Fara í efni

Húsnæðisáætlun 2026

Málsnúmer 2510123

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 166. fundur - 15.10.2025

Lagður fram tölvupóstur, dags. 8. október 2025, frá teymi húsnæðisáætlana hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, þar sem vakin er athygli á að búið er að opna fyrir næstu útgáfu húsnæðisáætlana í áætlanakerfi, og að sveitarstjórnir þurfa að vera búnar að staðfesta endurskoðun á húsnæðisáætlun sinni fyrir 20. janúar ár hvert.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að láta hefja vinnu við endurskoðaða áætlun.