Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar lagi formaður til að mál 2512176-Tilboð í íbúð 2. HV Skógargötu 2, verði tekið á fund byggðarráðs með afbrigðum. Samþykkt samhljóða.
1.Uppbygging húsnæðis fyrir Háskólann á Hólum
Málsnúmer 2601156Vakta málsnúmer
Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs mættu til fundarins.
Farið var yfir húsnæðismál Háskólans á Hólum. Fasteignir Háskólans á Hólum eru í eigu ríkisins ásamt öllu landi Hóla í Hjaltadal. Núverandi staða í húsnæðismálum háskólans er alvarleg. Fiskeldis- og fiskalíffræðideild er á hrakhólum og hefur litla sem enga kennsluaðstöðu í dag. Skrifstofum ferðamáladeildar var lokað 2021 vegna myglu í húsakynnum Háskólans á Hólum og nú síðast þurfti að rýma eina hæð til viðbótar vegna myglu í húsakynnunum sem leiðir af að taka þurfti á leigu húsnæði á Sauðárkróki undir hluta starfsemi Háskólans.
Háskólinn á Hólum er sérhæfður háskóli sem gegnir lykilhlutverki í námsgreinum innan lagareldi, íslenska hestinum og ferðaþjónustu í dreifbýli. Áríðandi er að flýta fjárfestingu í húsnæði og innviðum Háskólans á Hólum til að bregðast við þessu ástandi í húsnæðismálum skólans. Slíkt er einnig forsenda þess að nýta þau tækifæri sem sérstaða Háskólans í námsframboði skapar og til að mæta vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir sérfræðinga í þessum mikilvægu greinum.
Uppbyggingin er jafnframt stórt byggðaþróunarverkefni sem getur haft veruleg jákvæð áhrif á menntun, atvinnu og samkeppnishæfni svæðisins, sérstaklega í ljósi þess að Norðurland vestra hefur setið eftir í íbúafjölgun á undanförnum árum.
Farið var yfir húsnæðismál Háskólans á Hólum. Fasteignir Háskólans á Hólum eru í eigu ríkisins ásamt öllu landi Hóla í Hjaltadal. Núverandi staða í húsnæðismálum háskólans er alvarleg. Fiskeldis- og fiskalíffræðideild er á hrakhólum og hefur litla sem enga kennsluaðstöðu í dag. Skrifstofum ferðamáladeildar var lokað 2021 vegna myglu í húsakynnum Háskólans á Hólum og nú síðast þurfti að rýma eina hæð til viðbótar vegna myglu í húsakynnunum sem leiðir af að taka þurfti á leigu húsnæði á Sauðárkróki undir hluta starfsemi Háskólans.
Háskólinn á Hólum er sérhæfður háskóli sem gegnir lykilhlutverki í námsgreinum innan lagareldi, íslenska hestinum og ferðaþjónustu í dreifbýli. Áríðandi er að flýta fjárfestingu í húsnæði og innviðum Háskólans á Hólum til að bregðast við þessu ástandi í húsnæðismálum skólans. Slíkt er einnig forsenda þess að nýta þau tækifæri sem sérstaða Háskólans í námsframboði skapar og til að mæta vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir sérfræðinga í þessum mikilvægu greinum.
Uppbyggingin er jafnframt stórt byggðaþróunarverkefni sem getur haft veruleg jákvæð áhrif á menntun, atvinnu og samkeppnishæfni svæðisins, sérstaklega í ljósi þess að Norðurland vestra hefur setið eftir í íbúafjölgun á undanförnum árum.
2.Húsnæðisáætlun 2026
Málsnúmer 2510123Vakta málsnúmer
Húsnæðisáætlun 2026 fyrir Skagafjörð lögð fram til afgreiðslu byggðarráðs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að vísa áætluninni til afgreiðslu sveitarstjórnar.
