Lausar lóðir á Nöfum
Málsnúmer 2505214
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 167. fundur - 22.10.2025
Enn hafa nokkrir lóðarhafar ekki undirritað fyrirliggjandi drög að nýjum lóðarleigusamningum um ræktunarlóðir á Nöfum og hafa þeir verið samningslausir frá síðustu áramótum. Forsvarsmenn þeirra sem eiga óundirritaða samninga hafa komið á fund byggðarráðs og rætt um innihald og efnistök lóðaleigusamninganna. Í kjölfarið hafa verið bréfaskriftir við lögmann þeirra.
Engin viðbrögð hafa komið síðan sveitarstjóri sendi lögmanni þeirra hinn 06.10.2025 umbeðna lóðarleigusamninga og önnur gögn ásamt bréfi sem í var rökstuðningur fyrir neitun á fresti til að senda ráðinu erindi vegna málsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að rita þessum aðilum bréf þar sem skorað er á þá að undirrita umrædda samninga svo ekki þurfi að koma til þess að leita liðsinnis lögmanns til að sveitarfélagið endurheimti umráð yfir lóðum sínum.
Engin viðbrögð hafa komið síðan sveitarstjóri sendi lögmanni þeirra hinn 06.10.2025 umbeðna lóðarleigusamninga og önnur gögn ásamt bréfi sem í var rökstuðningur fyrir neitun á fresti til að senda ráðinu erindi vegna málsins.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að rita þessum aðilum bréf þar sem skorað er á þá að undirrita umrædda samninga svo ekki þurfi að koma til þess að leita liðsinnis lögmanns til að sveitarfélagið endurheimti umráð yfir lóðum sínum.
Nú liggur fyrir að fjórum lóðum hefur verið skilað. Það eru lóðir númer 13, 31, 36 og 38. Það liggur fyrir byggðarráði að taka ákvörðun um hvernig ráðstafa skuli þeim lóðum sem skilað hefur verið inn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa lóðir 13, 31, 36 og 38 til leigu.