Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Framkvæmdir og viðhald 2026
Málsnúmer 2510197Vakta málsnúmer
2.Freyjugötureitur
Málsnúmer 2510198Vakta málsnúmer
Undir þessum lið mætti Arnór Halldórsson lögmaður til fundarins í gegnum fjarfundarbúnað.
Árið 2020 undirritaði Skagafjörður samning um þróun Freyjugötureitsins svokallaða við tvö félög, Hrafnshól ehf., kt. 540217-1300 og Nýjatún ehf., kt. 470219-1220. Markmið samningsins var að þróa og byggja á Freyjugötureitnum íbúðarhúsnæði sem gerði ráð fyrir að reiturinn yrði fullbyggður innan 10 ára. Upplýst hefur verið að bæði félögin, þ.e. Hrafnshóll ehf. og Nýjatún ehf., hafa verið úrskurðuð gjaldþrota.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að leita liðsinnis lögmanns til þess að rifta þróunarsamningi um Freyjugötureit á grundvelli ákvæðis samnings um riftun vegna gjaldþrots félaganna.
Árið 2020 undirritaði Skagafjörður samning um þróun Freyjugötureitsins svokallaða við tvö félög, Hrafnshól ehf., kt. 540217-1300 og Nýjatún ehf., kt. 470219-1220. Markmið samningsins var að þróa og byggja á Freyjugötureitnum íbúðarhúsnæði sem gerði ráð fyrir að reiturinn yrði fullbyggður innan 10 ára. Upplýst hefur verið að bæði félögin, þ.e. Hrafnshóll ehf. og Nýjatún ehf., hafa verið úrskurðuð gjaldþrota.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að leita liðsinnis lögmanns til þess að rifta þróunarsamningi um Freyjugötureit á grundvelli ákvæðis samnings um riftun vegna gjaldþrots félaganna.
3.Endurvakning kjörstaðar í Ketilási
Málsnúmer 2505215Vakta málsnúmer
Lögð fram fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur, fulltrúa VG og óháðra, svohljóðandi:
"Á fundi byggðarráðs þann 27. maí 2025 lagði fulltrúi VG og óháðra fram tillögu um endurvakningu kjörstaðar í Ketilási í Fljótum við næstu þing- og sveitarstjórnarkosningar.
Samkvæmt afgreiðslu málsins á sínum tíma var samþykkt breytingartillaga þess efnis að sveitarstjóra yrði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði síðustu tíu ár og að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað á meðan sú vinna væri í gangi.
Í ljósi þess að nokkur tími er liðinn frá þeirri ákvörðun er óskað upplýsinga um eftirfarandi:
1. Hvar stendur sú vinna sem sveitarstjóra var falið að vinna, þ.e. að safna upplýsingum um þróun kjörsóknar í Skagafirði síðustu tíu ár?
2. Er áætlað að taka málið aftur fyrir með hliðsjón af þeim gögnum sem aflað hefur verið?"
Svör byggðarráðs eru svohljóðandi:
Á 148. fundi byggðarráðs 27. maí 2025 fól byggðarráð sveitarstjóra að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna væri í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað.
Nú hafa kjörbækur með síðustu upplýsingum um kjörsókn skilað sér aftur til Skagafjarðar og liggur því fyrir kjörsókn eftir kjördeildum í Skagafirði frá 2016. Er hún sem sjá má í fylgiskjali.
Í samræmi við samþykkt byggðarráðs frá 148. fundi þess er nú unnt að taka að nýju fyrir tillögu um að endurvekja kjörstað í Ketilási í Fljótum við næstu þing- og sveitarstjórnarkosningar en áður hafði sveitarstjórn, í mars 2023, samþykkt fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, með kjördeildum á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Af fyrirliggjandi tölum um kjörsókn í bæði Alþingiskosningunum, forsetakosningum og sveitarstjórnarkosningum frá 2016-2024 má sjá að kjörsókn hefur aldrei verið hærri í Skagafirði en í bæði forsetakosningunum og Alþingiskosningunum sem fram fóru árið 2024. Sé eingöngu horft á kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum árin 2018 og 2022, þá var hún lægst bæði árin á kjörstöðunum í Ketilási og á Hólum. Almennt sagt um kjörsókn á þessu tímabili frá 2016 til 2024, þá er hún oftast lægri í öllum kosningum á minni kjörstöðunum en þeim stærri. Kjörstaðirnir á Hofsósi og Sauðárkróki koma að jafnaði best út öll árin og Varmahlíð þar á eftir. Kjörsókn í Héðinsminni er þó undantekning frá þessu þar sem hún er hæst í heildina að meðaltali yfir öll árin.
