Fara í efni

Skipulagsnefnd

90. fundur 22. janúar 2026 kl. 12:30 - 15:15 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Eyþór Fannar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Skagfirðingabraut 45 - Beiðni um heimild til að stækka svalir

Málsnúmer 2505059Vakta málsnúmer

Skipulagsnefndin fór í vettvangsferð á lóðina við Skagfirðingabraut 47 og hitti þar lóðarhafa Árna Kristinsson og Margréti Sæmundsdóttir til að meta betur möguleg áhrif umbeðinnar framkvæmdar á lóðinni við Skagfirðingabraut 45.

Edda Lúðvíksdóttir og Þórður Hansen lóðarhafar Skagfirðingabrautar 45 komu á fund nefndarinnar í Ráðhúsinu í kjölfarið.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að hafna umbeðinni framkvæmd þar sem lóðarhafar Skagfirðingabrautar 45 upplýstu á fundinum um að í framhaldinu munu þau leggja inn uppfærða umsókn.

Gestir

  • Edda Lúðvíksdóttir
  • Margrét Sæmundsdóttir
  • Þórður Hansen
  • Árni Kristinsson

2.Langaborg (L225909) - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag

Málsnúmer 2511043Vakta málsnúmer

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við skipulagslýsingu fyrir "Lönguborg í Hegranesi, Skagafirði", mál nr. 1624/2025 (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1624/ ) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagslýsingin var í auglýsingu dagana 10.12.2025- 04.01.2025 og bárust 7 umsagnir.

Skipulagnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins og samkvæmt viðbrögðum nefndarinnar við innsendum umsögnum.

3.Umsagnarbeiðni; Endurskoðun aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024, nr. 0825 2023: Lýsing (Nýtt aðalskipulag)

Málsnúmer 2311132Vakta málsnúmer

Hörgársveit óskar eftir umsögn Skagafjarðar vegna kynningar á tillögu á vinnslustigi (Nýtt aðalskipulag) fyrir Endurskoðun Aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024, mál nr. 0825/2023 í Skipulagsgáttinni, https://skipulagsgatt.is/issues/2023/825 .
Umsagnafrestur rennur út þann 22.1.2026.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemd við vinnslutillögu fyrir Endurskoðun Aðalskipulags Hörgársveitar 2012-2024.

4.Urð L145959, á Reykjaströnd, Skagafirði - Umsókn um breytingu á landheiti, ásamt umsókn um stofnun landspildu.

Málsnúmer 2601200Vakta málsnúmer

Sigfríður Jódís Halldórsdóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Urð, landnúmer 145959, á Reykjaströnd, óskar eftir breytingu á landheiti jarðarinnar, þannig að landnúmer 145959 fái staðfangið Steinn.
Einnig óskar þinglýstur eigandi jarðarinnar um heimild til að stofna 10.000 m2 spildu úr landi jarðarinnar, sem "Urð", skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 73530003 útg. 19. janúar 2026. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi. Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar.
Landheiti útskiptrar lóðar vísar til heitis upprunajarðar (Steinn) og dregur nafn sitt af sömu náttúrueinkennum.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu.
Innan afmörkunar útskiptrar spildu er 123,80 m2 einbýlishús, merking 010101, byggt árið 2025 og 56,90m2 bílskúr, merking 010102, byggður árið 2025. Mannvirki þessi skulu fylgja landskiptum.
Kvöð um umferðarrétt að útskiptri lóð er um heimreið í landi Steins, L145959, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja upprunajörð, Steini eftir breytingu landheitis, landnr. 145959.
Málsnúmer í landeignaskrá er M003301.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti og jafnframt samþykkir skipulagsnefnd samhljóða umbeðið nafnleyfi.

5.Nestún 12 - Lóð skilað

Málsnúmer 2601210Vakta málsnúmer

Árni Max Haraldsson lóðarhafi Nestúns 12 óskar eftir að skila lóðinni inn til sveitarfélagsins.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skil á lóðinni Nestún 12 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana að nýju skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 15:15.