Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Þjónustustefna Skagafjarðar 2026
Málsnúmer 2510144Vakta málsnúmer
2.Húsnæðisáætlun 2026
Málsnúmer 2510123Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur, dags. 8. október 2025, frá teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þar sem vakin er athygli á að búið er að opna fyrir næstu útgáfu húsnæðisáætlana í áætlanakerfi, og að sveitarstjórnir þurfa að vera búnar að staðfesta endurskoðun á húsnæðisáætlun sinni fyrir 20. janúar ár hvert.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að láta hefja vinnu við endurskoðaða áætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að láta hefja vinnu við endurskoðaða áætlun.
3.Kvennafrídagurinn 50 ára 24. okt 2025
Málsnúmer 2510079Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi, dags. 6.10.2025, frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025. Í erindinu er vakin athygli á að þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Af þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár. Er jafnframt hvatt til þess að sveitarfélög landsins leggi sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem eru í gangi að þessu tilefni í þeirra sveitafélögum sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar styður fyrrgreinda réttindabaráttu og samþykkir að konum og kvárum sem hjá sveitarfélaginu starfa verði heimilt að leggja niður störf á launum 24. október 2025 frá kl. 14-16 sem er sá tími sem útifundur mun standa yfir á Arnarhóli í Reykjavík. Fundurinn verður sýndur í beinu streymi. Byggðarráð Skagafjarðar beinir því til stjórnenda stofnana Skagafjarðar að huga að skipulagi starfseminnar 24. október nk. í samráði við starfsfólk. Haft verði að leiðarljósi að nauðsynlegri almannaþjónustu sé sinnt eins og mögulegt er og að öryggi og heilsu fólks sé ekki stefnt í hættu. Forstöðumönnum er falið að gera ráðstafanir varðandi afleysingar eða lokanir ef ekki tekst að manna starfsstöðvar og tilkynna þjónustuþegum um breytingar á þjónustu í tíma. Ekki verður dregið af launum kvenna og kvára sem taka þátt í kvennaverkfallinu að viðhöfðu samráði við sinn stjórnanda en þess er óskað að þau sem kjósa að leggja niður störf tilkynni forstöðumönnum sinna stofnana þar um í síðasta lagi mánudaginn 20.10.2025. Góðfúslega er bent á að dagurinn er ekki almennur frídagur sem samið hefur verið um. Jafnframt er áréttað að ekki er um eiginlegt verkfall að ræða þar sem um verkföll gilda sérstök lög og reglur og að ábyrgð á starfsemi er á forræði hlutaðeigandi stjórnanda.
Byggðarráð Skagafjarðar styður fyrrgreinda réttindabaráttu og samþykkir að konum og kvárum sem hjá sveitarfélaginu starfa verði heimilt að leggja niður störf á launum 24. október 2025 frá kl. 14-16 sem er sá tími sem útifundur mun standa yfir á Arnarhóli í Reykjavík. Fundurinn verður sýndur í beinu streymi. Byggðarráð Skagafjarðar beinir því til stjórnenda stofnana Skagafjarðar að huga að skipulagi starfseminnar 24. október nk. í samráði við starfsfólk. Haft verði að leiðarljósi að nauðsynlegri almannaþjónustu sé sinnt eins og mögulegt er og að öryggi og heilsu fólks sé ekki stefnt í hættu. Forstöðumönnum er falið að gera ráðstafanir varðandi afleysingar eða lokanir ef ekki tekst að manna starfsstöðvar og tilkynna þjónustuþegum um breytingar á þjónustu í tíma. Ekki verður dregið af launum kvenna og kvára sem taka þátt í kvennaverkfallinu að viðhöfðu samráði við sinn stjórnanda en þess er óskað að þau sem kjósa að leggja niður störf tilkynni forstöðumönnum sinna stofnana þar um í síðasta lagi mánudaginn 20.10.2025. Góðfúslega er bent á að dagurinn er ekki almennur frídagur sem samið hefur verið um. Jafnframt er áréttað að ekki er um eiginlegt verkfall að ræða þar sem um verkföll gilda sérstök lög og reglur og að ábyrgð á starfsemi er á forræði hlutaðeigandi stjórnanda.
