Lagt fram erindi, dags. 6.10.2025, frá framkvæmdastjórn Kvennaárs 2025. Í erindinu er vakin athygli á að þann 24. október 2025 verða 50 ár liðin frá sögulegum Kvennafrídegi þar sem 90% íslenskra kvenna lögðu niður störf sín, launuð og ólaunuð til að mótmæla kynbundnum launamun og ólaunaðri vinnu kvenna. Af þessu tilefni hafa á sjötta tug samtaka kvenna, femínista, hinsegin fólks og fatlaðs fólks lýst árið 2025 Kvennaár. Er jafnframt hvatt til þess að sveitarfélög landsins leggi sitt af mörkum til að minnast 50 ára afmælis kvennafrídagsins og styðja við þá viðburði sem eru í gangi að þessu tilefni í þeirra sveitafélögum sem og að gera konum og kvárum sem starfa hjá sveitafélaginu kleift að taka þátt í Kvennaverkfalli þann 24. október 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar styður fyrrgreinda réttindabaráttu og samþykkir að konum og kvárum sem hjá sveitarfélaginu starfa verði heimilt að leggja niður störf á launum 24. október 2025 frá kl. 14-16 sem er sá tími sem útifundur mun standa yfir á Arnarhóli í Reykjavík. Fundurinn verður sýndur í beinu streymi. Byggðarráð Skagafjarðar beinir því til stjórnenda stofnana Skagafjarðar að huga að skipulagi starfseminnar 24. október nk. í samráði við starfsfólk. Haft verði að leiðarljósi að nauðsynlegri almannaþjónustu sé sinnt eins og mögulegt er og að öryggi og heilsu fólks sé ekki stefnt í hættu. Forstöðumönnum er falið að gera ráðstafanir varðandi afleysingar eða lokanir ef ekki tekst að manna starfsstöðvar og tilkynna þjónustuþegum um breytingar á þjónustu í tíma. Ekki verður dregið af launum kvenna og kvára sem taka þátt í kvennaverkfallinu að viðhöfðu samráði við sinn stjórnanda en þess er óskað að þau sem kjósa að leggja niður störf tilkynni forstöðumönnum sinna stofnana þar um í síðasta lagi mánudaginn 20.10.2025. Góðfúslega er bent á að dagurinn er ekki almennur frídagur sem samið hefur verið um. Jafnframt er áréttað að ekki er um eiginlegt verkfall að ræða þar sem um verkföll gilda sérstök lög og reglur og að ábyrgð á starfsemi er á forræði hlutaðeigandi stjórnanda.
Byggðarráð Skagafjarðar styður fyrrgreinda réttindabaráttu og samþykkir að konum og kvárum sem hjá sveitarfélaginu starfa verði heimilt að leggja niður störf á launum 24. október 2025 frá kl. 14-16 sem er sá tími sem útifundur mun standa yfir á Arnarhóli í Reykjavík. Fundurinn verður sýndur í beinu streymi. Byggðarráð Skagafjarðar beinir því til stjórnenda stofnana Skagafjarðar að huga að skipulagi starfseminnar 24. október nk. í samráði við starfsfólk. Haft verði að leiðarljósi að nauðsynlegri almannaþjónustu sé sinnt eins og mögulegt er og að öryggi og heilsu fólks sé ekki stefnt í hættu. Forstöðumönnum er falið að gera ráðstafanir varðandi afleysingar eða lokanir ef ekki tekst að manna starfsstöðvar og tilkynna þjónustuþegum um breytingar á þjónustu í tíma. Ekki verður dregið af launum kvenna og kvára sem taka þátt í kvennaverkfallinu að viðhöfðu samráði við sinn stjórnanda en þess er óskað að þau sem kjósa að leggja niður störf tilkynni forstöðumönnum sinna stofnana þar um í síðasta lagi mánudaginn 20.10.2025. Góðfúslega er bent á að dagurinn er ekki almennur frídagur sem samið hefur verið um. Jafnframt er áréttað að ekki er um eiginlegt verkfall að ræða þar sem um verkföll gilda sérstök lög og reglur og að ábyrgð á starfsemi er á forræði hlutaðeigandi stjórnanda.