Fara í efni

Skagfirðingabraut 45 - Beiðni um heimild til að stækka svalir

Málsnúmer 2505059

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 77. fundur - 18.06.2025

Edda Lúðvíksdóttir og Þórður Hansen þinglýstir eigendur íbúðar á 2. hæð Skagfirðingabrautar 45, 550 Sauðárkróki (F2132154) óska hér með eftir heimild til að stækka svalir á íbúð á 2 hæð. skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki 79012100, gerður af Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Meðfylgjandi uppdráttur sýnir tillöguteikningu með afstöðumynd og ásýndarmyndum í þrívídd sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri stækkun svala sem sótt er um heimild fyrir. Ekki er um fullunnin hönnungargögn að ræða á þessu stigi.
Um er að ræða stækkun á svölum til suðurs um 6,5 metra. Gert er ráð fyrir þremur burðarsúlum syðst. Svæðið undir svölum verður nýtt sem bílskýli. Framkvæmdin er innan núv. lóðarmarka fasteignarinnar.
Í ljósi þess að deiliskipulag er ekki í gildi fyrir svæðið, er óskað eftir að málið verði tekið til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd. Tekið hefur verið mið af grenndaráhrifum og eru það helst nágrannar aðliggjandi lóða sem gætu orðið fyrir áhrifum, auk fasteignareiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45.
Framkvæmdin er talin falla vel að nærliggjandi byggð og hagsmunir nágranna skerðist að takmörkuðu leyti hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta nýtan leika og aðgengi að útisvæði, án þess að skerða ásýnd eða hagsmuni nágranna.
Með erindinu fylgir einnig samþykki eiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 43, 45 (eiganda neðri hæðar), 47 og 49, Öldustígs 1,3, 5 og 7, og Bárustígs 1, 2 og 4.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 39. fundur - 23.06.2025

Vísað frá 77. fundi skipulagsnefndar þann 18. júní sl., þannig bókað:
"Edda Lúðvíksdóttir og Þórður Hansen þinglýstir eigendur íbúðar á 2. hæð Skagfirðingabrautar 45, 550 Sauðárkróki (F2132154) óska hér með eftir heimild til að stækka svalir á íbúð á 2 hæð. skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki 79012100, gerður af Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Meðfylgjandi uppdráttur sýnir tillöguteikningu með afstöðumynd og ásýndarmyndum í þrívídd sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri stækkun svala sem sótt er um heimild fyrir. Ekki er um fullunnin hönnungargögn að ræða á þessu stigi.
Um er að ræða stækkun á svölum til suðurs um 6,5 metra. Gert er ráð fyrir þremur burðarsúlum syðst. Svæðið undir svölum verður nýtt sem bílskýli. Framkvæmdin er innan núv. lóðarmarka fasteignarinnar.
Í ljósi þess að deiliskipulag er ekki í gildi fyrir svæðið, er óskað eftir að málið verði tekið til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd. Tekið hefur verið mið af grenndaráhrifum og eru það helst nágrannar aðliggjandi lóða sem gætu orðið fyrir áhrifum, auk fasteignareiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45.
Framkvæmdin er talin falla vel að nærliggjandi byggð og hagsmunir nágranna skerðist að takmörkuðu leyti hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta nýtan leika og aðgengi að útisvæði, án þess að skerða ásýnd eða hagsmuni nágranna.
Með erindinu fylgir einnig samþykki eiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 43, 45 (eiganda neðri hæðar), 47 og 49, Öldustígs 1,3, 5 og 7, og Bárustígs 1, 2 og 4."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 43, 45 (eiganda neðri hæðar), 47 og 49, Öldustígs 1,3, 5 og 7, og Bárustígs 1, 2 og 4.

Skipulagsnefnd - 80. fundur - 21.08.2025

Málið áður á dagskrá á 39. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 23.06.2025, þá bókað:
"Vísað frá 77. fundi skipulagsnefndar þann 18. júní sl., þannig bókað: "Edda Lúðvíksdóttir og Þórður Hansen þinglýstir eigendur íbúðar á 2. hæð Skagfirðingabrautar 45, 550 Sauðárkróki (F2132154) óska hér með eftir heimild til að stækka svalir á íbúð á 2 hæð. skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki 79012100, gerður af Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Meðfylgjandi uppdráttur sýnir tillöguteikningu með afstöðumynd og ásýndarmyndum í þrívídd sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri stækkun svala sem sótt er um heimild fyrir. Ekki er um fullunnin hönnungargögn að ræða á þessu stigi. Um er að ræða stækkun á svölum til suðurs um 6,5 metra. Gert er ráð fyrir þremur burðarsúlum syðst. Svæðið undir svölum verður nýtt sem bílskýli. Framkvæmdin er innan núv. lóðarmarka fasteignarinnar. Í ljósi þess að deiliskipulag er ekki í gildi fyrir svæðið, er óskað eftir að málið verði tekið til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd. Tekið hefur verið mið af grenndaráhrifum og eru það helst nágrannar aðliggjandi lóða sem gætu orðið fyrir áhrifum, auk fasteignareiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45. Framkvæmdin er talin falla vel að nærliggjandi byggð og hagsmunir nágranna skerðist að takmörkuðu leyti hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta nýtan leika og aðgengi að útisvæði, án þess að skerða ásýnd eða hagsmuni nágranna. Með erindinu fylgir einnig samþykki eiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 43, 45 (eiganda neðri hæðar), 47 og 49, Öldustígs 1,3, 5 og 7, og Bárustígs 1, 2 og 4." Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 43, 45 (eiganda neðri hæðar), 47 og 49, Öldustígs 1,3, 5 og 7, og Bárustígs 1, 2 og 4."

Grenndarkynningin fór fram dagana 25.06.2025- 27.07.2025 og bárust tvær umsagnir á umsagnartímanum (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/875 ).

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum frá umsækjendum varðandi möguleg áhrif framkvæmdarinnar.

Skipulagsnefnd - 83. fundur - 18.09.2025

Málið áður á dagskrá 80. fundar skipulagsnefndar þann 21.08.2025, þá m.a. bókað:
"Grenndarkynningin fór fram dagana 25.06.2025- 27.07.2025 og bárust tvær umsagnir á umsagnartímanum (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/875 ). Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari gögnum frá umsækjendum varðandi möguleg áhrif framkvæmdarinnar."

Edda Lúðvíksdóttir og Þórður Hansen hafa sent inn m.a. umsögn fasteignasala vegna áhrifa umbeðinna framkvæmda þar sem fram kemur að ekki sé talið að framkvæmdin myndi valda fjártjóni á nærliggjandi húsum. Skuggavarp framkvæmdarinnar umbeðinnar framkvæmdar kemur fram í gögnum frá Stoð ehf. verkfræðistofu, þá telja umsækjendur fordæmi fyrir álíka breytingum við Skagfirðingabraut og að framkvæmdin myndi ekki hafa áhrif á innsýn til suðurs þar sem einungis er gönguhurð til norðurs.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að útbúa bréf og bjóða til fundar með lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 47 til að fara yfir umsókn umsækjenda.