4.Sala íbúða í eigu Eignasjóðs Skagafjarðar
Málsnúmer 2510090Vakta málsnúmer
Lagt fram minnisblað frá forstöðumanni framkvæmda, dags. 13. október 2025, þar sem vakin er athygli á því að lítil eftirspurn hefur verið eftir stærri leiguíbúðum í eigu sveitarfélagsins og enginn á biðlista eftir slíku leiguhúsnæði. Er óskað eftir heimild til að selja einhverjar af þessum stærri eignum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita heimild fyrir sölu á þeim 5 stærri eignum sem eru lausar og í eigu sveitarfélagsins, auk heimildar til að kaupa allt að 5 minni eignir á móti, og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita heimild fyrir sölu á þeim 5 stærri eignum sem eru lausar og í eigu sveitarfélagsins, auk heimildar til að kaupa allt að 5 minni eignir á móti, og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5.Skipan í samráðsvettvang Sóknaráætlunar
Málsnúmer 2510075Vakta málsnúmer
Guðlaugur Skúlason vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dags. 29.9.2025, þar sem óskað er eftir fulltrúum í samráðsvettvang Sóknaráætlunar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Jóhönnu Ey Harðardóttur og Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur í samráðsvettvang Sóknaráætlunar.
Lagt fram erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, dags. 29.9.2025, þar sem óskað er eftir fulltrúum í samráðsvettvang Sóknaráætlunar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að tilnefna Jóhönnu Ey Harðardóttur og Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur í samráðsvettvang Sóknaráætlunar.
6.Gjaldskrá leikskóla 2026
Málsnúmer 2508125Vakta málsnúmer
Erindi vísað frá 41. fundi fræðslunefndar, 25.9.2025, þannig bókað:
"Fjallað um gjaldskrá leikskóla í Skagafirði fyrir árið 2026. Ljóst er að tekjur vegna leikskólagjalda hafa reynst mun lægri á árinu 2025 en áætlanir gerðu ráð fyrir, á meðan útgjöld hafa ekki lækkað á sambærilegan hátt. Breytt fyrirkomulag á gjaldskrá var tveggja ára verkefni sem ákveðið var að fara í á grundvelli vinnu Spretthóps í júlí 2024 en 1. október er eitt ár liðið frá því að breytingarnar tóku gildi. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum hennar að leggja fram greiningu þar sem farið er yfir hvernig til tókst á fyrsta fundi nefndarinnar í janúar 2026. Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Sektargjald fyrir að sækja barn of seint eða mæta of snemma helst óbreytt. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs"
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar breytingar á gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Fjallað um gjaldskrá leikskóla í Skagafirði fyrir árið 2026. Ljóst er að tekjur vegna leikskólagjalda hafa reynst mun lægri á árinu 2025 en áætlanir gerðu ráð fyrir, á meðan útgjöld hafa ekki lækkað á sambærilegan hátt. Breytt fyrirkomulag á gjaldskrá var tveggja ára verkefni sem ákveðið var að fara í á grundvelli vinnu Spretthóps í júlí 2024 en 1. október er eitt ár liðið frá því að breytingarnar tóku gildi. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum hennar að leggja fram greiningu þar sem farið er yfir hvernig til tókst á fyrsta fundi nefndarinnar í janúar 2026. Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun dvalargjalda, fæðisgjalda og skráningardaga leikskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Systkinaafsláttur af dvalargjaldi verður óbreyttur, 50% fyrir annað barn og 100% fyrir þriðja barn. Sektargjald fyrir að sækja barn of seint eða mæta of snemma helst óbreytt. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs"
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar breytingar á gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7.Gjaldskrá fráveitu og tæmingu rotþróa 2026
Málsnúmer 2508110Vakta málsnúmer
Erindi vísað frá 33. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, 18.9.2025, þannig bókað:
"Lögð fram drög að endurnýjaðri gjaldskrá fyrir fráveitu og tæmingu rotþróa 2026.
Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Lögð fram drög að endurnýjaðri gjaldskrá fyrir fráveitu og tæmingu rotþróa 2026.
Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
8.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2026
Málsnúmer 2508126Vakta málsnúmer
Erindi vísað frá 33. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, 18.9.2025, þannig bókað:
"Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2026.
Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun nema á langtímaleigu geymslugáma á hafnarsvæðinu. Þar er gjaldskráin hækkuð til samræmis við gjaldskrá gámageymslusvæðis. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2026.
Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun nema á langtímaleigu geymslugáma á hafnarsvæðinu. Þar er gjaldskráin hækkuð til samræmis við gjaldskrá gámageymslusvæðis. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
9.Gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2026
Málsnúmer 2508130Vakta málsnúmer
Erindi vísað frá 33. fundi landbúnaðar- og innviðanefndar, 18.9.2025, þannig bókað:
"Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2026. Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Lögð fram drög að uppfærðri gjaldskrá vegna lausagöngu búfjár 2026. Gert er ráð fyrir 2,7% hækkun. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir gjaldskrána samhljóða."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
10.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa þjónustu- og framkvæmdagjöld 2026
Málsnúmer 2508127Vakta málsnúmer
Erindi vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar, 13.10.2025, þannig bókað:
"Lögð fram drög að gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða gjaldskrána með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
"Lögð fram drög að gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða gjaldskrána með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
11.Umsagnarbeiðni; Frumvarp til laga um veiðar og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu)
Málsnúmer 2510153Vakta málsnúmer
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu), 153. mál. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 27. október nk.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir umsögn Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar, frá janúar 2023 þegar breytingar sem leiddu til núverandi laga voru í samráðsferli í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir í niðurlagi afstöðu félagsins: "Vitað er að meirihluti þeirra sjómanna sem stundað hafa grásleppuveiðar á Skagafirði um alllangt skeið er nú hlynntur kvótasetningu enda liggi ljóst fyrir á hvaða forsendum það verði gert og hvernig hún verði útfærð."
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir umsögn Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar, frá janúar 2023 þegar breytingar sem leiddu til núverandi laga voru í samráðsferli í gegnum Samráðsgátt stjórnvalda. Þar segir í niðurlagi afstöðu félagsins: "Vitað er að meirihluti þeirra sjómanna sem stundað hafa grásleppuveiðar á Skagafirði um alllangt skeið er nú hlynntur kvótasetningu enda liggi ljóst fyrir á hvaða forsendum það verði gert og hvernig hún verði útfærð."
12.Samráð; Drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum (framleiðendafélög)
Málsnúmer 2510073Vakta málsnúmer
Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 191/2025, "Drög að frumvarpi til laga um breytingu á búvörulögum (framleiðendafélög)". Umsagnarfrestur er til og með 17.10.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar harmar að búið sé að leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingar á búvörulögum sem augljóslega munu veikja samkeppnisstöðu bænda og koma í veg fyrir að þeir geti hagrætt í meðal annars rekstri afurðastöðva fyrir kjöt- og mjólkurafurðir.
Það segir sig sjálft að sífellt aukin tækni- og vélvæðing í rekstri afurðastöðva í bæði mjólkur- og kjötiðnaði kallar á stærri einingar sem geta afkastað meira magni með minni mannaflsþörf og þannig lækkað kostnað við vinnsluna í viðkomandi afurðastöð, bændum og neytendum til góða.
