Fara í efni

Byggðaráðstefnan 2025

Málsnúmer 2510092

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 166. fundur - 15.10.2025

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Byggðastofnun, dags. 6.10.2025, þar sem vakin er athygli á Byggðaráðstefnunni 2025 sem haldin verður þriðjudaginn 4. nóvember 2025 í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Yfirskrift ráðstefnunnar og viðfangsefni er Félagslegur fjölbreytileiki samfélaga, jafnvægi, áskoranir eða vannýtt sóknarfæri? Byggðaráðstefnur eru haldnar annað hvert ár á vegum Byggðastofnunar. Tilgangur þeirra er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggða um allt land. Áherslur byggðaráðstefnu hafa verið á tiltekinn málaflokk hverju sinni, síðast var yfirskriftin "Búsetufrelsi?" Upplýsingar um byggðaráðstefnur má sjá á vef Byggðastofnunar. Að ráðstefnunni 2025 standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samband sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, í samvinnu við Þingeyjarsveit. Skráningarfrestur er til og með 27. október.