Af fyrirliggjandi tölum um kjörsókn í Skagafirði frá árinu 2016 til og með árinu 2024, er ekkert sem bendir til að lokun kjörstaðanna í Héðinsminni, Hólum, Ketilási og Skagaseli hafi haft neikvæð áhrif á kjörsókn íbúa."
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Fulltrúi VG og óháðra harmar þá ákvörðun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að hafna tillögu um að endurvekja kjörstað í Ketilási í Fljótum.
Með því að hafna tillögunni er horft fram hjá þeim raunverulegu aðstæðum sem íbúar jaðarsveita eins og Fljóta búa við í ljósi veðurskilyrða og samgönguerfiðleika t.d. í síðustu þingkosningum í nóvember 2024 en þá voru veður válynd í Fljótum. Þó að það hafi ekki skilað sér í slæmri kjörsókn síðastliðinn nóvember samkvæmt þessum tölum þá voru utankjörfundaratkvæði í síðustu þingkosningum óvanalega mörg, mögulega var það fyrirhyggja fólks vegna veðurspár á þeim árstíma. Þessi afgreiðsla vekur spurningar um jafnræði og aðgengi að lýðræðislegum réttindum allra íbúa sveitarfélagsins, óháð búsetu.
Það hlýtur að vera ábyrg stjórnsýsla að endurskoða ákvarðanir þegar reynslan sýnir að þær hafi í för með sér skerðingu á þjónustu eða aðgengi. Höfnun á þessari tillögu er því miður merki um skort á vilja til að hlusta á íbúana og aðlaga stjórnsýsluna að aðstæðum á hverjum stað. Kostnaður við endurvakningu kjörstaðar í Ketilási er óverulegur en ávinningurinn væri aukið lýðræðislegt aðgengi og aukið traust á stjórnsýslu. VG og óháð telja því að hér hafi verið tækifæri til endurskoðunar og úrbóta sem því miður var ekki nýtt."
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vilja árétta að rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna tillögu um að enduropna kjörstaðinn í Ketilási sem lögð var fram þann 27. maí sl. af fulltrúa VG og óháðra.
"Á fundi byggðarráðs þann 27. maí 2025 lagði fulltrúi VG og óháðra fram tillögu um endurvakningu kjörstaðar í Ketilási í Fljótum við næstu þing- og sveitarstjórnarkosningar.
Samkvæmt afgreiðslu málsins á sínum tíma var samþykkt breytingartillaga þess efnis að sveitarstjóra yrði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði síðustu tíu ár og að afgreiðslu tillögunnar yrði frestað á meðan sú vinna væri í gangi.
Í ljósi þess að nokkur tími er liðinn frá þeirri ákvörðun er óskað upplýsinga um eftirfarandi:
1. Hvar stendur sú vinna sem sveitarstjóra var falið að vinna, þ.e. að safna upplýsingum um þróun kjörsóknar í Skagafirði síðustu tíu ár?
2. Er áætlað að taka málið aftur fyrir með hliðsjón af þeim gögnum sem aflað hefur verið?"
Svör byggðarráðs eru svohljóðandi:
Á 148. fundi byggðarráðs 27. maí 2025 fól byggðarráð sveitarstjóra að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna væri í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað.
Nú hafa kjörbækur með síðustu upplýsingum um kjörsókn skilað sér aftur til Skagafjarðar og liggur því fyrir kjörsókn eftir kjördeildum í Skagafirði frá 2016. Er hún sem sjá má í fylgiskjali.
Í samræmi við samþykkt byggðarráðs frá 148. fundi þess er nú unnt að taka að nýju fyrir tillögu um að endurvekja kjörstað í Ketilási í Fljótum við næstu þing- og sveitarstjórnarkosningar en áður hafði sveitarstjórn, í mars 2023, samþykkt fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, með kjördeildum á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð.
