmd nafnlaus könnun og því tækifæri fyrir starfsfólk Skagafjarðar að koma ábendingum á framfæri. Auk þess er fyrirhugað að leita liðsinnis Auðnast ehf. varðandi ráðgjöf, fræðslu og stuðning með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju starfsfólks. Á þeim forsendum teljum við ekki tímabært að ráðast í sérstaka könnun því til viðbótar."
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Í samræmi við skýrslu Spretthóps um nýja nálgun í leikskólamálum lagði fræðslunefnd til að innleiddar yrðu reglulegar starfsánægjukannanir í leikskólum. Byggðarráð samþykkti þessa tillögu og samþykkti að könnunin yrði gerð á öllum starfsstöðvum sveitarfélagsins. Í lok árs 2024 var samið við HR Monitor um þessa þjónustu. Á tveggja mánaða fresti er framkvæmd nafnlaus könnun og því tækifæri fyrir starfsfólk Skagafjarðar að koma ábendingum á framfæri. Auk þess er fyrirhugað að leita liðsinnis Auðnast ehf. varðandi ráðgjöf, fræðslu og stuðning með það að markmiði að bæta líðan og starfsánægju starfsfólks. Á þeim forsendum teljum við ekki tímabært að ráðast í sérstaka könnun því til viðbótar."