Fara í efni

Langaborg (L225909) - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag

Málsnúmer 2511043

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 86. fundur - 13.11.2025

Þann 13.10.2025 tók skipulagsnefnd Skagafjarðar fyrir umsókn landeigenda Lönguborgar, landnr. 225909, í Hegranesi, um byggingarreit á lóðinni.
Um var að ræða byggingarreit fyrir tvö gestahús. Bókun nefndar var eftirfarandi: "Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem um er að ræða tvær stakar framkvæmdir en ekki eina eins og heimild er fyrir í gildandi aðalskipulagi og leggur til við umsækjenda að sækja um að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað."
Sveitarstjórn staðfesti bókun skipulagsnefndar þann 15.10.2025.

Rúnar Már Grétarsson og Ásta Margrét Benediktsdóttir, þinglýstir eigendur Lönguborgar, landnr. 225909, óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Lönguborg á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast samanber afstöðuuppdrátt Lönguborgar nr. S01 í verki nr. 740702, dags. 19. júní 2017, sem lá til grundvallar fyrir stofnun lóðarinnar.
Skipulagssvæðið er á landbúnaðarsvæði L-3 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki IV, Annað land/lélegt ræktunarland. Skv. aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði L-3 landbúnaðarland sem þykir síður henta til jarðræktar vegna breytilegra landgerða. Landbúnaðarland í flokki IV eru ýmsar landgerðir þar sem ekki verður um samfellda jarðrækt að ræða m.a. vegna þess að jarðvegur er grunnur, hraun/grjót í eða við yfirborð eða hæð yfir sjó og/eða halli lands er of mikill.

Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis, dags. 04.11.2025, skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umsækjendum að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Langaborg í Hegranesi, Skagafirði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 43. fundur - 19.11.2025

Vísað frá 86. fundi skipulagsnefndar frá 13. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Þann 13.10.2025 tók skipulagsnefnd Skagafjarðar fyrir umsókn landeigenda Lönguborgar, landnr. 225909, í Hegranesi, um byggingarreit á lóðinni.
Um var að ræða byggingarreit fyrir tvö gestahús. Bókun nefndar var eftirfarandi: "Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem um er að ræða tvær stakar framkvæmdir en ekki eina eins og heimild er fyrir í gildandi aðalskipulagi og leggur til við umsækjenda að sækja um að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað."
Sveitarstjórn staðfesti bókun skipulagsnefndar þann 15.10.2025.

Rúnar Már Grétarsson og Ásta Margrét Benediktsdóttir, þinglýstir eigendur Lönguborgar, landnr. 225909, óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Lönguborg á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast samanber afstöðuuppdrátt Lönguborgar nr. S01 í verki nr. 740702, dags. 19. júní 2017, sem lá til grundvallar fyrir stofnun lóðarinnar.
Skipulagssvæðið er á landbúnaðarsvæði L-3 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki IV, Annað land/lélegt ræktunarland. Skv. aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði L-3 landbúnaðarland sem þykir síður henta til jarðræktar vegna breytilegra landgerða. Landbúnaðarland í flokki IV eru ýmsar landgerðir þar sem ekki verður um samfellda jarðrækt að ræða m.a. vegna þess að jarðvegur er grunnur, hraun/grjót í eða við yfirborð eða hæð yfir sjó og/eða halli lands er of mikill.

Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis, dags. 04.11.2025, skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umsækjendum að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Langaborg í Hegranesi, Skagafirði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að heimila umsækjendum að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn með níu atkvæðum að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Langaborg í Hegranesi, Skagafirði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.