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Af fyrirliggjandi tölum um kjörsókn í bæði Alþingiskosningunum, forsetakosningum og sveitarstjórnarkosningum frá 2016-2024 má sjá að kjörsókn hefur aldrei verið hærri í Skagafirði en í bæði forsetakosningunum og Alþingiskosningunum sem fram fóru árið 2024. Sé eingöngu horft á kjörsókn í sveitarstjórnarkosningum árin 2018 og 2022, þá var hún lægst bæði árin á kjörstöðunum í Ketilási og á Hólum. Almennt sagt um kjörsókn á þessu tímabili frá 2016 til 2024, þá er hún oftast lægri í öllum kosningum á minni kjörstöðunum en þeim stærri. Kjörstaðirnir á Hofsósi og Sauðárkróki koma að jafnaði best út öll árin og Varmahlíð þar á eftir. Kjörsókn í Héðinsminni er þó undantekning frá þessu þar sem hún er hæst í heildina að meðaltali yfir öll árin.
Af fyrirliggjandi tölum um kjörsókn í Skagafirði frá árinu 2016 til og með árinu 2024, er ekkert sem bendir til að lokun kjörstaðanna í Héðinsminni, Hólum, Ketilási og Skagaseli hafi haft neikvæð áhrif á kjörsókn íbúa."
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Fulltrúi VG og óháðra harmar þá ákvörðun meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks að hafna tillögu um að endurvekja kjörstað í Ketilási í Fljótum.
Með því að hafna tillögunni er horft fram hjá þeim raunverulegu aðstæðum sem íbúar jaðarsveita eins og Fljóta búa við í ljósi veðurskilyrða og samgönguerfiðleika t.d. í síðustu þingkosningum í nóvember 2024 en þá voru veður válynd í Fljótum. Þó að það hafi ekki skilað sér í slæmri kjörsókn síðastliðinn nóvember samkvæmt þessum tölum þá voru utankjörfundaratkvæði í síðustu þingkosningum óvanalega mörg, mögulega var það fyrirhyggja fólks vegna veðurspár á þeim árstíma. Þessi afgreiðsla vekur spurningar um jafnræði og aðgengi að lýðræðislegum réttindum allra íbúa sveitarfélagsins, óháð búsetu.
Það hlýtur að vera ábyrg stjórnsýsla að endurskoða ákvarðanir þegar reynslan sýnir að þær hafi í för með sér skerðingu á þjónustu eða aðgengi. Höfnun á þessari tillögu er því miður merki um skort á vilja til að hlusta á íbúana og aðlaga stjórnsýsluna að aðstæðum á hverjum stað. Kostnaður við endurvakningu kjörstaðar í Ketilási er óverulegur en ávinningurinn væri aukið lýðræðislegt aðgengi og aukið traust á stjórnsýslu. VG og óháð telja því að hér hafi verið tækifæri til endurskoðunar og úrbóta sem því miður var ekki nýtt."
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks vilja árétta að rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað."
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna tillögu um að enduropna kjörstaðinn í Ketilási sem lögð var fram þann 27. maí sl. af fulltrúa VG og óháðra.
4.Gjaldskrá fasteignaskatts og lóðar- og landleigu árið 2026
Málsnúmer 2510196Vakta málsnúmer
Lögð fram gjaldskrá fasteignaskatts, lóðar- og landleigu fyrir árið 2026.
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2026 til 1. nóvember 2026. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2026. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2026, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
Samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá er álagningarhlutfalli fasteignaskatts og lóðarleigu haldið óbreyttu frá árinu 2025, (að undanskildu því að álagning A-flokks lækkar úr 0,47% í 0,435%. Landleiga beitarlands verði 13.000 kr./ha á ári og landleiga ræktunarlands verði 19.000 kr./ha á ári.
