Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Helgustaðir í Unadal - Aðalskipulagsbreyting
Málsnúmer 2211189Vakta málsnúmer
2.Helgustaðir í Unadal - Deiliskipulag
Málsnúmer 2311127Vakta málsnúmer
Þessi dagskráliður fellur undir bókun máls. nr. 2211189 - Helgustaðir í Unadal - Aðalskipulagsbreyting.
3.Borgarflöt - Deiliskipulag
Málsnúmer 2505220Vakta málsnúmer
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við vinnslutillögu deiliskipulags fyrir lóð Háskólans á Hólum við Borgarflöt 35 á Sauðárkróki, mál nr. 2992/2025 (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/992/ ) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Vinnslutillagan var í auglýsingu dagana 16.10.2025- 2.11.2025 og bárust 4 umsagnir.
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir "Borgarflöt 35, Sauðarkróki", sett fram sem uppdráttur ásamt greingargerð nr. DS-01 dags. 13.11.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Borgarflöt 35, Sauðarkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir "Borgarflöt 35, Sauðarkróki", sett fram sem uppdráttur ásamt greingargerð nr. DS-01 dags. 13.11.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Borgarflöt 35, Sauðarkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gestir
- Björn Magnús Árnason
4.Deiliskipulag - Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra - Verknámshús - Skagfirðingabraut 26
Málsnúmer 2401263Vakta málsnúmer
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við skipulagslýsingu fyrir Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki, mál nr. 1413/2025 (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1413 ) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagslýsingin var í auglýsingu dagana 16.10.2025- 02.11.2025 og bárust 6 umsagnir.
Lögð fram vinnslutillaga deiliskipulags fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðarkróki", sett fram sem uppdráttur ásamt greingargerð nr. VT-01 dags. 13.11.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðarkróki", í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Einnig samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að að láta vinna umferðargreiningu fyrir skipulagssvæðið í samræmi við umræður fundarins samhliða auglýsingarferli vinnslutillögunnar.
Lögð fram vinnslutillaga deiliskipulags fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðarkróki", sett fram sem uppdráttur ásamt greingargerð nr. VT-01 dags. 13.11.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðarkróki", í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Einnig samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að að láta vinna umferðargreiningu fyrir skipulagssvæðið í samræmi við umræður fundarins samhliða auglýsingarferli vinnslutillögunnar.
Gestir
- Björn Magnús Árnason
5.Langaborg (L225909) - Beiðni um heimild til að vinna deiliskipulag
Málsnúmer 2511043Vakta málsnúmer
Þann 13.10.2025 tók skipulagsnefnd Skagafjarðar fyrir umsókn landeigenda Lönguborgar, landnr. 225909, í Hegranesi, um byggingarreit á lóðinni.
Um var að ræða byggingarreit fyrir tvö gestahús. Bókun nefndar var eftirfarandi: "Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem um er að ræða tvær stakar framkvæmdir en ekki eina eins og heimild er fyrir í gildandi aðalskipulagi og leggur til við umsækjenda að sækja um að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað."
Sveitarstjórn staðfesti bókun skipulagsnefndar þann 15.10.2025.
Rúnar Már Grétarsson og Ásta Margrét Benediktsdóttir, þinglýstir eigendur Lönguborgar, landnr. 225909, óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Lönguborg á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast samanber afstöðuuppdrátt Lönguborgar nr. S01 í verki nr. 740702, dags. 19. júní 2017, sem lá til grundvallar fyrir stofnun lóðarinnar.
Skipulagssvæðið er á landbúnaðarsvæði L-3 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki IV, Annað land/lélegt ræktunarland. Skv. aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði L-3 landbúnaðarland sem þykir síður henta til jarðræktar vegna breytilegra landgerða. Landbúnaðarland í flokki IV eru ýmsar landgerðir þar sem ekki verður um samfellda jarðrækt að ræða m.a. vegna þess að jarðvegur er grunnur, hraun/grjót í eða við yfirborð eða hæð yfir sjó og/eða halli lands er of mikill.
Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis, dags. 04.11.2025, skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umsækjendum að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Langaborg í Hegranesi, Skagafirði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um var að ræða byggingarreit fyrir tvö gestahús. Bókun nefndar var eftirfarandi: "Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem um er að ræða tvær stakar framkvæmdir en ekki eina eins og heimild er fyrir í gildandi aðalskipulagi og leggur til við umsækjenda að sækja um að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað."
Sveitarstjórn staðfesti bókun skipulagsnefndar þann 15.10.2025.