3.Samningur um reiðvegi 2026-2030
Málsnúmer 2601172Vakta málsnúmer
Einar E. Einarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Lögð fram drög að samningi milli Skagafjarðar og Hestamannafélagsins Skagfirðings um áframhaldandi uppbyggingu reiðvega í sveitarfélaginu Skagafirði á næstu 5 árum, 2026 til 2030.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs gerð viðauka vegna málsins. Byggðarráð samþykkir jafnframt með tveimur atkvæðum að fela sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Lögð fram drög að samningi milli Skagafjarðar og Hestamannafélagsins Skagfirðings um áframhaldandi uppbyggingu reiðvega í sveitarfélaginu Skagafirði á næstu 5 árum, 2026 til 2030.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs gerð viðauka vegna málsins. Byggðarráð samþykkir jafnframt með tveimur atkvæðum að fela sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.
4.Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts
Málsnúmer 2601140Vakta málsnúmer
Fært í trúnaðarbók.
5.Umferðaröryggismat fyrir Húnavallaleið og Vindheimaleið - Beiðni til Vegagerðarinnar um svör - Skoðanakönnun - Beiðni um afstöðu Húnabyggðar og Skagafjarðar til vega umræddar leiðir
Málsnúmer 2601114Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Samgöngufélaginu dagsettur 12. janúar 2026. Í tölvupóstinum fer félagið þess á leit við sveitarfélagið að gerð verði grein fyrir afstöðu sveitarfélagsins til lagningu Vindheimaleiðar.
Að teknu tilliti til umferðaröryggis, byggðaþróunar, skipulags, umhverfisáhrifa og fjárhags telur byggðarráð ekki forsendur til að mæla með framgangi verkefnisins.
1. Umferðaröryggi á núverandi leið telst ekki óásættanlegt samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Í umferðaröryggismati Verkís frá desember 2025 kemur fram að meðalslysatíðni á umræddum köflum hringvegar sé undir landsmeðaltali þjóðvega í dreifbýli. Einnig er bent á að engin slys hafi verið skráð á kaflanum í gegnum Varmahlíð á síðustu fimm árum. Að teknu tilliti til framangreinds er ekki tilefni til að telja núverandi leið óörugga umfram landsmeðaltal.
2. Í skýrslunni er áætlað að stytting leiðarinnar um 6 km gæti fækkað slysum yfir 20 ára tímabil, en rökstuðningur byggir fyrst og fremst á styttingu ekinna km, fremur en því að núverandi vegur sé slysahættuvaldandi umfram viðmið. Á móti styttingu koma mikilvæg samfélags- og byggðaáhrif.
3. Í erindi Samgöngufélagsins er viðurkennt að ný veglína gæti dregið úr umsvifum í Varmahlíð og á Blönduósi. Í ljósi þess að íbúafjölgun á Norðurlandi vestra hefur verið hægari en landsmeðaltal síðasta áratuginn telur byggðarráð að slíkar framkvæmdir geti aukið byggðaröskun og grafið undan þjónustu og atvinnu á svæðinu.
4. Vísanir í áætlaðan kostnað Vindheimaleiðar byggja á eldri forsendum. Ekki liggur fyrir sjálfstæð, uppfærð arðsemisgreining sem sýnir með óyggjandi hætti að veggjöld mundi standa undir fjárfestingu miðað við áætlaða umferð og því telur byggðarráð fjárhagslegar forsendur ófullnægjandi.
5. Tillagan kallar á nýja stórbrú yfir Héraðsvötn, minni brú yfir Svartá og varnargarða sem þrengja árfarveg, auk þjónustumannvirkja og vegar á nýjum slóðum um ræktuð landbúnaðarsvæði (m.a. Saurbæ, Vindheima og Víðivelli). Ekkert umhverfismat fylgir erindinu né áhrifamat á landbúnað eða aðra atvinnuvegi Skagafjarðar. Byggðarráð telur óásættanlegt að hefja ferli án heildstæðs mats.