Mörg sveitarfélög hafa átt erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá urðu þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið var reiknað. Byggðarráð fagnar því að með nýjum lögum um Jöfnunarsjóð hafi tengingu fasteignaskatta við úthlutun framlaga frá Jöfnunarsjóði verið aflétt. Auk þess er vert að vekja máls á þeirri ánægjulegu staðreynd að í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2026 er jafnframt svigrúm til áframhaldandi lækkunar fasteignaskatta á íbúa Skagafjarðar. Í ljósi mikillar hækkunar á fasteignamati íbúða sem er 13,5% í Skagafirði milli áranna 2025 og 2026, er það mikið fagnaðarefni að með þessari lækkun álagningarstuðuls eru þau áhrif hækkunar lækkuð úr 13,5% í tæp 5% sem er áætluð hækkun vegins meðaltals launavísitölu og vísitölu neysluverðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Fjöldi gjalddaga fasteignagjalda verði tíu, frá 1. febrúar 2026 til 1. nóvember 2026. Heildarálagning á fasteign sem ekki nær 350 kr. fellur niður. Ef álagning fasteignagjalda á fasteign nær ekki 28.000 kr. á gjaldanda, verður öll upphæðin innheimt á fyrsta gjalddaga, 1. febrúar 2026. Einnig verður gefinn kostur á því að gjaldendur geti greitt upp fasteignagjöldin á einum gjalddaga í maí og eigi síðar en 10. maí 2026, séu þau jöfn eða umfram 28.000 kr.
Samkvæmt fyrirliggjandi gjaldskrá er álagningarhlutfalli fasteignaskatts og lóðarleigu haldið óbreyttu frá árinu 2025, (að undanskildu því að álagning A-flokks lækkar úr 0,47% í 0,435%. Landleiga beitarlands verði 13.000 kr./ha á ári og landleiga ræktunarlands verði 19.000 kr./ha á ári.
Mörg sveitarfélög hafa átt erfitt með að lækka fasteignaskatta því þá urðu þau af tekjum úr Jöfnunarsjóði vegna þess hvernig framlagið var reiknað. Byggðarráð fagnar því að með nýjum lögum um Jöfnunarsjóð hafi tengingu fasteignaskatta við úthlutun framlaga frá Jöfnunarsjóði verið aflétt. Auk þess er vert að vekja máls á þeirri ánægjulegu staðreynd að í fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2026 er jafnframt svigrúm til áframhaldandi lækkunar fasteignaskatta á íbúa Skagafjarðar. Í ljósi mikillar hækkunar á fasteignamati íbúða sem er 13,5% í Skagafirði milli áranna 2025 og 2026, er það mikið fagnaðarefni að með þessari lækkun álagningarstuðuls eru þau áhrif hækkunar lækkuð úr 13,5% í tæp 5% sem er áætluð hækkun vegins meðaltals launavísitölu og vísitölu neysluverðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlagða gjaldskrá með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5.Lausar lóðir á Nöfum
Málsnúmer 2505214Vakta málsnúmer
Enn hafa nokkrir lóðarhafar ekki undirritað fyrirliggjandi drög að nýjum lóðarleigusamningum um ræktunarlóðir á Nöfum og hafa þeir verið samningslausir frá síðustu áramótum. Forsvarsmenn þeirra sem eiga óundirritaða samninga hafa komið á fund byggðarráðs og rætt um innihald og efnistök lóðaleigusamninganna. Í kjölfarið hafa verið bréfaskriftir við lögmann þeirra.
Engin viðbrögð hafa komið síðan sveitarstjóri sendi lögmanni þeirra hinn 06.10.2025 umbeðna lóðarleigusamninga og önnur gögn ásamt bréfi sem í var rökstuðningur fyrir neitun á fresti til að senda ráðinu erindi vegna málsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að rita þessum aðilum bréf þar sem skorað er á þá að undirrita umrædda samninga svo ekki þurfi að koma til þess að leita liðsinnis lögmanns til að sveitarfélagið endurheimti umráð yfir lóðum sínum.
Engin viðbrögð hafa komið síðan sveitarstjóri sendi lögmanni þeirra hinn 06.10.2025 umbeðna lóðarleigusamninga og önnur gögn ásamt bréfi sem í var rökstuðningur fyrir neitun á fresti til að senda ráðinu erindi vegna málsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að rita þessum aðilum bréf þar sem skorað er á þá að undirrita umrædda samninga svo ekki þurfi að koma til þess að leita liðsinnis lögmanns til að sveitarfélagið endurheimti umráð yfir lóðum sínum.