Rúnar Már Grétarsson og Ásta Margrét Benediktsdóttir, þinglýstir eigendur Lönguborgar, landnr. 225909, óska eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir Lönguborg á eigin kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið afmarkast samanber afstöðuuppdrátt Lönguborgar nr. S01 í verki nr. 740702, dags. 19. júní 2017, sem lá til grundvallar fyrir stofnun lóðarinnar.
Skipulagssvæðið er á landbúnaðarsvæði L-3 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki IV, Annað land/lélegt ræktunarland. Skv. aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði L-3 landbúnaðarland sem þykir síður henta til jarðræktar vegna breytilegra landgerða. Landbúnaðarland í flokki IV eru ýmsar landgerðir þar sem ekki verður um samfellda jarðrækt að ræða m.a. vegna þess að jarðvegur er grunnur, hraun/grjót í eða við yfirborð eða hæð yfir sjó og/eða halli lands er of mikill.
Meðfylgjandi er lýsing skipulagsverkefnis, dags. 04.11.2025, skv. 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umsækjendum að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
Jafnframt samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Langaborg í Hegranesi, Skagafirði" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6.Túngata 1, Hofsósi - Umsókn um lóð fyrir hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Málsnúmer 2507102Vakta málsnúmer
Orku náttúrunnar ohf. (ON) óskar eftir úthlutun á lóðinni við Túngötu 1 á Hofsósi, með það að markmiði að koma þar upp hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Umsókn þessi er hluti af markvissri uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti í samgöngum, sem ON vinnur að víða um land í samstarfi við sveitarfélög og aðra hagaðila.
Í umsókninni kemur m.a. fram:
Umsækjendur telja lóðina við Túngötu 1 vera afar hentuga fyrir slíka uppbyggingu með hliðsjón af staðsetningu, umferð og aðgengi að þjónustu. Áætlað er að koma fyrir hraðhleðslustöð(um) og/eða almennum hleðslustöðvum í samræmi við þarfir og skipulagssjónarmið svæðisins.
Umsækjendur gera fyrirvara um að úthlutun lóðarinnar verði háð samkomulagi um skilmála, þar á meðal varðandi gjaldtöku og lóðaleigu, og áskiljum okkur rétt til að meta slíka skilmála áður en endanlegt samþykki er gefið.
Umsækjendur eru reiðubúnir til að funda með sveitarfélaginu og fara yfir tæknilegar forsendur, frágang, útlit, aðkomu og aðrar nauðsynlegar forsendur sem tengjast uppsetningu hleðslustöðvarinnar. Við leggjum áherslu á faglega framkvæmd og gott samstarf við sveitarfélagið.
Umsóknin er í samræmi við fyrri bókun Byggðaráðs Skagafjarðar frá 10.04.2024 þar sem m.a. var bókað: "Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áhuga ON og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við sérfræðinga ON varðandi mögulegar staðsetningar hleðslustöðva í Skagafirði."
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að úthluta lóðinni við Túngötu 1 á Hofsósi til Orku náttúrunnar að því gefnu að samkomulag náist um skilmála, þar á meðal varðandi gjaldtöku og lóðaleigu.
Í umsókninni kemur m.a. fram:
Umsækjendur telja lóðina við Túngötu 1 vera afar hentuga fyrir slíka uppbyggingu með hliðsjón af staðsetningu, umferð og aðgengi að þjónustu. Áætlað er að koma fyrir hraðhleðslustöð(um) og/eða almennum hleðslustöðvum í samræmi við þarfir og skipulagssjónarmið svæðisins.
Umsækjendur gera fyrirvara um að úthlutun lóðarinnar verði háð samkomulagi um skilmála, þar á meðal varðandi gjaldtöku og lóðaleigu, og áskiljum okkur rétt til að meta slíka skilmála áður en endanlegt samþykki er gefið.
Umsækjendur eru reiðubúnir til að funda með sveitarfélaginu og fara yfir tæknilegar forsendur, frágang, útlit, aðkomu og aðrar nauðsynlegar forsendur sem tengjast uppsetningu hleðslustöðvarinnar. Við leggjum áherslu á faglega framkvæmd og gott samstarf við sveitarfélagið.
Umsóknin er í samræmi við fyrri bókun Byggðaráðs Skagafjarðar frá 10.04.2024 þar sem m.a. var bókað: "Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áhuga ON og felur sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa að vera í sambandi við sérfræðinga ON varðandi mögulegar staðsetningar hleðslustöðva í Skagafirði."
