Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
Guðlaugur Skúlason sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1.Framkvæmdir og viðhald 2026
Málsnúmer 2510197Vakta málsnúmer
Undir þessum dagskrárlið var öllum fulltrúum í sveitarstjórn boðið að sitja fundinn. Til fundarins mættu Hjörvar Halldórsson og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, auk þess sem Hrund Pétursdóttir og Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir sátu fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, lagði fram áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna annars vegar og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B-hluta fyrirtækja á árinu 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að halda umræðum um málið áfram á næsta fundi byggðarráðs.
Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, lagði fram áætlun eignasjóðs um meiriháttar viðhald fasteigna annars vegar og hins vegar framkvæmdaáætlun eignasjóðs og B-hluta fyrirtækja á árinu 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að halda umræðum um málið áfram á næsta fundi byggðarráðs.
2.Reglur um afslátt af fasteignaskatti 2026
Málsnúmer 2508138Vakta málsnúmer
Lagðar fram reglur um afslátt af fasteignaskatti 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 4,3% frá reglum ársins 2025 og að hámarksafsláttur verði hækkaður úr 90.000 kr. í 100.000 kr. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hækka viðmiðunarfjárhæðir varðandi tekjumörk um 4,3% frá reglum ársins 2025 og að hámarksafsláttur verði hækkaður úr 90.000 kr. í 100.000 kr. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
3.Jólatrésskemmtun 2025
Málsnúmer 2510149Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni um að loka gatnamótum fyrir bílaumferð laugardaginn 29. nóvember nk. frá kl. 14:00 - 17:00 vegna jólatrésskemmtunnar. Fyrir liggur að lögreglan gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða götulokun.
Um er að ræða eftirfarandi gatnamót:
- Skólastígur/Skagfirðingabraut
- Hlíðarstígur/Skagfirðingabraut
- Aðalgata/Sævarstígur
- Aðalgata/Bjarkastígur
Byggðarráð samþykkir samhljóða umbeðna götulokun fyrir sitt leyti.
Um er að ræða eftirfarandi gatnamót:
- Skólastígur/Skagfirðingabraut
- Hlíðarstígur/Skagfirðingabraut
- Aðalgata/Sævarstígur
- Aðalgata/Bjarkastígur
Byggðarráð samþykkir samhljóða umbeðna götulokun fyrir sitt leyti.
4.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 05_Menningarmál
Málsnúmer 2506029Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 38. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 16. október sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 5 - menningarmál lögð fram og tekin til seinni umræðu. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með áorðnum breytingum og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 samhljóða með áorðnum breytingum atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026-2029.
"Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 5 - menningarmál lögð fram og tekin til seinni umræðu. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með áorðnum breytingum og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05 samhljóða með áorðnum breytingum atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026-2029.
5.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 13_Atvinnumál
Málsnúmer 2506033Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 38. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 16. október sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til seinni umræðu. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 samhljóða og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026-2029.
"Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til seinni umræðu. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 samhljóða og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026-2029.
6.Gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar 2026
Málsnúmer 2508128Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 36. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 24. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar 2026
Á síðustu vikum hefur mikil vinna verið lögð í að greina stöðu sorpmála og hvernig hagræða megi í málaflokknum. Á árinu 2025 hefur rekstur málaflokksins gengið vel og er rekstrarniðurstaðan á áætlun, þ.e.a.s að málaflokkurinn er hvorki rekinn með tapi né hagnaði. Í þessu samhengi hefur góður árangur íbúa í flokkun á sorpi og minnkandi magn sem fer frá heimilunum til urðunnar haft jákvæð áhrif á reksturinn.
Á árinu 2026 er gert ráð fyrir að samningsbundnar hækkanir til Íslenska Gámafélagsins (ÍG), hækki um 5% ásamt því að fyrir liggur að urðunargjaldið hjá Norðurá bs. hækkar um 4,3% fyrir urðun á sorpi frá heimilum.
Núverandi sorpsöfnunarkerfi var komið á 1. apríl 2023 með samningi við ÍG og hefur það gengið vel þegar á heildina er litið. Engu að síður þarf að þróa kerfið með aukinni reynslu. Eftir samtöl við ÍG um mögulegar breytingar fyrir árið 2026 er lagt til að söfnun í dreifbýli (120 lítra tunnur), verði með þeim hætti að sorp til urðunar og lífræna tunnan verði tæmdar á 4. vikna fresti, en pappa- og plasttunnan áfram á 6. vikna fresti. Með þessari hagræðingu næst fram tæplega 4% lækkun á sorpgjöldum ásamt því að umrædd samningsbundin hækkun kemur ekki inn. Raunlækkun sorpgjalda heimilanna er því 9% milli áranna 2025 og 2026.
