Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
Guðlaugur Skúlason sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1.Fjárhagsáætlun 2026-2029
Málsnúmer 2506062Vakta málsnúmer
Undir þessum lið sátu Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, og Margeir Friðriksson, fjármálastjóri.
Á fundinum var lögð fram áætlun um viðhald fasteigna, stærri fjárfestingar og nýframkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og fyrirtækja þess. Listinn eins og hann er lagður fyrir, er niðurstaða umræðna síðustu þriggja funda byggðarráðs en því til viðbótar var öllum kjörnum fulltrúum boðin seta við yfirferð á 168. fundi byggðarráðs. Áætlunin er hluti fjárhagsáætlunar Skagafjarðar fyrir árið 2026.
Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun 2026-2029, til síðari umræðu.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlunina með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fulltrúi Byggðalistans situr hjá við afgreiðslu málsins.
Á fundinum var lögð fram áætlun um viðhald fasteigna, stærri fjárfestingar og nýframkvæmdir á vegum sveitarfélagsins og fyrirtækja þess. Listinn eins og hann er lagður fyrir, er niðurstaða umræðna síðustu þriggja funda byggðarráðs en því til viðbótar var öllum kjörnum fulltrúum boðin seta við yfirferð á 168. fundi byggðarráðs. Áætlunin er hluti fjárhagsáætlunar Skagafjarðar fyrir árið 2026.
Lögð fram fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2026, ásamt þriggja ára áætlun 2026-2029, til síðari umræðu.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlunina með tveimur atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. Fulltrúi Byggðalistans situr hjá við afgreiðslu málsins.
2.Þjónustustefna Skagafjarðar 2026
Málsnúmer 2510144Vakta málsnúmer
Með lögum nr. 96/2021 sem tóku gildi í júní 2021 samþykkti Alþingi nýtt ákvæði við sveitarstjórnarlög sem fjallar um þjónustustefnu í byggðum og byggðarlögum sveitarfélags. Samkvæmt 130. gr. a sveitarstjórnarlaga, skal sveitarstjórn móta stefnu fyrir komandi ár og næstu þrjú árin eftir það, um það þjónustustig sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðakjörnum viðkomandi sveitarfélags. Mótun stefnunnar skal unnin samhliða fjárhagsáætlun og skal málsmeðferðin vera sú sama.
Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2026-2029 var samþykkt í fyrri umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar 15. október sl. og í kjölfarið auglýst eftir athugasemdum frá íbúum. Ábendingar bárust frá fjórum einstaklingum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða þjónustustefnu Skagafjarðar fyrir árin 2026-2029 og vísar til annarrar umræðu í sveitarstjórn.
Þjónustustefna Skagafjarðar fyrir árin 2026-2029 var samþykkt í fyrri umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar 15. október sl. og í kjölfarið auglýst eftir athugasemdum frá íbúum. Ábendingar bárust frá fjórum einstaklingum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða þjónustustefnu Skagafjarðar fyrir árin 2026-2029 og vísar til annarrar umræðu í sveitarstjórn.
3.Kauptilboð í Skógargötu 2
Málsnúmer 2511076Vakta málsnúmer
Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Íbúðareign að Skógargötu 2, F213-2173, er meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 6. nóvember sl. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun.
Á fasteignina hefur verið þinglýst afsal sem leggur kvaðir á íbúðina og er hún háð ákvæðum laga um almennar kaupleiguíbúðir eins og þau eru á hverjum tíma, sbr. núgildandi lög um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/1993. Eins liggur fyrir einföld eignaskiptayfirlýsing sem þarf að uppfæra áður en sala eignarinnar getur gengið í gegn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að gera gagntilboð í eignina í samræmi við umræður á fundinum. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að losa allar kvaðir af íbúðinni og ganga frá nýrri eignaskiptayfirlýsingu.
Á fasteignina hefur verið þinglýst afsal sem leggur kvaðir á íbúðina og er hún háð ákvæðum laga um almennar kaupleiguíbúðir eins og þau eru á hverjum tíma, sbr. núgildandi lög um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/1993. Eins liggur fyrir einföld eignaskiptayfirlýsing sem þarf að uppfæra áður en sala eignarinnar getur gengið í gegn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að gera gagntilboð í eignina í samræmi við umræður á fundinum. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að losa allar kvaðir af íbúðinni og ganga frá nýrri eignaskiptayfirlýsingu.