Það var mikill og jákvæður áfangi fyrir íslenskan landbúnað þegar breytingar voru gerðar á 71. grein búvörulaga fyrir tæplega 25 árum síðan sem heimiluðu afurðastöðvum í mjólkuriðnaði að gera skipulagsbreytingar og hagræða með sameiningu afurðastöðva og/eða aukinni samvinnu þeirra. Það vita allir sem til þekkja að þær hagræðingar sem gerðar hafa verið síðan þá hafa skilað bæði bændum og neytendum verulegum fjárhagsbata og gert mjólkurframleiðslu á Íslandi að þeirri öflugu atvinnugrein sem hún er í dag. Um þessar breytingar hefur verið mikil sátt meðal bænda og því ótrúlegt að slökkva eigi á frekari möguleikum til hagræðingar og samvinnu, en það má öllum vera ljóst að hagræðing í rekstri er eilífðarverkefni vegna tækniframfara og breytinga sem fólk sér sjaldnast fyrir.
Rekstur afurðastöðva í kjötiðnaði hefur aftur á móti verið mjög erfiður til margra ára vegna óhagkvæmra rekstrareininga sem ekki hefur verið hægt að laga með sameiningu eða samvinnu vegna lagalegra takmarkana sem voru í búvörulögum. Því fagnaði sveitarstjórn Skagafjarðar þeirri breytingu sem gerð var með lögum nr. 30/2024, en þar var opnað fyrir heimild sláturhúsa og kjötafurðastöðva til samstarfs og/eða sameiningar, með það að markmiði að afurðastöðvar gætu hagrætt í rekstrinum og þannig stuðlað að hærra afurðaverði til bænda og lægra vöruverði til neytenda.
Með þeim breytingum sem nú eru lagðar til er hins vegar verið að loka á frekari hagræðingu meðal sláturhúsa og kjötafurðastöðva fyrir sauðfé, nautgripi og hross ásamt því að verið er að koma í veg fyrir frekari framþróun í afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Þessi gríðarlega takmörkun og byrði sem með þessu yrði sett á íslenskan landbúnað er með ólíkindum. Ótrúlegt er jafnframt að tillagan skuli koma frá atvinnuvegaráðherra sem er í ríkisstjórn sem gaf út það ætlunarverk sitt „að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu“.
Með þessu frumvarpi er augljóslega verið að vinna í þveröfuga átt, gegn hagsmunum bænda og íslenskrar matvælaframleiðslu og um leið gegn hagsmunum neytenda.
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á atvinnuvegaráðherra að draga umræddar breytingar á búvörulögum tafarlaust til baka. Jafnframt bendir byggðarráð á að eðlilegt sé að vinna við jafn mikilvæg lög og búvörulögin eru íslenskum landbúnaði í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði.
Byggðarráð Skagafjarðar minnir á mikilvægi þess að standa vörð um innlenda búvöruframleiðslu og að henni sé gert kleift að hagræða í rekstri afurðastöðva. Samkeppnin við innfluttar afurðir er mikil og í öllum okkar nágrannalöndum eru afurðastöðvar bæði mjög stórar og fáar sem er eðlileg þróun í því tækni- og vélvæðingarumhverfi sem við búum við í dag.
Byggðarráð Skagafjarðar harmar að búið sé að leggja fram frumvarp á Alþingi um breytingar á búvörulögum sem augljóslega munu veikja samkeppnisstöðu bænda og koma í veg fyrir að þeir geti hagrætt í meðal annars rekstri afurðastöðva fyrir kjöt- og mjólkurafurðir.
Það segir sig sjálft að sífellt aukin tækni- og vélvæðing í rekstri afurðastöðva í bæði mjólkur- og kjötiðnaði kallar á stærri einingar sem geta afkastað meira magni með minni mannaflsþörf og þannig lækkað kostnað við vinnsluna í viðkomandi afurðastöð, bændum og neytendum til góða.
Það var mikill og jákvæður áfangi fyrir íslenskan landbúnað þegar breytingar voru gerðar á 71. grein búvörulaga fyrir tæplega 25 árum síðan sem heimiluðu afurðastöðvum í mjólkuriðnaði að gera skipulagsbreytingar og hagræða með sameiningu afurðastöðva og/eða aukinni samvinnu þeirra. Það vita allir sem til þekkja að þær hagræðingar sem gerðar hafa verið síðan þá hafa skilað bæði bændum og neytendum verulegum fjárhagsbata og gert mjólkurframleiðslu á Íslandi að þeirri öflugu atvinnugrein sem hún er í dag. Um þessar breytingar hefur verið mikil sátt meðal bænda og því ótrúlegt að slökkva eigi á frekari möguleikum til hagræðingar og samvinnu, en það má öllum vera ljóst að hagræðing í rekstri er eilífðarverkefni vegna tækniframfara og breytinga sem fólk sér sjaldnast fyrir.