6.Samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar
Málsnúmer 2510199Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að breytingu á samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar. Breytingartillagan snýr að því að heimilt verði samkvæmt samþykktinni að bregða frá litanotkun á sjálfu byggðamerkinu á samfélagsmiðlum og kynningarefni til að sýna stuðning við almennar vitundarvakningarherferðir, til dæmis að nota bleikt merki í bleikum október.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að samþykkt um byggðamerki Skagafjarðar og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7.Endurskipulagning Ráðgefandi hóps um aðgengismál
Málsnúmer 2510060Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 7. fundi ráðgefandi hóps um aðgengismál, þann 7. október sl.
Lögð fram tillaga að skipan í ráðgefandi hóp um aðgengismál. Lagt er upp með að skipaðir verði í hópinn aðalmaður og varamaður fyrir hönd eftirtalinna félaga:
Félags eldri borgara, Sjálfsbjargar, Blindrafélagsins, Þroskahjálpar,
Sigríður Gunnarsdóttir sem aðalmaður og Guðmundur H. Kristjánsson sem varamaður.
Einnig verði skipaður aðalmaður og varamaður fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar og aðalmaður og varamaður fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar.
Að auki verði skipaður aðalmaður og varamaður fyrir hönd foreldra fatlaðra barna ásamt því að í hópinn verði skipaðir embættismenn fyrir hönd Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að skipan í hópinn. Byggðarráð samþykkir að auglýsa eftir fulltrúum foreldra fatlaðra barna í hópinn.
Lögð fram tillaga að skipan í ráðgefandi hóp um aðgengismál. Lagt er upp með að skipaðir verði í hópinn aðalmaður og varamaður fyrir hönd eftirtalinna félaga:
Félags eldri borgara, Sjálfsbjargar, Blindrafélagsins, Þroskahjálpar,
Sigríður Gunnarsdóttir sem aðalmaður og Guðmundur H. Kristjánsson sem varamaður.
Einnig verði skipaður aðalmaður og varamaður fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar og aðalmaður og varamaður fyrir hönd minnihluta sveitarstjórnar.
Að auki verði skipaður aðalmaður og varamaður fyrir hönd foreldra fatlaðra barna ásamt því að í hópinn verði skipaðir embættismenn fyrir hönd Skagafjarðar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða tillögu að skipan í hópinn. Byggðarráð samþykkir að auglýsa eftir fulltrúum foreldra fatlaðra barna í hópinn.
8.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn)
Málsnúmer 2510189Vakta málsnúmer
Frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 81. mál.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 29. október nk.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 29. október nk.
9.Samráð; Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (stytting bótatímabils o.fl.
Málsnúmer 2510184Vakta málsnúmer
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 206/2025, „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (stytting bótatímabils o.fl.)“.
Umsagnarfrestur er til og með 29.10.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum ríkisstjórnar Íslands um að grípa fyrr fólk sem misst hefur atvinnu og lent á atvinnuleysisskrá af einhverjum orsökum, og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem útsettur er fyrir langtímaatvinnuleysi.
Það er í hróplegu ósamræmi við þessa stefnu nýrrar ríkisstjórnar að Vinnumálastofnun hafi gefið út þann 1. september sl. að þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Sauðárkróki hafi verið lokað auk þess sem forstöðumaður Norðurlands vestra, Norðurlands eystra og Austurlands hjá Vinnumálastofnun hefur staðfest við sveitarfélagið að skrifstofan verði flutt frá þessu stærsta vinnusóknarsvæði landshlutans og verður þá engin þjónusta við atvinnuleitendur á öllu Norðurlandi vestra. Í öðrum landshlutum eru þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar þar sem fjölmennasti þéttbýliskjarninn er, þ.e. á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Reykjanesbæ og í Reykjavík. Fyrrgreind ákvörðun er ekki í samræmi við áform um að aukinn kraftur verði lagður í að aðstoða þá sem hafa verið lengi án atvinnu við að komast út á vinnumarkaðinn.
Þá lýsir byggðarráð yfir miklum áhyggjum af að hámarkslengd tímabils þar sem atvinnuleysistryggingar eru greiddar verði stytt um 12 mánuði þannig að heimilt verði að greiða atvinnuleysistryggingar í samtals 18 mánuði í stað 30 mánaða, líkt og nú er samkvæmt gildandi lögum. Áætlað er að þessi skerðing muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári fyrir ríkissjóð þegar hún verður að fullu innleidd.