4.Ósk um upplýsingar
Málsnúmer 2502233Vakta málsnúmer
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá Álfhildi Leifsdóttur, VG og óháðum:
"Með tölvupósti þann 24. maí 2024 óskaði undirrituð eftir upplýsingum um hvaða verktakar hafa fengið verk án útboðs á vegum sveitarfélagsins síðastliðin 5 ár og hve mikið var greitt fyrir hvert verk. Upplýsingarnar áttu við þau verk sem ekki voru útboðsskyld en voru yfir eina milljón í kostnaði.
Á byggðarráðsfundi þann 25. febrúar 2025, fyrir rétt um 9 mánuðum síðan, var málið tekið fyrir og eftirfarandi bókað: "Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að taka saman upplýsingar og svara fyrirspurninni."
Nú hefur meðgöngutími upphaflegrar fyrirspurnar breyst frá hefðbundnum yfir í meðgöngutíma asísks fíls. Spurt er: hvenær er væntanleg fæðing þessara upplýsinga samkvæmt samþykktri fundargerð byggðarráðs frá 25. febrúar síðastliðnum."
Lagt var fram yfirlit sem svarar fyrirspurninni.
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Þakkir fyrir upplýsingarnar sem komnar eru, þær eru góð samantekt og sýna að sumt má betur fara. Jafnframt er minnt á að samkvæmt 8. grein sveitarstjórnarlaga 2011 nr. 138 er það sveitarstjórn sem fer með stjórn sveitarfélagsins og hefur því ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags. Í 28. grein sömu laga segir: “Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmaður skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur?. Komið hefur fram að þær upplýsingar sem um var beðið liggi ekki fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins og vekur það hreinlega furðu að svo sé ekki. Væntanlega þarf að endurskoða með hvaða hætti skráningu í málaskrá sveitarfélagsins er háttað ef ekki er hægt að nálgast upplýsingar um greiðslur til verktaka án útboðs öðruvísi en með margra mánaða vinnu. Slíkt býður varla upp á mikla yfirsýn eða gegnsæi í rekstrinum. Í 17. grein Upplýsingalaga 2012 nr. 140 segir: “Hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar er beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðar um rétt hans til aðgangs?. Afgreiðslutími á fyrirspurn sem þessari sem telur eitt og hálft ár getur því ekki talist eðlileg stjórnsýsla."
"Með tölvupósti þann 24. maí 2024 óskaði undirrituð eftir upplýsingum um hvaða verktakar hafa fengið verk án útboðs á vegum sveitarfélagsins síðastliðin 5 ár og hve mikið var greitt fyrir hvert verk. Upplýsingarnar áttu við þau verk sem ekki voru útboðsskyld en voru yfir eina milljón í kostnaði.
Á byggðarráðsfundi þann 25. febrúar 2025, fyrir rétt um 9 mánuðum síðan, var málið tekið fyrir og eftirfarandi bókað: "Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að taka saman upplýsingar og svara fyrirspurninni."
Nú hefur meðgöngutími upphaflegrar fyrirspurnar breyst frá hefðbundnum yfir í meðgöngutíma asísks fíls. Spurt er: hvenær er væntanleg fæðing þessara upplýsinga samkvæmt samþykktri fundargerð byggðarráðs frá 25. febrúar síðastliðnum."
Lagt var fram yfirlit sem svarar fyrirspurninni.
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Þakkir fyrir upplýsingarnar sem komnar eru, þær eru góð samantekt og sýna að sumt má betur fara. Jafnframt er minnt á að samkvæmt 8. grein sveitarstjórnarlaga 2011 nr. 138 er það sveitarstjórn sem fer með stjórn sveitarfélagsins og hefur því ákvörðunarvald um nýtingu tekjustofna, lántökur og ráðstöfun eigna og um framkvæmd verkefna sveitarfélagsins. Sveitarstjórn skal sjá um að lögbundnar skyldur séu ræktar og hafa eftirlit með því að fylgt sé viðeigandi reglum í störfum sveitarfélags. Í 28. grein sömu laga segir: “Vegna starfa sinna í sveitarstjórn á sérhver sveitarstjórnarmaður rétt á að kynna sér gögn og upplýsingar sem fyrir liggja í stjórnsýslu sveitarfélags og varða málefni sem komið geta til umfjöllunar í sveitarstjórn. Sveitarstjórnarmaður skal eiga eðlilegan aðgang að skrifstofu og stofnunum sveitarfélagsins í þeim tilgangi að kynna sér starfsemi sveitarfélagsins og rekstur?. Komið hefur fram að þær upplýsingar sem um var beðið liggi ekki fyrir í stjórnsýslu sveitarfélagsins og vekur það hreinlega furðu að svo sé ekki. Væntanlega þarf að endurskoða með hvaða hætti skráningu í málaskrá sveitarfélagsins er háttað ef ekki er hægt að nálgast upplýsingar um greiðslur til verktaka án útboðs öðruvísi en með margra mánaða vinnu. Slíkt býður varla upp á mikla yfirsýn eða gegnsæi í rekstrinum. Í 17. grein Upplýsingalaga 2012 nr. 140 segir: “Hafi beiðni um aðgang að gögnum ekki verið afgreidd innan 30 virkra daga frá móttöku hennar er beiðanda heimilt að vísa málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál sem úrskurðar um rétt hans til aðgangs?. Afgreiðslutími á fyrirspurn sem þessari sem telur eitt og hálft ár getur því ekki talist eðlileg stjórnsýsla."