Söfnun dýrahræja og kostnaður við hann er einnig á áætlun á árinu 2025 en gerðar voru miklar breytingar á kerfinu í upphafi árs 2025, en þá var ákveðið að fækka ferðum um 6 ásamt því að skerpt var á því hverju ætti að safna á kostnað búfjáreigenda og hvað þeir eða aðrir ættu að greiða fyrir aukalega. Það er fyrst og fremst sláturúrgangur og annar úrgangur sem ekki kemur frá gjaldskyldum dýrategundum.
Áætlað er að samningsbundnar hækkanir til ÍG vegna þessarar þjónustu hækki um 5% á árinu 2026 ásamt því að Norðurá bs. hækkar urðun á dýrahræjum um 5,6% milli áranna 2025 og 2026.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða breytingu á fjölda ferða í dreifbýli fyrir árið 2026 ásamt fyrirliggjandi gjaldskrá sem í heildina þýðir 4,0% lækkun sorphirðugjalda til heimila, en hækkun gripagjalds um 4,6% fyrir árið 2026."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Lögð fram gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar 2026
Á síðustu vikum hefur mikil vinna verið lögð í að greina stöðu sorpmála og hvernig hagræða megi í málaflokknum. Á árinu 2025 hefur rekstur málaflokksins gengið vel og er rekstrarniðurstaðan á áætlun, þ.e.a.s að málaflokkurinn er hvorki rekinn með tapi né hagnaði. Í þessu samhengi hefur góður árangur íbúa í flokkun á sorpi og minnkandi magn sem fer frá heimilunum til urðunnar haft jákvæð áhrif á reksturinn.
Á árinu 2026 er gert ráð fyrir að samningsbundnar hækkanir til Íslenska Gámafélagsins (ÍG), hækki um 5% ásamt því að fyrir liggur að urðunargjaldið hjá Norðurá bs. hækkar um 4,3% fyrir urðun á sorpi frá heimilum.
Núverandi sorpsöfnunarkerfi var komið á 1. apríl 2023 með samningi við ÍG og hefur það gengið vel þegar á heildina er litið. Engu að síður þarf að þróa kerfið með aukinni reynslu. Eftir samtöl við ÍG um mögulegar breytingar fyrir árið 2026 er lagt til að söfnun í dreifbýli (120 lítra tunnur), verði með þeim hætti að sorp til urðunar og lífræna tunnan verði tæmdar á 4. vikna fresti, en pappa- og plasttunnan áfram á 6. vikna fresti. Með þessari hagræðingu næst fram tæplega 4% lækkun á sorpgjöldum ásamt því að umrædd samningsbundin hækkun kemur ekki inn. Raunlækkun sorpgjalda heimilanna er því 9% milli áranna 2025 og 2026.
Söfnun dýrahræja og kostnaður við hann er einnig á áætlun á árinu 2025 en gerðar voru miklar breytingar á kerfinu í upphafi árs 2025, en þá var ákveðið að fækka ferðum um 6 ásamt því að skerpt var á því hverju ætti að safna á kostnað búfjáreigenda og hvað þeir eða aðrir ættu að greiða fyrir aukalega. Það er fyrst og fremst sláturúrgangur og annar úrgangur sem ekki kemur frá gjaldskyldum dýrategundum.
Áætlað er að samningsbundnar hækkanir til ÍG vegna þessarar þjónustu hækki um 5% á árinu 2026 ásamt því að Norðurá bs. hækkar urðun á dýrahræjum um 5,6% milli áranna 2025 og 2026.
Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða breytingu á fjölda ferða í dreifbýli fyrir árið 2026 ásamt fyrirliggjandi gjaldskrá sem í heildina þýðir 4,0% lækkun sorphirðugjalda til heimila, en hækkun gripagjalds um 4,6% fyrir árið 2026."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7.Fjárhagsáætlun 2026 - Landbúnaðar og innviðanefnd
Málsnúmer 2509287Vakta málsnúmer
Máli vísað frá 36. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar þann 24. október sl., þannig bókað:
"Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 08-Hreinlætismál, 10-Umferða- og samgöngumál, 11-Umhverfismál, 13-Landbúnaðarmál, 61-Hafnarsjóður, 63-Vatnsveita, 65-Sjóveita, 67-Hitaveita, 69-Fráveita vegna ársins 2026.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagðar fjárhagsáætlanir fyrir árið 2026 vegna ofangreindra málaflokka og vísar til byggðarráðs til afgreiðslu.
Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvinsson og skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna Árni Egilsson sátu fundinn undir þessum lið."
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 08, 10, 11, 13 (landbúnaðarmál), 61, 63, 65, 67 og 69 samhljóða og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026-2029.
"Lögð fram til seinni umræðu fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 08-Hreinlætismál, 10-Umferða- og samgöngumál, 11-Umhverfismál, 13-Landbúnaðarmál, 61-Hafnarsjóður, 63-Vatnsveita, 65-Sjóveita, 67-Hitaveita, 69-Fráveita vegna ársins 2026.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða framlagðar fjárhagsáætlanir fyrir árið 2026 vegna ofangreindra málaflokka og vísar til byggðarráðs til afgreiðslu.
Hafnarstjóri Dagur Þór Baldvinsson og skrifstofustjóri Skagafjarðarveitna Árni Egilsson sátu fundinn undir þessum lið."
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 08, 10, 11, 13 (landbúnaðarmál), 61, 63, 65, 67 og 69 samhljóða og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026-2029.
8.Samráð; Drög að reglugerð um riðuveiki í sauðfé
Málsnúmer 2510195Vakta málsnúmer
Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 205/2025, "Drög að reglugerð um riðuveiki í fé".
Umsagnarfrestur er til og með 29.10.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum reglugerðar um að lögð verði megin áhersla á að útrýma riðuveiki á Íslandi með verndun fjárstofns sem ber verndandi aðgerðir gegn riðusmitefni, ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu smitefnisins. Jafnframt að öllum sauðfjárbændum verði gert skylt að rækta gegn riðuveiki og þeim boðnir styrkir til ræktunar og arfgerðargreininga í samræmi við fjárheimildir Alþingis. Er augljóst að mun betur er farið með fjármagn í slíkar aðgerðir í stað kostnaðarsamra aðgerða við niðurskurð og hreinsanir, þótt vitaskuld verði að öllum líkindum sambland af þessum aðgerðum á allra næstu árum.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að markmiðum um innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða, sem sett eru fram í landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu og vísað til í þessari reglugerð, verði fylgt eftir af krafti og nægu fjármagni. Jafnframt leggur byggðarráðið á það áherslu að kostnaður bænda vegna niðurskurðar verði að fullu bættur komi upp riðusmit á bæ. Má þar t.d. nefna kostnað vegna takmörkunartíma frá niðurskurði, en mjög kostnaðarsamt getur verið að girða og viðhalda girðingum fjárheldum í 2 eða jafnvel 7 ár. Eins er mikilvægt að kostnaður vegna þrifa, sem krafist er vegna niðurskurðar að hluta eða öllu leiti, sé bændum að fullu bættur.
Umsagnarfrestur er til og með 29.10.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum reglugerðar um að lögð verði megin áhersla á að útrýma riðuveiki á Íslandi með verndun fjárstofns sem ber verndandi aðgerðir gegn riðusmitefni, ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu smitefnisins. Jafnframt að öllum sauðfjárbændum verði gert skylt að rækta gegn riðuveiki og þeim boðnir styrkir til ræktunar og arfgerðargreininga í samræmi við fjárheimildir Alþingis. Er augljóst að mun betur er farið með fjármagn í slíkar aðgerðir í stað kostnaðarsamra aðgerða við niðurskurð og hreinsanir, þótt vitaskuld verði að öllum líkindum sambland af þessum aðgerðum á allra næstu árum.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að markmiðum um innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða, sem sett eru fram í landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu og vísað til í þessari reglugerð, verði fylgt eftir af krafti og nægu fjármagni. Jafnframt leggur byggðarráðið á það áherslu að kostnaður bænda vegna niðurskurðar verði að fullu bættur komi upp riðusmit á bæ. Má þar t.d. nefna kostnað vegna takmörkunartíma frá niðurskurði, en mjög kostnaðarsamt getur verið að girða og viðhalda girðingum fjárheldum í 2 eða jafnvel 7 ár. Eins er mikilvægt að kostnaður vegna þrifa, sem krafist er vegna niðurskurðar að hluta eða öllu leiti, sé bændum að fullu bættur.
Fundi slitið - kl. 13:43.