6. Í gögnum er tekið fram að hvorki drög að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 né Aðalskipulag Húnabyggðar geri ráð fyrir umræddri veglaggningu. Vegagerðin er umsagnaraðili í aðalskipulagsferli sveitarfélaganna og hefur í hvorugu tilvikinu sent inn umsögn með ábendingum um lagningu þessara vegstæða né hugmyndir um slíkt. Aðalskipulagsferli beggja sveitarfélaga fóru í gegnum viðamikil kynningaferli og öllum áhugasömum því í lófa lagið er senda inn ábendingar og athugasemdir.
7. Byggðarráð telur raunhæfara að einbeita sér að markvissum öryggisúrbótum á núverandi þjóðvegi 1, á borð við úrbætur í beygjum, sjónlengdum, tengingum og aðgreiningu hægari umferðar í stað nýrrar veglínu með miklum fjárútlátum og óafturkræfum áhrifum. Slíkar úrbætur samræmast betur forgangsröðun um öryggi og viðhald í landsáætlunum.
Að öllu framangreindu virtu er það afstaða byggðarráðs Skagafjarðar að ekki séu fyrir hendi fullnægjandi forsendur, hvorki umferðaröryggislegar, fjárhagslegar, skipulagslegar né umhverfislegar, til að gera ráð fyrir Vindheimaleið/Húnavallaleið í skipulagi eða samgönguáætlun á þessu stigi. Byggðarráð hvetur þess í stað til heildstæðra, uppfærðra greininga og forgangsröðunar hagkvæmra öryggisúrbóta innan núverandi vegaslóðar.
Að teknu tilliti til umferðaröryggis, byggðaþróunar, skipulags, umhverfisáhrifa og fjárhags telur byggðarráð ekki forsendur til að mæla með framgangi verkefnisins.
1. Umferðaröryggi á núverandi leið telst ekki óásættanlegt samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Í umferðaröryggismati Verkís frá desember 2025 kemur fram að meðalslysatíðni á umræddum köflum hringvegar sé undir landsmeðaltali þjóðvega í dreifbýli. Einnig er bent á að engin slys hafi verið skráð á kaflanum í gegnum Varmahlíð á síðustu fimm árum. Að teknu tilliti til framangreinds er ekki tilefni til að telja núverandi leið óörugga umfram landsmeðaltal.
2. Í skýrslunni er áætlað að stytting leiðarinnar um 6 km gæti fækkað slysum yfir 20 ára tímabil, en rökstuðningur byggir fyrst og fremst á styttingu ekinna km, fremur en því að núverandi vegur sé slysahættuvaldandi umfram viðmið. Á móti styttingu koma mikilvæg samfélags- og byggðaáhrif.
3. Í erindi Samgöngufélagsins er viðurkennt að ný veglína gæti dregið úr umsvifum í Varmahlíð og á Blönduósi. Í ljósi þess að íbúafjölgun á Norðurlandi vestra hefur verið hægari en landsmeðaltal síðasta áratuginn telur byggðarráð að slíkar framkvæmdir geti aukið byggðaröskun og grafið undan þjónustu og atvinnu á svæðinu.
4. Vísanir í áætlaðan kostnað Vindheimaleiðar byggja á eldri forsendum. Ekki liggur fyrir sjálfstæð, uppfærð arðsemisgreining sem sýnir með óyggjandi hætti að veggjöld mundi standa undir fjárfestingu miðað við áætlaða umferð og því telur byggðarráð fjárhagslegar forsendur ófullnægjandi.
5. Tillagan kallar á nýja stórbrú yfir Héraðsvötn, minni brú yfir Svartá og varnargarða sem þrengja árfarveg, auk þjónustumannvirkja og vegar á nýjum slóðum um ræktuð landbúnaðarsvæði (m.a. Saurbæ, Vindheima og Víðivelli). Ekkert umhverfismat fylgir erindinu né áhrifamat á landbúnað eða aðra atvinnuvegi Skagafjarðar. Byggðarráð telur óásættanlegt að hefja ferli án heildstæðs mats.
