Hólmfríður Sveinsdóttir rektor Háskólans á Hólum og Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs mættu til fundarins.
Farið var yfir húsnæðismál Háskólans á Hólum. Fasteignir Háskólans á Hólum eru í eigu ríkisins ásamt öllu landi Hóla í Hjaltadal. Núverandi staða í húsnæðismálum háskólans er alvarleg. Fiskeldis- og fiskalíffræðideild er á hrakhólum og hefur litla sem enga kennsluaðstöðu í dag. Skrifstofum ferðamáladeildar var lokað 2021 vegna myglu í húsakynnum Háskólans á Hólum og nú síðast þurfti að rýma eina hæð til viðbótar vegna myglu í húsakynnunum sem leiðir af að taka þurfti á leigu húsnæði á Sauðárkróki undir hluta starfsemi Háskólans.
Háskólinn á Hólum er sérhæfður háskóli sem gegnir lykilhlutverki í námsgreinum innan lagareldi, íslenska hestinum og ferðaþjónustu í dreifbýli. Áríðandi er að flýta fjárfestingu í húsnæði og innviðum Háskólans á Hólum til að bregðast við þessu ástandi í húsnæðismálum skólans. Slíkt er einnig forsenda þess að nýta þau tækifæri sem sérstaða Háskólans í námsframboði skapar og til að mæta vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir sérfræðinga í þessum mikilvægu greinum.
Uppbyggingin er jafnframt stórt byggðaþróunarverkefni sem getur haft veruleg jákvæð áhrif á menntun, atvinnu og samkeppnishæfni svæðisins, sérstaklega í ljósi þess að Norðurland vestra hefur setið eftir í íbúafjölgun á undanförnum árum.
Farið var yfir húsnæðismál Háskólans á Hólum. Fasteignir Háskólans á Hólum eru í eigu ríkisins ásamt öllu landi Hóla í Hjaltadal. Núverandi staða í húsnæðismálum háskólans er alvarleg. Fiskeldis- og fiskalíffræðideild er á hrakhólum og hefur litla sem enga kennsluaðstöðu í dag. Skrifstofum ferðamáladeildar var lokað 2021 vegna myglu í húsakynnum Háskólans á Hólum og nú síðast þurfti að rýma eina hæð til viðbótar vegna myglu í húsakynnunum sem leiðir af að taka þurfti á leigu húsnæði á Sauðárkróki undir hluta starfsemi Háskólans.
Háskólinn á Hólum er sérhæfður háskóli sem gegnir lykilhlutverki í námsgreinum innan lagareldi, íslenska hestinum og ferðaþjónustu í dreifbýli. Áríðandi er að flýta fjárfestingu í húsnæði og innviðum Háskólans á Hólum til að bregðast við þessu ástandi í húsnæðismálum skólans. Slíkt er einnig forsenda þess að nýta þau tækifæri sem sérstaða Háskólans í námsframboði skapar og til að mæta vaxandi þörf atvinnulífsins fyrir sérfræðinga í þessum mikilvægu greinum.
Uppbyggingin er jafnframt stórt byggðaþróunarverkefni sem getur haft veruleg jákvæð áhrif á menntun, atvinnu og samkeppnishæfni svæðisins, sérstaklega í ljósi þess að Norðurland vestra hefur setið eftir í íbúafjölgun á undanförnum árum.