Rekstur afurðastöðva í kjötiðnaði hefur aftur á móti verið mjög erfiður til margra ára vegna óhagkvæmra rekstrareininga sem ekki hefur verið hægt að laga með sameiningu eða samvinnu vegna lagalegra takmarkana sem voru í búvörulögum. Því fagnaði sveitarstjórn Skagafjarðar þeirri breytingu sem gerð var með lögum nr. 30/2024, en þar var opnað fyrir heimild sláturhúsa og kjötafurðastöðva til samstarfs og/eða sameiningar, með það að markmiði að afurðastöðvar gætu hagrætt í rekstrinum og þannig stuðlað að hærra afurðaverði til bænda og lægra vöruverði til neytenda.
Með þeim breytingum sem nú eru lagðar til er hins vegar verið að loka á frekari hagræðingu meðal sláturhúsa og kjötafurðastöðva fyrir sauðfé, nautgripi og hross ásamt því að verið er að koma í veg fyrir frekari framþróun í afurðastöðvum í mjólkuriðnaði. Þessi gríðarlega takmörkun og byrði sem með þessu yrði sett á íslenskan landbúnað er með ólíkindum. Ótrúlegt er jafnframt að tillagan skuli koma frá atvinnuvegaráðherra sem er í ríkisstjórn sem gaf út það ætlunarverk sitt „að vinna að aukinni verðmætasköpun í atvinnulífinu m.a. með því að ýta undir vöxt og verðmætasköpun í matvælaframleiðslu“.
Með þessu frumvarpi er augljóslega verið að vinna í þveröfuga átt, gegn hagsmunum bænda og íslenskrar matvælaframleiðslu og um leið gegn hagsmunum neytenda.
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á atvinnuvegaráðherra að draga umræddar breytingar á búvörulögum tafarlaust til baka. Jafnframt bendir byggðarráð á að eðlilegt sé að vinna við jafn mikilvæg lög og búvörulögin eru íslenskum landbúnaði í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Samtök fyrirtækja í landbúnaði.
Byggðarráð Skagafjarðar minnir á mikilvægi þess að standa vörð um innlenda búvöruframleiðslu og að henni sé gert kleift að hagræða í rekstri afurðastöðva. Samkeppnin við innfluttar afurðir er mikil og í öllum okkar nágrannalöndum eru afurðastöðvar bæði mjög stórar og fáar sem er eðlileg þróun í því tækni- og vélvæðingarumhverfi sem við búum við í dag.
13.Byggðaráðstefnan 2025
Málsnúmer 2510092Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Byggðastofnun, dags. 6.10.2025, þar sem vakin er athygli á Byggðaráðstefnunni 2025 sem haldin verður þriðjudaginn 4. nóvember 2025 í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Yfirskrift ráðstefnunnar og viðfangsefni er Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri? Byggðaráðstefnur eru haldnar annað hvert ár á vegum Byggðastofnunar. Tilgangur þeirra er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Áherslur byggðaráðstefnu hafa verið á tiltekinn málaflokk hverju sinni, síðast var yfirskriftin "Búsetufrelsi?" Upplýsingar um byggðaráðstefnur má sjá á vef Byggðastofnunar. Að ráðstefnunni 2025 standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, í samvinnu við Þingeyjarsveit. Skráningarfrestur er til og með 27. október.
Fundi slitið - kl. 14:27.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að auglýsa eftir athugasemdum og ábendingum um breytingar á gildandi þjónustustefnu og vísar stefnunni jafnframt til fyrri umræðu í sveitarstjórn.