Fara í efni

Jólatrésskemmtun 2025

Málsnúmer 2510149

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 38. fundur - 16.10.2025

Umræður um viðburðinn.

Jólatrésskemmtunin í ár fer fram 29. nóvember nk., en venju samkvæmt fer hátíðin ávallt fram fyrsta laugardag í aðventu.

Nefndin fór yfir tillögur starfsmanns og felur viðkomandi að vinna áfram að dagskrá.

Byggðarráð Skagafjarðar - 168. fundur - 29.10.2025

Lögð fram beiðni um að loka gatnamótum fyrir bílaumferð laugardaginn 29. nóvember nk. frá kl. 14:00 - 17:00 vegna jólatrésskemmtunnar. Fyrir liggur að lögreglan gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða götulokun.

Um er að ræða eftirfarandi gatnamót:
- Skólastígur/Skagfirðingabraut
- Hlíðarstígur/Skagfirðingabraut
- Aðalgata/Sævarstígur
- Aðalgata/Bjarkastígur

Byggðarráð samþykkir samhljóða umbeðna götulokun fyrir sitt leyti.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39. fundur - 20.11.2025

Umræður um viðburðinn.

Starfsmenn nefndarinnar kynna drög að dagskrá og fara yfir skipulagningu á viðburðinum.

Nefndin hvetur íbúa til þess að fjölmenna á Kirkjutorgið 29. nóvember nk. kl. 15:30 og eiga notalega stund við tendrun jólatrésins.

Dagskráin verður aðgengileg á heimasíðu Skagafjarðar og samfélagsmiðlum í upphafi næstu viku.