Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

38. fundur 16. október 2025 kl. 14:00 - 15:40 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ragnar Helgason formaður
  • Hrefna Jóhannesdóttir varaform.
  • Sigurjón Viðar Leifsson varam.
    Aðalmaður: Elínborg Erla Ásgeirsdóttir
  • Tinna Kristín Stefánsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Maria Neves verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Maria Neves deildarstjóri þróunar, miðlunar og menningar
Dagskrá
Við upphafi fundar fer formaður þess á leit við fundarmenn að mál nr. 2508222 - Félagsheimilið Bifröst - auglýsing sé tekið inn á dagskrá fundar með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.

1.Skýrsla deildarstjóra

Málsnúmer 2508066Vakta málsnúmer

Starfsmaður nefndarinnar fer yfir þau mál sem eru á döfinni frá síðasta fundi.

Skýrslan er flutt munnlega og til kynningar.

Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.

2.Félagsheimilið Bifröst - auglýsing 2025

Málsnúmer 2508222Vakta málsnúmer

Framlögð drög að auglýsingu eftir rekstraraðila félagsheimilisins.

Drög að auglýsingu samþykkt samhljóða og starfsmanni nefndarinnar falið að koma henni í birtingu á heimasíðu sveitarfélagsins, samfélagsmiðla og Sjónhorninu.



3.Jólatrésskemmtun 2025

Málsnúmer 2510149Vakta málsnúmer

Umræður um viðburðinn.

Jólatrésskemmtunin í ár fer fram 29. nóvember nk., en venju samkvæmt fer hátíðin ávallt fram fyrsta laugardag í aðventu.

Nefndin fór yfir tillögur starfsmanns og felur viðkomandi að vinna áfram að dagskrá.

4.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða; Auglýsing eftir umsóknum um styrki fyrir 2026

Málsnúmer 2510103Vakta málsnúmer

Framlagt erindi frá Ferðamálastofu dags. 7. október 2025 þar sem auglýst er eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2026.

Opnað var fyrir umsóknir 7. október sl. og umsóknarfrestur er til kl. 13:00, þriðjudaginn 4. nóvember 2025.

Nefndin hvetur áhugasama aðila í Skagafirði til þess að kynna sér umsóknarferlið og sækja um styrk ef við á fyrir komandi ár.

5.NorðurSýn - stafræn markaðssetning

Málsnúmer 2510114Vakta málsnúmer

Framlagt erindi frá Sigurjóni Friðjónssyni og Guðbjörgu Bjarnadóttur f.h. Norðursýnar dags. 22. september 2025 þar sem starfsemi fyrirtækisins er kynnt og óskað er eftir mögulegu samstarfi.

Markmið fyrirtækisins er að aðstoða fyrirtæki, stofnanir og aðra aðila á svæðinu með stafræna markaðssetningu.

Lagt fram til kynningar.

6.Matarkistan Skagafjörður - 2025

Málsnúmer 2510136Vakta málsnúmer

Matarkistan Skagafjörður snýst um samvinnu fjölbreyttra matvælaframleiðanda í Skagafirði að því að efla skagfirska matarmenningu og koma henni á framfæri.

Umræður um verkefnið.

Nefndin samþykkir samhljóða að tengiliður verkefnisins verði hér eftir verkefnastjóri matarupplifunar hjá Byggðarsafni Skagafjarðar.

7.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 05_Menningarmál

Málsnúmer 2506029Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 5 - menningarmál lögð fram og tekin til seinni umræðu.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 með áorðnum breytingum og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

8.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 13_Atvinnumál

Málsnúmer 2506033Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun fyrir málaflokk nr. 13 - atvinnu- og kynningarmál lögð fram og tekin til seinni umræðu.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða fjárhagsáætlun fyrir árið 2026 og vísar henni til seinni umræðu í byggðarráði og sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 15:40.