Fara í efni

Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 13_Atvinnumál

Málsnúmer 2506033

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 35. fundur - 10.06.2025

Umræður um rammaáætlun fyrir árið 2026 í málaflokki 13 - atvinnumál.

Nefndin ræddi rammaáætlun fyrir komandi ár og samþykkti samhljóða að boða forstöðumenn stofnana sem tilheyra þessum málaflokkum á fund til frekari umræðu.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36. fundur - 20.08.2025

Umræður um rammaáætlun fyrir málaflokk 13 - Atvinnumál.

Nefndin ræddi helstu áhersluverkefni fyrir árið 2026 vegna fjárhagsáætlunargerð fyrir 2026.

Nefndin samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra að vinna málið áfram í takt við umræður á fundinum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 37. fundur - 25.09.2025

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til umræðu.


Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Byggðarráð Skagafjarðar - 165. fundur - 09.10.2025

Vísað frá 37. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 25. september sl., þannig bókað:
"Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til umræðu.


Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til fyrri umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38. fundur - 16.10.2025

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til seinni umræðu.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Byggðarráð Skagafjarðar - 168. fundur - 29.10.2025

Máli vísað frá 38. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 16. október sl., þannig bókað:

"Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til seinni umræðu. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn."

Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 13 samhljóða og vísar til síðari umræðu í sveitarstjórn um fjárhagsáætlun Skagafjarðar 2026-2029.