Fara í efni

Reglur um þátttöku Skagafjarðar í farsímakostnaði starfsfólks

Málsnúmer 2509076

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 174. fundur - 10.12.2025

Lögð voru fram drög að reglum um þátttöku Skagafjarðar í farsímakostnaði starfsfólks sveitarfélagsins. Markmið reglnanna er að samræma verklag varðandi þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði við farsímaáskriftir og símtæki starfsmanna. Í drögunum felst nýbreytni þar sem lagt er til að sveitarfélagið bjóði öllum starfsmönnum upp á niðurgreidda farsímaáskrift.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 44. fundur - 10.12.2025

Vísað frá 174. fundi byggðarráðs frá 10. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð voru fram drög að reglum um þátttöku Skagafjarðar í farsímakostnaði starfsfólks sveitarfélagsins. Markmið reglnanna er að samræma verklag varðandi þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði við farsímaáskriftir og símtæki starfsmanna. Í drögunum felst nýbreytni þar sem lagt er til að sveitarfélagið bjóði öllum starfsmönnum upp á niðurgreidda farsímaáskrift.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagðar reglur voru bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.