5.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um flýtiframkvæmd vatnsaflsvirkjana
Málsnúmer 2510307Vakta málsnúmer
Atvinnuveganefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um flýtiframkvæmd vatnsaflsvirkjana, 136. mál.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
"Byggðarráð Skagafjarðar fagnar allri umræðu um virkjun Skatastaðavirkjunar og bendir á að hún er einn besti valkosturinn af fyrirliggjandi virkjunarkostum á Íslandi í þeirri vegferð að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða. Byggðarráð leggur hinsvegar áherslu á að þegar virkjunarframkvæmdir hefjast verði hún virkjuð með þeim hætti að aflgeta hennar verði að fullu nýtt sem er 200-400 MW."
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinargerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
Niðurstaðan er skýr: verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna er mjög hátt og fyrirhugaðir virkjunarkostir hefðu mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. Niðurstaðan samræmist einnig mati erlends sérfræðings sem kallaður var til sem segir að ekkert bendi til ofmats á umhverfisáhrifum, þar á meðal á flæðiengjum á láglendi.
Verðmæti Héraðsvatna er óumdeilt. Áhættan af virkjun er mikil, en ávinningur svæðisins liggur í vernd og skynsamlegri nýtingu ósnortinnar náttúru. Af þeim ástæðum hafna VG og óháð virkjunarkostunum sem og flýtiframkvæmd á virkjun í Héraðsvötnum."
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
"Byggðarráð Skagafjarðar fagnar allri umræðu um virkjun Skatastaðavirkjunar og bendir á að hún er einn besti valkosturinn af fyrirliggjandi virkjunarkostum á Íslandi í þeirri vegferð að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða. Byggðarráð leggur hinsvegar áherslu á að þegar virkjunarframkvæmdir hefjast verði hún virkjuð með þeim hætti að aflgeta hennar verði að fullu nýtt sem er 200-400 MW."
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinargerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
Niðurstaðan er skýr: verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna er mjög hátt og fyrirhugaðir virkjunarkostir hefðu mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. Niðurstaðan samræmist einnig mati erlends sérfræðings sem kallaður var til sem segir að ekkert bendi til ofmats á umhverfisáhrifum, þar á meðal á flæðiengjum á láglendi.
Verðmæti Héraðsvatna er óumdeilt. Áhættan af virkjun er mikil, en ávinningur svæðisins liggur í vernd og skynsamlegri nýtingu ósnortinnar náttúru. Af þeim ástæðum hafna VG og óháð virkjunarkostunum sem og flýtiframkvæmd á virkjun í Héraðsvötnum."
6.Samráð; Stöðumat og valkostir um stefnu um opinbera þjónustu
Málsnúmer 2511033Vakta málsnúmer
Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 216/2025, "Stöðumat og valkostir um stefnu um opinbera þjónustu". Umsagnarfrestur er til og með 18.11.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar drögum að heildstæðu stöðumati og stefnu um opinbera þjónustu og leggur fram eftirfarandi innlegg sem svör við spurningum sem lagðar eru fram, til að skapa sameiginlega sýn á þjónustu hins opinbera.
Spurningar til samráðs:
Telur þú að stöðumat endurspegli núverandi stöðu opinberrar þjónustu?
