Álfhildur Leifsdóttir, fulltrúi VG og óháðra leggur fyrir byggðarráð tillögu svohljóðandi:
"VG og óháð leggja til að byggðarráð Skagafjarðar endurvekji kjörstað í Ketilási í Fljótum við næstu þing- og sveitarstjórnarkosningar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í mars 2023 fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, með kjördeildum á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Þó þróunin sé sú á landsvísu að fækka kjördeildum, ætti sérstakt tillit að vera tekið til dreifbýlisins í Skagafirði og þeirra íbúa sem búa fjarri þessum þremur miðlægu kjörstöðum.
Fljótin eru jaðarsvæði þar sem veður eru oft válynd og samgöngur geta verið erfiðar, sérstaklega á haustin og veturna. Í síðustu þingkosningum voru aðstæður með þeim hætti að margir íbúar Fljóta áttu erfitt með að komast á kjörstað vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Það undirstrikar mikilvægi þess að kjörstaður sé aðgengilegur í nærumhverfi þeirra sem búa í jaðarsveitum, sérstaklega þegar litið er til þess að kosningar geta nú farið fram á hvaða árstíma sem er.
Það er mikilvægt er fyrir stjórnsýslu á öllum stigum að bregðast við og endurmeta ákvarðanir þegar í ljós kemur að þær hafi ekki skilað tilætluðum árangri eða hafi haft neikvæð áhrif. Endurvakning kjörstaðar í Ketilási felur ekki í sér verulegan kostnað fyrir sveitarfélagið en myndi tryggja aðgengi íbúa Fljóta að lýðræðislegri þátttöku. Því er lagt til að ákvörðun um lokun kjörstaðar í Ketilási verði endurskoðuð og að hann verði aftur virkur við næstu kosningar."
Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson, fulltrúar meirihluta leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Það vekur furðu að fulltrúi VG og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir skuli leggja fram tillögu um endurvakningu kjörstaðar í Fljótum þar sem hún samþykkti í byggðarráði 21. febrúar 2023 og í sveitarstjórn 8. mars 2023 að fækka kjördeildum í Skagafirði úr 8 í 3 og þar með að leggja af kjördeildina í Fljótum. Síðan þá hafa verið haldnar tvennar kosningar, þ.e. forsetakosningar og kosningar til Alþingis. Rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað. Það væri hins vegar áhugavert að sjá tölur um kjörsókn í Skagafirði öllum frá því þessi breyting var gerð og sjá hvort hægt sé að draga af þeim tölum ályktanir um áhrif breytinganna á kjörsókn í firðinum öllum.
Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna er í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað."
Breytingartillagan borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða.
"VG og óháð leggja til að byggðarráð Skagafjarðar endurvekji kjörstað í Ketilási í Fljótum við næstu þing- og sveitarstjórnarkosningar.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti í mars 2023 fækkun kjördeilda úr átta í þrjár, með kjördeildum á Sauðárkróki, Hofsósi og í Varmahlíð. Þó þróunin sé sú á landsvísu að fækka kjördeildum, ætti sérstakt tillit að vera tekið til dreifbýlisins í Skagafirði og þeirra íbúa sem búa fjarri þessum þremur miðlægu kjörstöðum.
Fljótin eru jaðarsvæði þar sem veður eru oft válynd og samgöngur geta verið erfiðar, sérstaklega á haustin og veturna. Í síðustu þingkosningum voru aðstæður með þeim hætti að margir íbúar Fljóta áttu erfitt með að komast á kjörstað vegna óhagstæðra veðurskilyrða. Það undirstrikar mikilvægi þess að kjörstaður sé aðgengilegur í nærumhverfi þeirra sem búa í jaðarsveitum, sérstaklega þegar litið er til þess að kosningar geta nú farið fram á hvaða árstíma sem er.
Það er mikilvægt er fyrir stjórnsýslu á öllum stigum að bregðast við og endurmeta ákvarðanir þegar í ljós kemur að þær hafi ekki skilað tilætluðum árangri eða hafi haft neikvæð áhrif. Endurvakning kjörstaðar í Ketilási felur ekki í sér verulegan kostnað fyrir sveitarfélagið en myndi tryggja aðgengi íbúa Fljóta að lýðræðislegri þátttöku. Því er lagt til að ákvörðun um lokun kjörstaðar í Ketilási verði endurskoðuð og að hann verði aftur virkur við næstu kosningar."
Einar E. Einarsson og Gísli Sigurðsson, fulltrúar meirihluta leggja fram eftirfarandi breytingartillögu:
"Það vekur furðu að fulltrúi VG og óháðra, Álfhildur Leifsdóttir skuli leggja fram tillögu um endurvakningu kjörstaðar í Fljótum þar sem hún samþykkti í byggðarráði 21. febrúar 2023 og í sveitarstjórn 8. mars 2023 að fækka kjördeildum í Skagafirði úr 8 í 3 og þar með að leggja af kjördeildina í Fljótum. Síðan þá hafa verið haldnar tvennar kosningar, þ.e. forsetakosningar og kosningar til Alþingis. Rökin fyrir breytingunum voru verulega bættar samgöngur frá því sem áður var, ásamt hagræðingu og einföldun kosningakerfisins en yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis hafði kallað eftir því í nokkurn tíma að kjörstöðum yrði fækkað í Skagafirði eins og annars staðar í kjördæminu. Rétt er líka að hafa í huga að Landskjörstjórn metur hverju sinni áhrif veðurs á hugsanlega kjörsókn um land allt og sé útlitið slæmt í heildina litið að þeirra mati þá hafa þeir völd til að lengja tíma kjörfundar svo að tryggt sé að allir geti mætt á kjörstað. Það væri hins vegar áhugavert að sjá tölur um kjörsókn í Skagafirði öllum frá því þessi breyting var gerð og sjá hvort hægt sé að draga af þeim tölum ályktanir um áhrif breytinganna á kjörsókn í firðinum öllum.
Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að afla upplýsinga um þróun í kjörsókn í Skagafirði yfir síðustu 10 ár og að á meðan sú vinna er í gangi verði afgreiðslu tillögu um endurupptöku á kjörstað í Fljótum frestað."
Breytingartillagan borin upp til afgreiðslu byggðarráðs og samþykkt samhljóða.