Fara í efni

Samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar

Málsnúmer 2510199

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 167. fundur - 22.10.2025

Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar. Breytingartillagan snýr að því að heimilt verði samkvæmt samþykktinni að bregða frá litanotkun á sjálfu byggðamerkinu á samfélagsmiðlum og kynningarefni til að sýna stuðning við almennar vitundarvakningarherferðir, til dæmis að nota bleikt merki í bleikum október.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 43. fundur - 19.11.2025

Vísað frá 167. fundi byggðarráðs frá 22. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar. Breytingartillagan snýr að því að heimilt verði samkvæmt samþykktinni að bregða frá litanotkun á sjálfu byggðamerkinu á samfélagsmiðlum og kynningarefni til að sýna stuðning við almennar vitundarvakningarherferðir, til dæmis að nota bleikt merki í bleikum október.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð samþykkt borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.