Fara í efni

Tollfrelsi erlendra skemmtiferðaskipa

Málsnúmer 2511034

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 170. fundur - 14.11.2025

Lagt fram til kynningar minnisblað sem unnið var fyrir Hafnasamband Íslands og varðar tollafrelsi fyrir erlend farþegaskip á Ísland. Minnisblaðið endar á eftirfarandi hátt:

"Með vísan til framangreinds er hér talið að vafi sé til staðar um hvort núverandi fyrirkomulag tollfrelsis feli í sér ríkisaðstoð. Nauðsynlegt er að framkvæma nánari greiningu á því, en verði niðurstaða slíkrar greiningar sú að ríkisaðstoð sé að ræða kæmi til skoðunar (i) hvort útfæra megi það fyrirkomulag með öðrum hætti eða (ii) hvort unnt sé að fá undanþágu frá banni við veitingu ríkisaðstoðar. Í ljósi óvissu sem er til staðar um þetta atriði, og þeirra miklu hagsmuna sem eru undir, þykir óhætt að segja að flest mæli með því að núverandi fyrirkomulag sé framlengt á meðan frekari greining fer fram."