Atvinnuveganefnd sendir til umsagnar frumvarp til laga um flýtiframkvæmd vatnsaflsvirkjana, 136. mál.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
"Byggðarráð Skagafjarðar fagnar allri umræðu um virkjun Skatastaðavirkjunar og bendir á að hún er einn besti valkosturinn af fyrirliggjandi virkjunarkostum á Íslandi í þeirri vegferð að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða. Byggðarráð leggur hinsvegar áherslu á að þegar virkjunarframkvæmdir hefjast verði hún virkjuð með þeim hætti að aflgeta hennar verði að fullu nýtt sem er 200-400 MW."
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinargerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
Niðurstaðan er skýr: verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna er mjög hátt og fyrirhugaðir virkjunarkostir hefðu mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. Niðurstaðan samræmist einnig mati erlends sérfræðings sem kallaður var til sem segir að ekkert bendi til ofmats á umhverfisáhrifum, þar á meðal á flæðiengjum á láglendi.
Verðmæti Héraðsvatna er óumdeilt. Áhættan af virkjun er mikil, en ávinningur svæðisins liggur í vernd og skynsamlegri nýtingu ósnortinnar náttúru. Af þeim ástæðum hafna VG og óháð virkjunarkostunum sem og flýtiframkvæmd á virkjun í Héraðsvötnum."
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi bókun:
"Byggðarráð Skagafjarðar fagnar allri umræðu um virkjun Skatastaðavirkjunar og bendir á að hún er einn besti valkosturinn af fyrirliggjandi virkjunarkostum á Íslandi í þeirri vegferð að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða. Byggðarráð leggur hinsvegar áherslu á að þegar virkjunarframkvæmdir hefjast verði hún virkjuð með þeim hætti að aflgeta hennar verði að fullu nýtt sem er 200-400 MW."
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinargerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
Niðurstaðan er skýr: verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna er mjög hátt og fyrirhugaðir virkjunarkostir hefðu mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. Niðurstaðan samræmist einnig mati erlends sérfræðings sem kallaður var til sem segir að ekkert bendi til ofmats á umhverfisáhrifum, þar á meðal á flæðiengjum á láglendi.
Verðmæti Héraðsvatna er óumdeilt. Áhættan af virkjun er mikil, en ávinningur svæðisins liggur í vernd og skynsamlegri nýtingu ósnortinnar náttúru. Af þeim ástæðum hafna VG og óháð virkjunarkostunum sem og flýtiframkvæmd á virkjun í Héraðsvötnum."