Fara í efni

Skipulagsnefnd

77. fundur 18. júní 2025 kl. 09:30 - 11:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Eyþór Fannar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040

Málsnúmer 2404001Vakta málsnúmer

Hlynur Torfi Torfason skipulagsráðgjafi frá VSÓ ráðgjöf situr fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og fer yfir tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna og senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar skv. 3. mrg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldinu auglýsa hana skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Gestir

  • Hlynur Torfi Torfason

2.Nestún 16 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2506105Vakta málsnúmer

K-tak sækir um parhúsalóðina við Nestún 16 á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að úthluta umsækjanda parhúsahúsalóðinni Nestún 16 á Sauðárkróki.

3.Skagfirðingabraut 45 - Beiðni um heimild til að stækka svalir

Málsnúmer 2505059Vakta málsnúmer

Edda Lúðvíksdóttir og Þórður Hansen þinglýstir eigendur íbúðar á 2. hæð Skagfirðingabrautar 45, 550 Sauðárkróki (F2132154) óska hér með eftir heimild til að stækka svalir á íbúð á 2 hæð. skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki 79012100, gerður af Ínu Björk Ársælsdóttir hjá Stoð verkfræðistofu ehf.
Meðfylgjandi uppdráttur sýnir tillöguteikningu með afstöðumynd og ásýndarmyndum í þrívídd sem gerir grein fyrir fyrirhugaðri stækkun svala sem sótt er um heimild fyrir. Ekki er um fullunnin hönnungargögn að ræða á þessu stigi.
Um er að ræða stækkun á svölum til suðurs um 6,5 metra. Gert er ráð fyrir þremur burðarsúlum syðst. Svæðið undir svölum verður nýtt sem bílskýli. Framkvæmdin er innan núv. lóðarmarka fasteignarinnar.
Í ljósi þess að deiliskipulag er ekki í gildi fyrir svæðið, er óskað eftir að málið verði tekið til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd. Tekið hefur verið mið af grenndaráhrifum og eru það helst nágrannar aðliggjandi lóða sem gætu orðið fyrir áhrifum, auk fasteignareiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45.
Framkvæmdin er talin falla vel að nærliggjandi byggð og hagsmunir nágranna skerðist að takmörkuðu leyti hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn.
Markmið framkvæmdarinnar er að bæta nýtan leika og aðgengi að útisvæði, án þess að skerða ásýnd eða hagsmuni nágranna.
Með erindinu fylgir einnig samþykki eiganda neðri hæðar Skagfirðingabrautar 45.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Skagfirðingabrautar 43, 45 (eiganda neðri hæðar), 47 og 49, Öldustígs 1,3, 5 og 7, og Bárustígs 1, 2 og 4.

4.Fornós 8 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa.

Málsnúmer 2506036Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá 76. fundi skipulagsnefndar þann 12.06.2025, þá bókað:
"Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 26. maí síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um leyfi til að til að byggja við einbýlishús sem stendur á lóðinni númer 8 við Fornós á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir hjá Klöpp Arkitektar-Verkfræðingar ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 3358, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir maí 2025, uppfærðir 5. júní 2025. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15."

Hrefna Gerður Björnsdóttir lóðarhafi Fornós 8 óskar eftir að framkvæmdin verði einnig grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Fornós 3 og 4.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum við Fornós 3, 4, 5, 6, 7, 9 og 10 og Hólmagrund 7, 9, 11, 13 og 15.

5.Hólagerði L146233 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi

Málsnúmer 2502228Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá á 76. fundi skipulagsnefndnarinnar þann 12.06.2025 þar sem kynnt voru drög að umsögn sveitastjórnar frá fjarlægðarreglu d-liðar 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar. Var þá bókað: "Lagt fram til kynningar drög að bréfi sveitarstjórnar til Húsnæðis- og félagsmálaráðuneytisins varðandi umsókn um undanþágu frá ákvæðum skipulagsreglugerðar varðandi 50 m fjarlægðarmörk húsbyggingar frá vegi fyrir Hólagerði L146233."
Skipulagsfulltrúi leggur fram og kynnir drög að samantekt sinni um afgreiðslu málsins. Málið var rætt á grunni samantektarinnar.

Skipulagsnefnd lýsir sig sammála þeim sjónarmiðum sem fram koma í drögum skipulagsfulltrúa að samantekt til sveitarstjóra um málið og samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að ljúka frágangi samantektarinnar og umræddra draga að umsögn sveitarfélagsins í samráði við lögmann sveitarfélagsins og leggja fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu. Að henni lokinni vinni skipulagsfulltrúi málið gagnvart ráðuneytinu í samráði við sveitarstjórn. Að fenginni niðurstöðu ráðuneytisins verði afstaða til byggingarreits tekinn til endanlegrar afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:30.