Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 206/2025, „Frumvarp til laga um breytingu á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um vinnumarkaðsaðgerðir (stytting bótatímabils o.fl.)“.
Umsagnarfrestur er til og með 29.10.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum ríkisstjórnar Íslands um að grípa fyrr fólk sem misst hefur atvinnu og lent á atvinnuleysisskrá af einhverjum orsökum, og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem útsettur er fyrir langtímaatvinnuleysi.
Það er í hróplegu ósamræmi við þessa stefnu nýrrar ríkisstjórnar að Vinnumálastofnun hafi gefið út þann 1. september sl. að þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Sauðárkróki hafi verið lokað auk þess sem forstöðumaður Norðurlands vestra, Norðurlands eystra og Austurlands hjá Vinnumálastofnun hefur staðfest við sveitarfélagið að skrifstofan verði flutt frá þessu stærsta vinnusóknarsvæði landshlutans og verður þá engin þjónusta við atvinnuleitendur á öllu Norðurlandi vestra. Í öðrum landshlutum eru þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar þar sem fjölmennasti þéttbýliskjarninn er, þ.e. á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Reykjanesbæ og í Reykjavík. Fyrrgreind ákvörðun er ekki í samræmi við áform um að aukinn kraftur verði lagður í að aðstoða þá sem hafa verið lengi án atvinnu við að komast út á vinnumarkaðinn.
Þá lýsir byggðarráð yfir miklum áhyggjum af að hámarkslengd tímabils þar sem atvinnuleysistryggingar eru greiddar verði stytt um 12 mánuði þannig að heimilt verði að greiða atvinnuleysistryggingar í samtals 18 mánuði í stað 30 mánaða, líkt og nú er samkvæmt gildandi lögum. Áætlað er að þessi skerðing muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári fyrir ríkissjóð þegar hún verður að fullu innleidd.
Líklegt er að hluti þess fólks sem missir réttindi sín við þessa fyrirhuguðu breytingu muni þurfa að leita með auknum þunga í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og þar með færist útgjöld frá ríkissjóði til sveitarfélaganna. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun fengu um 9% þeirra sem fullnýttu rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árunum 2023 og 2024 fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi í janúar 2025. Það liggur ljóst fyrir að með því að stytta bótatímabilið um 12 mánuði má gera ráð fyrir því að þetta hlutfall muni stóraukast með tilheyrandi áhrifum á fjárhag sveitarfélaga og því vekur það furðu að í frumvarpinu skuli því vera haldið fram að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Byggðarráð telur það óviðunandi að slíku sé haldið fram án þess að viðunandi mat á áhrifum á fjárhag sveitarfélaga hafi farið fram.
Umsagnarfrestur er til og með 29.10.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum ríkisstjórnar Íslands um að grípa fyrr fólk sem misst hefur atvinnu og lent á atvinnuleysisskrá af einhverjum orsökum, og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem útsettur er fyrir langtímaatvinnuleysi.
Það er í hróplegu ósamræmi við þessa stefnu nýrrar ríkisstjórnar að Vinnumálastofnun hafi gefið út þann 1. september sl. að þjónustuskrifstofu stofnunarinnar á Sauðárkróki hafi verið lokað auk þess sem forstöðumaður Norðurlands vestra, Norðurlands eystra og Austurlands hjá Vinnumálastofnun hefur staðfest við sveitarfélagið að skrifstofan verði flutt frá þessu stærsta vinnusóknarsvæði landshlutans og verður þá engin þjónusta við atvinnuleitendur á öllu Norðurlandi vestra. Í öðrum landshlutum eru þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar þar sem fjölmennasti þéttbýliskjarninn er, þ.e. á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Reykjanesbæ og í Reykjavík. Fyrrgreind ákvörðun er ekki í samræmi við áform um að aukinn kraftur verði lagður í að aðstoða þá sem hafa verið lengi án atvinnu við að komast út á vinnumarkaðinn.
Þá lýsir byggðarráð yfir miklum áhyggjum af að hámarkslengd tímabils þar sem atvinnuleysistryggingar eru greiddar verði stytt um 12 mánuði þannig að heimilt verði að greiða atvinnuleysistryggingar í samtals 18 mánuði í stað 30 mánaða, líkt og nú er samkvæmt gildandi lögum. Áætlað er að þessi skerðing muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári fyrir ríkissjóð þegar hún verður að fullu innleidd.
Líklegt er að hluti þess fólks sem missir réttindi sín við þessa fyrirhuguðu breytingu muni þurfa að leita með auknum þunga í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og þar með færist útgjöld frá ríkissjóði til sveitarfélaganna. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu Íslands og Vinnumálastofnun fengu um 9% þeirra sem fullnýttu rétt sinn innan atvinnuleysistryggingakerfisins á árunum 2023 og 2024 fjárhagsaðstoð frá sveitarfélagi í janúar 2025. Það liggur ljóst fyrir að með því að stytta bótatímabilið um 12 mánuði má gera ráð fyrir því að þetta hlutfall muni stóraukast með tilheyrandi áhrifum á fjárhag sveitarfélaga og því vekur það furðu að í frumvarpinu skuli því vera haldið fram að frumvarpið muni ekki hafa áhrif á fjárhag sveitarfélaga. Byggðarráð telur það óviðunandi að slíku sé haldið fram án þess að viðunandi mat á áhrifum á fjárhag sveitarfélaga hafi farið fram.