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að úthluta lóðinni við Túngötu 1 á Hofsósi til Orku náttúrunnar að því gefnu að samkomulag náist um skilmála, þar á meðal varðandi gjaldtöku og lóðaleigu.
7.Uppbygging á atvinnu- og athafnalóðinni að Borgarbraut 2
Málsnúmer 2510290Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dags. 29.10.2025 frá Ívari Þór Jóhannssyni lögmanni fyrir hönd Áka bifreiðaþjónustu og Myndunar ehf. vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og framkvæmda þeirra á lóðinni Borgarbraut 2.
Skipulagsnefnd bendir á að öll skipulagsvinna vegna lóðarinnar og lögformleg stofnun hennar sé lokið. Búið er að hanna götu- og fráveituhæð og aðgengi, stútur, að lóð frá Borgarbraut inn á miðja lóð Borgarbrautar 2, verður opnaður í viku 47 og aðrar stofnlagnir eru til staðar skv. upplýsingum frá veitu- og framkvæmdasviði Skagafjarðar.
Þröstur Magnússon vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Skipulagsnefnd bendir á að öll skipulagsvinna vegna lóðarinnar og lögformleg stofnun hennar sé lokið. Búið er að hanna götu- og fráveituhæð og aðgengi, stútur, að lóð frá Borgarbraut inn á miðja lóð Borgarbrautar 2, verður opnaður í viku 47 og aðrar stofnlagnir eru til staðar skv. upplýsingum frá veitu- og framkvæmdasviði Skagafjarðar.
Þröstur Magnússon vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
8.Flatatunga (L146279) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2511047Vakta málsnúmer
Einar Gunnarsson, þinglýstur eigandi jarðarinnar Flatatunga, landnr. 146279 óska eftir heimild til að stofna 1.966 m² lóð úr landi jarðarinnar, sem "Flatatunga 1" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 74770100 útg. 07. nóv. 2025 og merkjalýsingu dags. 07.11.2025. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem Íbúðarhúsalóð (10). Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Akrarhepps 2010-2022 og auglýsta tillögu að aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040. Landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði landbúnaðarlands í flokki I og II og skerðir ekki búrekstrarskilyrði í sveitarfélaginu. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunalandeignar með næsta lausa staðgreini. Landheiti er í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga og er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Innan merkja útskiptrar spildu er matshluti 03 sem er 245,6 m² einbýlishús byggt árið 1949. Óskað er þess að mannvirki þetta fylgi landskiptum og skráist á útskipta spildu.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Flatatungu, landnr. 146279.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarslóða í landi Flatatungu, landnr. 146279, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Málsnúmer í landeignaskrá er M003037.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðin landskipti.
Innan merkja útskiptrar spildu er matshluti 03 sem er 245,6 m² einbýlishús byggt árið 1949. Óskað er þess að mannvirki þetta fylgi landskiptum og skráist á útskipta spildu.
Ekkert ræktað land er innan útskiptrar spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Flatatungu, landnr. 146279.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarslóða í landi Flatatungu, landnr. 146279, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Málsnúmer í landeignaskrá er M003037.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðin landskipti.
9.Hitaveita að Langhúsum, Fljótum í Skagafirði, nr. 1477 2025 - Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu)
Málsnúmer 2511065Vakta málsnúmer
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:
Hitaveita að Langhúsum, Fljótum í Skagafirði, nr. 1477/2025: Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu)
https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1477 .
Kynningartími er frá 3.11.2025 til 2.12.2025.
Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd hafi í för með sér óveruleg umhverfisáhrif og því ekki um matskylda framkvæmd að ræða og samþykkir samhljóða að leggja til sveitarstjórn að gera ekki athugasemd vegna málsins.
Hitaveita að Langhúsum, Fljótum í Skagafirði, nr. 1477/2025: Tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu)
https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1477 .
Kynningartími er frá 3.11.2025 til 2.12.2025.
Skipulagsnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd hafi í för með sér óveruleg umhverfisáhrif og því ekki um matskylda framkvæmd að ræða og samþykkir samhljóða að leggja til sveitarstjórn að gera ekki athugasemd vegna málsins.
10.Ljósleiðari á Skaga - Framkvæmdaleyfisumsókn
Málsnúmer 2511086Vakta málsnúmer
Öryggisfjarskipti ehf. sem er í ríkiseigu sækir um framkvæmdaleyfi fyrir hringtengingu ljósleiðara á Skaga samhliða lagningu rafstrengs frá Ketu að Hrauni í samstarfi við Rarik.
