Kauptilboð í Skógargötu 2
Málsnúmer 2511076
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 171. fundur - 19.11.2025
Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Íbúðareign að Skógargötu 2, F213-2173, er meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 6. nóvember sl. Á 170. fundi byggðarráðs þann 14. nóvember sl. var það samþykkt samhljóða að fela sveitarstjóra að svara innkomnu tilboði með gagntilboði.
Borist hefur gagntilboð við gagntilboði sem sveitarfélagið sendi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna innkomnu tilboði.
Borist hefur gagntilboð við gagntilboði sem sveitarfélagið sendi.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna innkomnu tilboði.
Á fasteignina hefur verið þinglýst afsal sem leggur kvaðir á íbúðina og er hún háð ákvæðum laga um almennar kaupleiguíbúðir eins og þau eru á hverjum tíma, sbr. núgildandi lög um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 97/1993. Eins liggur fyrir einföld eignaskiptayfirlýsing sem þarf að uppfæra áður en sala eignarinnar getur gengið í gegn.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að gera gagntilboð í eignina í samræmi við umræður á fundinum. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að fela sveitarstjóra að losa allar kvaðir af íbúðinni og ganga frá nýrri eignaskiptayfirlýsingu.