6. Í gögnum er tekið fram að hvorki drög að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 né Aðalskipulag Húnabyggðar geri ráð fyrir umræddri veglaggningu. Vegagerðin er umsagnaraðili í aðalskipulagsferli sveitarfélaganna og hefur í hvorugu tilvikinu sent inn umsögn með ábendingum um lagningu þessara vegstæða né hugmyndir um slíkt. Aðalskipulagsferli beggja sveitarfélaga fóru í gegnum viðamikil kynningaferli og öllum áhugasömum því í lófa lagið er senda inn ábendingar og athugasemdir.
7. Byggðarráð telur raunhæfara að einbeita sér að markvissum öryggisúrbótum á núverandi þjóðvegi 1, á borð við úrbætur í beygjum, sjónlengdum, tengingum og aðgreiningu hægari umferðar í stað nýrrar veglínu með miklum fjárútlátum og óafturkræfum áhrifum. Slíkar úrbætur samræmast betur forgangsröðun um öryggi og viðhald í landsáætlunum.
Að öllu framangreindu virtu er það afstaða byggðarráðs Skagafjarðar að ekki séu fyrir hendi fullnægjandi forsendur, hvorki umferðaröryggislegar, fjárhagslegar, skipulagslegar né umhverfislegar, til að gera ráð fyrir Vindheimaleið/Húnavallaleið í skipulagi eða samgönguáætlun á þessu stigi. Byggðarráð hvetur þess í stað til heildstæðra, uppfærðra greininga og forgangsröðunar hagkvæmra öryggisúrbóta innan núverandi vegaslóðar.
6.Tilboð í íbúð 2. HV Skógargötu 2
Málsnúmer 2512176Vakta málsnúmer
Lagður fram tölvupóstur frá Moniku Hjálmtýsdóttur, fasteignasala hjá Landmark, dagsettur 20. janúar 2026. Í tölvupóstinum fer hún þess á leit við byggðarráð fyrir hönd tilboðsgjafa í íbúð 2. hæð til vinstri á Skógargötu 2 að framlengja fresti til að aflétta fyrirvara um sölu núverandi íbúðar til og með 20. febrúar 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlengja frest til að aflétta fyrirvara um sölu núverandi íbúðar væntanlegs kaupanda til og með 20. febrúar 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að framlengja frest til að aflétta fyrirvara um sölu núverandi íbúðar væntanlegs kaupanda til og með 20. febrúar 2026.
7.Samráð;Drög að nýrri reglugerð um strandveiði
Málsnúmer 2601110Vakta málsnúmer
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 5/2026, "Drög að nýrri reglugerð um strandveiði".
Umsagnarfrestur er til og með 23.01. 2026.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á nauðsyn þess að breyta núverandi kerfi strandveiða þannig að veiðar verði tryggðar innan allra veiðisvæða þegar þær eru hagkvæmastar. Byggðarráð leggur jafnframt til að ígrunduð verði betur þau sjónarmið og rök sem skilyrða strandveiðileyfi við að sá sem þær stundar eigi 100% eignarhlut í báti og útgerð.
Umsagnarfrestur er til og með 23.01. 2026.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á nauðsyn þess að breyta núverandi kerfi strandveiða þannig að veiðar verði tryggðar innan allra veiðisvæða þegar þær eru hagkvæmastar. Byggðarráð leggur jafnframt til að ígrunduð verði betur þau sjónarmið og rök sem skilyrða strandveiðileyfi við að sá sem þær stundar eigi 100% eignarhlut í báti og útgerð.
8.Samráð; Breytingar á raforkulögum (verkefni Raforkueftirlitsins)
Málsnúmer 2601165Vakta málsnúmer
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 8/2026, "Breytingar á raforkulögum (verkefni Raforkueftirlitsins)".
Umsagnarfrestur er til og með 29.01. 2026.
Umsagnarfrestur er til og með 29.01. 2026.
Fundi slitið - kl. 13:30.