Framkvæmdaleiðin er að mestu á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar nema þar sem gamli vegurinn er enn til staðar, þar er honum fylgt.
Með framkvæmdaleyfisumsókninni fylgja jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi landeiganda og lögbundinna umsagnaraðila.
Einnig fylgja gögn sem gera grein fyrir lagnaleiðinni. Innmæld leið verður skilað að verki loknu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
Framkvæmdaleiðin er að mestu á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar nema þar sem gamli vegurinn er enn til staðar, þar er honum fylgt.
Með framkvæmdaleyfisumsókninni fylgja jákvæðar umsagnir hlutaðeigandi landeiganda og lögbundinna umsagnaraðila.
Einnig fylgja gögn sem gera grein fyrir lagnaleiðinni. Innmæld leið verður skilað að verki loknu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 74
Málsnúmer 2511005FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 74 þann 07.11.2025.
Fundi slitið - kl. 15:15.
Sú aðalskipulagsbreyting sem mál þetta fjallar um felur í sér að skilgreina nýtt verslunar- og þjónustusvæði við Helgustaði í Unadal þar sem áform eru um ferðaþjónustu innan landspildunnar Helgustaða sem er um 4,9 ha að stærð. Framangreint deiliskipulag felur í sér nánari skipulagslega útfærslu á þessum áformum.
Fljótlega eftir að auglýsingartíma skipulagstillagnanna skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 41. gr. l. 123/2010 var liðinn var, með bréfi dags. 27.06. 2024 til Skipulagsstofnunar, óskað eftir áliti stofnunarinnar um hvort þörf væri á staðbundnu hættumati fyrir uppbyggingu við Helgustaði í Unadal í Skagafirði. Leiddi þetta til þess að eigandi Helgustaða og þar með skipulagssvæðisins óskaði eftir staðbundnu hættumati fyrir skipulagssvæðið. Niðurstaða þess var að 6 byggingarreitir, þ.m.t. reitir undir sumarhúsi og þremur gestahúsum um miðbik svæðisins teldust allir á snjóflóðahættusvæði C (staðaráhætta meiri en 5 af 10.000), sbr. ákvæði reglugerðar nr. 505/2000 um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Á hættusvæði C má einungis reisa mannvirki sé þar ekki búist við stöðugri viðveru fólks til búsetu eða vinnu, sbr. 3. mgr. 21. gr. reglugerðar nr. 505/2000. Jafnframt er skv. 3. mgr. 16. gr. hennar óheimilt að skipuleggja íbúðabyggð, frístundabyggð eða svæði fyrir atvinnustarfsemi á áður óbyggðum svæðum nema tryggt sé að áhætta fólks m.t.t. ofanflóða verði ásættanleg, sbr. 11. gr. reglugerðarinnar. Í frístundahúsum telst áhætta ásættanleg ef staðaráhætta er minni en 5 af 10.000 á ári.
Framangreint hættumat var lagt fram á 56. fundi skipulagsnefndar hinn 23.08. 2024 og gildir um Helgustaði. Á þeim fundi lagði skipulagsnefnd til að frekari afgreiðslu tillögunnar verði frestað þar til fyrir lægi niðurstaða viðræðna skipulagsfulltrúa við eigendur þess lands sem standa að áðurgreindri deiliskipulagstillögu, um nauðsynlegar breytingar á henni. Afgreiðsla 56. fundar skipulagnefndar var staðfest á 30. fundi sveitarstjórnar 18. september 2024.
Framangreind afgreiðsla var kynnt fyrir fyrirsvarsmönnum Helgustaða og með þeim haldnir fundir, síðast fyrr í þessari viku en engar tillögur hafa komið fram um breytingu á skipulagstillögunum skv. framansögðu.
Skipulagsnefnd telur áætlun um uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu sem felur í sér áform um gistiþjónustu óheimila skv. framansögðu, enda beri skv. 2. mgr. 16. gr. áðurgreindrar reglugerðar að taka fullt tillit til fyrirliggjandi hættumats við skipulagsgerð.
Vegna framangreinds felur skipulagsnefnd skipulagsfulltrúa að tilkynna eiganda umrædds svæðis að nefndin ráðgeri á fundi, þegar þrjár vikur eru liðnar frá sendingu slíkrar tilkynningar, að leggja til við sveitarstjórn að umræddri vinnu við aðalskipulagsbreytingar (mál nr. 2211189) og deiliskipulagbreytingar (mál nr. 2211127) verði hætt, enda komi ekki fram andmæli og rök innan þess frests sem breyti þessari ráðagerð nefndarinnar.