Stöðumatið endurspeglar að nokkru leyti núverandi stöðu opinberrar þjónustu en varpar þó ekki með nægjanlega greinargóðum hætti ljósi á skerðingu á ýmis konar þjónustu sem veitt hefur verið af hálfu ríkisvaldsins í nærsamfélögunum. Í Skagafirði er t.d. nærtækt að benda á nýlega lokun þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki sem hefur í för með sér verulega skerðingu á þjónustu. Fyrrgreind ákvörðun er ekki í samræmi við áform um að aukinn kraftur verði lagður í að aðstoða þá sem hafa verið lengi án atvinnu við að komast út á vinnumarkaðinn. Einnig má nefna niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar með tilheyrandi skort á stuðningsúrræðum á landsbyggðinni. Enn má nefna að skv. nýrri skýrslu Byggðastofnunar um þróun í fjölda ríkisstarfa á Íslandi fjölgaði ríkisstörfum á síðasta ári um 538 en fækkaði á sama tíma á Norðurlandi vestra um 10 á milli ára. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða 70%. Höfuðborgarsvæðið er jafnframt eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda er hærra en hlutfall íbúa, en 64% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum er hlutfall stöðugilda ríkisins minna eða sambærilegt og hlutfall landsmanna er í viðkomandi landshluta.
Hvaða lykilviðfangsefni ættu að vera í forgangi næstu ár?
Jafna ætti þjónustu sem mest yfir landið allt, með veitingu t.d. þjónustu af hálfu ríkisins á landsbyggð jafnt sem höfuðborgarsvæði. Þjónustu í persónu ætti þannig að veita á landsbyggðinni eins og á höfuðborgarsvæðinu. Stafvæðingu og þróun á nýtingu tæknilegra lausna er einnig hægt að vinna hvaðan sem er, á landsbyggðinni sem höfuðborgarsvæðinu. Ríkisvaldið ætti að miða við að innkaupum sínum á þessum sviðum sé dreift sem kostur er. Tryggja þarf aðgengi nýrra íbúa að ólíkri þjónustu með því að auka framboð upplýsinga á ólíkum tungumálum. Huga þarf jafnframt sérstaklega að veitingu þjónustu í formi íslenskukennslu til nýrra íbúa. Gæta þarf að því að við þróun stafrænnar þjónustu nýtist hún fötluðum sem ófötluðum.
Hvernig tryggjum við jafnt aðgengi að þjónustu fyrir alla hópa samfélagsins?
Með aukinni nýtingu stafrænna lausna. Með því að dreifa þjónustustörfum hins opinbera í jafnari mæli um landið.
Hvaða tækifæri sérðu í stafvæðingu og nýtingu tæknilausna?
Þar eru gríðarleg tækifæri framundan, m.a. vegna góðrar vinnu fyrri ára í ljósleiðaratengingum til heimila um land allt, sem tryggja greiðan aðgang allra að tæknilausnum. Gæta þarf hins vegar að hópum sem búa yfir minni tæknikunnáttu og bjóða slíkum hópum þjónustu í persónu.
Er eitthvað sem vantar í drögin sem ætti að bæta við?
Huga þyrfti að enn nánara samspili og samstarfi allra opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, í veitingu opinberrar þjónustu með stafrænum hætti. Tækifærin sem felast í því fyrir bæði þjónustuveitendur og þjónustuþega eru gríðarleg.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar drögum að heildstæðu stöðumati og stefnu um opinbera þjónustu og leggur fram eftirfarandi innlegg sem svör við spurningum sem lagðar eru fram, til að skapa sameiginlega sýn á þjónustu hins opinbera.
Spurningar til samráðs:
Telur þú að stöðumat endurspegli núverandi stöðu opinberrar þjónustu?
Stöðumatið endurspeglar að nokkru leyti núverandi stöðu opinberrar þjónustu en varpar þó ekki með nægjanlega greinargóðum hætti ljósi á skerðingu á ýmis konar þjónustu sem veitt hefur verið af hálfu ríkisvaldsins í nærsamfélögunum. Í Skagafirði er t.d. nærtækt að benda á nýlega lokun þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Sauðárkróki sem hefur í för með sér verulega skerðingu á þjónustu. Fyrrgreind ákvörðun er ekki í samræmi við áform um að aukinn kraftur verði lagður í að aðstoða þá sem hafa verið lengi án atvinnu við að komast út á vinnumarkaðinn. Einnig má nefna niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar með tilheyrandi skort á stuðningsúrræðum á landsbyggðinni. Enn má nefna að skv. nýrri skýrslu Byggðastofnunar um þróun í fjölda ríkisstarfa á Íslandi fjölgaði ríkisstörfum á síðasta ári um 538 en fækkaði á sama tíma á Norðurlandi vestra um 10 á milli ára. Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða 70%. Höfuðborgarsvæðið er jafnframt eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda er hærra en hlutfall íbúa, en 64% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum er hlutfall stöðugilda ríkisins minna eða sambærilegt og hlutfall landsmanna er í viðkomandi landshluta.
