Fara í efni

Samráð; Drög að reglugerð um riðuveiki í sauðfé

Málsnúmer 2510195

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 168. fundur - 29.10.2025

Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 205/2025, "Drög að reglugerð um riðuveiki í fé".

Umsagnarfrestur er til og með 29.10.2025.

Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum reglugerðar um að lögð verði megin áhersla á að útrýma riðuveiki á Íslandi með verndun fjárstofns sem ber verndandi aðgerðir gegn riðusmitefni, ásamt áframhaldandi aðgerðum til að hefta mögnun og dreifingu smitefnisins. Jafnframt að öllum sauðfjárbændum verði gert skylt að rækta gegn riðuveiki og þeim boðnir styrkir til ræktunar og arfgerðargreininga í samræmi við fjárheimildir Alþingis. Er augljóst að mun betur er farið með fjármagn í slíkar aðgerðir í stað kostnaðarsamra aðgerða við niðurskurð og hreinsanir, þótt vitaskuld verði að öllum líkindum sambland af þessum aðgerðum á allra næstu árum.

Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að markmiðum um innleiðingu verndandi og mögulega verndandi arfgerða, sem sett eru fram í landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu og vísað til í þessari reglugerð, verði fylgt eftir af krafti og nægu fjármagni. Jafnframt leggur byggðarráðið á það áherslu að kostnaður bænda vegna niðurskurðar verði að fullu bættur komi upp riðusmit á bæ. Má þar t.d. nefna kostnað vegna takmörkunartíma frá niðurskurði, en mjög kostnaðarsamt getur verið að girða og viðhalda girðingum fjárheldum í 2 eða jafnvel 7 ár. Eins er mikilvægt að kostnaður vegna þrifa, sem krafist er vegna niðurskurðar að hluta eða öllu leiti, sé bændum að fullu bættur.