Fara í efni

Samningur um reiðvegi 2026-2030

Málsnúmer 2601172

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 178. fundur - 21.01.2026

Einar E. Einarsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Lögð fram drög að samningi milli Skagafjarðar og Hestamannafélagsins Skagfirðings um áframhaldandi uppbyggingu reiðvega í sveitarfélaginu Skagafirði á næstu 5 árum, 2026 til 2030.

Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs gerð viðauka vegna málsins. Byggðarráð samþykkir jafnframt með tveimur atkvæðum að fela sveitarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.