Líklegt er að hluti þess fólks sem missir réttindi sín við þessa fyrirhuguðu breytingu muni þurfa að leita með auknum þunga í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og þar með færist útgjöld frá ríkissjóði til sveitarfélaganna. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun fengu um 9% þeirra sem fullnýttu rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árunum 2023 og 2024 fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi í janúar 2025. Það liggur ljóst fyrir að með því að stytta bótatímabilið um 12 mánuði má gera ráð fyrir því að þetta hlutfall muni stóraukast með tilheyrandi áhrifum á fjárhag sveitarfélaga og því vekur það furðu að í frumvarpinu skuli því vera haldið fram að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Byggðarráð telur það óviðunandi að slíku sé haldið fram án þess að viðunandi mat á áhrifum á fjárhag sveitarfélaga hafi farið fram.
Umsagnarfrestur er til og með 29.10.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum ríkisstjórnar Íslands um að grípa fyrr fólk sem misst hefur atvinnu og lent á atvinnuleysisskrá af einhverjum orsökum, og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem útsettur er fyrir langtímaatvinnuleysi.
Það er í hróplegu ósamræmi við þessa stefnu nýrrar ríkisstjórnar að Vinnumálastofnun hafi gefið út þann 1. september sl. að þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Sauðárkróki hafi verið lokað auk þess sem forstöðumaður Norðurlands vestra, Norðurlands eystra og Austurlands hjá Vinnumálastofnun hefur staðfest við sveitarfélagið að skrifstofan verði flutt frá þessu stærsta vinnusóknarsvæði landshlutans og verður þá engin þjónusta við atvinnuleitendur á öllu Norðurlandi vestra. Í öðrum landshlutum eru þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar þar sem fjölmennasti þéttbýliskjarninn er, þ.e. á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Reykjanesbæ og í Reykjavík. Fyrrgreind ákvörðun er ekki í samræmi við áform um að aukinn kraftur verði lagður í að aðstoða þá sem hafa verið lengi án atvinnu við að komast út á vinnumarkaðinn.
Þá lýsir byggðarráð yfir miklum áhyggjum af að hámarkslengd tímabils þar sem atvinnuleysistryggingar eru greiddar verði stytt um 12 mánuði þannig að heimilt verði að greiða atvinnuleysistryggingar í samtals 18 mánuði í stað 30 mánaða, líkt og nú er samkvæmt gildandi lögum. Áætlað er að þessi skerðing muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári fyrir ríkissjóð þegar hún verður að fullu innleidd.
Líklegt er að hluti þess fólks sem missir réttindi sín við þessa fyrirhuguðu breytingu muni þurfa að leita með auknum þunga í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og þar með færist útgjöld frá ríkissjóði til sveitarfélaganna. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun fengu um 9% þeirra sem fullnýttu rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árunum 2023 og 2024 fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi í janúar 2025. Það liggur ljóst fyrir að með því að stytta bótatímabilið um 12 mánuði má gera ráð fyrir því að þetta hlutfall muni stóraukast með tilheyrandi áhrifum á fjárhag sveitarfélaga og því vekur það furðu að í frumvarpinu skuli því vera haldið fram að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Byggðarráð telur það óviðunandi að slíku sé haldið fram án þess að viðunandi mat á áhrifum á fjárhag sveitarfélaga hafi farið fram.
10.Gjaldskrá Norðurár bs 2026
Málsnúmer 2510182Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fyrir byggðarráð gjaldskrá Norðurár bs. fyrir árið 2026.
11.Fundargerðir byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks
Málsnúmer 2510202Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fyrir byggðarráð 37. fundargerð Byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 15. október 2025.
12.Fundargerðir ráðgefandi hóps um aðgengismál
Málsnúmer 2510203Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fyrir byggðarráð 7. fundargerð Ráðgefandi hóps um aðgengismál frá 7. október 2025.
Fundi slitið - kl. 14:52.
Farið yfir áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna annars vegar og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B-hluta fyrirtækja á árinu 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að halda umræðum um málið áfram á næsta fundi byggðarráðs.