Hvaða lykilviðfangsefni ættu að vera í forgangi næstu ár?
Jafna ætti þjónustu sem mest yfir landið allt, með veitingu t.d. þjónustu af hálfu ríkisins á landsbyggð jafnt sem höfuðborgarsvæði. Þjónustu í persónu ætti þannig að veita á landsbyggðinni eins og á höfuðborgarsvæðinu. Stafvæðingu og þróun á nýtingu tæknilegra lausna er einnig hægt að vinna hvaðan sem er, á landsbyggðinni sem höfuðborgarsvæðinu. Ríkisvaldið ætti að miða við að innkaupum sínum á þessum sviðum sé dreift sem kostur er. Tryggja þarf aðgengi nýrra íbúa að ólíkri þjónustu með því að auka framboð upplýsinga á ólíkum tungumálum. Huga þarf jafnframt sérstaklega að veitingu þjónustu í formi íslenskukennslu til nýrra íbúa. Gæta þarf að því að við þróun stafrænnar þjónustu nýtist hún fötluðum sem ófötluðum.
Hvernig tryggjum við jafnt aðgengi að þjónustu fyrir alla hópa samfélagsins?
Með aukinni nýtingu stafrænna lausna. Með því að dreifa þjónustustörfum hins opinbera í jafnari mæli um landið.
Hvaða tækifæri sérðu í stafvæðingu og nýtingu tæknilausna?
Þar eru gríðarleg tækifæri framundan, m.a. vegna góðrar vinnu fyrri ára í ljósleiðaratengingum til heimila um land allt, sem tryggja greiðan aðgang allra að tæknilausnum. Gæta þarf hins vegar að hópum sem búa yfir minni tæknikunnáttu og bjóða slíkum hópum þjónustu í persónu.
Er eitthvað sem vantar í drögin sem ætti að bæta við?
Huga þyrfti að enn nánara samspili og samstarfi allra opinberra aðila, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, í veitingu opinberrar þjónustu með stafrænum hætti. Tækifærin sem felast í því fyrir bæði þjónustuveitendur og þjónustuþega eru gríðarleg.
7.Tollfrelsi erlendra skemmtiferðaskipa
Málsnúmer 2511034Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar minnisblað sem unnið var fyrir Hafnasamband Íslands og varðar tollafrelsi fyrir erlend farþegaskip á Ísland. Minnisblaðið endar á eftirfarandi hátt:
"Með vísan til framangreinds er hér talið að vafi sé til staðar um hvort núverandi fyrirkomulag tollfrelsis feli í sér ríkisaðstoð. Nauðsynlegt er að framkvæma nánari greiningu á því, en verði niðurstaða slíkrar greiningar sú að ríkisaðstoð sé að ræða kæmi til skoðunar (i) hvort útfæra megi það fyrirkomulag með öðrum hætti eða (ii) hvort unnt sé að fá undanþágu frá banni við veitingu ríkisaðstoðar. Í ljósi óvissu sem er til staðar um þetta atriði, og þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, þykir óhætt að segja að flest mæli með því að núverandi fyrirkomulag sé framlengt á meðan frekari greining fer fram."
"Með vísan til framangreinds er hér talið að vafi sé til staðar um hvort núverandi fyrirkomulag tollfrelsis feli í sér ríkisaðstoð. Nauðsynlegt er að framkvæma nánari greiningu á því, en verði niðurstaða slíkrar greiningar sú að ríkisaðstoð sé að ræða kæmi til skoðunar (i) hvort útfæra megi það fyrirkomulag með öðrum hætti eða (ii) hvort unnt sé að fá undanþágu frá banni við veitingu ríkisaðstoðar. Í ljósi óvissu sem er til staðar um þetta atriði, og þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, þykir óhætt að segja að flest mæli með því að núverandi fyrirkomulag sé framlengt á meðan frekari greining fer fram."
Fundi slitið - kl. 13:33.